Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 4
4 23. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR flugfelag.is Burt úr bænum Hópaferðir fyrir öll tilefni Upplýsingar: Sími 570 3075 hopadeild@flugfelag.is REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR FÆREYJARVESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR GRÆNLAND VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY NARSARSSUAQ KULUSUK CONSTABLE POINT NUUK GENGIÐ 22.01.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 128,39 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 66,95 67,27 130,57 131,21 96,99 97,53 13,017 13,093 12,045 12,115 10,213 10,273 0,6292 0,6328 105,41 106,03 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR STJÓRNMÁL Margrét Sverrisdóttir, varamaður Ólafs F. Magnússonar í borgarstjórn Reykjavíkur, ætlar sér ekki að styðja meirihluta Sjálf- stæðismanna og F-lista. „Stolt mitt er meira en svo að ég geti tekið svona framkomu í minn garð þegj- andi og hljóðalaust,“ sagði Mar- grét en hún var ekki höfð með í ráðum þegar Ólafur myndaði meirihlutann. „Ég geri mér grein fyrir því að ég verð að líkindum tiltölulega áhrifalaus en tel þetta samt vera rétta ákvörðun. Ég tel framgöngu Ólafs óheiðarlega og einkennast af valdabrölti,“ sagði Margrét. Ólafur segist ekki hafa aðra trú en að Margrét styðji þann mál- efnasamning sem nýr meirihluti ætli sér að vinna eftir. „Ég trúi ekki öðru en að Margrét sé tilbúin að vinna eftir stefnuskránni sem er að stórum hluta byggð á helstu forgangsmálum okkar í F-listan- um. Að því leyti trúi ég því að Margrét styðji þennan meiri- hluta,“ sagði Ólafur í gær. Eins og greint var frá í fjölmiðl- um í gær ætlar Margrét Sverris- dóttir, sem er í öðru sæti á lista Frjálslyndra og óháðra, ekki að styðja meirihlutasamstarf Sjálf- stæðisflokksins og F-lista, sem kynnt var á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum. Ólafur verður borgarstjóri fyrst um sinn en Vil- hjálmur á seinni hluta tímabilsins sem eftir er af kjörtímabilinu. Ólafur sagðist vonast til þess að Margrét færi yfir stefnu F-listans og bæri hana saman við málefna- samninginn sem Ólafur hefði gert við Sjálfstæðismenn. „Samningur- inn sýnir hversu langt Sjálfstæð- ismenn voru tilbúnir að ganga til þess að fá okkur til samstarfs. Áherslur okkar og Sjálfstæðis- manna eru líkar. Af þrettán helstu forgangsmálum okkar fyrir síð- ustu kosningar er mörg að finna í þeim sautján atriðum sem koma fram í okkar samningi.“ Margrét er ósammála Ólafi og segist líta svo á að hún sé óháður borgarfulltrúi. Hún segist ekki styðja samstarf við Sjálfstæðis- flokkinn undir forystu Vilhjálms. Borgarfulltrúar Samfylkingarinn- ar, Vinstri grænna og Framsókn- arflokksins, ásamt Margréti og Guðrúnu Ásmundsdóttur, sem var í þriðja sæti á lista F-listans fyrir síðustu kosningar, sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur að þau muni haga málflutn- ingi sínum eins. magnush@frettabladid.is Trúir því að Margrét styðji meirihlutann Ólafur F. Magnússon, verðandi borgarstjóri, segist ekki trúa öðru en að Margrét Sverrisdóttir styðji nýjan meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Frjálslyndra og óháðra. Valdabrölt og óheiðarleiki, segir Margrét Sverrisdóttir. Styður ekki Ólaf. ÓLAFUR F. MAGNÚSSON Kveðst trúa því að málefnasamningur nýs meirihluta sé þess eðlis að Margrét Sverrisdóttir sé reiðubúin að vinna eftir honum. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN MARGRÉT SVERRISDÓTTIR Styður ekki Ólaf. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KJARAMÁL Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, ASÍ, segir að viðræðurnar um sameiginlegar kröfur landssam- bandanna innan ASÍ og Flóa- bandalagsins séu í eðlilegum farvegi gagnvart Samtökum atvinnulífsins. Viðræðuhóparnir hafi verið að vinna í því, sum mál séu langt komin, önnur skemur og ekki líti vel út með sum. „Ég geri ráð fyrir að þegar við- ræðum um sameiginlegar kröfur á vettvangi Alþýðusambandsins lýkur þá séu menn með einhvern pakka sem hafi náðst. Menn klára mál og þau liggja þar til allur pakkinn er afgreiddur,“ segir hann og bendir á að nokkuð þétt fundahöld hafi verið hjá Starfsgreinasambandinu, Flóabandalaginu og Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissátta- semjara. - ghs Forseti Alþýðusambandsins: Viðræðurnar eru í farvegi SERBÍA, AP Búist er við hörðum slag fyrir seinni umferð forseta- kosninganna í Serbíu 3. febrúar næstkomandi þegar Boris Tadic forseti, sem hlynntur er aðild að Evrópusambandinu, keppir við Tomislav Nikolic, harðan þjóðernissinna sem vill frekar treysta á Rússland en Evrópu- sambandið. Nikolic hlaut 39 prósent í fyrri umferð kosninganna nú á sunnudag, en Tadic hlaut 35 prósent. Nikolic, sem var á sínum tíma náinn samstarfsmaður Slobodans Milosevic hefur hins vegar - ólíkt Tadic - heitið hörðum aðgerðum gegn ríkjum, sem viðurkenna sjálfstæði Kosovo. - gb Nikolic og Tadic keppa: Mjótt verður á mununum FÆR SÉR TERTUSNEIÐ Nikolic hélt upp á sigurinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Maður fannst á Kleifarheiði Lögreglan á Patreksfirði fékk í fyrri- nótt tilkynningu um að maður sem hugðist fara yfir Kleifarheiði hefði ekki skilað sér á tilsettum tíma. Björgunar- sveitin Blakkur á Patreksfirði og Hjálparsveitin Lómafell á Barðaströnd fundu manninn á heiðinni og amaði þá ekkert að honum. LÖGREGLUFRÉTTIR STJÓRNMÁL Geir H. Haarde, for- maður Sjálfstæðisflokksins, kom ekki að myndun nýs meirihluta í borginni en veitti nýja meirihlut- anum blessun sína á mánudag. Hann segir breytingar í borginni ekki hafa áhrif á ríkisstjórnarsam- starfið. „Mér var sagt frá þessu [á mánu- dag], það er auðvitað ekki þannig að menn þurfi að leita leyfis hjá forystu flokksins, hvorki í Reykja- vík eða annars staðar,“ segir Geir. „Ég sagði við þá [borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins] að ef þeir teldu að þetta myndi ganga upp þá ættu þeir að fara eftir sínu eigin mati í því,“ segir Geir. Hann segist bera fullt traust til allra fulltrúa flokksins í borgarstjórn. „Ég treysti því og vona að hér sé að myndast starfhæfur meirihluti sem getur tekið á málefnum borg- arinnar með þeim hætti sem nauð- synlegt er,“ segir Geir. „Ég spáði því strax fyrir fjórum mánuðum að fjögurra flokka meirihluti sem þá var myndaður yrði ekki langlíf- ur, og það reyndist raunin.“ „Maður vonar auðvitað að þetta gangi núna, og þessi meirihluti geti stýrt borginni út kjörtímabil- ið,“ segir Geir. Spurður hvort hann telji að það takist segir hann: „Ég veit svo sem ekki meira um það en aðrir, en auðvitað vona ég það.“ Spurður hvort Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson njóti trausts borgarbúa eftir það sem á undan hefur gengið ítrekar Geir að Vilhjálmur njóti síns trausts: „Hann er búinn að fara í gegnum það sjálfur, sín mis- tök í málinu sem þá var uppi. Ég hef engu við það að bæta.“ - bj Geir H. Haarde fékk að vita um myndun nýs borgarstjórnarmeirihluta á mánudag: Vona að þetta gangi núna ÍSAFJÖRÐUR Lögreglan á Ísafirði stöðvaði ökumann á áttunda tímanum í gærmorgun sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna. Var maðurinn stöðvaður við reglubundið eftirlit í miðbæ Ísafjarðar og færður á lögreglustöð til sýnatöku. Var honum sleppt að því loknu en gert að hætta akstri. Er þetta eitt margra tilfella þar sem nýr búnaður lögreglunn- ar kemur að góðum notum en frá því lögreglan á Ísafirði fékk svokallað fljótvirkt fíkniefna- greiningartæki hafa afskipti hennar af ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum lyfja aukist stórlega. - ovd Nýr búnaður gagnast vel: Taka fleiri fyrir lyfjaakstur SÁDI-ARABÍA, AP Sádi-arabískar konur mega nú dvelja á hótelum án karlkyns fylgdarmanns samkvæmt ákvörðun viðskipta- ráðuneytisins í Sádi-Arabíu. Dagblaðið Al-Watan segir ráðuneytið hafa sent tilmæli til hótela um að þau leigi konum herbergi jafnvel þótt þær séu einar. Í dagblaðinu eru viðtöl við konur sem segja þetta bann hafa valdið sér miklum vandræðum. Ein kona lýsti því þegar henni var neitað seint um kvöld um hótel- herbergi. Önnur lenti í vandræð- um þegar eiginmaðurinn henti henni og dætrum þeirra út og þeim var vísað út af hóteli. - sdg Réttindi kvenna í Sádi-Arabíu: Mega vera ein- ar á hótelum GEIR H. HAARDE

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.