Fréttablaðið - 22.01.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 22.01.2008, Blaðsíða 48
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Karenar D. Kjartansdóttur Í dag er þriðjudagurinn 22. janúar, 22. dagur ársins. HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Das Auto. Aukahlu tapakki að verðm æti 270.000 kr. innifalin n. Volkswagen – kolefnisjafnaður útblástur Fjarlægðarskynjarar að aftan ... ... og framan Það krefst sérstakrar tækni að bakka í stæði. Nú fylgir hún frítt með. Betur búinn Passat á sama frábæra verðinu Allir þekkja gæði og glæsileika Volkswagen Passat, en að sjálfsögðu höldum við þróuninni áfram. Nú fylgja fjarlægðarskynjarar, 16 tommu álfelgur og hraðastillir með þessum stórglæsilega fjölskyldubíl, að ógleymdum þægindum á borð við leðurklætt stýri, hita í sætum og aðkomuljósum. Passat Comfortline 1,9 TDI® dísil kostar aðeins 33.617 kr. á mánuði * *Miðað við bílasamning SP til 84 mánaða og 20% útborgun. Árleg hlutfallstala kostnaðar er 6,24%. Heildarverð 2.910.000 kr. F í t o n / S Í A 10.39 13.39 16.40 10.41 13.24 16.08 Um hverja helgi reyni ég að gera eitthvað með syni mínum sem ég tel verða þess valdandi að snilligáfa hans losni úr læðingi. Oftast göngum við saman úr Vesturbænum og lítum á bókasöfn eða í bókabúðir í miðbæn- um þar sem hann má velja sér bók til að fara með heim. Mér hefur sýnst á svip annarra viðskiptavina að áætl- anir mínar með drenginn séu á villi- götum og því ákvað ég að breyta til um síðustu helgi. VIÐ fórum því og litum á stærðar snjóhest sem lettneskir listamenn reistu á Njálsgötu og fórum í strætó- leiðangur. Í strætóinum gaf maður sig á tal við okkur. Hann reyndist koma frá fyrrverandi Júgóslavíu þar sem hann hafði verið atvinnumaður í knattspyrnu. Við frásögn mannsins fékk sonur minn stjörnur í augun og greindi manninum frá því að upp á- halds leikskólakennarinn hans væri líka frá landi sem eitt sinn hefði verið í Júgóslavíu og að hann ætlaði helst líka að verða fótboltamaður þegar hann yrði eldri. STUNDUM er rætt um að fjölmiðl- ar eigi ekki að greina frá þjóðerni fólks í fréttum. Ég velti því fyrir mér hvernig eigi að draga línu í slíkum málum. Mætti ég þá ekki tilgreina að hópur listrænna Letta hefði útbúið fallegan snjóhest? Eða að deildar- stjórinn á leikskóla sonar míns væri framúrskarandi starfskraftur enda hefði hún hlotið góða menntun og reynslu í ættlandi sínu, Serbíu? Má kannski bara nefna þjóðernið ef um jákvæðar fréttir væri að ræða? FÉLAGI minn af útvarpinu sagði mér eitt sinn frá því að hann hefði sjaldan fengið yfir sig jafn mikla skæðadrífu skamma og eftir að hann flutti frétt af manni sem gekk ber- serksgang á Hofsósi. Töldu sumir að fréttin myndi koma óorði á alla sem tengdust bænum. Í kjölfarið veltum við því fyrir okkur hvernig fréttir kæmu út ef þær innihéldu engar upp- lýsingar um fólkið sem kom við sögu – væru slíkar fréttir upplýsandi? ÆTTI eingöngu að tilgreina uppruna fólks og heimabæ ef um jákvæðar fréttir væri að ræða en láta það hjá líða í „vondum“ fréttum? Það töldum við ekki góða fréttamennsku. Upp- runi getur tengst fréttum, til dæmis ef fjallað er um aðbúnað erlends verkafólks eða skipulögð glæpagengi frá öðrum löndum. Eða er kannski alls ekki hægt að treysta lesendum til þess að fella ekki dóma yfir heilum bæjarfélögum eða þjóðum þótt ein- hverjir þaðan brjóti af sér? Annars sé ég vissa kosti við að hætt verði að tala um að íslenska landsliðið tapi fyrir öðru landsliði. Það fer best á því að fjalla bara um góð landslið og sleppa því að kenna léleg lið við heilar þjóðir. Hvaðan ertu gæskan?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.