Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 14
 23. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR Byggingarframkvæmdir og verk- legur undirbúningur þeirra eru í flestum tilfellum leyfisskyldar og þarf að sækja um byggingar- leyfi til viðkomandi sveitarstjórn- ar. Það á við um hvers konar bygg- ingar ofan jarðar og neðan og er óheimilt að grafa grunn, reisa eða rífa hús, breyta húsi, burðarkerfi þess, formi, svipmóti eða notkun án þess að fá byggingarleyfi, sam- kvæmt vef Skipulagsstofnunar. Áður en byggingarleyfi er veitt þarf að ganga úr skugga um að framkvæmdin sé í samræmi við staðfest aðalskipulag og samþykkt deiliskipulag. Í þegar byggðum hverfum er heimilt að veita byggingarleyfi, að undangenginni grenndarkynningu skipulagsnefndar, þó að ekki sé fyrir hendi deiliskipulag. Þó þarf að liggja fyrir að ekki sé verið að víkja frá notkun, nýtingarhlutfalli og yfirbragði hverfisins að veru- legu leyti. Það getur leikið vafi á því hvort tilteknar framkvæmdir séu byggingarleyfisskyldar og fer það meðal annars eftir umfangi þeirra. Byggingarleyfisskylda er meðal annars metin út frá gerð mannvirkis og hversu varanlegt það er. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála sker úr ágrein- ingi um byggingarleyfisskyldu. Umsókn um byggingarleyfi ásamt fylgigögnum er lögð inn til viðkomandi byggingarfulltrúa- embættis og getur tekið nokkrar vikur að afgreiða hana. Bygging- arframkvæmdir verða að hefjast innan tólf mánaða frá því leyfið var gefið út. Byggingarfulltrúa er heimilt að stöðva framkvæmd- ir tafarlaust ef þær eru hafnar án leyfis eða eru í ósamræmi við út- gefið leyfi. Umsækjandi um bygg- ingarleyfi getur skotið málinu til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála sé hann ósáttur við niðurstöðuna. - ve Framkvæmdir í sam- ræmi við skipulag Að mörgu þarf að huga þegar byggingar eru byggðar eða þeim breytt. ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Allt á gólfið á einum stað Gólfefni-Teppaland sameinast Álfaborg í stærri verslun að Skútuvogi 6

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.