Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 10
 23. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● húsbyggjandinn Mikil umræða er í samfélag- inu um friðun eða niðurrif gamalla húsa í miðbænum en samkeppni um uppbyggingu í Kvosinni var haldin síðasta sumar. Vinningstillögu í samkeppni um uppbyggingu í Kvosinni áttu Stúd- íó Grandi, Argos og Gullinsnið. Þótti dómnefnd hún uppfylla þau markmið sem leitað var eftir með samkeppninni, það er að styrkja svæðið, stuðla að lífi milli hús- anna og auka aðdráttarafl mið- borgarinnar. „Í tillögunni er gert ráð fyrir að hin sögulega götumynd á horni Lækjargötu og Austurstrætis verði endurbyggð í meginatrið- um,“ segir í skýrslu dómnefnd- ar sem sjá má á vef Reykjavíkur- borgar. Jóhannes Kjarval, arkitekt og verkefnisstjóri um þróunar- áætlun miðborgar, segist ekki eiga von á stórkostlegum breytingum á vinningstillögunni og segir henni verða fylgt í meginatriðum. „Það eru margir kantar á þessu máli og mikið í deiglunni á öllu svæðinu, en við erum að leggja upp í lokahrinu á frágangi á deili- skipulagi sem unnið er upp úr nið- urstöðum í samkeppni um upp- byggingu í Kvosinni,“ segir hann um gang mála við Lækjargötu og Austurstræti. „Það er ekkert sem er akkúrat að smella núna en það er mikil vinna bakvið tjöldin sem kemur fram seinna,“ segir Jó- hannes. Hann segir tillögugerð fyrir þetta svæði búna að vera í vinnslu í fimm til sex ár og brun- inn á horni Lækjargötu og Aust- urstrætis hafi í raun komið loka- sprettinum af stað. „Það verður spennandi að hafa þetta í haldfastri tillögugerð og að það sé loksins að koma lausn á við- kvæmu og erfiðu byggingavernd- unarmáli en það gengur á ýmsu þessa dagana,“ segir Jóhannes og á þar við umræðuna sem átt hefur sér stað undanfarnar vikur um friðun eða niðurrif gamalla húsa á Laugaveginum. „Þetta verður kynnt von bráðar og þá mun fara af stað skörp umræða ef ég þekki landann rétt,“ bætir hann við. Lesa má um þær tillögur í sam- keppninni sem dómnefndin tók til greina á www.rvk.is - rt Framkvæmdir í Kvosinni Lækjartorg. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Mikil umræða er nú um friðun eða niðurrif húsa í miðbænum. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Verðlaunatillagan um uppbyggingu í Kvosinni unnin af Stúdíó Granda, Gullinsniði og Argos. Það gleður þá sem komnir eru á miðjan aldur þegar trúmennsku við fortíðina verður vart og við Gullteig- inn í Reykjavík er nýreist hús sem fellur einkar vel að þeirri byggð sem fyrir er. Arkitekt að því er Guðjón Magnússon. Bratt þak með myndarlegum kvistum, sneiddir gaflar og glugg- ar úr kjörviði með smáum rúðum efst er meðal þess sem vekur at- hygli þegar húsið númer fjögur við Gullteig er virt fyrir sér. Allt atriði sem einkenndu byggingar fimmta áratugarins í borginni, þar með talið á Teigunum. Innan úr húsinu kveða við ham- arshögg svo freistandi er að knýja dyra og fá að skoða húsið nánar og helst gera úr því blaðaefni. Hús- byggjandinn Bernharð Heiðdal tekur þeirri bón vel. „Það er fyrir- tækið Ventrum sem er eigandinn,“ tekur hann fram um leið og hann sýnir af sér heilmikla gestrisni og fylgir blaðamanni um húsið. Þar eru þrjár íbúðir að verða til, hver með sinn inngang. Tvær þeirra eru 150 fermetrar að stærð. Þær eru á tveimur hæðum hvor og hafa báðar kvista og svalir sem vísa út í garð. Á efstu hæðinni er svo um 160 fermetra „penthouse“- íbúð með tveimur mikilfengleg- um kvistum. Hún er óinnréttuð enn þá. Útsýni er til allra átta yfir Teigahverfið og á milli húsanna sést út á sundin. Það vekur athygli hvað vegg- irnir eru þykkir og Bernharð upp- lýsir að þeir séu 34 sentimetrar í allt. „Gólfplöturnar eru líka þykk- ar, eða um 39 sentimetrar, og hér er góð einangrun,“ segir hann. Hit- inn er í gólfunum og á þau er verið að leggja eikarparkett. Innihurð- irnar eru líka úr eik en útihurðir og gluggar úr mahóní. Gert er ráð fyrir tölvutengingum hvar sem er. Hér hefur greinilega verið vand- að til allra verka. „Málararnir eiga eftir að fara eina umferð yfir þegar rafvirkjarnir eru búnir,“ tekur Bernharð fram. - gun Form og stíll frá fyrri tíð Búið er að leggja eikarparkett á eldhús og stofu. Innrétting og AEG-tæki eru í eldhús- inu. Þrír kvistir snúa inn í garðinn. Einn á hverri íbúð. Miðkvisturinn verður með gluggum á hliðunum. Húsið er steinað að utan. Bílskúr fylgir annarri endaíbúðinni og bílskýli hinum tveimur. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR ● LEYFI TIL AÐ SELJA STÓÐHESTASTÖÐ Í nýsamþykktum fjárlögum er fjármálaráðherra heimilað að selja stóðhestastöðina í Gunnarsholti ásamt landspildum við stöðina og ráðstafa andvirðinu til Hekluskóga og til uppbyggingar á landsmóts- svæði hestamanna á Gaddstaðaflötum. Í greinargerð kemur fram að allt að 80 milljónir renni til uppbyggingar á Gaddstaðaflötum með þessu móti en það sem þá verður afgangs til Hekluskóga. Önnur athyglisverð fjárlagaheimilid á Suðurlandi er heimild til að kaupa hverasvæðið á Geysi en sú grein hefur verið í fjárlögum í áratugi án þess að samningar hafi náðst. Á Selfossi hefur ríkið heimild til að selja eignarhlut ríkisins í Eyrar- vegi 67 þar sem Svæðisskrifstofa fatlaðra var áður en andvirði þeirrar sölu mun renna í Framkvæmdasjóð fatlaðra. Á Eyrarbakka hefur ríkið heimild til að selja hluta af landi Litla-Hrauns og verja andvirðinu til endurbóta á fangelsinu. www.sudurlandid.is Ríkið hefur heimild til að selja hluta af landi Litla-Hrauns og verja andvirðinu til endurbóta á fangelsinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.