Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 23. janúar 2008 ALÞINGI Sjófarendur um norðan- og austanvert landið búa við minna öryggi en aðrir vegna fjarlægðar við þyrlubjörgunar- sveit Landhelgisgæslunnar. Því leggja þingmenn úr norðaustur- kjördæmi úr öllum flokkum nema Frjálslynda flokknum til að ein björgunarþyrla verði höfð á Akureyri. „Það er réttlætismál í mínum huga að þeir sem stunda sjó- mennsku við norðan- og austan- vert landið njóti sama öryggis og þeir sem sækja sjóinn við sunnan- og vestanvert landið,“ sagði Birkir J. Jónsson, þingmað- ur Framsóknarflokks, þegar hann mælti fyrir frumvarpi um málið á Alþingi í gær. - bj Björgunarþyrlu til Akureyrar: Tryggja verður öryggi sjómanna ÞYRLUR Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar er öll staðsett á Reykjavíkurflugvelli. ÍSAFJARÐARBÆR Frítt er í strætó hjá Ísafjarðarbæ og tók breyting- in gildi um áramót. Þá hefur aflagjald lækkað úr 1,4 prósenti í 1,3 prósent og kranagjald hefur lækkað um 15 prósent. Halldór Halldórsson bæjar- stjóri segir að þetta sé gert „til að koma til móts við útgerðina sem verður fyrir þorskaflaskerðingu.“ Fasteignagjöld lækka úr 0,45 prósentum í 0,41 prósent út af lægra fasteignamati, að sögn Halldórs, auk þess sem áfram verði frítt í sund fyrir börn undir 16 ára aldri og frítt verði á skíðasvæðið fyrir þá sem eru fæddir 2000 og yngri. - ghs Gjaldskrárbreytingar á Ísafirði: Frítt fyrir alla í strætó og sund Lúxusskattur á ferðamenn Frönsk stjórnvöld hyggjast leggja lúxusskatt á þá ferðamenn sem gista á lúxushótelum í Frakklandi. Tekjur af skattinum verða notaðar til viðgerða og viðhalds á sögulegum minjum og minnismerkjum sem mörg hver eru í bágbornu ástandi. FRAKKLAND ÍRAN, AP Utanríkisráðherra Þýskalands segir að alþjóðasam- félagið sé enn staðráðið í að hindra Írana í að koma sér upp tækni sem gerir þeim kleift að smíða kjarn- orkuvopn. Nýlega fram komið mat bandarískra leyniþjónustu- stofnana um að Íranar hafi í bili hætt að vinna að kjarnorkuvíg- væðingaráætlun breyti engu um þennan vilja alþjóðasamfélagsins. Ráðherrann, Frank-Walter Steinmeier, lét þessi ummæli falla fyrir fund með Mohamed ElBaradei, yfirmanni Kjarnorku- málastofnunar SÞ, en hann er nýkominn úr heimsókn til Írans þar sem hann ræddi kjarnorku- deiluna við þarlenda ráðamenn. - aa Þýskur ráðherra um Íransdeilu: Alþjóðasamfé- lagið hviki ekki FRANK-WALTER STEINMEIER

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.