Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 1
14 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 23. janúar 2008 – 4. tölublað – 4. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com Skattalegt tap Mikil verðmæti í tapi Hugverkaþjófnaður kvikmynda Kostar 1.170 milljarða 8-9 Jeppasport Betra en golfið www.lausnir.is fi nndu rétta tóninn… Mettap hjá Merrill Bandaríski bankinn Merrill Lynch tapaði 7,8 milljörðum dala, jafnvirði 507 milljörðum íslenskra króna, á síð- asta ári. Þar af nam tapið á síðasta fjórðungi nýliðins árs 9,83 millj- örðum dala. Þetta er langmesta tap í yfir hundrað ára sögu bankans. Kólnun á fasteignamarkaði Velta á fasteignamarkaði síðustu tvær vikur ársins 2007 og fyrstu tvær vikur hins nýja árs nam sam- anlagt rétt rúmum 3,1 milljarði og dróst saman um tuttugu prósent sé miðað við sama tímabil í fyrra, þegar veltan nam 3,8 milljörðum. Ár yfirtakna Glitnir spáir að árið 2008 verði ár yfirtakna, hagræð- ingar og sameininga hjá fjármála- fyrirtækjum. Breytingarnar verða aðallega hjá smærri verðbréfa- fyrirtækjum sem hér hafa sprott- ið upp og ekki hjá stóru bönkunum samkvæmt Glitni. Evrunefndin á fullt Nefnd við- skiptaráðherra sem fara á yfir lagaumhverfi hér vegna evru- skráningar hlutabréfa tók til starfa. Jón Sigurðsson, hagfræð- ingur og fyrrum ráðherra, seðla- bankastjóri og aðalbankastjóri Norræna fjárfestingarbankans, fer fyrir nefndinni. Ekki í stjórn Novator fékk ekki sína tvo menn kjörna í stjórn finnska fjarskiptafyrirtækisins Elisa í fyrstu atrennu. Björgólfur Thor Björgólfsson segist undrandi á að hluthafar standi í vegi fyrir stjórnarsetu langstærsta einstaka hluthafans. „Engin ein á hefur verið leigð á hærra verði,“ segir Óðinn Sigþórsson, stjórnarformaður Landssambands veiðifélaga. Sporður ehf. hefur samþykkt að greiða Veiðifélagi Þverár í Borgarfirði 73 milljónir króna á ári fyrir veiðiréttinn í Þverá og Kjarrá til ársins 2012. „Það er ýmislegt í þessu,“ segir Kristján Franklín Axels- son, bóndi og formaður veiði- félagsins. Auk þess að greiða 73 milljónir fyrir veiðiréttinn einan og sér, gefi Sporður veiði- félaginu upp ríflega 25 millj- óna króna skuld vegna viðgerða á veiðihúsi, auk þess að greiða fimm til sex milljónir króna ár- lega fyrir upptöku á netum í Hvítá. „Þá er þarna nokkuð ríf- leg eingreiðsla,“ segir Kristján Franklín. Jón Ólafsson, einn sjö hluthafa í Sporði, segir að samningur um leigu á ánni hafi ekki átt að renna út fyrr en 2010 „en okkur þótti þetta hentugur tími til að endurnýja samninginn“. Óðinn Sigþórsson bendir á að þótt upphæðin fyrir ána sé há þá séu seldar fjórtán stangir. „Þannig að þetta er ekki met miðað við það.“ Þverá og Kjarrá hafa undanfarin ár verið með aflahæstu ám landsins. Undan- farin ár hafa veiðst tæplega 1.870 laxar í ánni á hverju sumri og er meðalþyngd laxa þaðan tæplega sjö pund. Mesta veiði sem vitað er um var árið 2005 en þá komu yfir 4.000 laxar á land á bökkum árinnar. Bæði Íslending- ar og erlendir gestir munu hafa veitt í ánni undanfarin ár. - ikh Metupphæð fyrir veiðirétt 6 Kvikmyndaiðnaðurinn í veröld- inni tapar um 1.170 milljörðum króna árlega vegna ólöglegs hug- verkaþjófnaðar, segir Hallgrím- ur Kristinsson, yfirmaður svæð- isskrifstofu Samtaka kvikmynda- framleiðenda, MPA, í Evrópu, Afríku og Mið-Austurlöndum. „Við verðum að hafa í huga að þeir sem fara verst út úr þessu eru litlu gæjarnir sem eru að reyna að búa til kvikmyndir uppi á Íslandi eða í Svíþjóð,“ segir Hallgrímur. MPA-samtökin eru fjármögnuð af sex stærstu kvikmyndaverun- um í Hollywood. Áætlað tap kvik- myndaveranna vegna hugverka- þjófnaðar er sagt nema 390 millj- örðum íslenskra króna. - jsk sjá 8-9 Bitnar á smærri fram- leiðendum Óli Kristján Ármannsson skrifar Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði skarpt í viðskiptum gærdagsins, annan daginn í röð. Framan af degi hækkaði ekki nokkurt félag, en eftir ákvörð- un Seðlabanka Bandaríkjanna um stýrivaxtalækkun gengu lækkanir örlítið til baka hér heima og stöku hækkun sást. Lækkanir hér heima voru í takt við þróun á mörk- uðum annars staðar í heiminum. Þannig var lokað fyrir viðskipti á mörkuðum í Suður-Kóreu á mánu- dag þegar dagslækkunin náði 10 prósentum. Seðla- banki Bandaríkjanna brást hins vegar við snarpri gengislækkun hlutabréfa á heimsvísu með óvæntri lækkun stýri- og daglánavaxta upp á 3,5 prósent. Við þetta fóru stýrivextir úr 4,25 í 3,5 prósent. Ákvörð- unin skilaði sér í snörpum viðsnúningi á evrópskum hlutabréfamörkuðum. En sú breyting gekk fljótlega til baka og fór aftur í svipað horf fyrir lokun mark- aða. Horft er til þess að vaxtalækkunin sporni við frekari lækkun hlutabréfaverðs, blási lífi í einka- neyslu og millibankalán sem hafa verið með dræm- asta móti. Sömuleiðis varð bankinn að grípa til sinna ráða þar sem fjármálamarkaðir í Bandaríkjunum voru lokaðir á mánudag á sama tíma og helstu hluta- bréfavísitölur féllu um allt að sjö prósent víða um heim. Haraldur Yngvi Pétursson, sérfræðingur grein- ingardeildar Kaupþings, segir varhugavert að draga of víðtækar ályktanir af lækkunum síðustu tveggja daga. Hann segir lækkanir á mörkuðum þegar orðn- ar það miklar að nái sögulegum stærðum og fjárfest- ar því farnir að horfa fram á veginn. „Þessar síðustu lækkanir lykta svolítið af yfirskoti,“ segir hann, en áréttar þó að því lengur sem lækkunarástand varir, verði þyngra að rífa sig upp úr því. Þá segir Har- aldur Yngvi ljóst að í undangengnum lækkunum sé búið að meta inn í verð hlutabréfa mun verri af- komu en raunhæft sé að gera ráð fyrir. „Fyrst voru menn að horfa á þessi undirmálslán og ljóst að verð- lækkun á mörkuðum nemur margföldum afskrift- um vegna þeirra. Núna er verið að tala um mögu- lega kreppu í Bandaríkjunum, en gengi bréfa hefur lækkað miklu meira en svartsýnustu menn sjá fyrir sér að komið geti niður á afkomu félaga.“ Óvarlegt að draga of víðtækar ályktanir Hlutabréfamarkaðir lækkuðu skarpt um heim allan í byrj- un vikunnar. Sérfræðingur Kaupþings varar við of mikilli svartsýni, teikn séu á lofti um að botni kunni að vera náð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.