Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 23. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Heppnin hefur snúið bakinu við íranskættaða fjár- festinum og fasteignamógúlnum Robert Tchenguiz, sem jafnframt er stjórnarmaður í Existu, upp á síð- kastið. Breskum fjölmiðlum hefur undanfarið verið tíðrætt um mikið bókfært tap fjárfestisins í skugga falls á hlutabréfamörkuðum, ekki síst í Bretlandi. Stærstu eignir Tchenguiz, sem hann festi sér þegar verð þeirra var tiltölulega hátt í fyrravor, hafa verið í sem næst frjálsu falli frá því í haust og virðist lítið lát á dýfunni. Breskir fjölmiðlar segja að hann gæti þurft að selja eignir til að bæta lausafjárstöðuna. Tchenguiz vísar því alfarið á bug. Á meðal stærstu eigna R20, fjárfestingarfélags Tchenguiz, er tíu prósenta hlutur í breska stór- markaðnum Sainsbury‘s, þriðju stærstu verslana- keðju Bretlandseyja, nítján prósent í bresku krá- arkeðjunni Mitchells & Butler og fimmtán pró- senta hlut í tölvuleikjaframleiðandanum SCi. Gengi leikjafyrirtækisins, sem hefur fallið um rúm átta- tíu prósent frá hæsta gildi í fyrrasumar í kjölfar þess að útgáfa fyrirtækisins á nýjum leikjum hefur ítrekað verið slegið á frest. Til stóð að yfirtaka fyr- irtækið í sumar en áætlanir í þá átt runnu út í sand- inn í september í fyrra. Í umfjöllun The Independent um vandræði Tchenguiz í upphafi vikunnar segir meðal annars að fjárfestirinn hafi verið svo fullviss um að yfir- takan á verslanarisanum gengi í gegn að hann hafi veðjað skyrtunni upp á það og því hlaðið hlutafé í innkaupakerruna. Þegar yfir lauk sat hann á tíu prósenta hlut í versluninni en yfirtakan rann hins vegar út í sandinn í apríl í fyrra þvert á vænting- ar. Verðið tók að lækka í kjölfarið. Þá er ótalinn um þriðjungshlutur í breska stórmarkaðnum Somer- field, sem nú er í söluferli í samstarfi við Kaupþing í Bretlandi en fjölmiðlar hafa ýjað að því að hann sé til sölu til að losa um eignir. Því hefur Tchenguiz neitað. Að síðustu situr fasteignamógúllinn á fimm pró- senta hlut í Existu sem hann fékk í skiptum fyrir hlut í finnska tryggingarfélaginu Sampo. Ljóst er að hann hefur ekki riðið feitum hesti frá skiptun- um eins og gengisþróunin hefur verið upp á síðkast- ið en markaðsverðmæti hans, miðað við dagsloka- gengi Existu á mánudag, nam rúmum 7,8 milljörð- um króna. Það er um helmingsrýrnun á tæpu ári. Breska dagblaðinu Daily Mail reiknast til að bók- fært tap Tchenguiz nú nemi 250 milljónum punda, jafnvirði rúmra 32 milljarða íslenskra króna, á hlut hans í Sainsbury‘s. Bókfært tap af öðrum eignum í Bretlandi nemur svo 130 milljónum punda til við- bótar, að sögn blaðsins. Er þá eignarhluturinn í Ex- istu ótalinn. Dauft yfir lukku- stjörnu Tchenguiz Fjárfestirinn Robert Tchenguiz er sagður horfa upp á tæpa fimmtíu milljarða króna gufa upp úr bókum sínum. Verð á hráolíu hefur lækkað tals- vert samhliða niðursveiflu á hluta- bréfamörkuðum í Asíu og Evrópu í vikunni. Það stóð á mánudags- kvöld í rúmum 88 dölum á tunnu. Gangi spár um efnahagskreppu eftir mun það draga mjög úr eftir- spurn eftir olíu, eldsneyti og mat- vöru, að því er Bloomberg-frétta- veitan hefur eftir markaðsaðilum og fjármálasérfræðingum. Þeir segja að nú þegar hafi dregið úr eftirspurninni og megi reikna með svipaðri þróun fram á mitt ár. Inn í verðþróunina spilar sömu- leiðis að starfsemi hefur hafist að nýju í olíuframleiðslustöðvum við Mexíkóflóa sem var lokað vegna veðurhams þar til á mánudag. Óvíst þykir hins vegar hvort OPEC-ríkin, sem framleiða um fjörutíu prósent af allri olíu í heiminum, ætli að auka olíufram- leiðslu sína til að keyra verðið neðar eða halda henni óbreyttri á næsta fundi samtakanna um mán- aðamótin, að sögn Bloomberg. - jab Efnahagsaðstæður draga úr olíueftirspurn ROBERT TCHENGUIZ Breskum fjölmiðlum reiknast til að fast- eignamógúllinn hafi tapað hátt í fimmtíu milljörðum króna á fjárfestingum sínum. Englandsbanki, seðlabanki Bret- landseyja, mun þrívegis lækka stýrivexti hið minnsta á næstu tveimur árum í því augnamiði að forða Bretum frá því að lenda í klóm efnahagskreppu. Þetta er mat hóps breskra hagfræð- inga sem spáðu í spilin á vegum breska markaðsrannsóknarfyrir- tækisins Ernst & Young. Hagfræðingarnir segja í skýrslu sem þeir hafa gefið út um málið að líkur séu á að hag- vöxtur í Bretlandi fari úr 3,1 prósenti á síðasta ári í 1,8 pró- sent á þessu ári. Af þessum sökum muni breskt hagkerfi fara í gegnum harkalegt aðlögunar- skeið sem geti endað í samdrátt- arskeiði, jafnvel efnahagskreppu verði ekkert að gert. Hagfræðingarnir gagnrýna bresk stjórnvöld harðlega og segja þau hafa átt að treysta stoð- ir efnahagslífsins í góðærinu. Hagfræðingarnir reikna með að Englandsbanki haldi stýri- vöxtum óbreyttum í 5,5 prósent- um í þessum mánuði en lækki þá síðan jafnt og þétt árið á enda. Muni þeir standa í 4,75 prósent- um hið mesta í árslok. - jab Sjá þrjár stýrivaxta- lækkanir í bollanum BANKASTJÓRINN OG FJÁRMÁLARÁÐ- HERRANN Hagfræðingar telja líkur á að Mervyn King seðlabankastjóri muni lækka stýrivexti þrisvar í Bretlandi á næstunni. MARKAÐURINN/AFP Hin árlega heimsviðskiptaráð- stefna Alþjóðlegu efnahags- stofnunarinnar, World Economic Forum (WEF), var sett með form- legum hætti í Davos í Sviss í gær. Þetta er 37. árið sem ráðstefn- an er haldin en þátttakendur eru ráðamenn, forstjórar helstu stór- fyrirtækja heimsins og aðrir leið- andi athafnamenn og einstakl- ingar í viðskiptalífinu sem þykja skara fram úr á einn hátt eða annan. Yfirskrift ráðstefnunnar og umfjöllunarefnið að þessu sinni er krafturinn sem felst í sam- eiginlegri framþróun og nýsköp- un þjóðanna og hvað hægt sé að leggja af mörkum til að bæta heiminn. Breska dagblaðið Financial Times slær á létta strengi í viku- byrjun og segir þetta kjörinn vett- vang fyrir forstjóra nokkurra af stærstu bönkum heims sem þarna hittast til að ræða um lausn fjár- málakrísunnar sem riðið hefur húsum og bæði sett stórt skarð í efnahagsreikning þeirra auk þess sem forstjórahausar hafa fengið að rúlla. - jab Fjörið byrjað í Davos Þátttakendur: 2.500 Forstjórar: 1.370 Stjórnmálamenn: 250 Fulltrúar fjölmiðla: 250 Fræðimenn: 180 Aðrir: 450 Heimild: Financial Times Þ Á T T T A K E N D U R Í T Ö L U M STOFNANDINN Klaus Schwab, stofnandi ráðstefnunnar, á blaðamannafundi þar sem málefnin voru kynnt. MARKAÐURINN/AFP Óvissa um afkomu Sports Direct Rekstrarhagnaður bresku íþróttavöruverslunarinnar Sports Direct nam 126 milljón- um punda, jafnvirði 16,4 millj- arða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Velta nam 280 milljónum punda á sama tíma. Baugur keypti eins prósents hlut í versluninni um miðjan október í fyrra, samkvæmt heimildum breska dagblaðsins Telegraph. Dagblaðið Guardian segir markaðsaðila gagnrýna Mike Ashley, eiganda úrvalsdeildar- liðsins Newcastle og stærsta eiganda Sports Direct, fyrir að birta ekki samanburð við fyrri ár. Þeim þyki ljóst að hagnaður- inn verði í lægri mörkum, jafn- vel tæplega helmingi minni en í hittifyrra. Ashley vísar því hins vegar á bug í Financial Times og stendur fast á því að afkoman verði í takt við væntingar. Markaðsaðilar skrifa afkom- una á erfitt rekstrarumhverfi á seinni hluta síðasta árs, ekki síst eftir að Englendingar féllu úr Evrópukeppni landsliða. Dave Forsey, forstjóri Sports Direct, segir útlit fyrir að árið verða erfitt. - jab Útgáfu tölvuleikjarins Age of Conan frá norska fyrirtækinu Funcom hefur verið frestað um tvo mánuði. Forsvarsmenn fyr- irtækisins segja leikinn fá átta vikna þróunartíma til viðbót- ar. Funcom er skráð félag, en Straumur-Burðarás á þar ríf- lega fjögurra prósenta hlut. Leikurinn er fjölspilunar- netleikur líkt og EVE Online sem er unnendum tölvuleikja að góðu kunnur. Gangi allt að óskum hjá norska leikjafyrir- tækinu kemur Age of Conan út 20. maí næstkomandi. Við- bótartímann á að nota til að hreinsa út villur og laga leikinn til þannig að endanleg útgáfa verði sem best. Um dreifingu á leiknum sér Eidos, en það er með stærstu fyrirtækjum í framleiðslu og dreifingu tölvuleikja. - óká VILLIMAÐURINN CONAN Á árum áður tók kvikmyndastjarnan Arnold Schwarzenegger, sem nú er ríkisstjóri í Kaliforníu í Bandaríkjunum, að sér hlutverk villimannsins Conans í röð bíómynda. Nú er ný mynd á leiðinni og tölvuleikur líka. Conan-leikur væntanlegur í vor Straumur á rúm fjögur prósent í norska leikjafyrirtækinu Funcom. Tilkynnt hefur verið um átta vikna frestun á útgáfu leiksins. NÝTT ELDHÚS MEÐ BREYTTUM ÁHERSLUM Bergstaðastræti 37 s. 552 5700 holt@holt.is www.holt.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.