Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 38
30 23. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. 2 Álftanesi. 3 Nigella Lawson. MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. getraun 6. í röð 8. skil 9. sigað 11. tveir eins 12. lést 14. mælieining 16. gat 17. móðuþykkni 18. efni 20. á fæti 21. auma. LÓÐRÉTT 1. teikning af ferli 3. í röð 4. laga til 5. hár 7. súlur 10. traust 13. skilaboð 15. nýtt ár 16. pota 19. kringum. LAUSN LÁRÉTT: 2. gátu, 6. rs, 8. bil, 9. att, 11. ll, 12. fórst, 14. lúmen, 16. op, 17. ský, 18. tau, 20. tá, 21. arma. LÓÐRÉTT: 1. graf, 3. áb, 4. tiltekt, 5. ull, 7. stólpar, 10. trú, 13. sms, 15. nýár, 16. ota, 19. um. Ein af eyjunum í Karíbahafinu er Antígva. Þar búa rúmlega áttatíu þúsund manns í góðu yfirlæti. Nú hefur finnskur tæknimaður hjá RÚV, Jan Murtomaa, ákveðið að koma á menningarsambandi á milli Íslands og Antígva. „Ég var á ferðalagi þarna fyrir tveimur árum og eins og oft þegar ég er einhvers staðar þá heimsótti ég útvarpsstöðina til að kynna mér aðstæður,“ segir Jan. „Þar hitti ég fullt af skemmtilegu fólki, þar á meðal útvarpsstjór- ann. Á þessum tíma var ég að undirbúa beina útsendingu frá New York þar sem Andy Roberts Group spilaði þrjú íslensk lög. Þetta var í beinni á Rás 2 í fyrra. Fólkið á stöðinni stakk þá upp á því að eitthvað svipað yrði gert frá Antígva. Ég hélt að þetta væri nú bara eitt- hvert grín en áður en ég vissi af var útvarps- stjórinn búinn að tala við ferðamálaráðherr- ann sem leist vel á og tók upp budduna.“ Niðurstaðan er því sú að um mánaðamótin apríl/maí – sem ber upp á „sailing week“, stærstu ferðavikuna á Antígva – mun elsta stáltrommuband í heimi, Hell‘s Gate Steel Drum Orchestra, spila þrjú íslensk lög í beinni, bæði á Rás 2 og Útvarpi Antígva. „Þessi hljómsveit hefur verið starfandi á eyjunni síðan 1945 og í henni eru um 40 manns,“ segir Jan. „Íslensku lögin sem urðu fyrir valinu eru Vor í Vaglaskógi, Ég stend á skýi með SSSól og Verum í sambandi með Sprengjuhöllinni. Peter Fenner, sá sami og samdi enska textann við Valentine‘s lost, mun semja enska texta við lögin.“ Jan segir fólk á Antígva lítið sem ekkert vita um Ísland en sé áfjáð í að kynnast landinu. „Ferðamálaráðherrann er mjög spenntur og mjög rausnarlegur. Fyrir utan að borga fyrir allt sem viðkemur tónleikunum og útsendingunni ætlar hann að borga fyrir heljarinnar Íslandskynningu á útvarpsstöð- inni. Svo verður samkeppni þar sem útvarps- hlustendur á Antígva geta unnið ferð hingað og hlustendur Rásar 2 geta unnið ferð til Antígva. Það verður líka gerð heimildarmynd um þetta allt saman sem RÚV fær að sýna endurgjaldslaust.“ Jan segir Antígva frábæran stað og að upplagt sé að koma á víðtæku menningarsam- bandi á milli okkar og þeirra. „Þetta er algjör paradís og auglýsir sig oftast sem rómantísk- an afslöppunarstað. Ekkert stress og allir brosandi og vinalegir. Hitinn er alltaf um 30 stig og eyjan sleppur yfirleitt við fellibylji.“ -glh Íslandskynning á paradísareyju JAN MURTOMAA Kemur á menningarsambandi milli Íslands og Antígva. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Það er heit samloka með skinku og osti og ég skola þessu niður með „smoothie“. Það er ein mesta orka sem ég get fundið.“ Davíð Þ. Olgeirsson, tónlistarmaður. Íslenska hljómsveitin Muzik Zoo er ein af þeim sem koma til greina sem upphitunarsveit á tónleikum rokkarans Tommy Lee og DJ Aero á Nasa á föstudaginn. Forsprakki Muzik Zoo er Ívar Örn Kolbeins- son sem var áður í hinni alræmdu sveit Dr. Mister & Mr. Handsome. Verði giggið að veruleika má telja líklegt að þeir Ívar Örn og Tommy muni skiptast á hinum ýmsu sögum úr bransan- um, sem flestar yrðu væntan- lega stranglega bannaðar börnum. Fréttamenn og aðrir undruðust þegar Ólafur F. Magnússon firrtist við á blaðamannafundi þegar borin var upp að því er virðist réttmæt spurning um hvort hann væri orðinn nægjanlega heill heilsu til að takast á hendur annasamt borgarstjórastarf. Bæði hefur Ólafur verið frá í ár sökum veikinda auk þess sem varamaður hans styður gerninginn ekki. Dagur B. Eggertsson þykist illa svikinn, ekki bara hvað varðar hin borð- leggjandi svik, heldur hitt sem ekki hefur komið fram að Dagur hefur hjálpað kollega sínum lækninum Ólafi í hans veikindum á alla lund og lagði sérstaklega drög að rólegri endurkomu hans með tilliti til veikindanna. Tveir íslenskir kvikmyndagerð- armenn koma við sögu á Ósk- arsverðlaunahátíðinni í næsta mánuði. Tæknibrellumeistarinn Daði Einarsson vann mikið við gerð ævintýrakvikmyndarinnar The Golden Compass og eru tæknibrell- urnar í þeirri mynd tilnefndar til Óskarsverðlauna. Þá er kvikmyndin Mongol frá Kasakstan til- nefnd í flokknum besta erlenda myndin en Valdís Ósk- arsdóttir á heiðurinn að klippingunni í þeirri mynd. FRÉTTIR AF FÓLKI „Beiðnin kom í morgun og það kemur maður í fyrramálið [í dag] til að sækja hana,“ segir Jóhannes F. Jóhannesson, framkvæmda- stjóri Merkingar, en fyrirtækið hefur séð um að merkja skrifstof- ur æðstu manna í Ráðhúsinu und- anfarin ár. Og haft í nógu að snú- ast síðan kosið var síðast í borgarstjórn. Eins og flestum ætti að vera kunnugt hafa verið tíðar manna- breytingar á skrifstofunum í Ráð- húsinu og varla liðnir nema þrír mánuðir síðan Degi B. Eggerts- syni voru afhent lyklavöldin við Tjörnina. Á mánudaginn tilkynntu sjálfstæðismenn og frjálslyndir að „gamli“ meirihlutinn væri sprunginn og að Ólafur F. Magnús- son yrði nýr borgarstjóri höfuð- borgarbúa. „Þetta er nú ekkert flókið mál og við erum tiltölulega snöggir að þessu,“ bætir Jóhannes við en frá því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lét af störfum árið 2003 hafa Reykvíkingar átt fimm borgarstjóra: þau Þórólf Árnason, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, Vilhjálm Vilhjálmsson, Dag B. Eggertsson og nú loks Ólaf F. Magnússon. „Ætli það sé ekki bara einfaldast að senda okkur nöfnin á öllum borgarfulltrúunum og við getum þá bara verið með þessi skilti tilbúin,“ segir Jóhannes í léttum dúr. Eins og kom fram í Fréttablað- inu við síðustu borgarstjóraskipti í október var myndhöggvarinn Helgi Gíslason, sem gert hefur brjóstmyndir af borgarstjórunum, rétt byrjaður á Markúsi Erni Ant- onssyni. Og hann, líkt og þeir hjá Merkingu, hefur í nægu að snúast á næstu árum enda borgarstjórun- um nú fjölgað um einn. - fgg Rífandi bisness í merkingum í Ráðhúsinu ÞRÍR Á SKÖMMUM TÍMA Jóhannes Jóhannesson og félagar í Merkingu hafa haft í nógu að snúast fyrir borgina. SKIPT UM SKILTI Borgarstjóraskrifstofan er enn merkt Degi B. Eggertssyni en nafn Ólafs F. Magnússonar ætti að vera komið upp eftir fund í borgarráði í dag. „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is Íslenski athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson hefur með fyrirtæki sínu Novator keypt ellefu prósenta hlut í finnska íþróttavörurisanum Amer Sports Corporation en Novator átti fyrir lítinn hlut. Jafnframt hefur náðst samkomulag við fyrirtækið Ajanta um bandalag innan fyrirtækisins en það á ellefu prósent í Amer Sports og samanlagt eiga fyrirtækin því rúman fjórðungshlut. Amer Sports er eitt af stærstu íþróttafyrirtækjum heims og framleiðir vörur á borð við Salomon-skíði og Wilson-íþróttavörurnar. Ekki vantar stórstjörnurnar innan fyrirtækisins en meðal helstu fánabera þess eru ruðningskappinn Tom Brady sem fer fyrir liði sínu, New England Patriots, í Ofurskálinni í næsta mánuði, tennis- maðurinn Roger Federer sem hefur verið nánast einráður á tennisvellinum undanfarin ár og loks kylfingurinn Padraig Harrington sem vann Opna breska mótið í fyrra en það er eitt stærsta golfmótið á bandarísku og evrópsku mótaröðinni. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Novators, segir Amer Sports Corporat- ion vera spennandi kost, þetta sé félag sem hafi verið að ná til sín þekktum vörumerkjum. Og að nú séu að opnast markaðir í Asíu og víðar þar sem milljónir og og jafnvel hundruð milljóna séu að komast í aukin efni sem þýði jafnframt ásókn í slíkar vörur. „Áhugi Novator liggur fyrst og fremst þar og fyrirtækið vill leggja sitt af mörkum til að vinna þessum vörum veg í öðrum heimsálfum,“ segir Ásgeir og bætir því við að auðvitað sé alltaf einhver ákveðinn sjarmi í kringum íþróttavöru- fyrirtæki, þar séu manneskjur með mikinn metnað en ekki dauðir hlutir eins og kaffi, kol eða olía. Hann sagði hins vegar ekki hægt að spá fyrir um hvort verið væri að tjalda til einnar nætur eða tuga ára. Björgólfsfeðgarnir eru því smám saman að fikra sig inn á íþróttamark- aðinn en eins og flestum ætti að vera kunnugt á Björgólfur Guðmunds- son, faðir Björgólfs, knattspyrnufé- lagið West Ham. freyrgigja@frettabladid.is BJÖRGÓLFUR THOR: ÁHRIFAMIKILL INNAN AMER-ÍÞRÓTTAVÖRURISANS Í sportið eins og pabbi Á ÍÞRÓTTAMARKAÐINN Björgólfur Thor á núna fjórtán prósent í finnska íþrótta- vörurisanum Amer Sports Corporation. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR FREMSTIR Í SINNI RÖÐ Þeir Tom Brady, Padraig Harrington og Roger Federer þykja allir með þeim bestu í sínu fagi og eru allir á mála hjá Amer Sports.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.