Fréttablaðið - 22.01.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 22.01.2008, Blaðsíða 46
30 22. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. líkamshluti 6. kusk 8. skrudda 9. upphrópun 11. hljóta 12. gjamma 14. blossaljós 16. tveir eins 17. neðan 18. for 20. forfaðir 21. könnun. LÓÐRÉTT 1. kaupbætir 3. í röð 4. handarlínulist 5. hallandi 7. frjáls 10. einkar 13. efni 15. togvinda 16. ósigur 19. kyrrð. LAUSN LÁRÉTT: 2. háls, 6. ló, 8. bók, 9. aha, 11. fá, 12. gelta, 14. flass, 16. tt, 17. upp, 18. aur, 20. ái, 21. próf. LÓÐRÉTT: 1. álag, 3. áb, 4. lófaspá, 5. ská, 7. óheftur, 10. all, 13. tau, 15. spil, 16. tap, 19. ró. „Austurlandahraðlestin er mest djúsí bitinn í bænum. Ég fæ mér alltaf Madras, sem er sterkur og góður réttur.“ Gaukur Úlfarsson, leikstjóri. „Já, já, já, já, Jónína var þarna sjálf. Við vorum þarna einhver tíu til tólf frá Íslandi,“ segir Gunnar Þorsteinsson, gjarnan kenndur við Krossinn, nýkominn frá Póllandi þar sem dvaldi í hálfan mánuð. Og lætur vel af sér. Líkamsræktar- frömuðurinn Jónína Ben hefur gengist fyrir detox-ferðum á Elf- heilsuhótelið sem er í Póllandi, nálægt Gdansk. Og guðsmaðurinn Gunnar skellti sér með að þessu sinni. Og er ánægður með ferð- ina. „Ég var ekki í hinu eiginlega afeitrunarprógrammi en átti ákveðna samleið með hópnum. Gott að vera með fólki sem vill þjá líkama sinn og neita sér um mat og drykk. Ég hef gert þetta í mörg ár, fastað, fer í slipp og herði lausar skrúfur. Skila ársreikningi inn fyrir líkamann. Þetta sem ég geri byggir á aldagamalli hefð þar sem grunnurinn er föstur og hreinsanir.“ Hreinsunarferðir Jónínu til Póllands hafa verið umdeildar innan læknis- fræðinnar, einkum þetta sem lýtur að stólpípu- meðferð sem boðið er upp á í ferðum þessum sem og föstuþátturinn. Gunnar segir miður að læknis- fræðin hér heima skuli ekki hafa skilning á þessu. En þessi hefur verið iðkan mannkyns frá örófi alda. Gunnar segist aðeins geta vonað að heil- brigðisyfirvöld vakni til meðvit- undar um þetta því klárt sé að þessi aðferð, hreinsunin, getur hjálpað mörgum sem þjást af þessum menningarsjúkdómi – en okkar menning er komin úr skaftinu hvað varðar til dæmis offitu. „Slökkva á jarðneskum kenndum og komast í samband við guð. Hreinsa líkama og anda... um það snýst málið,“ segir Gunnar sem lengi hafði leitað eftir afdrepi fyrir kar- akter eins og sig, eins og hann orðar það, þar til hann rambaði á ferðir Jónínu til Póllands. „Einhverju þarf að fórna af þessum dýru kílóum sínum sem maður hefur komið sér upp með stórum tilkostnaði, konfekt og stórsteikur kosta sitt. En maður geldur nú guði tíund af líkaman- um,“ segir Gunnar aðspurður hvort aukakílóin hafi ekki beinlín- is runnið af honum. Og neitar að segja meira um kílóafjölda. Gunn- ar er enginn kettlingur og má reikna með því að hann hafi skilið um tíu kíló eftir í Póllandi. - jbg Gunnar í Krossinum í detox með Jónínu Ben GUNNAR Í KROSS- INUM Hefur nú goldið guði tíund af líkamanum. „Þau voru eitthvað hrifin af þessu og vilja geta hringt í mig hvenær sem eitthvað gerist á Íslandi,“ segir Atli Már Gylfason blaðamaður á Séð og heyrt. Hann hefur nú verið ráðinn sem fastur fréttaritari CNN á Íslandi. Þegar fréttin af andláti Bobby Fischer barst rauk fréttastöðin CNN eðlilega í málið. Þeir sem fylgdust með gangi mála þar fengu séð Atla Má skýra málið fyrir milljónum sjónvarpsáhorfenda. Eins og herforingi og á skjánum í um sex mínútur. „Ég náði að klóra mig út úr þessu,“ segir Atli Már hógvær en neitar því ekki að hafa verið stressaður. „Áður en ég vissi var farið að telja niður og ég kominn í loftið. Gerðist allt mjög hratt en ég var kominn af skjálftavaktinni fljótlega. Skemmtilegt að sjá þegar skipt var yfir til Moskvu þar sem var Gary Kasparov. Sérstök tilfinning.“ Atli Már er aðeins 23 ára gamall en hefur þó starfað sem blaðamaður í sex ár. Hóf feril sinn á Suðurnesjafrétt- um en starfar nú á Séð og heyrt. Atli Már segir fréttamennsku sína fyrir CNN þannig til komna að hann hafi í gegnum tíðina sent þeim fréttaskot. Og hitti í mark með Bobby Fischer. Hann segist ekki vita hvað sé borgað fyrir störf sem þessi, hefur ekki kynnt sér það, en telur mikið þurfa að breytast á Íslandi til að hann geti haft af þessu verulegar tekjur. Ekki á hverjum degi sem Fischer andast. En líklega má telja „votan draum“ margs sjón- varpsfréttamannsins að vera partur af teymi CNN? „Örugglega eru einhverjir fúlir vegna þess að einhver krakki á Séð og heyrt hafi komist í þetta. En maður verður að koma sér á framfæri sjálfur. Það gerir enginn fyrir mann. Þegar þetta kom til var ég að þýða frétt fyrir News of the World. Frétt sem ég hafði skrifað um Tarantino,“ segir hinn ungi blaðamaður sem greinilega á framtíðina fyrir sér. - jbg Atli Már fréttaritari á CNN ATLI MÁR Eins og herfor- ingi á skjánum fyrir framan milljónir áhorfenda CNN. „Það er ekki á hverjum degi sem maður fær svona gæðakokk á tökustað og sjá hann í „live-act- ion“,“ segir kvikmyndaleikstjór- inn Ólafur Jóhannesson sem fékk heldur óvæntan gest á tökustað til sín í New York á dögunum. Þá birtist sjónvarpskokkurinn Nig- ella Lawson eins og þruma úr heiðskíru lofti. Nigella hefur yljað íslenskum sjónvarpsáhorfendum og hinum vestræna heimi um hjartarætur með upp- skriftum sínum á sjónvarpskjánum. Á bloggsíðu sinni segir Ólafur frá því að Nigella sé skyld einni af ljósastelp- unum í myndinni en leikstjórinn vildi eiginlega sem minnst tjá sig um heim- sóknina. „Hún kom bara og bakaði nokkra kökur sem voru reyndar ljúffengar. Ég verð samt að viðurkenna, að hætti íslenskra karlmanna, að það slær samt ekkert út matinn hennar mömmu,“ útskýrir Ólafur og segir að Nigella hafi verið hvers manns hugljúfi. En Ólafur var ennþá leyndar- dómsfyllri þegar talið barst að kvikmyndinni sem tekin er upp á götum Brook- lyn-hverfisins. Segir vinnuheitið vera ken’tuc’ee 1571 og hún fjalli um engladeild sem reynir að ná í tvítugan engil en hann hefur fyrir mistök lifað í líki raunverulegs manns. „Mér finnst voðalega gaman að skrifa og fara svo bara út í tökur og búa til ein- hvern veruleika út frá sem hefur verið fest niður á blað,“ segir Ólafur sem treystir á svokallaða slysaaðferð. Að eitthvað bara gerist „Síðan verður maður bara að sjá hvort þetta virkar. Ef ekki þá á maður bara að vera heiðar- legur og setja það aðeins til hliðar,“ segir Ólafur. Hann virðist á góðri leið með að sanka að sér leik- urum úr Sopranos-þátt- unum vinsælu því með eitt aðalhlutverk- anna fer Sharon Angela sem lék Rosalie April í sjónvarpsþáttun- um vinsælu. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá leikur Michael Imperioli í annarri mynd Ólafs, Stóra planið, sem verður frum- sýnd á þessu ári. Leikstjórinn úti- lokar ekki að fleiri leikarum úr sjónvarpsþáttunum bregði fyrir í myndinni en það eigi allt eftir að koma í ljós á næstu dögum. „Við erum einnig að ræða við nokkrar leikara úr Law & Order en sjáum bara til,“ segir Ólafur. freyrgigja@frettabladid.is ÓLAFUR JÓHANNESSON: SANKAR AÐ SÉR SOPRANOS-LEIKURUM Nigella bakaði fyrir Ólaf NIGELLA BAKAÐI Ólafur Jóhannesson með sjónvarpskokkinum Nigellu Lawson sem tók sig til og bakaði nokkrar kökur ofan í tökuliðið. ENGLASVEITIN Ólafur með tveimur leikurum úr myndinni ken’tuc’ee 1571 APRIL Sharon Angela leikur eitt aðalhlutverkanna í kvikmyndinni. Ísólfur Gylfi Pálmasson sveitar- stjóri er ritstjóri og ábyrgðarmaður fréttabréfs sem Hrunamanna- hreppur gefur út. Þar segir að í fríðu föruneyti Árna M. Mathie- sen fjármálaráðherra, sem hélt nýverið fund á Hótel Flúðum, hafi verið Sigmundur Sigurgeirsson. Ísólfur greinir frá því að Sig- mundur sé í sérverk- efnum hjá Árna en sé í raun hægri hönd Árna í ráðuneytinu. Sigmundur er annars þekktastur fyrir að hafa skrifað fúk- yrðaflaum á blogg sitt um Jóhann- es í Bónus og son hans Jón Ásgeir meðan hann var fréttaritari RÚV á Suðurlandi. Og var vikið frá störfum tímabundið í kjölfarið. En Árni lætur Sigmund ekki gjalda þess. Erpur Eyvind- arson, rappar- inn grimmi úr Kópavogi, vinnur nú að sólóplötu. Hans fyrsta og ríkir nokkur leynd um hana. Fréttablaðið heyrir þó að þar muni kenna ýmissa grasa og ætlar Erpur að kalla til breiðan hóp aðstoðarmanna. Fastlega má búast við því að hann fái Bjartmar Guð- laugsson til að koma fram sem gestur en Erpur er einlægur aðdá- andi hans. Þá er von til að Erpur leiti samstarfsmanna utan landsteina en því miður er ljóst að Proof úr D12, sem var með Erpi á „Hæstu hendinni” verður ekki með. Proof var skotinn fyrir margt löngu og horfinn til feðra sinna. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI N O RD ICPH O TO S/GETTY Pósthúsið ehf – Suðurhrauni 1 – 210 Garðabær – www.posthusid.is Leynist þessi blaðakerra heima hjá þér ? Við erum að leita að blaðakerrum sem hugsanlega hafa ekki ratað aftur heim til sín eftir að blaðberastarfi lýkur. Ef kerra eins og þessi á myndinni leynist heima hjá þér, láttu okkur þá vita og við komum og sækjum hana. Í þakklætisskyni fyrir tilkynninguna munum við færa þér frímiða í bíó. Hafðu strax samband við dreifi ngardeild Fréttablaðsins í síma: 585 8300 / 585 8330 eða sendu tölvupóst á dreifi ng@posthusid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.