Fréttablaðið - 23.01.2008, Síða 1

Fréttablaðið - 23.01.2008, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 500023. janúar 2008 — 22. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG húsbyggjandinnMIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2008 P IP A R • S ÍA • 7 1 1 6 7 Prodomo er ný verslun sem býður nýjustu hönnun í ljósum og rafbúnaði og háþróaðan stjórnbúnað fyrir lýsingu, tónlist, mynd og hita. Hlíðasmári 1 / 200 KópavogurSími 520 4545 / www.prodomo.is prodomo@prodomo.is HÚSBYGGJANDINN Form og stíll frá fyrri tíð Sérblað um framkvæmdir og byggingar FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG SÓLVEIG HELGA ZOPHONÍASDÓTTIR Lærði mandarín og kenndi ensku í Kína ferðir bílar Í MIÐJU BLAÐSINS Masterklass Girnileg nýjung með 2 í pakka. Fæst í næstu verslun. Meistara- flokkssúpur Nýjung Enska með ís- lenskum hreim Jennifer Connelly undir- býr sig vel fyrir leik sinn í Slóð fiðrildanna. FÓLK 22 JAN MURTOMAA Íslandskynning á paradísareyju Menningarsamband milli Íslands og Antígva FÓLK 30 HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Sólveig Helga Zophoníasdóttir lenti í ýmsum ævintýrum þegar hún dvaldi um ársskeið í Kína. „Ég vissi ekkert út í hvað ég var að fara. Hugsaði samt að þetta yrði ágætt ævintýri,“ segir Sólveig Helga Zophoníasdóttir sem flutti ásamt kærastanum til Sjanghæ í Kína fyrir ári. Þar vann kærastinn við vöruhönnun meðan Sólveig hafðist við heima fyrst um sinn. Hún segir það hlutskipti hins vegar hafa átt afar illa við sig og því hafi hún verið fljót að skella sér í nám í mandarín sem er eitt þeirra tungumála sem töluð eru í Kína. „Í skólanum kynntist ég krökkum alls staðar að,“ rifjar Sólveig upp, en hún segist ekki hafa eignast marga kínverska vini meðan á dvölinni stóð og það sé helst vegna þess hversu erfitt sé að kynnast þeim.Í skólanum gerði Sólveig margt annað en að læra. Þar gafst henni færi á að vinna sjálfboðastarf með öldruðum og svo kenndi hún viðskiptaensku hjá lög-fræðifyrirtæki og vann á kóresk l ik og völdu til þess heldur óvenjulegan ferðamáta, sem er að sögn Sólveigar blanda af traktor og mótor-þríhjóli. „Fyrst þegar við keyptum það hafði enginn trú á að við kæmust nokkurn skapaðan hlut. En svo keyrðum við um nokkur héruð í maí. Við fengum leyfi til að tjalda á lóðum hjá fólki, en það trúði varla að við værum að þessu til gamans og hélt að við ættum hvergi heima,“ segir Sólveig og minnist sérstaklega heimsóknar til gullfiskabónda á nýárinu, þar sem þau gistu í garði umkringd fiskatjörnum.„Þarna kom í ljós að Kínverjar eru alveg jafn skot-glaðir og Íslendingar. Að gista í tjaldi í bæjarútjaðri yfir nýárið, er eins og að gista í tjaldi við Hallgríms-kirkju á gamlárskvöld,“ segir Sólveig og hlær. Hún segir þó töluverðan mun á þessum tveimur þjóðum enda hafi heimþrá loks rekið hana aftur til Íslands, en þá hafði hún líka búið samfleytt í þrjú ár erlendis, þar af tvö ár í London. Hins vegar sé aldrei að vita nemahún snúi aftur til Kí i h Tjaldað í gullfiskagarði Sólveig og vinir hennar Ali og Becks að taka sig til svo að þau geti lagt aftur í hann. Þau sváfu lengst af úti í skógi og lentu í hagl- éli um nóttina. Myndin var tekin á sjöunda degi ferðalagsins og krakkarnir orðnir frekar þreytulegir. MÓTORHJÓLAVEISLA Bærinn Daytona í Flórída í Bandaríkjunum fyllist vænt- anlega af fólki dagana 1. til 10. mars þegar mótorhjólahátíðin, sem er árviss viðburður, verður haldin. BÍLAR 2 GENGIÐ UM BERLÍN Þeir ferðalangar sem heimsækja Þýskaland og vilja kynn- ast Berlín almennilega geta farið í skipu- lagðar gönguferðir með leiðsögn um borgina. FERÐIR 3 Einföld, mjúk og áhrifarík meðferð sem farið hefur sigurför um Evrópu.Virkar vel á hverskonar vandamál Kennt í Reykjavík 22. - 25. febrúar 2008 Íslenskt námsefni og íslenskur kennari. Uppl. síma 421 4569 og 897 7469 • Margeirwww.bowentaekni.com • jmsig@simnet.is Námskeið í Bowen Tækni Laugavegi 51 • s: 552 2201 > Markaðurinn Sögurnar ... tölurnar ... fólkið ... FYLGIR MEÐ FRÉTTABLAÐINU Í DAG 14 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 23. janúar 2008 – 4. tölublað – 4. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com Skattalegt tap Mikil verðmæti í tapi Hugverkaþjófnaður kvikmynda Kostar 1.170 milljarða 8-9 Jeppasport Betra en golfið www.lausnir.is fi nndu rétta tóninn… Mettap hjá Merrill Bandaríski bankinn Merrill Lynch tapaði 7,8 milljörðum dala, jafnvirði 507 milljörðum íslenskra króna, á síð- asta ári. Þar af nam tapið á síðasta fjórðungi nýliðins árs 9,83 millj- örðum dala. Þetta er langmesta tap í yfir hundrað ára sögu bankans. Kólnun á fasteignamarkaði Velta á fasteignamarkaði síðustu tvær vikur ársins 2007 og fyrstu tvær vikur hins nýja árs nam sam- anlagt rétt rúmum 3,1 milljarði og dróst saman um tuttugu prósent sé miðað við sama tímabil í fyrra, þegar veltan nam 3,8 milljörðum. Ár yfirtakna Glitnir spáir að árið 2008 verði ár yfirtakna, hagræð- ingar og sameininga hjá fjármála- fyrirtækjum. Breytingarnar verða aðallega hjá smærri verðbréfa- fyrirtækjum sem hér hafa sprott- ið upp og ekki hjá stóru bönkunum samkvæmt Glitni. Evrunefndin á fullt Nefnd við- skiptaráðherra sem fara á yfir lagaumhverfi hér vegna evru- skráningar hlutabréfa tók til starfa. Jón Sigurðsson, hagfræð- ingur og fyrrum ráðherra, seðla- bankastjóri og aðalbankastjóri Norræna fjárfestingarbankans, fer fyrir nefndinni. Ekki í stjórn Novator fékk ekki sína tvo menn kjörna í stjórn finnska fjarskiptafyrirtækisins Elisa í fyrstu atrennu. Björgólfur Thor Björgólfsson segist undrandi á að hluthafar standi í vegi fyrir stjórnarsetu langstærsta einstaka hluthafans. „Engin ein á hefur verið leigð á hærra verði,“ segir Óðinn Sigþórsson, stjórnarformaður Landssambands veiðifélaga. Sporður ehf. hefur samþykkt að greiða Veiðifélagi Þverár í Borgarfirði 73 milljónir króna á ári fyrir veiðiréttinn í Þverá og Kjarrá til ársins 2012. „Það er ýmislegt í þessu,“ segir Kristján Franklín Axels- son, bóndi og formaður veiði- félagsins. Auk þess að greiða 73 milljónir fyrir veiðiréttinn einan og sér, gefi Sporður veiði- félaginu upp ríflega 25 millj- óna króna skuld vegna viðgerða á veiðihúsi, auk þess að greiða fimm til sex milljónir króna ár- lega fyrir upptöku á netum í Hvítá. „Þá er þarna nokkuð ríf- leg eingreiðsla,“ segir Kristján Franklín. Jón Ólafsson, einn sjö hluthafa í Sporði, segir að samningur um leigu á ánni hafi ekki átt að renna út fyrr en 2010 „en okkur þótti þetta hentugur tími til að endurnýja samninginn“. Óðinn Sigþórsson bendir á að þótt upphæðin fyrir ána sé há þá séu seldar fjórtán stangir. „Þannig að þetta er ekki met miðað við það.“ Þverá og Kjarrá hafa undanfarin ár verið með aflahæstu ám landsins. Undan- farin ár hafa veiðst tæplega 1.870 laxar í ánni á hverju sumri og er meðalþyngd laxa þaðan tæplega sjö pund. Mesta veiði sem vitað er um var árið 2005 en þá komu yfir 4.000 laxar á land á bökkum árinnar. Bæði Íslending- ar og erlendir gestir munu hafa veitt í ánni undanfarin ár. - ikh Metupphæð fyrir veiðirétt 6 Kvikmyndaiðnaðurinn í veröld- inni tapar um 1.170 milljörðum króna árlega vegna ólöglegs hug- verkaþjófnaðar, segir Hallgrím- ur Kristinsson, yfirmaður svæð- isskrifstofu Samtaka kvikmynda- framleiðenda, MPA, í Evrópu, Afríku og Mið-Austurlöndum. „Við verðum að hafa í huga að þeir sem fara verst út úr þessu eru litlu gæjarnir sem eru að reyna að búa til kvikmyndir uppi á Íslandi eða í Svíþjóð,“ segir Hallgrímur. MPA-samtökin eru fjármögnuð af sex stærstu kvikmyndaverun- um í Hollywood. Áætlað tap kvik- myndaveranna vegna hugverka- þjófnaðar er sagt nema 390 millj- örðum íslenskra króna. - jsk sjá 8-9 Bitnar á smærri fram- leiðendum Óli Kristján Ármannsson skrifar Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði skarpt í viðskiptum gærdagsins, annan daginn í röð. Framan af degi hækkaði ekki nokkurt félag, en eftir ákvörð- un Seðlabanka Bandaríkjanna um stýrivaxtalækkun gengu lækkanir örlítið til baka hér heima og stöku hækkun sást. Lækkanir hér heima voru í takt við þróun á mörk- uðum annars staðar í heiminum. Þannig var lokað fyrir viðskipti á mörkuðum í Suður-Kóreu á mánu- dag þegar dagslækkunin náði 10 prósentum. Seðla- banki Bandaríkjanna brást hins vegar við snarpri gengislækkun hlutabréfa á heimsvísu með óvæntri lækkun stýri- og daglánavaxta upp á 3,5 prósent. Við þetta fóru stýrivextir úr 4,25 í 3,5 prósent. Ákvörð- unin skilaði sér í snörpum viðsnúningi á evrópskum hlutabréfamörkuðum. En sú breyting gekk fljótlega til baka og fór aftur í svipað horf fyrir lokun mark- aða. Horft er til þess að vaxtalækkunin sporni við frekari lækkun hlutabréfaverðs, blási lífi í einka- neyslu og millibankalán sem hafa verið með dræm- asta móti. Sömuleiðis varð bankinn að grípa til sinna ráða þar sem fjármálamarkaðir í Bandaríkjunum voru lokaðir á mánudag á sama tíma og helstu hluta- bréfavísitölur féllu um allt að sjö prósent víða um heim. Haraldur Yngvi Pétursson, sérfræðingur grein- ingardeildar Kaupþings, segir varhugavert að draga of víðtækar ályktanir af lækkunum síðustu tveggja daga. Hann segir lækkanir á mörkuðum þegar orðn- ar það miklar að nái sögulegum stærðum og fjárfest- ar því farnir að horfa fram á veginn. „Þessar síðustu lækkanir lykta svolítið af yfirskoti,“ segir hann, en áréttar þó að því lengur sem lækkunarástand varir, verði þyngra að rífa sig upp úr því. Þá segir Har- aldur Yngvi ljóst að í undangengnum lækkunum sé búið að meta inn í verð hlutabréfa mun verri af- komu en raunhæft sé að gera ráð fyrir. „Fyrst voru menn að horfa á þessi undirmálslán og ljóst að verð- lækkun á mörkuðum nemur margföldum afskrift- um vegna þeirra. Núna er verið að tala um mögu- lega kreppu í Bandaríkjunum, en gengi bréfa hefur lækkað miklu meira en svartsýnustu menn sjá fyrir sér að komið geti niður á afkomu félaga.“ Óvarlegt að draga of víðtækar ályktanir Hlutabréfamarkaðir lækkuðu skarpt um heim allan í byrj- un vikunnar. Sérfræðingur Kaupþings varar við of mikilli svartsýni, teikn séu á lofti um að botni kunni að vera náð. LÖGREGLUMÁL „Maður tekur svona hótunum og húsbroti mjög alvarlega og gengur götuna á enda.“ Þetta segir Ragnar Óskars- son, fjölskyldufaðir í Vogum á Vatnsleysuströnd, sem nýverið varð fyrir því að þrír handrukkar- ar gerðu atlögu að heimili hans og fjölskyldu. Þeir sögðu son hans skulda 50 þúsund krónur og voru komnir til þess að sækja þær. „Það eru bara tveir kostir í stöðunni, að borga eða að borga ekki,“ segir Ragnar, sem ákvað að borga ekki. Hann fylgdi máli sínu fast eftir sem leiddi til þess að handrukkararnir voru allir handteknir skömmu eftir húsbrot- ið. - jss / sjá síðu 12 Fjölskyldufaðir í Vogum: Stóð gegn þrem handrukkurum ÉLJAGANGUR Í dag verða víðast suðvestan 5-10 m/s. Él sunnan og vestan til en úrkomulítið norðan og austan til. Hiti nálægt frostmarki. VEÐUR 4 Martraðarbyrjun Þjóðverjar skoruðu sex fyrstu mörkin og unnu Íslendinga með átta marka mun á EM í Noregi. ÍÞRÓTTIR 26 TÍMAMÓT Þrjátíu og fimm ár eru í dag liðin frá því að gos hófst í Vest- mannaeyjum. Það var ekki laust við að nokkrum þeirra sem muna eftir gosinu brygði við í gær því margt minnti á daginn örlagaríka. „Ég man það vel að það var mikið fárviðri daginn áður því þá var ég, 15 ára peyinn, sendur að sækja ruslatunnuna sem hafði fokið út á tún,“ segir Óskar Friðriksson. Hann segir vikur hafa fokið að undanförnu á milli fellanna og yfir hluta bæjarins þótt bæði snjór og rigning ætti að þyngja vikurinn. „Ég man ekki eftir viðlíka foki í áratugi, segir Óskar. Eyjamenn minnast tímamótanna í dag með blysför sem farin verður frá kirkjunni. „Þar mun eitthvað óvænt gerast,“ segir Kristín Jóhannsdóttir, einn af skipuleggj- endum hátíðarinnar. Því næst verður farið í Höllina þar sem Eyjamenn munu skemmta hver öðrum með sögum, söngvum og öðrum uppákomum. Sjálf man Kristín vel eftir upp- hafi gossins. „Ég hélt bara að það væri komið stríð enda var þetta í miðju kalda stríðinu. Mér var hins vegar létt þegar mér varð ljóst að þetta var eldgos en við Vestmanna- eyingar þekktum það vel eftir að hafa horft upp- á Surtseyjargosið nokkrum árum áður.“ - jse / sjá síðu 16 Þrjátíu og fimm ár síðan eldgos hófst í Heimaey: Vikurfok minnir á tímamótin ÚR KOMPÁSI Ragnar Óskarsson varð nýverið fyrir atlögu handrukkara. Mynstur og endurtekning Snæfríð Þorsteins og Sigríður Sigurjónsdóttir opna sýningu í Gallery Turpentine. MENNING 20 Skiltaskipti í Ráðhúsinu Mikið að gera í merking- um í Ráðhúsi Reykjavíkur. FÓLK 30 BROS Á MÓTI Fimm ára gömul síerraleónsk stúlka, Senyo, brosir sínu blíðasta til fótboltastjörnunnar Davids Beckham sem er staddur í Síerra Leóne á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Beckham kynntist Senyo og fleiri börnum í heimsókn sinni í miðstöð fyrir vannærð börn í bænum Makeni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MIÐVIKUDAGUR VIÐSKIPTI Miklar lækkanir á verði hlutabréfa í Kauphöll Íslands í gær gengu að nokkru til baka eftir óvænta stýrivaxtalækkun í Bandaríkjunum. Fyrri partinn stefndi í að gærdagurinn yrði ekki eftirbátur mánudagsins, þegar markaðir lækkuðu um heim allan og Úrvalsvísitalan hér féll um tæp 3,86 prósent. Í gær lækkaði vísitalan hér um 0,56 prósent. Í Evrópu hækkuðu markaðir um tvö til sex prósent, en í Bandaríkjun- um dró heldur úr miklum lækkun- um sem áttu sér stað fyrir vaxtaákvörðunina. Sérfræðingur Kaupþings segir lækkanir í byrjun vikunnar bera merki yfirskots. - óká / sjá Markaðinn Markaðir sneru til baka: Stýrivaxtalækk- un hefur áhrif STJÓRNMÁL „Ég hef vissulega fengið vinsamlegar ábendingar frá góðum félögum mínum í Sjálfstæðis- flokknum um að það væri hægt að koma á meiri- hlutasamstarfi á ný, en það voru ekki neinar formlegar viðræður,“ segir Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðis- manna, hafnar því alfarið að leitað hafi verið eftir samstarfi við aðra en Ólaf F. Magnússon. „Það voru engar viðræður um myndun nýs meirihluta fyrr en við fórum í viðræður við Ólaf, það er klárt,“ segir Vil- hjálmur. Undir orð Vilhjálms tekur Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Ég held að þetta séu aðeins dagdraumar hjá Birni Inga.“ Í hádegisviðtali Stöðvar 2 í gær sagði Ólafur F. Magnússon, verðandi borgarstjóri, að sjálfstæðis- menn í borgarstjórn hafi verið að þreifa á öllum flokkum í fráfarandi meirihluta alveg frá því að slitnaði upp úr samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fyrir þremur mánuðum. Ólafur sagði sjálfstæðismenn hafa meðal annars boðið Svandísi Svavarsdóttur, oddvita Vinstri grænna, borgarstjórastólinn. Svandís segir að ýmsar þreifingar hefðu átt sér stað af hálfu sjálfstæðismanna strax eftir að slitnaði upp úr samstarfi þeirra við framsóknarmenn. Hafi þeir þá meðal annars leitað til sín. „Ég vissi svo sem að sjálfstæðismenn vildu ólmir komast til valda en í ljósi atburðanna síðustu daga sést að þeir svífast einskis í þeim tilgangi,“ segir hún Allt bendir til að Kjartan Magnússon verði stjórnarformaður OR og Hanna Birna Kristjánsdótt- ir forseti borgarstjórnar. - jse / -shá / sjá síðu 2, 4, 6 Segir sjálfstæðimenn hafa boðið samstarf Björn Ingi Hrafnsson segir sjálfstæðismenn hafa boðið sér að taka þátt í mynd- un nýs meirihluta. Vilhjálmur hafnar því að rætt hafi verið við aðra en Ólaf.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.