Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 23. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Vika Frá ára mót um Atorka -7,0% -13,4% Bakkavör -1,6% -13,5% Exista -7,3% -28,9% FL Group -9,8% -30,9% Glitnir -2,5% -10,3% Eimskipafélagið -4,9% -12,5% Icelandair -0,9% -4,1% Kaupþing -2,8% -18,6% Landsbankinn -2,3% -12,1% Marel -5,3% -5,3% SPRON -18,0% -27,7% Straumur -0,9% -12,4% Teymi 1,0% -1,9% Össur 0,9% -3,8% *Miðað við gengi í Kaup höll á mánudaginn G E N G I S Þ R Ó U N Óli Kristján Ármannsson skrifar Hér hafa átt sér stað skortstöðu- viðskipti í einhverjum mæli, án þess þó að fyrir liggi upplýsing- ar um umfang þeirra. Í Kaup- höll Íslands er að því stefnt að koma á stofn lánsmarkaði með verðbréf, líkt og tíðkast erlend- is. Slíkur markaður er forsenda fyrir gagnsæi viðskiptanna. „Hér höfum við ekki enn virk- an lánamarkað og því ekki auð- velt að fá yfirsýn yfir hvað hér er að gerast í þessu í einstök- um atriðum,“ segir Þórður Frið- jónsson, forstjóri Kauphallarinn- ar, og bætir um leið við hér hafi vantað ákveðnar forsendur til að koma slíkum markði á. „Meðal annars eru lífeyrissjóðir hugsan- legur aðili til þess að lána bréf, en hafa ekki til þess heimildir lögum samkvæmt og þarf því að- eins að lagfæra hér löggjöfina til þess að renna stoðum undir góðan lánamarkað,“ segir hann og bætir við að Kauphöllin hafi þegar sent fjármálaráðuneytinu erindi þar að lútandi. Baldur Guðlaugsson, ráðuneyt- isstjóri í fjármálaráðuneytinu, staðfestir að erindi hafi borist frá Kauphöllinni varðandi end- urskoðun á lögum um lífeyris- sjóði í þá veru að rýmka heim- ildir sjóðanna til að lána hluta- bréf. Hann áréttar um leið að ákvörðun um stofnun lánamark- aðar með hlutabréf sé Kaup- höllinni heimil burtséð frá slíkri lagabreytingu. Hann segir hins vegar í gangi innan ráðuneyt- isins vinna við endurskoðun og yfirferð lagaumhverfis lífeyris- sjóðanna og að litið sé á erindi Kauphallarinnar sem innlegg í þá vinnu. „Hér hafa líka komið ábendingar frá Landssamtök- um lífeyrissjóða sem tóku saman skýrslu um ýmislegt sem þeir töldu ástæðu til að taka til skoð- unar í þessum lögum, en þau eru að stofni til tíu ára gömul,“ segir Baldur, en kveður ekki hægt að tímasetja nákvæmlega hvenær sú endurskoðun skili sér í frum- varpi til laga. „Sannast sagna er það þannig að eðli lífeyrissjóða og þeirrar starfsemi sem þeir hafa með höndum er þannig að ígrunda verður vel allar breyt- ingar. Í dag eru afleiðuviðskipt- um þeirra settar skýrar skorður í lífeyrissjóðalögunum. Þeir mega verja sjálfa sig fyrir áhættu en ekki vera í sjálfstæðum afleiðu- viðskiptum, en það eins og fleira er nokkuð sem ástæða er til að fara yfir,“ segir hann. Jafet S. Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Veigs ehf. fjár- festingarfélags, telur að hér sé mjög lítið um skortsölur, þótt víða séu þær algengar, svo sem í Bandaríkjunum. „Ég held þetta sé eðlileg þróun á markaðnum að þetta komi hér líka,“ segir hann, en kveður um leið skipt- ar skoðanir um ágæti þess að heimila skortsölur. „Þetta býður upp á ákveðna spákaupmennsku og getur hefnt sín grimmilega ef markaðurinn fer í aðra átt en menn hafa reiknað með,“ segir hann og kveðst hafa ákveðnar efasemdir um skortsöluna. „Ég er ekki viss um að þetta séu æskilegir viðskiptahættir.“ Lánamarkaður með hlutabréf í pípunum Í undirbúningi er lánamarkaður með hlutabréf í OMX Kauphöll Íslands. Með því yrðu skortsöluviðskipti gegn- særri. Breyta þarf lögum til að lífeyrissjóðir megi lána bréf. BALDUR GUÐLAUGSSON ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON Skortsala, eða short-sale upp á ensku, heitir það þegar seljandi verðbréfa á ekki bréfin, heldur fær þau lánuð gegn skuldbindingu um að kaupa þau aftur og skila þeim. Í erlendum kauphöllum finnast víða lánamarkaðir með hlutabréf. Fari fram skortsala og verð bréfa lækkar í millitíðinni verður til hagnaður þegar bréfin eru keypt aftur á lægra verði en þau voru upphaflega seld. Að sama skapi getur tap orðið veru- legt hækki verð bréfanna. H V A Ð E R S K O R T S A L A ? „Við búumst við að þetta skýrist öðrum hvorum megin við helgina hvað einka- væðingarnefndin vill gera,“ segir Pétur Þ. Óskarsson, talsmaður Skipta. Þá standi til að slóvenska einkavæðingarnefndin velji annan tveggja aðila sem gert hafa fram- haldstilboð í slóvenska landsímann til frek- ari viðræðna. Ekki er útilokað að einkavæð- ingarnefndin ræði áfram við báða aðila, samkvæmt heimildum Markaðarins. Sendinefnd frá Skiptum, móðurfélagi Símans, ræðir í dag við einkavæðingar- nefndina. „Við hittum slóvensku einka- væðingarnefndina fyrir helgi og svo halda viðræður áfram í þessari viku,“ segir Pétur. Til stendur að einkavæða 75 prósenta hlut í Telek- om Slovenije, en slóvenska ríkið ætlar áfram að eiga fjórðungshlut. Í þessari lotu ætlar slóvenska ríkið hins vegar að selja lítillega innan við helmingshlut, en síðan þarf sá sem fær að kaupa að gera öðrum hluthöfum yfirtökutil- boð. Skipti gerðu fyrir rúmri viku framhalds- tilboð í félagið auk tveggja fjárfestingarsjóða sem bjóða sameiginlega. Haft er eftir slóvenskum embættismönn- um að báðir aðilar hafi bætt tilboð sín um- talsvert. Markaðsvirði Telekom Slovenija er um 2,5 milljarðar evra eða tæplega 244 millj- arðar króna. Ekkert er gefið upp um hvað felst í tilboði Skipta, en Financial Times hefur eftir heimildar- mönnum að Skipti bjóði meðal annars eigin bréf fyrir hluti í slóvenska símanum. - ikh Skiptihlutir fyrir slóvenska símann B R Y N J Ó L F U R BJARNASON Ræðir við slóvensku einkavæðing- arnefndina í dag. Ávöxtun sl. 1 ár m.v. 31.12.07 – ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Sjóður 9 – peningamarkaðsbréf er fjárfestingasjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfa- og fjárfestingasjóði. Glitnir Sjóðir er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Glitnis, www.glitnir.is. Athygli er vakin á að fjárfestingarsjóðir eru áhættumeiri fjárfestingarkostur en verðbréfasjóðir skv. lögum. * KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á WWW.GLITNIR.IS/SJODIR EÐA HJÁ EIGNASTÝRINGU GLITNIS Í SÍMA 440 4900 FRÁBÆR SKAMMTÍMAÁVÖXTUN Sjóður 9 – peningamarkaðsbréf hentar þeim sem leita að jafnri og stöðugri hækkun eigna. Sjóðurinn fjárfestir í víxlum, innlánum eða öðrum skammtímaverðbréfum. Hann hentar sérlega vel sem skammtímaávöxtun og fyrir þá sem vilja hafa greiðan aðgang að sparifé sínu. Inneign í sjóðnum er alltaf laus til útborgunar samdægurs og enginn munur er á kaup- og sölugengi í sjóðnum. 15.3% ávöxtun* SJÓÐUR 9 ÞINN ÁVINNINGUR Finnska fjármálafyrirtækið Sampo jók við hlut sinn í sænska bankanum Nordea, stærsta banka Norðurlandanna, í síðustu viku. Exista á tæpan tuttugu prósenta hlut í Sampo. Sampo hefur aukið hratt við hlut sinn í sænska bankanum og fer nú með 9,6 prósent í honum með beinum og óbeinum hætti. Þá hefur félagið óskað eftir heimild hjá sænska fjármálaeftirlitinu til að fara með tíu prósent. Markaðsverðmæti hlutar Sampo í Nordea nemur rétt rúmum 22 milljörðum sænskra króna, jafnvirði 225 milljörðum ís- lenskra króna, miðað við gengi hans um hádegisbil í gær. Björn Wahlroos, forstjóri Sampo, hefur í samtali við sænska fjölmiðla ekki sagst hafa í hyggju að yfirtaka Nordea þrátt fyrir ítrekaðan orðróm um hið gagnstæða. Lausafjárstaða Sampo þykir í sterkara lagi en tryggingafélag- ið situr á heilum 40 milljörðum sænskra króna, tæpum 410 millj- örðum íslenskra, sem að mestu er tilkomið eftir sölu á bankastarf- semi til Danske Bank í fyrra. Hins vegar velta ýmsir fyrir sér stöðu Existu. Greiningardeild SEB Enskilda bankans lýsti í gær fyrir fjárfestum áhyggjum af henni þar sem lántökur hefðu aukist og eignir minnkað í verði. Þetta veki spurningar um hvort Exista neyð- ist til að minnka hlut sinn í Sampo og Storebrand í Nor- egi. Sampo hafi vel efni á að kaupa af Existu en SEB Enskilda telur það ólíklegt, nema nokkur afsláttur verði gefinn af núverandi mark- aðsverði. - jab/ikh BJÖRN WAHLROOS Sampo kaupir í Nordea „Það dró svolítið úr þessu á tíma- bilinu 2005-2006, þá dró úr van- skilum, en nú virðist sem van- skil fari vaxandi, sérstaklega úti á landi,“ segir Gunnar Már Eð- valdsson, hjá Íbúðalánasjóði. Sjóðurinn selur húseignir sem hann hefur leyst til sín vegna van- skila eigenda. Flestar eignirnar hafa tínst inn á sölulistann frá því í ágúst í fyrra, en dæmi eru um að eign hafi verið á sölulista Íbúða- lánsjóðs í næstum fjögur ár. Nú eru 27 íbúðarhús á söluskrá sjóðsins. Þar á meðal eru 120 fer- metra íbúð sem á að seljast á tvær og hálfa millón króna og tæplega áttatíu fermetra íbúð sem á að seljast fyrir innan við eina millj- ón króna. Eignirnar eiga það margar sam- eiginlegt að þarfnast endurbóta eða mikilla endurbóta. - ikh Söluíbúðum Íbúðalánasjóðs fjölgar FRÁ PATREKSFIRÐI Íbúðalánasjóður selur eignir víða um land. Meðal annars á Patreksfirði. Sextíu og þremur kaupsamningum var þinglýst á höfuðborgarsvæð- inu vikuna 11. til 17. febrúar. Þá hefur 105 samningum verið þing- lýst að meðaltali í viku hverri frá desemberbyrjun að því er fram kemur á vefsíðu greiningar Glitn- is. Ennfremur segir að það séu um fjórtán prósentum færri samning- ar en var þinglýst á sama tímabili í viku hverri fyrir ári. Bankinn telur að erfitt aðgengi að lánsfjármagni og tregða bank- anna til að lána til húsnæðiskaupa auk hárra vaxta séu að öllum lík- indum helstu áhrifaþættirnir. - jsk Ró á hús- næðismarkaði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.