Fréttablaðið - 22.01.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.01.2008, Blaðsíða 16
16 22. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Í gær var myndaður þriðji borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík á þeim tuttugu mánuðum sem eru liðnir frá því að kosið var til borgarstjórnar. Nýjar kosningar væru vissulega fýsilegur kostur í þessari dæmalausu stöðu, ef ekki væri óheimilt að ganga til kosninga fyrr en að loknu kjörtímabilinu. Borgarbúar sitja því uppi með kjörna fulltrúa sína fram til vors árið 2010 þegar næst verður kosið. Full ástæða er til að ætla að fram undan séu erfiðir tuttugu og átta mánuðir. Þegar þetta er skrifað er ekki gott að sjá um hvað nýi meiri- hlutinn er stofnaður. Vissulega liggur fyrir málefnasamningur, en þar eru efst á blaði atriði sem ganga þvert á stefnu Sjálf- stæðisflokksins. Allra efst er að ekki verði tekin ákvörðun um flutning Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu. Aðeins eru nokkrar vikur liðnar frá því að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðimanna í borgarstjórn, lýsti því afdráttar- laust yfir að það væri skoðun borgarstjórnarflokksins að flug- völlurinn ætti að fara úr Vatnsmýrinni. Númer tvö á listanum er yfirlýsing um að leitað verði leiða til að varðveita 19. aldar götumynd Laugavegarins og mið- borgarinnar eins og kostur er. Þetta þýðir á mannamáli að slegnar verða af hugmyndir um að gömul hús víki fyrir nýjum við Laugaveg. Margsinnis hefur komið fram að húsafriðun er meðal helstu hjartans mála næsta borgarstjóra, Ólafs F. Magnús sonar. Og í þeim efnum hefur líka komið skýrt fram að hann vill engar málamiðlanir. Hefur Ólafur meðal annars barist hart fyrir friðun húsanna númer 4 og 6 við Laugaveg, sömu húsa og sjálfstæðismenn voru samstíga um að ekki væri ástæða til að varðveita þegar þeir sátu síðast í meirihlutanum. Í þessu samhengi er athyglisvert að rifja upp tólf daga gamla skoðanakönnun Fréttablaðsins um afstöðu borgarbúa til frið- unar Laugavegar 4 og 6. Þar kom fram að minnstur vilji til að friða var einmitt meðal stuðningsfólks Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins, fjórtán prósent í fyrra tilfellinu og átján því síðara. Ekki er enn séð fyrir endann á átökunum um Laugaveg 4 og 6, en ekki verður síður spennandi að sjá hver verða afdrif áætlana um uppbyggingu á þremur mun stærri reitum við Laugaveg. Það verður dýrt ævintýri ef borgin ætlar að leysa til sín allar þær eignir sem verktakar hafa fest kaup á í mið- borginni. Eftir þann vandræðagang sem þjóðin hefur orðið vitni að í stjórn höfuðborgarinnar, fyrst í haust og svo aftur nú, þegar innan við hundrað daga gamall meirihluti féll, er full ástæða til að staldra við og velta fyrir sér um hvað þátttaka í stjórn- málum snýst. Hellir fólk sér út í stjórnmálin til að vinna að sannfæringu sinni, eða til að komast á valdastóla, sama hvað það kostar? Það er ekki bölsýni að spá að borgarbúar muni fá fleiri tilefni til að velta þeirri spurningu fyrir sér áður en kjör- dagur vorið 2010 rennur upp. UMRÆÐAN Bifreiðatryggingar Tryggingafélagið mitt (Sjóvá) sendi mér gjöf á dögunum. Hún felst í því að veita tiltekna þjónustu ef bíllinn bilar eða verður bensínlaus. Tvennt í texta gjafabréfsins frá félaginu vakti sérstaka athygli mína: Í fyrsta lagi að bíll hafi þann sjálfstæða vilja að hefta för mína ef hann bilar eða bensín þrýtur. Þetta birtist glöggt í gjafa- bréfinu þar sem segir: „Hefti bíllinn för þína með bilunum, sprungnu dekki, bensín- eða straumleysi geturðu hringt í síma 440 2222 og fengið aðstoð umsvifalaust.“ Það er auðvitað graf- alvarlegt þegar bíllinn minn góði tekur upp á því að verða bensínlaus eða bila og hefta þannig för mína. Þá er gott að eiga góða að sem greiða för bílsins og væntanlega mína um leið. Í annan stað vakti athygli mína sú skilgreining að þessi þjónusta eigi við þegar viðkomandi er „á vegum úti“ og sérstaklega tekið fram að átt sé við höfuðborgarsvæðið, Reykjanes, Árborg og Akureyri. Hingað til hefur það verið kallað að aka eða vera á vegum úti þegar fólk er úti á landi og komið langt frá þéttbýlissvæðum eins og þeim sem að ofan getur. Hér er því búið að snúa merk- ingunni á haus og er það í fullu samræmi við þau undur að bílar hafi sjálfstæðan vilja og hefti för með þeirri ósvinnu að bila eða sýna þá ótukt að verða orkulausir þegar verst gegnir. Ég verð því að játa að sjálfur er ég algjörlega vegvilltur eftir lestur gjafabréfsins góða. Auðvelt er að fyrirgefa yfirspenntan stíl og vill- andi orðalag en hitt er verra þegar tryggingafélag mitt er að verja iðgjöldunum til þess að bjarga þeim bílaeigendum sem kunna ekki fótum sínum forráð hvort sem þeir eru á vegum úti eða í þétt- býli. Að mínum dómi væri nærtækara að lækka gjöldin. Höfundur er bíleigandi. Gjafabréf á vegum úti INGÓLFUR SVERRISSON Björn keypti föt Enn er daunn í herbúðum Fram- sóknar flokksins eftir að Guðjón Ólafur Jónsson sprengdi þar fýlu- bombu á föstudagskvöld. Í stað þess að opna glugga og hreinsa loftið ákvað forysta flokksins hins vegar að halda að sér höndum og vonast til þess að málið gufaði upp af sjálfu sér. Þau viðbrögðin voru til lítils annars fallin en að skapa tortryggni og fnykurinn þvert á móti magnaðist. Spurt var hvort Björn Ingi Hrafnsson hefði keypt föt á kostnað Framsóknarflokksins fyrir kosningar. Framan af neitaði hann „að tjá sig efnislega“ um málið. Sjálfsagt átti hann þar við sjálfan vefnað fatanna því nú hefur Björn Ingi staðfest að hann keypti sannarlega föt upp á krít og Framsókn borgar brúsann. Og hvað með það? En hvað olli þessari feimni? Í kosn- ingum þurfa frambjóðendur að koma oft fram fyrir hönd flokks síns og því fylgja eflaust útgjöld. Hví skyldu stjórnmálaflokkar ekki greiða niður föt frambjóð- enda sinna líkt og sjónvarps- stöðvar borga fréttamönnum fatastyrk? Er munur á því að flokkur kaupi föt fyrir frambjóðendur sína eða þeir ráði auglýsingastofu til að „fótósjoppa“ myndir af þeim? Þetta eru klaufar, Guðjón Fyrst Guðjón Ólafur fór með rétt mál, hvers vegna gekk Björn Ingi ekki strax fram fyrir skjöldu og staðfesti það? Málið hefði þar með verið dautt á laugardaginn og sjálfsagt gleymt núna. Afgreiðsla Framsóknarflokksins á þessari atburðarás fer að minnsta kosti seint í kennslubækur sem vel heppnað dæmi um pólitíska kænsku. Sem felst stundum ekki í öðru en að gera strax hreint fyrir sínum dyrum. Gárungarnir uppskáru þó sitt; Guðjón Ólafur og Björn Ingi ganga nú víst undir nafninu hnífaparið. bergsteinn@frettabladid.is Stundum læðast breytingar svo hægt og hljótt inn í líf manns að maður tekur þær umhugsunarlaust fyrir sjálf- sagðan hlut. Dæmi um þetta er notkun á kennitölum. Þegar ég fer á snyrtistofu, myndbandaleigu, með myndir í framköllun, eða aðra staði þar sem ég kaupi þjónustu, þá gengur starfsmaður á viðkom- andi stað að tölvunni, og með augun á skjánum segir hann: „Kennitala?“ Tónninn í röddin er fagmann- legur og felur bæði í sér spurningu og tilmæli um svar. Ég þyl upp tölurnar, hann slær þær jafnóðum inn og segir síðan: Jónína? og ég gengst við því. Ég er sem sé ekki lengur kona sem heitir Jónína Kristbjörg og hefur tiltekna kennitölu. Ég er kennitala sem heitir Jónína. Númer. Kennitölur voru teknar upp sem persónuauðkenni 1987/1988. Áður var notast við nafnnúmer. Kennitölur með persónuupplýs- ingum eru happafengur fyrir þá sem vilja fylgjast með neyslu fólks og hegðun eftir aldri og kyni. Margir hafa frá þeim tíma bent á að kennitölur væru notaðar óhóflega hér á landi. Hvað sem því líður, fer ekki á milli mála að almennt er það kennitalan en ekki nafnið manns sem tekið er gilt, hvar sem maður kemur. Austurríkismaðurinn Viktor E. Franklín segir í bók sinni, Leitin að tilgangi, frá því hvernig persónur urðu að númerum í einangrunarbúðum þjóðverja á stríðsárunum. Yfirvöld hefðu aðeins haft áhuga á númerum fanganna sem voru tattóveruð á hörund þeirra. Ef vörður ætlaði að ákæra fanga leit hann aðeins á númerið hans og spurði aldrei að nafni. Við erum ekki komin svona langt í að gera kennitölu hærra undir höfði en manneskjunni sjálfri en margt bendir til að við gætum verið á leiðinni að verða einhvers konar kennitöluþjóð. Kannski má vænta þess að presturinn spyrji foreldrana við skírnarfontinn eftir nokkur ár: „Hvað á kennitala 010120 1234 að heita?” Persónulegt frelsi og sjálfstæði Persónulegt frelsi og sjálfstæði er dýrmæt eign. Margir útlend- ingar sem eru að furða sig á margumtalaðri útrás Íslendinga í fjárfestingum og umsvifum, tala bæði um dirfsku, áræði og hæfileika til að laga sig hratt að breyttum aðstæðum, en einnig um hvað okkur er margt til lista lagt. Ætla mætti að eyþjóð sem ekki er fjölmennari en úthverfi í evrópskri borg væri einsleitari en raun ber vitni. Við erum enn fiskveiðiþjóð með merkan bókmenntaarf, en fiskurinn er ekki lengur í miðju allrar afkomuviðmiðunar í umræðu dagsins. Fréttir af aflabrögðum hafa vikið fyrir fréttum af stöðunni á fjármálamörkuðum innan lands og utan. Við höfum nýtt okkur velmegun síðustu áratuga til að mennta okkur og þjálfa í samræmi við eigin hæfileika og áhugamál í stað þess að líta eingöngu til afkomumöguleika og þeirra atvinnugreina sem fyrir voru. Það er hreint ekki þróttur íslenskra fjármálamanna ein göngu sem vekur athygli víða um heim, heldur einnig fólk í bókmenntum, myndlist, tónlist, hönnun og kvikmyndagerð sem er að gera sig gildandi á alþjóða- vettvangi. Fjölbreytileiki og mismunandi skoðanir bera lifandi hugsun vitni. Það eru forréttindi að búa í samfélagi þar sem það er sjálfsagður hlutur, þótt maður eigi náttúrulega alls ekki að taka því sem sjálfsögðum hlut! Hús hér og þar Þó að við séum einstaklings- hyggjuþjóð í þeim skilningi að við treystum okkur í eitt og annað og sem aðrir myndu setja í nefnd, er ýmislegt í kringum okkur í dagsins önn sem ýtir undir hjarðeðlið. Vera við sjálf, en samt eins og hinir. Skera okkur úr, en samt ekki of mikið. Varðveisla gamalla húsa og húsagerð almennt hefur verið til umræðu upp á síðkastið. Aug- ljóst má vera að húsbyggingar, eins og annað manngert í umhverfinu, eru ákveðin skila- boð til uppvaxandi kyn slóðar á hverjum tíma. Umræða um skort á samræmi í lit og lögun húsa hér á landi kemur alltaf upp öðru hvoru. En þegar maður er búinn að aka um nokkur lönd í Evrópu fram hjá hverju þorpinu eða bænum á eftir öðrum þar sem öll hús eru eins á litinn og ekkert þak sker sig úr, er það gleðiefni að horfa yfir þökin í Reykjavík úr flugvélinni, með mismunandi lit og lögun. Og maður fyllist þakklæti og hrifningu þegar komið er heim í allar þessar götur með húsum sem hafa eigin karakter, rétt eins og fólkið sem í þeim býr. Hvað á kennitalan að heita? Í DAG | Persónufrelsi JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR Kennitölur voru teknar upp sem persónuauðkenni 1987/1988. Áður var notast við nafnnúmer. Kennitölur með persónuupplýsingum eru happafengur fyrir þá sem vilja fylgast með neyslu fólks og hegðun eftir aldri og kyni. G O T T F O L K Hvers eiga íbúar höfuðborgarinnar að gjalda? Rugl í Reykjavík JÓN KALDAL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.