Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 17
H A U S MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2008 Ú T T E K T kemur að greiðslu fyrir höfund- arvarið efni á netinu í framtíð- inni. „Hins vegar má ekki gleyma því að kvikmyndaverin byggja á yfir sextíu ára gömlu tekjumódeli og að DVD-sala er enn þá þeirra helsti tekjupóstur. Þessu verður ekki breytt á einum degi. Hins vegar erum við að sjá breyting- ar. Nýjasta og besta dæmið er kannski iTunes sem nú býður efni frá öllum kvikmyndaverunum til sölu gegnum netið.“ Hallgrímur segir augljóst að stúdíóin vilji koma sínu efni á netið það sem það sé aðgengileg- ast sem flestum. Lykillinn að því sé samstarfið við fjarskiptafyrir- tækin. „Þetta samstarf er nú hafið og árangurinn er að sýna sig, þótt þetta gangi vitanlega fullhægt fyrir minn smekk. Ég trúi hins vegar að saman getum við vegið þennan dreka.“ Kvikmyndaverin sex sem standa að MPA tapa um 390 milljörðum króna á ári vegna ólöglegrar notk- unar höfundarréttarvarins efnis. Heildartap þegar allt hefur verið tekið saman, til að mynda skatta- legt tap ríkisins, er um 1.170 millj- arðar. „Það er engin tilviljun að menn í efstu hæðum kvikmynda- bransans vilja ráðast gegn ólög- legri gagnamiðlun. Við verðum hins vegar að hafa í huga að þeir sem fara verst út úr þessu eru litlu gæjarnir sem eru að reyna að búa til kvikmyndir uppi á Íslandi eða í Svíþjóð. Þekkt dæmi eru til um að menn sem komist hafa á kortið með vinsælli fyrstu kvik- mynd, hafi hreinlega ekki haft efni á mynd númer tvö. Í þeim tilvikum hefur myndunum verið lekið strax á netið og tekjur af dvd-sölu og sjónvarpi því engar.“ Samkvæmt 3. höfundalaga frá 1972 hefur höfundur einkarétt til að gera eintök af verki sínu og til að birta það í upphaflegri mynd eða breyttri, í þýðingu og öðrum aðlögunum. Samkvæmt 54. gr laganna er einungis refsað fyrir brot sem framin eru af ásetningu eða stórkostlegu gáleysi. Við brotum liggja sektir eða fangelsi allt að tveimur árum. Í svokölluðu DC máli eru tíu karlmenn á aldrinum 22 til 36 ára ákærðir í máli, sem snýst um ólöglega dreifingu á höf- undarréttarvörðu efni í gegn- um skráaskiptaforritið DC++. Málið var þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur nú skömmu fyrir jól og er þetta í fyrsta skipti sem ákært er í opinberu máli af þessu tagi hér á landi. Vaninn er sá í flestum löndum að höfðuð séu einkamál vegna ætlaðra brota á höfundarrétti. Í höfundalögum er gert ráð fyrir að báðar leiðir séu færir eins og sjá má af 1. mgr 59. gr þar sem segir að brot á lög- unum sæti opinberri ákæru, en jafnan skuli málshöfðun heimil þeim sem misgert er við. Samkvæmt gögnum sem Frétta- blaðið hefur undir höndum er ákært fyrir ólögmæta afritun og birtingu á um yfir 135 þúsund höfundarréttarvörðum verkum í DC málinu. Íslensk og erlend tónlist er stærstur hluti þeirra verka, eða um 118 þúsund lög talsins. Meira en þrjú ár eru liðin frá því að lögregla lagði hald á tölv- ur og gögn hjá tólf manns vegna gruns um brot á höfundarréttar- lögum. Mennirnir voru hluti af stórum hóp Íslendinga sem not- aði DC++ skráarskiptaforritið til að skiptast á tónlist, kvikmynd- um, forritum og tölvuleikjum. Eftir húsleitirnar árið 2004 fækkaði mjög í hópi þeirra sem notuðu DC++ forritið á Íslandi, og lagðist notkun þess meira og minna af. -jsk/ss Dóms beðið í DC-málinu Í DC-málinu svokallaða er í fyrsta skipti ákært í opinberu máli fyrir ólög- lega dreifingu á höfundarréttarvörðu efni. Samkvæmt höfundalögum er bæði hægt að höfða einkamál og opinber mál vegna ætlaðra brota á lögunum. HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Sektir eða fangelsi allt að tveimur árum liggja við brotum gegn höfundalögum. Í DC-málinu svokallaða er í fyrsta skipti ákært fyrir ólöglega dreifingu höfundarréttarvarins efnis hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL FR ÉTTA B LA Ð IÐ /H Ö R Ð U R Gerd Leonhard heitir þýskur sérfræðingur í stafrænni dreifingu. Leonhard hefur sterk- ar skoðanir á dreifingu stafræns efnis á net- inu og hefur gefið út bækur um það efni. Sú þekktasta er líklega „The Future of Music“, en eins og titillinn gefur til kynna útlistar Leonhard þar nýstárlegar kenningar sínar um framtíð stafrænnar tónlistar og annars konar stafræns efnis. „Ef þú vilt ná árangri sem tónlistarmað- ur, er mikilvægt að ná til fjöldans. Nú nægir ekki lengur að bjóða einfaldlega tónlist til sölu, heldur verður að reyna að ná til sem allra flestra og þar gegnir internetið lykil- hlutverki,“ segir Leonhard. Hann telur gömlu útgáfurisana á borð við EMI og Sony vera á rangri leið með því að krefjast þess að notendur greiði fyrir nið- urhal af netinu. Framtíðarfyrirkomulagið verði þannig að ótakmarkað niðurhal staf- ræns efnis fylgi net- eða símaáskriftum, sem þá verði eilítið dýrari fyrir vikið. Inter- netfyrirtækin myndu þá greiða útgáfufyrir- tækjunum fyrir afnot af efninu og veita not- endum sínum síðan ótakmarkaðan aðgang. „Notendur, hvort sem þeir hala niður gríð- arlegu magni af tónlist eða alls engu, greiða þá fyrir með internetáskriftinni. Ég myndi telja að ein evra á viku væri sanngjarnt verð fyrir slíkt ótakmarkað niðurhal.“ Leonhard segir útgáfufyrir tækin hafa neitað að horfast í augu við raunveruleik- ann. Sala tónlistar í hefðbundnu formi hafi stórlega dregist saman undanfarin ár og nú sé svo komið að langflestir nálgist tón- list gegnum internetið. Hann bendir á rann- sóknir sem leitt hafi í ljós að um tvö prósent notenda greiði fyrir þá tónlist sem halað er niður af netinu. „Útgáfufyrirtækin eru á grafar bakkanum vegna þess að þau hafa ekki fylgt þessari þróun eftir. Hins vegar ber að hafa í huga að útgáfufyrirtækin voru einnig á móti útvarpinu á sínum tíma, síðan fundu þau leið til að nýta útvarpið í sína þágu. Sams konar bylting þarf að verða þegar kemur að tónlist á netinu. Það þarf að stofna leyfiskerfi.“ Leonhard telur að stoðir útgáfufyrirtækja muni ekki bresta þótt þessi hátturinn verði hafður á. Hann bendir á að fyrir utan þær tekjur sem fyrirtækin myndu hafa af leyf- iskerfinu mætti nýta sér auglýsingar á int- ernetinu til tekjuöflunar. „Auglýsingabrans- inn á netinu velti um hundrað milljörðum Bandaríkjadala á síðasta ári. Tónlistarmark- aðurinn, bæði á internetinu og plötusalan, veltir hins vegar um þrjátíu milljörðum ár- lega. Við sjáum í hendi okkar að möguleik- arnir eru gríðarlegir.“ Leyfiskerfi framtíðin í stafrænni dreifingu Þýski sérfræðingurinn Gerd Leonhard telur framtíðina í stafrænni dreifingu felast í því að notendur greiði internetfyrirtækjunum mánaðarlega upphæð fyrir ótakmarkað niðurhal. Samningar um rétt- indin yrðu þá milli þeirra sem selja internettengingar og útgáfufyrirtækjanna. GERD LEONHARD Einungis tvö prósent þeirrar tónlistar sem sótt er af netinu er halað niður á löglegan máta. Þýski sérfræðingurinn Gerd Leonhard segir augljóst að gamla kerfið sé dautt og vill svokallað leyfiskerfi í staðinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.