Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Sólveig Helga Zophoníasdóttir lenti í ýmsum ævintýrum þegar hún dvaldi um ársskeið í Kína. „Ég vissi ekkert út í hvað ég var að fara. Hugsaði samt að þetta yrði ágætt ævintýri,“ segir Sólveig Helga Zophoníasdóttir sem flutti ásamt kærastanum til Sjanghæ í Kína fyrir ári. Þar vann kærastinn við vöruhönnun meðan Sólveig hafðist við heima fyrst um sinn. Hún segir það hlutskipti hins vegar hafa átt afar illa við sig og því hafi hún verið fljót að skella sér í nám í mandarín sem er eitt þeirra tungumála sem töluð eru í Kína. „Í skólanum kynntist ég krökkum alls staðar að,“ rifjar Sólveig upp, en hún segist ekki hafa eignast marga kínverska vini meðan á dvölinni stóð og það sé helst vegna þess hversu erfitt sé að kynnast þeim. Í skólanum gerði Sólveig margt annað en að læra. Þar gafst henni færi á að vinna sjálfboðastarf með öldruðum og svo kenndi hún viðskiptaensku hjá lög- fræðifyrirtæki og vann á kóreskum leikskóla. Frítím- ann notuðu skötuhjúin síðan til að ferðast um landið og völdu til þess heldur óvenjulegan ferðamáta, sem er að sögn Sólveigar blanda af traktor og mótor- þríhjóli. „Fyrst þegar við keyptum það hafði enginn trú á að við kæmust nokkurn skapaðan hlut. En svo keyrðum við um nokkur héruð í maí. Við fengum leyfi til að tjalda á lóðum hjá fólki, en það trúði varla að við værum að þessu til gamans og hélt að við ættum hvergi heima,“ segir Sólveig og minnist sérstaklega heimsóknar til gullfiskabónda á nýárinu, þar sem þau gistu í garði umkringd fiskatjörnum. „Þarna kom í ljós að Kínverjar eru alveg jafn skot- glaðir og Íslendingar. Að gista í tjaldi í bæjarútjaðri yfir nýárið, er eins og að gista í tjaldi við Hallgríms- kirkju á gamlárskvöld,“ segir Sólveig og hlær. Hún segir þó töluverðan mun á þessum tveimur þjóðum enda hafi heimþrá loks rekið hana aftur til Íslands, en þá hafði hún líka búið samfleytt í þrjú ár erlendis, þar af tvö ár í London. Hins vegar sé aldrei að vita nema hún snúi aftur til Kína einhvern tímann í framtíðinni. Sjá fleiri myndir á síðu 3. roald@frettabladid.is Tjaldað í gullfiskagarði Sólveig og vinir hennar Ali og Becks að taka sig til svo að þau geti lagt aftur í hann. Þau sváfu lengst af úti í skógi og lentu í hagl- éli um nóttina. Myndin var tekin á sjöunda degi ferðalagsins og krakkarnir orðnir frekar þreytulegir. MÓTORHJÓLAVEISLA Bærinn Daytona í Flórída í Bandaríkjunum fyllist vænt- anlega af fólki dagana 1. til 10. mars þegar mótorhjólahátíðin, sem er árviss viðburður, verður haldin. BÍLAR 2 GENGIÐ UM BERLÍN Þeir ferðalangar sem heimsækja Þýskaland og vilja kynn- ast Berlín almennilega geta farið í skipu- lagðar gönguferðir með leiðsögn um borgina. FERÐIR 3 Breiðhöfða Ford F150, Supercrew, 2003, 40þ.km. álf, leður. Verð 3.850.000.- áhv 3.700.000.- Nissan Primera Acenta, 06/03, 70þ.km. ssk, bakkmyndavél. Verð 1.350.000.- Tilboð 1.150.000.- Isuzu D-Max, 49þ.km. ssk, dísel 9/04, 33” dekk, plasthús. Verð 1.980.000.- Toyota Yaris, 92þ.km. 8/99, álfelgur. Verð 590.000.- Chevrolet Silverado, 6,6 dísel, 2500, Nýr bíll, ssk. 5.290.000.- Toyota Corolla H/B Sol, 30þ.km. ssk 5/06, sumar og vetrardekk, topplúga, Verð 1.890.000.- stgr Porsche Cayenne S, 2004, 61þ.km. Verð 7.150.000.- áhv. 6.600.000.- Toyota Avensis Wagon, 6/04, 81þ.km. ssk, sumar og vetrardekk. Verð 1.790.000.- 517 0000 Einföld, mjúk og áhrifarík meðferð sem farið hefur sigurför um Evrópu. Virkar vel á hverskonar vandamál Kennt í Reykjavík 22. - 25. febrúar 2008 Íslenskt námsefni og íslenskur kennari. Uppl. síma 421 4569 og 897 7469 • Margeir www.bowentaekni.com • jmsig@simnet.is Námskeið í Bowen Tækni Laugavegi 51 • s: 552 2201

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.