Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 12
 23. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● húsbyggjandinn HVAÐ ER VERIÐ AÐ BYGGJA? Á Norðurbakkanum í Hafn-ar firði rís nú stór og mikil blokkarbyggð og bryggju- hverfi. Norðurbakkinn liggur við sjó- inn meðfram Vesturgötu að hluta til á uppfyllingu vestan Norður- garðsins. Á þessu svæði er áætlað að verði um 600 íbúðir fyrir 1.800 manns. Tvö þeirra fjölbýlishúsa sem þar eru í byggingu er Norður- bakki 7-9 en framkvæmdir eru á vegum byggingafyrirtækisins Eyktar ehf. en arkitektar eru PK- arkitektar. Um er að ræða 31 íbúð í hvoru húsi og er heildarstærð bygginganna um 12.500 m², þar af u.þ.b. 1.860 m² bílakjallari. Húsin eru samtengd með bílakjallara þar sem gert er ráð fyrir 74 bíla- stæðum, þar af tveimur stæðum sem eru sérmerkt fyrir íbúðir sem hannaðar hafa verið sérstak- lega með þarfir fólks í hjólastól í huga. Húsin eru fjögurra og fimm hæða há með þremur stigahús- um hvort. Á þaki húsanna verð- ur sameiginlegur útgarður með sólbaðsaðstöðu og möguleika á heitum potti. Blokkarbyggð við ströndina Norðurbakki 7, húsin verða fjögurra til fimm hæða há með þremur stigagöngum í hvoru húsi. Fjölbýlishús rísa með ógnarhraða á Norðurbakkanum í Hafnarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR ● FORNLEIFAR Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR Minjasafn Reykja- víkur stendur fyrir fyrirlestraröð um fornleifar í miðbæ Reykjavíkur. Sérfræðingar í ýmsum fræðigreinun fjalla um Reykjavík við landnám út frá ólíkum sjónarhornum. Fyrirlestrarnir verða haldnir á þriðjudög- um kl. 17 á Landnámssýningunni Reykjavík 871±2 í Aðalstræti 16 þar sem nýlega fannst rúst af skála frá 10. öld. Skálinn hefur verið forvar- inn og er til sýnis á sínum upphaflega stað og gestir geta fræðst um fortíðina með aðstoð nýjustu margmiðlunartækni. 5. febrúar - Hvar er að finna fornleifar í Kvosinni? Væntanleg- ar rannsóknir. Anna Lísa Guð- mundsdóttir, deildarstjóri forn- leifadeildar Minjasafns Reykja- víkur. 19. febrúar - Landkostir við upphaf byggðar. Árni Einarsson líffræðingur. 4. mars - Aldursgreining fornleifa út frá gjóskulögum og eldgosum. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur. 18. mars - Kitlandi frásögn um fortíðina. Landnámssýningin Reykjavík 871±2. Hjörleifur Stefánsson arkitekt, verkefnisstjóri sýningarinnar. 1. apríl - Hvað vitum við helst um Reykvíkinga á 9. og 10. öld? Ritaðar heimildir og niðurstöður fornleifarannsókna. Helgi Þorláksson sagn- fræðingur. 15. apríl - Hvernig er hægt að varðveita torfrúst frá 10. öld? Per Thorling Hadsund forvörður, Nordjyllands Historiske Museum. Nánar á www.skipbygg.is Útlit er fyrir líflegt vor hjá fyrir- tækinu Modulhús á Hvamms- tanga að sögn Guðmundar Helgasonar framkvæmda- stjóra. Modulhús flytja inn staðlaðar timburhúsaeiningar frá Tomuku í Dölunum í Svíþjóð og margir Ís- lendingar eru komnir á bragðið. Nýlega fékkst sérstök styrkleika- vottun á einingarnar og að sögn Guð- mundar einfaldar það hönnunar- vinnuna heilmikið hér á landi. Guðmundur er nýkominn frá Sví- þjóð ásamt Ævari Ævarssyni, smiði hjá fyrirtækinu Ævarandi á Egilsstöðum, sem hefur sérhæft sig í uppsetningu einingahús- anna frá Tomoku. „Ævar er minn maður fyrir austan og tekur að sér Suðurlandið líka,“ segir Guðmund- ur og tekur fram að það sé samt húsbyggjandinn sem ávallt ráði ferðinni. „Það er hægt að raða ein- ingunum upp á marga vegu og því er kjörið tækifæri fyrir þá sem ganga með einhverja ákveðna hug- mynd í maganum að rissa upp og láta teikna,“ segir hann og kveðst geta bent á aðila til þess. Þá telur hann tíu ára ábyrgð væntanlega á einingar og þakvirki frá Tomoku. „Tomoku framleiddi fyrir Japans- markað í byrjun en leggur æ meiri áherslu á Evrópumarkað og sinn- ir okkur Íslendingum sérlega vel,“ segir Guðmundur og nefnir sem dæmi að í einu óveðrinu hafi rúða brotnað hjá viðskiptavini á upp- setningarstiginu og ný rúða hafi verið send að utan í hvelli. Afgreiðslutíminn frá því hús er pantað og þar til búið er að fram- leiða efnið í það tekur sex til átta vikur að sögn Guðmundar og svo tekur að minnsta kosti viku að koma því til landsins. Hann kveðst líka kominn í samstarf við aðila úti í Svíþjóð sem reki timburvöru- verslun og hafi vöruúrvalið auk- ist mikið í framhaldinu. „Við erum ekki bara með hússkrokkinn beran heldur allt sem við á að éta,“ segir hann léttur í bragði. - gun Raðað upp á marga vegu Eitt húsanna frá Modulhúsum sem stendur austur á fjörðum. „Við erum ekki bara með hússkrokkinn beran heldur allt sem við á að éta,“ segir Guðmundur í Modulhúsum á Hvammstanga. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VERKFÆRI N1 býður upp á mikið úrval af hágæða rafmagns- og handverkfærum. WWW.N1.ISN1 VERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 · SÍMI 440 1200

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.