Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 8
MARKAÐURINN 23. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR8 Ú T T E K T M PAA nefnast samtök sex stærstu kvikmyndaveranna í Hollywood; Disney, Warner, Paramount, Sony, Fox og Universal. Hallgrímur Kristinsson er yfirmaður svæð- isskrifstofu Samtaka kvikmyndaframleiðenda, MPA, í Evrópu, Afríku og Mið-Austurlöndum, og stýrir réttindavernd, eða öllu heldur baráttu samtakanna gegn ólöglegri útgáfu og sjóræn- ingjastarfsemi. „Stóru kvikmyndaverin höfðu vit á því að taka A-ið aftan af MPAA enda stend- ur MPAA fyrir Motion Picture Association of America. Annars staðar í veröldinni heitum við einfaldlega MPA.“ Höfuðstöðvar Hallgríms eru í Brussel og á skrifstofunni starfa níu manns. MPA eru raun- ar regnhlífarsamtök yfir samtök rétthafa víðs vegar um veröldina. Undir stjórn Hallgríms heyra tuttugu og níu slík samtök í þrjátíu og sex löndum. „Við erum ekki beinlínis með MPA-starfsmenn í þessum lönd- um, heldur erum við aðilar að sam- tökum á staðnum, til að mynda að Smáís á Íslandi.“ Hallgrímur segir misjafnt hvernig MPA komi að starfseminni í hverju landi fyrir sig, fjárframlögin geti numið allt frá tíu prósentum og upp í hundrað prósent. „Þetta er mjög mis- jafnt eftir löndum. Við leggjum fé inn í samtökin og eigum oftar en ekki aðild að samtökunum í hverju landi fyrir sig, sitjum í stjórn og höfum gjarnan mikil áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru. Við reynum í raun- inni að styðja svæðisskrifstofurnar með ráð og dáð.“ Baráttan gegn hugverkaþjófnaði hefur breyst gríðarlega undanfarin ár að sögn Hallgríms. Hér áður hafi áherslan fyrst og fremst verið á laga- legu hliðina, en nú sé í auknum mæli farið að gefa stefnumótun og kynn- ingarmálum gaum. Þessi breyting endurspeglast að nokkru leyti í því að Hallgrímur er fyrsti maðurinn sem gegnir hans stöðu og er ekki lögfræðingur. „Þetta sner- ist raunar um að berja niður hurðir hér og þar í veröldinni, og hafa nógu marga lögfræðinga á sínum snærum. Nú síðustu þrjú ár hefur þetta breyst gríðarlega og þessir þrír þættir eru eig- inlega allir komnir í einn graut. Ég vinn þannig ekki síður mikið að stefnumótun, kynningar- og tæknimálum en með lögfræðingum.“ UPPLÝSINGAFLÓÐBYLGJA MPA eru hagsmunasamtök og eru að öllu leyti fjármögnuð af kvikmyndaverunum sex. „Það er alveg svakaleg pólitík og skriffinnska kring- um kvikmyndaverin. Fyrstu þrjá mánuðina í starfi þorði ég varla að opna munninn, og það var fyrst eftir tíu mánuði að ég gat farið að senda tölvupósta á stúdíóin svona nokkurn veg- inn hjálparlaust. Þetta er víst alveg eðlilegt því það tekur gríðarlegan tíma að komast inn í þetta allt saman.“ Hallgrímur fær gríðarlegan fjölda símtala og tölvupósta á dag og líkir starfinu við flóðbylgju upplýsinga. Stærstur hluti dagsins fari hrein- lega í að skipuleggja þetta gríðarlega magn Litli gæinn verður verst úti Kvikmyndaiðnaðurinn verður árlega af um 1.170 milljörðum króna vegna sjóræningjastarfsemi. Hallgrímur Kristinsson fer fyrir MPA-sam- tökunum, sem fjármögnuð eru af sex stærstu kvikmyndaverunum í Hollywood, í Evrópu, Afríku og Mið- Austurlöndum. Hann stýrir baráttu samtakanna gegn ólöglegri hug- verkanotkun og telur að með sam- stilltu átaki geti sá bardagi unnist. Jón Skaftason spjallaði við Hallgrím. upplýsinga, skilja kjarnann frá hisminu og tryggja að upplýs- ingar berist á réttan stað á rétt- um tíma. Stefna MPA í Evrópu hefur verið sú að leita uppsprettunn- ar að ólöglegum gagnaskipt- um, þannig hafa samtökin aldrei kært endanotendur, heldur frek- ar beint málshöfðun að þeim sem reka vefsíður og miðla ólöglegu efni. „Við höfum undanfarið lagt mikla áherslu á svokallaða Con- tent Recognition Technology (CRT), sem fer gegnum upp- runaleg eintök af kvikmyndum og tekur eins konar fingraför af myndinni. Með þessari tækni er hægt að bera skrár saman við gagnagrunn af fingraförum og þannig má bera kennsl á þau ein- tök sem eru ólögleg. Reynslan af þessu er mjög góð.“ Hallgrímur segir vefsíður sem miðla hreyfimyndum, á borð við YouTube, nú vera að innleiða of- angreinda tækni. Það hafi þó ekki gengið möglunarlaust, enda hafi MPA þurft að standa við dyra- karminn hjá fyrirtækjunum og hreinlega hóta þeim lögsókn ef ekki yrði eitthvað að gert til að koma í veg fyrir ólöglega miðl- un. „Með þessari tækni er hægt að sjá á einfaldan hátt hvort til- tekið myndskeið er löglegt eða ekki. Ef myndbrot úr kvikmynd- inni Bourne Ultimatum er til að mynda sett á síðu á borð við YouTube, flettir tæknin einfald- lega í gegnum myndina og sér síðan hvort samningar við fram- leiðandann nái til þeirrar tilteknu myndar. Ef samningar reynast ná til Bourne Ultimatum fer myndin inn á vefinn, annars ekki.“ SAMÚÐIN HJÁ SMÁFRAMLEIÐ- ENDUM MPA leggur jafnframt mikla áherslu á að vinna með símafyrir- tækjum og innleiða CRT-tæknina í þeirra starfsemi. Hugsunin þar er sú að þegar komist er á snoð- ir um að verið sé að hala niður höfundarvörðu efni á ólöglegan hátt fái notandinn skilaboð þar sem honum er tjáð að athæfi hans varði við lög. Eftir þrjár slík- ar viðvaranir missir notandinn internettengingu sína tímabund- ið, oftast í tvær til þrjár vikur í senn. „Við viljum meina að með þessu móti hagnist allir. Enda- notandinn losnar við að þurfa að glíma við lögfræðinga, fær betri útgáfu af myndinni og hreinna internet. Kvikmyndaframleið- endurnir fá meira í kassann og bæta möguleika sína á að byggja upp viðskipti á netinu, sem hing- að til hefur verið næstum ómögu- legt enda keppir enginn við fría gagnamiðlun. Loks fá símafyr- irtækin betri pípur, enda er stór hluti þeirrar umferðar sem fer gegnum netið tengdur ólöglegu niðurhali á höfundarvörðu efni. Símafyrirtækin eru smám saman að skilja að þeirra hagur fer ekki saman við ólöglegt niðurhal, enda geta þau sjálf farið að selja efni komist lag á þessi mál.“ Hallgrímur segir mikinn áfanga hafa náðst í baráttunni þegar bandaríska símafyrirtækið AT and T steig fram fyrir skjöldu og ákvað að innleiða CRT tækn- ina. Annar stór áfangi hafi náðst í Frakklandi á dögunum þegar ríkisstjórn landsins, rétthafar og símafyrirtæki komu saman og undirrituðu samstarfssamning sín á milli. „Samkvæmt samkomulag- inu leggja allir sitt af mörkum til að innleiða þriggja brota kerfið. Við erum einnig komin langt í við- ræðunum í Bretlandi. Þetta er sú leið sem við erum að þrýsta á alls staðar í heiminum, að allir aðilar komi að borðinu og reyni að leysa vandann í sameiningu.“ Barátta MPA fer alltaf fram gegnum svæðissamtök í hverju landi fyrir sig, og með listamenn í því landi sem í hlut á hverju sinni í forgrunni. Hallgrímur segir MPA- samtökin vel gera sér grein fyrir því að fólk er almennt ekki lík- legt til að hafa mikla samúð með stóru bandarísku kvikmyndaver- unum. „Það segir sig sjálft að fólk hefur meiri samúð með Stöð 2 sem framleiðendum Næturvakt- arinnar, en til að mynda fram- leiðendum stórmynda á borð við Bourne Ultimatum. Við gerum okkur hins vegar fulla grein fyrir því að við stoppum ekki sjóræn- ingastarfsemi. Okkar markmið er að lágmarka hana, og við teljum heillavænlegustu leiðina að því markmiði að fara á eftir stórum síðum og þeim sem reka þær.“ GETUM VEGIÐ DREKANN Hallgrímur segir stúdíóin gera sér fullvel grein fyrir því að ekki er nein ein leið til að leysa þau vandamál sem kvikmyndaiðnað- urinn glímir við, og að líklegast verði margar leiðir færar þegar VIÐ KVIKMYNDAREKKANN Hallgrímur er viðskiptafræðimenntaður og fyrsti ólöglærði maðurinn til að gegna starfi svæðisstjóra hjá MPA. Hann segir starfið hafa breyst mikið undanfarin ár „Þetta snerist í raun um að berja niður hurðir hér og þar í veröldinni, og hafa nógu marga lögfræðinga á sínum snærum. Ég vinn ekki síður að stefnumótun, kynningar- og tæknimálum en með lögfræðingum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Við gerum okkur hins vegar fulla grein fyrir því að við stoppum ekki sjóræninga- starfsemi. Okkar markmið er að lágmarka hana, og við teljum heillavænlegustu leiðina að því markmiði að fara á eftir stórum síðum og þeim sem reka þær.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.