Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 23. janúar 2008 13 „Þarna voru góðar umræður og það er frábært þegar tuttugu prósent íbúanna, rúmlega 200 manns, mæta á svona fund sem boðaður er með mjög skömmum fyrirvara,“ segir Róbert Ragnarsson bæjarstjóri í Vogum um íbúafundinn í fyrrakvöld. Þetta er fimmti fundurinn sem bæjaryfirvöld halda með íbúunum á kjörtímabilinu. Róbert segir að niðurstaða fundarins hafði orðið sú, að bæjarstjóri og lögreglustjórinn hafi ákveðið að frá og með vorinu myndi forvarnalögreglumaður starfa með félagsmið- stöðinni. Lögregla hefur ekki verið staðsett í Vogum að undanförnu. Þá mun sveitarfélagið skipa svokallað ungmennaráð. Í því munu eiga sæti ungt fólk í sveitarfélaginu, tómstundafulltrúi og forvarnalögreglumaðurinn. „Það eru því fyrirliggjandi ákveðnar aðgerð- ir sem við munum ganga í strax og við höfum treyst þetta samstarf sem er afar mikilvægt. Okkar ímynd af sveitarfélaginu er sú, að það sé fjölskylduvænt, vinalegt og öruggt. Vogar eru fallegur lítill bær í nágrenni við höfuðborgina þar sem mjög gott er að búa.“ - jss Niðurstaða fjölmenns íbúafundar í Vogum: Fá umgmennaráð og lögreglumann hefur því verið nóg álag á heimil- inu undanfarin misseri þótt ekki bættist við húsbrot. Fundur með húsbrotsmönnum „Maður tekur svona hótunum og húsbroti mjög alvarlega og gengur götuna á enda. Því var það að ég kom á fundi við húsbrotsmennina úti á bílaplani skömmu eftir hús- brotið með fulltingi lögreglustjór- ans á Suðurnesjum. Kompásmenn á Stöð 2 fylgdust með úr fjarlægð. Ef handrukkararnir hefðu áfram- haldandi hótanir í huga þá næðist það allt upp á band.“ Einn húsbrotsmanna mætti, ásamt tveimur öðrum sem ekki höfðu verið með í húsbrotinu. Og hótanirnar létu ekki á sér standa ef ekki yrði borgað: „Hann verður tekinn og laminn svo illa, að hann á ekki eftir að geta labbað,“ sagði hann við Ragnar og átti þá við son hans. Kompásmenn tóku þetta upp og þar með var sök sönnuð. Lögreglan sem beðið hafði átekta lét til skarar skríða og sam- tals fjórir menn voru handteknir. Allir fengu þeir þau skilaboð að láta fjölskyldu Ragnars í friði og embætti lögreglustjórans myndi vernda hana. Skilaboðin voru skýr. Í framhaldinu hafði Ragnar sam- band við Róbert Ragnarsson bæj- arstjóra og bað um að efnt yrði til almenns íbúafundar þar sem málin yrðu rædd á breiðum grundvelli. Sá fundur átti sér stað í fyrrakvöld. Hann var mjög fjölsóttur og sam- heldni íbúanna greinileg. Stuðningur og forvarnir Hvaða áhrif hefur svona atburður á lítið bæjarfélag eins og Voga? „Í svona litlu afmörkuðu bæjar- félagi verða afbrot, af hverjum toga sem þau kunna að vera, mjög gegnsæ. Ef samfélagið ætlar ekki að umbera þetta þarf að vera til staðar ferli fyrir alla þessa hluti, sem hægt er að hafa stuðning af.“ Ragnar segir að auk þessa séu forvarnir afar mikilvægar. Grípa þurfi inn í strax á neðsta aldurs- stiginu, þannig að ungmennum sé ekki gert kleift að alast upp í ofbeldisfullum hugsunarhætti og eldast í „bransanum“. Skólinn þurfi einnig að koma að þessum málum. „Þetta tekur tíma en það skilar sér,“ bætir hann við einbeittur. „Þá er mjög mikilvægt að íbú- arnir haldi meðvitund gagnvart stöðunni hverju sinni og láti ekki kyrrt liggja. Hvað piltana þrjá varðar, þá vona ég einungis að þeir átti sig á því hver raunveruleikinn er og að þeir leiti sér hjálpar. Það er mín ósk þeim til handa.“ jss@frettabladid.is RAGNAR ÓSKARSSON FULLT ÚT ÚR DYRUM Bæjarstjórinn sagði íbúafundinn hafa tekist vel og umræður hefðu verið góðar. MYND/VÍKURFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.