Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 16
16 23. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR SALVADOR DALI LISTAMAÐUR LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1989 „Suma daga er ég hræddur um að ég deyi af of stórum skammti af ánægju.“ Spænski listamaðurinn Salvador Dali var einn af upp- hafsmönnum súrrealismans. „Í dag höldum við þakkar- gjörðarhátíð og minnumst þessa stórkostlega björg- unarafreks Íslandssögunn- ar þegar meira en 5000 manns var bjargað á nokkr- um klukkustundum og þess að enginn skyldi láta lífið. Það er því ekki bein- línis partí stemning, heldur erum við meira í auðmýkt og þakklæti,“ segir Helga Jónsdóttir, sem er í forsvari fyrir vefinn Byggðin undir hrauninu sem er sögu- leg heimild um þau fjögur hundruð heimili sem fóru undir hraun í gosinu fyrir 35 árum. Helga var sautján ára þegar gosið hófst og man vel eftir þessu kvöldi. „Merkilegast við þessa nótt er röð atvika sem gerðu það að verkum að björg- unarstarf gekk framar öllu skipulagi og getu. Á þessum árstíma er ríkjandi austan- átt í Eyjum og þennan dag var vægast sagt klikkað veður. Ég fór í bíó klukkan átta og þá þurfti ég að halda mér í grindverk því það var ekki stætt. Þegar sýningu var lokið var hins vegar komin stilla,“ segir Helga og heldur áfram: „Ef þetta vonskuveður hefði haldið sér hefði kannski fokið gló- andi hraun yfir bæinn og kveikt í húsum og fólk jafn- vel brunnið inni.“ Sökum óveðurs var einn- ig allur floti þeirra Vest- mannaeyinga í höfn og biðu þar eins og kallaðir. „Það var mikið krafta- verk að veðrið skyldi ná að lægja. Skipstjórar biðu til- búnir og fluttu fólk í örygg- ið og það var á hreinu frá upphafi að eitthvað æðra vakti yfir okkur þessa nótt,“ segir Helga og lýsir síðustu mínútum áður en íbúum eyjarinnar var bjargað. „Ég gleymi því aldrei þegar við gengum niður á höfn þessa nótt. Það var algjör þögn og þvílíkt æðruleysi sem ríkti. Það eina sem heyrð- ist var fótatakið og gosdyn- urinn. Þetta var ofsalega skrítin upplifun. Við sáum ÞAKKARGJÖRÐARHÁTÍÐ Í VESTMANNAEYJUM: Eitthvað æðra Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Gunnar S. Júlíusson (á Bakka) síðast til heimilis að Hagaflöt 11, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 25. janúar kl. 14.00. Sigrún Gunnarsdóttir Gísli V. Jónsson Ragnheiður Gunnarsdóttir Björgvin Ó. Eyþórsson Viðar Gunnarsson Hafdís Sigurþórsdóttir Daníel Gunnarsson Sigríður Ingvarsdóttir Dröfn Gunnarsdóttir Magnús Þráinsson Ívar Gunnarsson Bjarney Pálsdóttir og afabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, systir og mágkona, Þorbjörg Þorsteinsdóttir Boðahlein 21, Garðabæ, áður til heimilis að Einibergi 17, Hafnarfirði, andaðist föstudaginn 11. janúar á líknardeild Landakotsspítala. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 23. janúar kl. 15.00. María Eydís Jónsdóttir Guðmundur Kr. Aðalsteinsson Vilberg Þór Jónsson Margrét Emilsdóttir Jón Snævar Jónsson Salbjörg Björnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Steinþóra og Sigurður Arndal Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, Sigurbjörg Guðmundsdóttir frá Flatey á Skjálfanda, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 25. janúar kl. 13.00. Hjördís Ásberg Hjörleifur Jakobsson Guðmundur Gauti Sveinsson Elísa Björg Sveinsdóttir Elsku hjartans eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og tengda- sonur, Ríkharður Chan Breiðagerði 33, Reykjavík, lést á líknardeildinni í Kópavogi þann 16. janúar síðastliðinn. Jarðarförin fer fram í Bústaðakirkju fimmtudaginn 24. janúar klukkan 13.00. Anna Greta Gunnarsdóttir Sonja Arna Chan Haraldur Svavarsson Gunnar Davíð Chan Unnur Lárusdóttir Stefanía Chan Helga Chan Haraldsdóttir Ho Thai Þórdís G. Magnúsdóttir Gunnar B. H. Sigurðsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Þorsteinn Sölvi Valdimarsson áður til heimilis að Vesturbrún 28, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 20. janúar. Bryndís I. Einarsdóttir Sigríður Þorsteinsdóttir Eggert Ó. Antonsson Þórunn G. Þorsteinsdóttir Eiríkur Hreinsson Valdimar F. Þorsteinsson Sesselja Jónsdóttir og barnabörn. Elskulegi sambýlismaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, Ívar Geirsson Sóleyjarima 73, Reykjavík, lést sunnudaginn 20. janúar. Bjarney Ólsen Richardsdóttir Ólafía Sigurðardóttir Anna Rós Ívarsdóttir Steindór Guðmundsson Ásta Steindórsdóttir Ólafía Björk Ívarsdóttir Ragnar Miquel Herreros Aron Eli Ragnarsson Ívar Örn Ívarsson Karen Daðadóttir Innilegar þakkir sendum við þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengda- föður, afa og langafa, Björns Eiríkssonar Urðarbraut 11, Blönduósi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunarinn- ar Blönduósi og lyfjadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir hlýhug og góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Alda S Theódórsdóttir Vigdís Björnsdóttir Albert Stefánsson Eiríkur Ingi Björnsson Kristín Guðmannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hjartfólginn sonur minn, ástkær eigin- maður, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, Ólafur Mogensen Flagggatan 8b, 41316 Gautaborg, Svíþjóð er látinn. Ólafur lést aðfaranótt sunnudagsins 20. janúar og verður hann jarðsettur í Gautaborg, Svíþjóð. Hans verður sárt saknað. Guð blessi minningu hans. Marsibil Mogensen Maud Rämsell Pétur Viðar Ólafsson Birta Þrastardóttir Þórhallur Magnússon Mirra Þórhallsdóttir Peter Lassen Mogensen Matthías Mogensen Kristina Marianna Wärd Ingeborg Linda Mogensen Erik Júlíus Mogensen Aðalheiður Elva Jónsdóttir Inga Kolbrún Mogensen Sveinbjörn Gunnarsson Birgir Mogensen Ásta Ragnheiður Júlíusdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, Sigmundur Sigurgeirsson húsasmíðameistari, Þorragötu 9, lést þriðjudaginn 15. janúar. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn 25. janúar kl. 15.00. Ásdís Sigurðardóttir Sigurgeir Ó. Sigmundsson Ingunn Mai Friðleifsdóttir Margrét Sigmundsdóttir Bjarni Ólafur Ólafsson og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnþór Guðmundsson rithöfundur og fyrrverandi bóndi frá Dæli, lést á Heilbrigðisstofnuninni Hvammstanga þriðju- daginn 22. janúar. Helga Gunnþórsdóttir Guðmundur Leifsson Sæmundur Gunnþórsson Nanna Ólafsdóttir Róberta Gunnþórsdóttir Garðar Guðmundsson Víglundur Gunnþórsson Sigrún Valdimarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. timamot@frettabladid.is Madeleine Korbel Albright, fædd Marie Jana Korbelová þann 15. maí árið 1937 í Prag í Tékkóslóvakíu, var sett í embætti 64. utan- ríkisráðherra Banda- ríkjanna þennan dag árið 1997, í stjórn Bills Clinton. Albright flúði helför nasista ásamt foreldr- um sínum sem lítil stúlka, en fjölskyldan snerist til kaþólskrar trúar til að bjarga lífi sínu. Faðir Albright var sendiherra og hafði því góð sambönd víða um heim. Fjölskyldan flúði fyrst til Belgrad og því næst til London. Madeleine var send í svissnesk- an heimavistarskóla áður en hún flutti til Bandaríkj- anna og varð banda- rískur þegn árið 1957 eftir að hún lauk prófi í stjórnmálafræði við háskóla í Denver. Madeleine Albright talar fjölda tungu- mála og má þar nefna ensku, frönsku, tékk- nesku, rússnesku, þýsku og serbó-króat- ísku. Hún á þrjár dætur og er frá- skilin, en á meðan börnin voru lítil lauk Albright við doktors- nám í opinberri stjórnsýslu frá Columbia-háskóla. ÞETTA GERÐIST: 23.JANÚAR 1997 Kona utanríkisráðherra STÓRKOSTLEGT BJÖRGUNARAFREK Um fjögur hundruð hús fóru undir hraun í gosinu fyirr þrjátíu og fimm árum. Fimm þúsund manns var bjargað á fast land á nokkrum klukkutímum og engan sakaði. Myndin er tekin af Gunnari V. Andréssyni ljósmyndara Fréttablaðsins sem var á vettvangi í eyjum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.