Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 28
20 23. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 12 Baldvin Esra Einarsson flytur erindið „Undir eigin oki!: Erindi um hugleysi, leti og vana“ í Sólborg, húsnæði Háskólans á Akureyri, í dag kl. 12. Baldvin fjallar um átök sín við B.A.- verkefni frá heimspekiskor Háskóla Íslands. Ferli Baldvins við ritgerðarskrifin var sérstakt þar sem viðfangsefni hans tók stöðugum breytingum. Sinfóníuhljómsveit Íslands gerir víðreist um þessar mundir. Annað kvöld heldur hljóm- sveitin tónleika á Ísafirði í samstarfi við Hátíðarkór Tónlistarskóla Ísafjarðar og aðra vestfirska listamenn. Við sögu koma vestfirsk tónskáld, einsöngvarar og einleikarar. Langt er um liðið síðan Sinfóníuhljómsveit- in heimsótti síðast Vestfirði, en tilefnið að þessu sinni er 60 ára afmæli Tónlistarskóla Ísafjarðar. Með sanni má segja að skólinn sá hafi unnið mikið og gott starf í áranna rás, enda er Ísafjarðarbær vel þekktur fyrir sitt öfluga og frumlega tónlistarlíf. Það er því vel við hæfi að vestfirskir lista- menn verða áberandi á tónleikunum. Píanó- leikarinn Anna Áslaug Ragnarsdóttir leikur einleik í píanókonsert nr. 2 eftir Chopin, flutt verður ný sinfóníetta eftir tónskáldið Jónas Tómasson og Ingunn Ósk Sturludóttir syngur einsöng í Gloriu eftir Francis Poulenc en í flutningi þess verks tekur einnig þátt hundrað manna hátíðarkór Tónlistarskólans undir stjórn Beötu Joó. Hljómsveitarstjóri á tónleikunum er Bernharður Wilkinson. Tónleikarnir fara fram í íþróttahúsinu Torfnesi og hefjast kl. 20. Miðaverð á tónleikana er 2.000 kr. Í heimsókn sinni vestur á firði leikur Sin- fóníuhljómsveitin einnig á þrennum skóla- tónleikum og nær þar með til um 600 barna. Skólatónleikar og fræðslustarf eru snar þáttur í starfi hljómsveitarinnar og það er henni því sönn ánægja að ná fundi skólabarna á norð- anverðum Vestfjörðum. Efnisskráin á skóla- tónleikunum er fjölbreytt en verkin eiga öll sameiginlegt að tengjast veðrinu á einhvern hátt. Dagskránni verður eflaust tekið fagnandi, enda má færa fyrir því rök að vestfirsk börn þekki duttlunga veðurguðanna best íslenskra barna. - vþ Sinfónían leggur land undir fót BERNHARÐUR WILKINSON Stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum á Ísafirði. Sýning á hönnun þeirra Snæfríðar Þorsteins og Sigríðar Sigurjónsdóttur verður opnuð í Gallery Turpentine, Ingólfsstræti 5, á föstudag kl. 18. Sýningin kallast Hlutverk. Á sýningunni má sjá hluti sem byggjast á mynstrum í atferli, tíma og rúmi. Mynstur sem tíminn skap- ar, meðvitaðar og ómeðvitaðar end- urtekningar og þau frávik sem ávallt einkenna hið mynstraða ferli eru á meðal þess sem haft hefur áhrif á hönnunina. „Kveikjan að sýningunni voru niðurstöður rannsókna Dr. Magn- úsar S. Magnússonar, vísindamanns og forstöðumanns Rannsóknar- stofnunar um mannlegt atferli við Háskóla Íslands. Rannsóknir þess- ar vöktu athygli okkar vegna þess að þær vörpuðu ljósi á að hve miklu leyti hegðun okkar er fyrirfram forrituð og að við fylgjum vissum mynstrum í lífi okkar án þess að gera okkur grein fyrir því. Við not- uðumst því við hugmyndina um mynstur og endurtekningu í hönn- uninni,“ segir Snæfríð. Hlutirnir á sýningunni eru af ýmsum toga. Þar má finna hirslur, grafíska hönnun og tímatöl, svo eitthvað sé nefnt. Sem fyrr segir voru mynstur og endurtekningar hafðar að leiðarljósi við hönnun hlutanna, en endurtekningin kemur svo aftur fram í notkun þeirra og því má segja að hönnunin miði að því að koma skipulagi á óreiðu hversdagsins með því að vekja okkur til meðvitundar um mynstrin sem við lifum í. Það heyrir til undantekninga að almenningi bjóðist að skoða nýja, íslenska hönnun í minni sýningar- rýmum á borð við Gallery Turpent- ine. „Já, þessi sýning er hálfgerð nýlunda, enda einbeita gallerí sér oftast að myndlist. En hönnun hefur verið að sækja í sig veðrið að und- anförnu og er farin að dansa meira á mörkum þess að vera myndlist og hönnun, bæði hérlendis og erlend- is, og mætti segja að verkin á þess- arri sýningu væru einmitt þess eðlis. Því verður spennandi að sjá hvaða viðbrögð hún vekur,“ segir Snæfríð. Þetta er fyrsta eiginlega sam- starfsverkefni þeirra Snæfríðar og Sigríðar, en að auki kemur Hildi- gunnur Gunnarsdóttir samstarfs- kona þeirra að mörgum verkanna. „Við Sigríður höfum þekkst lengi en höfum ekki áður unnið saman. Við ákváðum þó að fara út í þetta samstarf þar sem það voru vissar hugmyndir sem okkur langaði að koma frá okkur, en það getur verið erfitt þegar maður er alltaf að vinna fyrir aðra eins og hönnuða- starfið vill gjarnan vera.“ Snæfríð segir samstarfið hafa verið ákaf- lega skemmtilegt og ekki loku fyrir það skotið að framhald verið þar á. „Þegar maður vinnur að verkefni kvikna óhjákvæmilega nýjar hug- myndir og nýjar útfærslur sem mann langar til þess að þróa frekar. Það getur því vel verið að við höld- um áfram með þessa vinnu.“ vigdis@frettabladid.is Mynstur og endurtekning Áhugaleikhópurinn Hugleikur frumsýndi leikritið Útsýni eftir Júlíu Hannam um síðustu helgi. Útsýni er fyrsta leikrit Júlíu í fullri lengd, en hún hefur áður skrifað einþáttunga. Útsýni gerist á heimili hjónanna Björns og Svövu með árs millibili þegar þau taka á móti vinahjónum sínum, Hlyni og Elínu. Í verkinu er fylgst með þeim umskiptum sem verða í lífi persónanna fjögurra, bæði vegna breytinga á félagslegri stöðu sem og í innbyrðis samskiptum. Verkið fjallar um þanþol vináttu, hjónabandstraust og öfundsýki. Leikstjórar verksins eru Rúnar Lund og Silja Björk Huldudóttir, en þau hafa bæði starfað með leikfélaginu í yfir tuttugu ár. Fyrirhugað er að leikritið verði sýnt út febrúarmánuð í Möguleik- húsinu við Hlemm. - vþ Útsýni tekið til sýninga ÍSLENSK HÖNNUN Eitt verka Snæfríðar og Sigríðar á sýningunni í Turpentine. Þjóðleikhúsið um helgina Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Vígaguðinn mið 23/1 forsýn. uppselt fös 25/1 frumsýn. uppselt. lau 26/1 uppselt Ívanov fös. 25/1 örfá sæti laus. lau. 26/1 örfá sæti laus. Takmarkaður sýningafjöldi Konan áður sun 27/1 örfá sæti laus Leikstjóraspjall að lokinni sýningu Skilaboðaskjóðan sun. 27/1 kl. 14 & 17 örfá sæti laus Gott kvöld, barnasýning sun 27/1 kl. 13.30. Fáar sýningar eftir í Þjóðleikhúsið Ef þú lumar á góðu lagi, hvort sem þú ert 14 eða 54 ára, fræg/ur eða ekki þá viljum við heyra frá þér. Ef þú lumar á góðu lagi, hvort sem þú ert 14 eða 54 ára, fræg/ur eða ekki þá viljum við heyra frá þér. í Þjóðleikhúsið ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Pönklög óskast Þjóðleikhúsið, í samstarfi við Rás 2, lýsir eftir tveimur nýjum pönklögum fyrir söngleikinn Ástin er diskó – lífið er pönk eftir Hallgrím Helgason. Verkið verður frumsýnt á Stóra sviðinu í apríl. Leikstjóri er Gunnar Helgason en tónlistarstjóri Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Þegar er búið að semja textana og er þá að finna á www.leikhusid.is og www.ruv.is ásamt öllum nánari upplýsingum. Lögunum þarf að skila fyrir 31. janúar. 25 jan uppselt 30 jan örfá sæti laus 27 febrúar 28 febrúar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.