Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 6
6 23. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR Opið 10-20 virka daga Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18 Allt á sinn stað ... © In te r I KE A Sy st em s B .V . 2 00 8 3.490,-/3 í pk. TRONES skóskápar B51xD18, H39 cm ... í forstofunni SUÐURNES Nokkurt annríki var hjá lögreglu og björgunarsveitar- mönnum á Suðurnesjum í gær og fyrrinótt. Í höfninni í Njarðvík slitnaði 180 tonna bátur, Tjalda- nes GK-525, frá bryggju og rak upp í fjöru. Náðist hann aftur á flot og að bryggju. Þá fór báturinn Sunna Líf KE á hliðina í Keflavíkurhöfn og sökk skömmu síðar. Var ákveðið að bíða hagstæðra sjávarfalla til að ná bátnum upp. Nokkur útköll voru þar sem þakplötur, girðingar og sólhýsi fuku. Þegar líða tók á daginn fækkaði útköllum í takt við batnandi veður. - ovd Veðurhamur á Suðurnesjum: Bátur sökk í Keflavíkurhöfn Fíkniefni í Reykjanesbæ Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði tvo ökumenn, grunaða um akstur undir áhrifum fíkniefna. Var annar mannanna stöðvaður á mánudags- kvöldið en hinn í gær. Voru mennirnir færðir á lögreglustöð til yfirheyrslu. LÖGREGLUFRÉTTIR Þak við að fjúka í Eyjum Þak tók að losna á húsnæði Neta- gerðar Ingólfs í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Losnaði þakið vegna veðurhamsins í Eyjum en þar sem þakið er nokkuð stórt þurfti allt til- tækt lið til að festa það niður að nýju. STJÓRNSÝSLA Í þriðju málsgrein 24. greinar sveitarstjórnarlaga, um varamenn í sveitarstjórnum, kemur fram að varamenn oddvita á sameiginlegum lista stjórnmála- flokka og samtaka þurfi ekki endi- lega að vera þeir sem komi næst á eftir oddvitanum á lista. Skipti þá höfuðmáli hvaða flokki fulltrúar tilheyri. Lögspekingar sem Fréttablaðið ræddi við í gær voru sammála um að ólíklegt væri að ákvæðið ætti við í tilfelli framboðs Frjálslyndra og óháðra en það krefðist þó ítar- legri skoðunar. Er þá sérstaklega átt við það hvort möguleiki sé að Margrét Sverrisdóttir þurfi ekki endilega að vera varamaður Ólafs F. Magnússonar í F-lista Frjáls- yndra og óháðra heldur hugsan- lega einhver annar, þar sem um sameiginlegt framboð Frjáls- lyndra og óháðra er að ræða. Ákvæðið var sett inn í lögin á sínum tíma vegna sameiginlegra framboða margra flokka undir sama hatti, til dæmis R-listans. Kristbjörg Stephensen borgar- lögmaður og Ólafur Hjörleifsson, skrifstofustjóri borgarstjórnar, hölluðust að því að næsti maður á lista, það er Margrét, kæmi inn sem varamaður fyrir Ólaf. Sögðu þau málið krefjast skoðunar. Í sama streng tóku Róbert Ragnar Spanó lagaprófessor og Trausti Fannar Valsson, kennari við lagadeild Háskóla Íslands og doktorsnemi. „Þetta er athyglis- vert álitamál,“ sagði Trausti Fannar. - mh Sveitarstjórnarlög er varða varamenn fulltrúa hjá sameiginlegum framboðum: Óljós lög gagnvart óháðum ÁKVÆÐIÐ Nú næst ekki samkomulag milli stjórnmálaflokka eða samtaka sem standa að sameiginlegum lista, og skulu þá þeir vara- menn listans, sem eru úr sama stjórnmálaflokki eða samtökum og aðalmaður sá sem um er að ræða, taka sæti hans í sveitar- stjórn í þeirri röð sem þeir voru kosnir án tillits til þess hvar þeir annars eru í röð varamanna. Sé enginn úr hópi varamanna slíks lista í sama stjórnmálaflokki eða samtökum og aðalfulltrúinn sem í hlut á var þegar kosning fór fram taka varamenn listans sæti samkvæmt venjulegum reglum. BORGARMÁL Ólafur F. Magnússon, oddviti F-lista, og tveir borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þeir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Kjartan Magnússon, gengu frá málefnasamningi nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Ólafur F. Magnússon staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það komu engir fleiri að þessari vinnu enda kom málefna- samningurinn mjög seint fram. Þetta fæddist fljótt þegar fram komu væntingar um það að hin góða stefnuskrá sem F-listinn lagði fram fyrir síðustu borgar- stjórnarkosningar gæti verið mjög áberandi þáttur í stefnuskrá nýja meirihlutans.“ Ólafur telur enga óánægju vera á meðal borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir að þeir hafi ekki átt beinan þátt í gerð samningsins „enda er blásið til samstarfsins á jafnréttisgrundvelli. Það var kannski ekki ástæða til að mun fleiri aðilar færu ofan í saumana á þessu frá öðrum samstarfs- flokknum heldur en hinum.“ Ólaf- ur segir þrettán af sautján stefnu- málum málaefnasamningsins að finna í stefnuskrá F-listans og er afar sáttur við niðurstöðuna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, segir að vinnan við málefnasamn- inginn hafi verið á ábyrgð hans og Ólafs F. og staðfestir að borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi ekki allir komið að þeirri vinnu. Vilhjálmur gaf ekki upp hverjir borgarfulltrúanna komu að því að semja málefnasamning- inn en segir engan ágreining hafa verið um hann. Eins og fram hefur komið hitt- ust Kjartan Magnússon og Ólafur F. Magnússon á heimili þess fyrr- nefnda á mánudagsmorgun. Frumkvæðið var Kjartans. Fund- urinn þróaðist úr þreifingum í meirihlutamyndunarviðræður þegar á daginn leið og í kjölfarið var málefnasamningur dreginn upp. Plaggið var kynnt borgar- fulltrúum og varaborgarfulltrú- um Sjálfstæðisflokksins á fundi klukkan hálf fimm í gær, sam- kvæmt heimildum Fréttablaðs- ins. Engar athugasemdir voru gerðar við innihald þess af borgarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafði Vilhjálmur fullt umboð borgarfulltrúanna til samningaviðræðna við Ólaf enda hafi það verið rætt innan hópsins í nokkurn tíma hvaða áherslur yrðu settar fram kæmi sú staða upp að Ólafur vildi koma til sam- starfs og fella sitjandi meirihluta. Þar á meðal um lendingu í mál- efnum Reykjavíkurflugvallar, sem helst hefur verið deilt um milli F-listans og Sjálfstæðis- flokksins. svavar@frettabladid.is Þrír borgarfulltrúar drógu upp málaskrá Ólafur F. Magnússon, oddviti F-lista, og þeir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Kjartan Magnússon, gengu frá málefnasamningi nýs meirihluta. Borgarfull- trúar segja Vilhjálm hafa haft fullt umboð til að ræða við Ólaf um samstarf. MÁLEFNASAMNINGUR KYNNTUR Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Ólafur F. Magnússon báru hitann og þungann af því að setja saman málefnaskrá nýs meirihluta. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi kom einn að þeirri vinnu af öðrum borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Styður þú nýmyndaðan meiri- hluta í borgarstjórn? Já 29,8% Nei 70,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú að nýr meirihluti í Reykjavík sitji út kjörtímabilið? Segðu skoðun þína á SVEITARSTJÓRNIR Aðsókn hefur dregist verulega saman og reksturinn farið á verri veg á síðustu tveimur árum hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal: „Fjárfestingar í leiktækjum sem ekki hafa skilað tilætluðum árangri, minnkandi, aðsókn, veðurfar og aukin samkeppni eru ástæður sem stjórnendur hafa tiltekið sérstaklega vegna lakrar rekstrarstöðu,“ segir í greinar- gerð innri endurskoðanda um málefni Fjölskyldu- og húsdýra- garðsins. Tæplega 209 þúsund gestir sóttu Húsdýragarðinn árið 2002 en árið 2006 voru gestirnir 158 þúsund. Áætlað er að gestirnir í fyrra hafi verið 184 þúsund. - gar Samkeppni og vont veður: Slæmir tímar í Húsdýragarði ATVINNUMÁL „Það bendir allt til þess að það þurfi heldur meira til svo að slys á Pólverjum og öðrum útlendingum séu tilkynnt,“ segir Kristinn Tómasson, yfirlæknir hjá Vinnueftirlitinu. Samkvæmt tölum frá Vinnueft- irlitinu frá árinu 2005 var tilkynnt um fjórtán slys þar sem Pólverji hafði beinbrotnað eða hlotið meiðsl á höfði eða hálsi en í heild- ina var tilkynnt um þrjátíu slys á Pólverjum. Það þýðir að um helm- ingur slysanna flokkast sem alvar- leg. Rúmlega þriðjungur slysa þar sem Íslendingur átti í hlut falla í þann flokk. „Þetta getur hugsanlega stafað af þeim erfiðleikum hjá erlendum starfsmönnum að vekja athygli á sínu slysi,“ segir Kristinn. „Við vitum því miður dæmi þess að erlendur starfsmaður hafi slasast í vinnunni en ákveðið að þrauka. Í því tilfelli var það svo samvisku- samur vinnuveitandi sem fékk upplýsingar um það annars staðar frá og tilkynnti um slysið. Að vissu leyti skil ég þetta. Þetta eru menn sem eru komnir til að vinna og ef þeir forfallast getur það rústað þeirra áætlunum. En við verðum að gera þeim ljóst að hér gilda almenn mannúðarsjón- arsjónarmið og fá þá til að treysta því.“ Vinnueftirlitið hefur hannað bæklinga á fjölmörgum tungumál- um þar sem erlendum starfsmönn- um eru kynnt réttindi sín. - jse Vinnueftirlitið kynnir erlendum starfsmönnum réttindi sín: Aðeins meiriháttar slys tilkynnt ERLENDUR STARFSMAÐUR Meira virðist þurfa til að slys á erlendum starfsmönn- um séu tilkynnt en íslenskum. Árekstrar á Egilsstöðum Nokkuð var um að árekstra bíla á Egilsstöðum í gær. Samkvæmt upp- lýsingum lögreglu var enginn þeirra alvarlegur og urðu engin slys á fólki en bílarnir skemmdust margir hverjir þó nokkuð. Mátti rekja ástæður árekstranna til mjög mikillar hálku. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.