Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 30
22 23. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR > VISSIR ÞÚ? Stærsti auglýsingasamningurinn sem gerð- ur hefur verið í tengslum við kvikmynd var þegar George Lucas, leikstjóri Star Wars-þríleiksins, gerði um 130 milljarða samning við Pepsi um að fyrirtækið yrði það eina í heiminum sem mætti nota persónur myndarinnar í auglýsingaskyni. Undirskriftalisti, þar sem því er mótmælt að nýr meirihluti í borginni hafi tekið völdin með Ólaf F. Magnússon sem borgar- stjóra, fór sem eldur í sinu um netið í gær. Á stuttum tíma safnaðist fjöldi undirskrifta á síðunni Petitionon- line.com/nogbodid. Óvenju lítið bar á hefðbundnum fíflaskap á listanum en slíkir undirskrifta- listar eru háðir því að þar getur hver sem er sett hvaða nafn inn sem er. Þannig er Wesley Snipes skrifaður á lista og segir „My fri- end Aron Pálmi told me about this takeover...“ Og Davíð Oddsson og Dagur B. Eggertsson eru að sjálf- sögðu þarna einnig. En skrípalæt- in og brandarakarlarnir eru ekki áberandi. Og á listanum má finna fjölmörg kunnugleg nöfn (með hefðbundnum fyrirvörum um falsanir á undirskriftalistum). Listafólk er áberandi á listanum og þannig er nánast allur leikhóp- urinn sem stendur að Brúðgum- anum á lista. Hér eru nokkur nöfn af listanum en þegar þetta er skrifað voru búin að skrá sig vel á þriðja þúsund og tikkaði vel inn þá. Ljóst má vera að fólki er mis- boðið miðað við athugasemdir sem falla víða með nöfnunum: Ilmur Kristjánsdóttir leikkona (fyrst á lista ásamt Lísu Kristjánsdóttur), Hilmir Snær Guðnason leikari, Margrét Vil- hjálmsdóttir leikkona, Laufey Elíasdóttir leikkona, Ólafur Egils- son leikari, Olga Guðrún Árnadótt- ir rithöfundur, Elísabet Guðrún Ronaldsdóttir kvikmyndagerð- ar kona, Ásdís Thoroddsen leik- stjóri, Hallgrímur Helgason rit- höfundur (sem hvetur alla til að mæta á borgarstjórnarfund á fimmtudag), Drífa Snædal fram- kvæmdastjóri, Sverrir Jakobsson sagnfræðingur, Dagný Kristjáns- dóttir bókmenntafræðingur, Felix Bergsson leikari, Hörður Berg- mann fræðimaður, Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður, María Reynisdóttir leikstjóri, Vilhjálm- ur Goði tónlistarmaður, Ragnar Bragason leikstjóri, Friðrik Weisshappel athafnamaður, Eldar Ástþórsson kynningarstjóri, Lísa Pálsdóttir útvarpskona, Kári Sturluson umboðsmaður, Hilmar Jensson tónlistarmaður, Illugi Jökulsson ritstjóri, Kolfinna Baldvinsdóttir dagskrárgerðar- kona, Dagur Kári Pétursson leik- stjóri, Sigurjón Kjartansson grín- ari, Snorri Helgason tónlistarmaður, Sverrir Þór Sverrisson skemmtikraftur, Bragi Ólafsson rithöfundur, Jón Sæmundur listamaður, Lárus Ýmir Óskarsson leikstjóri, Tryggvi Hübner tónlistarmaður, Stefán Már Magnússon tónlistar- maður, Finnur Þór Vilhjálmsson lögmaður, Gauti Eggertsson, Jón Kalman Stefánsson rithöfundur, Mörður Árnason stjórnmálamað- ur og Huldar Breiðfjörð rithöf- undur. Brúðgumanum blöskrar borgarstjórinn BRÚÐGUMANUM ER NÓG BOÐIÐ Flestir í leikhópnum mótmæla harðlega nýjum borgarstjóra. „Hún er þegar farin að búa sig undir þetta hlutverk, hún þarf að æfa sig fyrir kokkinn og fyrir enskuna með íslenska hreimnum,“ segir Leifur B. Dagfinn- son, framleiðandi hjá True North, en Óskarsverðlaunaleikkonan Jennifer Connelly ætlar að standa við gefin loforð og leika í kvikmyndinni A Journey Home eða Slóð fiðrildanna sem byggð er á samnefndri skáld- sögu Ólafs Jóhanns Ólafsson- ar. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu hafa átt sér stað töluverðar væringar með kvikmyndina sem verður meðal annars framleidd af Steven Haft, þeim og hinum sama og framleiddi Dead Poet Society. Í fyrstu var Jón Þór Hannesson, fyrrverandi eigandi Saga Film, innsti koppur í búri og tókst meðal annars að fá Liv Ullmann til að leikstýra kvikmyndinni. Í kjölfarið tókust síðan samningar við Jennifer Connelly og eiginmann hennar, Paul Bettany, um að leika í mynd- inni. En varla var blekið þornað á blaðinu þegar brestir komu í sam- starfið við Ullman sökum handritsskrifanna og hún sagði sig frá verkinu. Baltasar Kormákur og fyrirtæki hans Sögn ehf. tóku þá við keflinu og danski verðlaunaleikstjórinn Bille August kom inn í myndina. Baltasar áframseldi það síðan til framleiðslufyrir- tækisins True North. Vegna þessara breytinga var ekki víst að Jennifer myndi taka að sér hlutverkið en nú hefur það fengist staðfest. Og Leif- ur segir að mikill gangur sé í gerð mynd- arinnar um þessar mundir og framleið- endur séu nú á lokastigi við að semja við stóran bandarískan dreifingaraðila. Hann reiknaði með því að farið yrði af stað í tökur um miðjan apríl hér á Íslandi en þeir hefðu einnig verið að leita að hent- ugum tökustöðum bæði í Þýskalandi og á Bretlandi. Þá segir Leifur að þeir séu einnig að skoða tvo aðra þekkta leikara til að vera með Connelly í myndinni og að þeir samningar séu á lokametrunum. - fgg Lærir ensku með íslenskum hreim STENDUR VIÐ GEFIN LOFORÐ Jennifer Connelly ætlar að leika í kvikmyndinni Slóð fiðrildanna sem gerð verður eftir bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar.folk@frettabladid.is Bílaland B&L, Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - 575 1230 - luxusbilar@bilaland.is. Komdu núna í Bílaland B&L og kynntu þér kostina Opið virka daga frá kl. 10 til 18 og á laugardögum frá kl. 12 til 16. BMW 325I Coupe Nýskr: 08/2007, 2500cc 2 dyra, Sjálfskiptur, Svartur, Ekinn 2.757 þ. Verð kr. 6.390.000 LAND ROVER DISCOVERY 3 DIESEL Nýskr: 11/2005, 2700cc, 5 dyra, Sjálfskiptur, Ljósgrár, Ekinn 19.000 þ. Verð kr. 5.600.000 RANGE ROVER SPORT DIESEL Nýskr: 03/2006, 2700cc, 4 dyra, Sjálfskiptur, Ljósgrár, Ekinn 0 þ. Verð kr. 7.300.000 RANGE ROVER SPORT SUPERCHARGED Nýskr: 10/2005, 4200cc, 400 hestöfl, 5 dyra, Sjálfskiptur, Grár, Ekinn 18.000 þ. Verð kr. 8.500.000 Glæsilegt úrval lúxusbílaLÚXUS 575 1230

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.