Fréttablaðið - 22.01.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 22.01.2008, Blaðsíða 40
24 22. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR NÝTT Í BÍÓ! DAGSKRÁ OG MIÐASALA Á MIÐI.IS - ALLT UM MYNDIRNAR Á GRAENALJOSID.IS OG AF.IS - ALLAR MYNDIR MEÐ ENSKUM TEXTA SÍMI 462 3500 SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 16 10 16 7 7 10 7 BRÚÐGUMINN kl. 6 - 8 - 10 ALIEN VS PREDATOR 2 kl. 8 - 10 THE GOLDEN COMPASS kl. 6 7 16 10 7 16 12 16 BRÚÐGUMINN kl. 6 - 8.20 - 10.30 LUST CAUTION kl.6 - 9 ÍM NOT THERE kl.6 - 9 ótextuð WE OWN THE NIGHT kl. 8 - 10.30 RUN FAT BOY RUN kl.5.30 BRÚÐGUMINN kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 BRÚÐGUMINNLÚXUS kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 ALIEN VS PREDATOR 2 kl. 6 - 8 - 10.10 THE MIST kl. 8 - 10.40 THE GOLDEN COMPASS kl. 5.30 - 8 - 10.30 ALVIN & ÍKORNARNIR kl. 4 ÍSLENSKT TAL ALVIN & ÍKORNARNIR kl. 4 - 6 ENSKT TAL DUGGHOLUFÓLKIÐ kl. 3.45 BRÚÐGUMINN kl. 6 - 8 - 10 THE NANNY DIARIES kl. 8 - 10.20 DUGGHOLUFÓLKIÐ kl. 6 5% 5% 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI TENGDU AUKAKRÓNUM! !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu LOFAÐU MÉR kl. 10 HELVÍTI kl. 10.20 FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ 11.-24. JANÚAR LÖGFRÆÐINGUR HRYÐJUVERKANNA kl. 5.30 TVEIR DAGAR Í PARÍS kl. 6 MOLIERE kl. 8 PERSEPOLIS kl. 8 11.-24. janúar í Háskólabíói TÖFRAPRINSESSAN mögnuð spennumynd REYKJAVÍK AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS fyndnasta breska gamanmynd síðan „FOUR WEDDINGS AND A FUNERAL“ FRÁ LEIKSTJÓRA „WHAT ABOUT BOB“ ÁLFABAKKA KEFLAVÍK KRINGLUNNI AKUREYRI SELFOSS THE GAME PLAN kl. 5:40 - 8 - 10:20 L NAT. TREASURE 2 kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 NAT. TREASURE 2 kl. 5:30 - 8 - 10:30 VIP DEATH AT A FUNERAL kl. 6 - 8 - 10:10 7 I AM LEGEND kl. 8 - 10:10 14 TÖFRAPRINSESSAN M/- ÍSL TAL kl. 5:50 L ENCHANTED M/- ENSK TAL kl. 8 L AMERICAN GANGSTER Síð. sýn kl. 10:20 16 BÝFLUGUMYNDIN M/- ÍSL TAL kl. 6 L THE GAME PLAN kl. 6 - 8 - 10:20 L DEATH AT A FUNERAL kl. 6 - 8:20 - 10:20 7 I AM LEGEND kl. 6 14 NAT. TREASURE 2 kl. 8 - 10:30 12 BRÚÐGUMINN kl. 8 - 10 L GAME PLAN kl. 8 - 10:20 L BRÚÐGUMINN kl. 8 - 10:10 7 SIDNEY WHITE kl. 8 7 NAT. TREASURE 2 kl. 10:10 12 THE GAME PLAN kl. 8 - 10 L NATIONAL TREASURE kl. 8 12 I AM LEGEND kl. 10:20 16 - bara lúxus Sími: 553 2075 LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR BRÚÐGUMINN kl. 6, 8 og 10 7 ALIENS VS PREDATOR 2 kl. 8 og 10 16 THE MIST kl. 8 og 10.30 16 THE GOLDEN COMPASS kl. 5 10 ALVIN OG ÍKORNARNIR - ÍSL TAL kl. 6 L Hasarmyndin Cloverfield hitti rækilega í mark þegar hún var frumsýnd vestanhafs um síðustu helgi. Myndin náði inn rúmum 2,7 milljörðum króna og sló þar með met yfir bestu frumsýningar- helgi myndar í janúar. Cloverfield, sem fjallar um risastórt skriðdýr sem veldur usla í New York, sló með frammistöðu sinni út aðsóknarmet endurbættrar útgáfu Star Wars frá árinu 1997. Í öðru sæti yfir aðsóknarmestu myndirnar var rómantíska gamanmyndin 27 Dresses með Catherine Heigl í aðalhlutverki og í því þriðja var Mad Money. Cloverfield slær metRafmagnsgítarar eiga það til að afstillast, sérstaklega ef gítarleik- arinn fer mikinn í rokkstælum. Nú hefur Gibson-fyrirtækið sett fyrsta sjálfstillandi gítarinn á markað, Les Paul HD 6X Pro, eða „Róbótagítarinn“ eins og hann er yfirleitt kallaður. Fyrirtækið hefur svo mikla trú á gítarnum að það segir hann fyrsta raunverulega gítar 21. aldarinnar og stærsta stökkið í hönnun rafgítara í fimm- tíu ár. Þessi gítar helst alltaf í still- ingu og með því að snúa takka má stilla hann á augabragði í nýja tón- tegund. „Mér finnst þetta sniðugt en tæknin sem er notuð er kannski full þunglamaleg eins og er,“ segir Stefán Már Magnússon í hljóð- færabúðinni Rín. Hann hefur ekki séð gítarinn en horft á fræðsluefni um hann á netinu. „Þetta á eflaust eftir að verða fullkomnara,“ bætir hann við. Stefán segir að ekki sé búið að panta inn eintak af þessum nútímagítar enn þá. „Ég veit satt að segja ekki hvort einhver er nógu klikkaður til að kaupa svona!“ segir hann. Í Bandaríkj- unum er útsöluverð gítarsins um 2.500 dalir (um 160.000 ísl. kr.). Sjálfstillandi gítar RÓBÓTAGÍTARINN Lítur bara út eins og venjulegur gítar. Þursaflokkurinn snýr aftur laugardaginn 23. febrúar og heldur stórtónleika í Laugardalshöll. Tilefnið er þrjátíu ára afmæli og flutt verða öll helstu lög þess- arar eiturmögnuðu hljóm- sveitar í viðhafnarútsetn- ingum, meðal annars með Caput-hópnum. Samhliða koma út allar plötur Þurs- anna í pakka auk disks með óútgefnu efni. „Við byrjuðum að hittast einu sinni í viku í september til að sjá hvar við stæðum, en höfum tekið ansi skarpt á því síðan í desem- ber,“ segir Egill Ólafsson, stofn- andi Þursaflokksins. „Þó að langt sé um liðið síðan við spiluðum erum við merkilega lítið ryðgaðir, enda eru þetta allt menn sem eru ennþá að spila í deildinni, ef svo má segja.“ Egill er ánægður með að vera kominn aftur í skúrinn með gömlu félögunum. „Það er fínt að hittast reglulega og skemmtilegt að rifja þetta efni upp. Við sitjum þröngt og það er mikil hrútalykt á æfing- um. Það kemur á daginn að það eru engin merki um síðasta sölu- dag. Þótt ég segi sjálfur frá hefur þessi tónlist elst vel.“ Þursaflokkurinn er nú skipaður sömu mönnum og tóku upp plöt- una Þursabit árið 1979, nema hvað Eyþór Gunnarsson leikur á hljóm- borð í stað Karls J. Sighvatssonar sem lést árið 1990. Egill er þó ekki í vafa um að Karl sé með í anda á æfingum. „Hann hefur gert vart við sig. Ég hef sem dæmi fundið granólakorn á botni gamallar snúrutösku og snúrur eru mikið að bila. Á sínum tíma voru bilaðar snúrur aðalsmerki Kalla og hann var oft og iðulega að borða gran- óla á æfingum.“ Þursaflokkurinn mun bæði leika einn og með hinum 22 manna Caput-hópi. „Það var alltaf mein- ingin að spila með stóru bandi á sínum tíma,“ segir Egill. „Við ætl- uðum meðal annars að fá Sinfón- íuna með okkur en ekkert varð úr. Nú er það daglegt brauð að Sin- fónían sé að spila á rokktónleik- um. Músík Þursaflokksins er þannig í laginu að hún þolir vel samstarfið við Caput-hópinn. Það er gaman að því að fólkið í Caput var margt að hlusta á okkur sem börn og unglingar og þekkir því tónlistina vel.“ Fyrstu tónleikar Þursaflokks- ins voru 27. febrúar 1978 svo það verða þrjátíu ár frá því að hljóm- sveitin kom fyrst fram. Auk tón- leikanna í Höllinni verður afmælis- ins minnst með fimmfaldri plötuútgáfu í svörtum kassa. Auk platnanna fjögurra – Hinn íslenski Þursaflokkur, Þursabit, Á tónleik- um og Gæti eins verið – verður diskur með aukaefni í kassanum. „Eftir síðustu plötuna okkar vorum við langt komnir með nýja plötu sem aldrei kom út. Hún átti að heita Ókomin forneskja og fimm lög af henni verða á auka- diskinum. Þar verða einnig tón- leikaupptökur og ýmiss konar aukaefni.“ Egill lofar mögnuðum tónleik- um í Höllinni. „Við ætlum að halda út í tvo tíma. Það má ekki lengra vera því þetta er mjög stór skammtur af proggi. Mér skilst að það sé komið langleiðina með að verða uppselt og það verða bara þessir einu tónleikar.“ Egill lofar engu þegar talið berst að áframhaldandi spila- mennsku og jafnvel nýrri Þursa- plötu. „Við tökum núorðið eitt skref í einu, en í sjálfu sér var aldrei talað um að hætta á sínum tíma. Einn góðan veðurdag var bara kjarni Þursanna kominn í Stuðmenn þar sem tekjur voru öruggari. Það er eðli dvergmark- aðar eins og við búum við, að nauðsynlegt er að hvíla hljóm- sveitir – ná upp nýrri stofnstærð.“ gunnarh@frettabladid.is Merkilega lítið ryðgaðir ÞURSAFLOKKURINN AFTUR Í SKÚRINN Frá vinstri: Egill Ólafsson, Þórður Árnason, fulltrúi Caput, Guðni Franzson, Tómas Tómas- son, Eyþór Gunnarsson, Ásgeir Óskarsson og Rúnar Vilbergsson. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Kvikmynd Lindsay Lohan, I Know Who Killed Me, hefur verið tilnefnd til níu Razzie- verðlauna en myndin Norbit með Eddie Murphy hlaut átta tilnefningar. Verstu kvikmyndir og leikarar Hollywood fá Razzie-verðlaunin á hverju ári. Murphy, sem á síðasta ári var tilnefndur til Óskarsins fyrir hlutverk sitt í Dreamgirls, fékk sjálfur fimm Razzie-tilnefningar sem er það mesta sem einn leikari hefur fengið á einu ári. Skýringin er sú að hann leikur þrjár persónur í myndinni. „Við ákváðum að hver og ein persóna væri svo léleg að hún ætti skilið sér tilnefningu,“ sagði John Wilson, stofnandi verðlaunanna, um frammistöðu Murphys. Wilson bætti við að Lohan hefði fengið flest atkvæði sem versta leikkonan síðan Sofia Coppola lék í The Godfather Part III. „I Know Who Killed Me er glórulausasta myndin sem hefur komið út síðan Showgirls var sýnd, sem var kosin versta mynd tíunda áratugarins af Razzie.“ Á meðal fleiri leikara sem voru tilnefnd- ir til Razzie voru Nicolas Cage fyrir frammistöðu sína í Ghost Rider, Jim Carrey fyrir The Number 23 og Jessica Alba fyrir myndirnar Awake, Fantastic Four: Rise of the Silver Surfer og Good Luck Chuck. Lindsay og Murphy langverst LINDSAY LOHAN Mynd hennar I Know Who Killed Me hlaut níu Razzie-tilnefningar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.