Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 18
[ ]Sólgleraugu er gott að hafa við höndina í akstri. Sólskin-ið getur blindað og á veturna magnast birtan þegar snjórinn breiðir úr sér og geislarnir glampa á hálkublettum. Hjólaaðdáendur geta farið í draumaferð á hina vinsælu mótorhjólasýningu á Daytona í Flórída. Fararstjóri er Haf- steinn Emilsson en hann hefur farið á sýninguna í áraraðir. „Þetta er stærsta mótorhjólasýn- ing og -samkoma í heimi og hefur verið þarna frá því árið 1932. Þarna koma saman allir sem framleiða mótorhjól, aukahluti og annað. Þeir sýna sína framleiðslu og má þar nefna Orange County sem er á Discovery, Arlen Ness og fleiri svona heimsfræga,“ segir Hafsteinn sem starfar sem flotastjóri hjá bílaleigunni Geysi en er forfallinn mótorhjólaaðdá- andi. „Það er frekar erfitt að lýsa þeirri sérstöku stemningu sem myndast þarna. Á síðasta ári voru um 600.000 manns og 450.000 mót- orhjól en þetta er bær sem er á stærð við Reykjavík og geta menn því ímyndað sér hvernig stemn- ingin væri ef þessi hátíð væri hér í tíu daga,“ segir Hafsteinn kím- inn. Bærinn er rétt fyrir norðan Orlando og stendur hátíðin yfir 1.-10. mars. „Ferðin er farin frá 4. til 12. mars og gist er á Tropical Winds Oceanfront hótelinu sem er þriggja stjörnu hótel á Dayt- ona, alveg í miðbænum. Ég þurfti að panta gistinguna með árs fyr- irvara til að vera öruggur með hana þannig að ég mun bóka gist- inguna fyrir næsta ár þegar við förum aftur til baka,“ segir Haf- steinn glettinn. Hafsteinn hefur farið á hátíðina á hverju ári síðan 1999 en hafði þar á undan farið árið 1991 og 1996. „Nú eru þetta orðnar hóp- ferðir og hef ég fengið Icelandair í lið með mér að skipuleggja ferð- ina. Hægt er að nálgast upplýs- ingar á heimasíðu Icelandair með því að velja pakkaferðir og síðan sérferðir. Það hafa verið allt frá átta upp í sextíu manns í hópi,“ útskýrir Hafsteinn sem hefur átt mótorhjól frá því hann var 14 ára, en hann er 52 ára í dag. „Upp úr 1999 byrjaði ég að taka vini og kunningja með og síðan hef ég reynt að auglýsa þetta eftir fremsta megni. Mótorhjólaáhugi á Íslandi er gríðarlega mikill en það eru á áttunda þúsund mótor- hjóla skráð á Íslandi,“ segir Haf- steinn áhugasamur. „Á Daytona Bike Week eru sýningar, keppnir og margt fleira. Þarna má í raun finna allt sem hugur mótorhjóla- mannsins girnist og allt í efsta klassa. Hvort sem þú ert á hippa- eða torfæruhjóli þá er þetta allt þarna. Ég líki stemningunni oft við að þetta sé eins og fyrir fót- boltaáhugamann að fara á úrslita- leik í ensku knattspyrnunni,“ segir Hafsteinn ákafur. „Þarna kynnist maður fólki alls staðar að úr heiminum og oft ólíklegasta fólki. Ég talaði til dæmis við mann úti á götu fyrir tveimur árum. Hann var fúlskeggjaður með sítt hár og við fórum að ræða um hjól og annað og barst talið að því hvaðan við værum. Þá kom úr kafinu að hann var læknir frá New York og sagði hann að sam- starfsmenn sínir á sjúkrahúsinu vissu að alltaf þegar hann hætti að raka sig og færi að safna hári þá væri Daytona Bike Week í vændum,“ segir Hafsteinn hlæj- andi. Þátttaka í ferðunum hefur verið góð og er alltaf eitthvað nýtt að sjá. „Það er til dæmis mjög snið- ugt fyrir fólk sem ætlar að kaupa sér hjól að fara þarna og skoða úrvalið og hvað er nýjast hverju sinni. Hjólin eru svo keypt heima en oft kaupa menn búnað og þess háttar úti þar sem það er mun ódýrara,“ segir Hafsteinn og hvetur sem flesta mótorhjóla- áhugamenn til að skella sér með, jafnt konur sem karla. Hægt er að hafa samband við Icelandair eða Hafstein sjálfan. hrefna@frettabladid.is Allt fyrir mótorhjól Við vitum ekki hvort þessi dama kom með Icelandair en flugfélagið er í samstarfi við Hafstein Emilsson og skipuleggur pakkaferð á hátíðina. Á mótorhjólasamkomunni í Daytona eru sýningar, keppnir og ýmsar hátíðir. Bærinn er á stærð við Reykjavík en veðrið heldur mildara. KERRUÖXLAR Í ÚRVALI og hlutir til kerru- smíða Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 A u k i n ö k u r é t t i n d i - M e i r a p r ó f Upplýsingar og innri tun í s íma 567 0300 N æ s t a n á m s k e i ð h e f s t 9 . j a n ú a r

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.