Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 25. janúar 2008 — 24. tölublað — 8. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Leikkonan María Pálsdóttir æfir stíft fyrir hlut- verk sitt í leikritinu Höllu og Kára sem verður frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu á laugar- daginn en þess á milli sér hún um börn og buru og kemur næringu í heimilisfólkið. Ég hug var búsett þar í landi og heitir hún „Altid hungrig“, eða „Alltaf svöng“. Þetta eru því sænskar kjötbollur en ég kalla þær reyndar grískar,“ segir María. Hún er svo hrifin af bollunum að hún segist yfir- leitt gera þrefalda uppskrift og fryst f Sérstaklega ef hú k Kókos og kóríander María segir ferskt kóríander gefa kjötbollunum sérstaklega gott bragð. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN MINN ÞORRI ER EKKI SÚRÁslaug Snorradóttir gleður sína uppáhaldskarlmenn á bónda-dag með þjóðlegum mat og meðlæti í lit. MATUR 2 HLÝJA Í KROPPINNTvær tegundir af þorrabjór eru bruggaðar á þessum árstíma; Þorra-Kaldi og Egils þorrabjór. MATUR 3 MARÍA PÁLSDÓTTIR Eldar sænsk-grískar kjöt- bollur með kóríander Matur Í MIÐJU BLAÐSINS ELDVARNIR Eina konan í slökkviliðinu Sérblað um eldvarnir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG eldvarnir Eldvarnir eru ekki einkamálJón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri talar um eldsvoða, forvarnir og sorgir. BLS. 10 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2008 Undirbýr næstu orrustu Nylon er ekki að hætta. Í viðtali við Sirkus segja stelpurnar sann- leikann og sögur úr bransanum. SIRKUS FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG 25. JANÚAR 2008 ■ Nýi borgarstjórinn fl ytur ■ Ævintýra-spa á Álftanesi ■ Guðrún Gunnars og fataskápurinn ... Nylon er að undirbúa næstu orrustu Partí í uppá- haldsborginni Baldur Þórhallsson fagnar afmælinu í París. TÍMAMÓT 28 Bergstaðastræti 37 Sími 552 5700 holt@holt.is - www.holt.is Bergstaðastræti 37 s. 552 5700 holt@holt.is www.holt.is NÝTT ELDHÚS MEÐ BREYTTUM ÁHERSLUM TOMMY LEE Hlakkar til að hitta íslenskar stelpur Spenntur fyrir tónleikunum á Nasa í kvöld FÓLK 46 Ný mynd væntanleg Ný kvikmynd um James Bond mun heita Quantum of Solace. Hún verður frumsýnd í nóvember. KVIKMYNDIR 38 VEÐRIÐ Í DAG ÁFRAM ÉL - Í dag verður suðvest- an átt, 15-20 úti við suðurströndina, annars yfirleitt 5-10 m/s. Víða él, síst norðaustan til. Frostlaust með ströndum syðra, annars frost 0-8 stig. VEÐUR 4    DÓMSMÁL Ávinningur af samráði olíufélagana Olís, Skeljungs og Olíufélagsins, nú Kers, fyrir útboð á vegum Reykjavíkur borgar árið 1996 var allt að 200 milljónir króna sam- kvæmt matsskýrslu hagfræðinganna Gylfa Zoëga og Sveins Agnarssonar. Fréttablaðið hefur skýrsluna undir höndum en hún er nú á borði Hæstaréttar. Málflutn- ingur í Hæstarétti í máli Reykjavíkur borgar gegn olíufélögunum fer fram á miðvikudag- inn. Óvíst er hvort skýrslan verður lögð fram sem hluti af gögnum málsins þar sem hún kom seint fram. Einar Þór Sverrisson, sem mun flytja málið fyrir hönd Skeljungs í Hæstarétti, segir mat Gylfa og Sveins meingallað. „Matið er allt vaðandi í rangfærslum,“ sagði Einar Þór. Olíufélögin hafa þegar fengið KPMG til þess að yfirfara aðferðafræðina að baki matinu en sú vinna er langt komin. Samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins telja lögmenn olíufélag- anna skekkju við útreikninga vera mjög mikla og hin rétta niðurstaða sé sú að ávinningurinn af samráðinu hafi verið lítill sem enginn, jafnvel neikvæður. Mál Reykjavíkurborgar gegn olíufélögun- um er fyrsta skaðabótamálið sem tekið verður fyrir í Hæstarétti og líta margir til þess sem prófmáls, að því er heimildir Fréttablaðsins herma. - mh / sjá síðu 20 Ávinningur olíufélaganna sagður allt að 200 milljónir Ávinningur af samráði olíufélaganna vegna útboðs Reykjavíkurborgar árið 1996 var um 175 til 200 milljónir að núvirði samkvæmt matsmönnum. „Matið er allt vaðandi í rangfærslum,“ segir lögmaður Skeljungs. SVEITARSTJÓRNARMÁL Gert var rúmlega klukkustundar hlé á fundi borgarstjórnar í gær vegna óláta á áhorfendapöllum. Gríðarleg hróp voru gerð að fulltrúum nýs meirihluta Sjálf- stæðisflokks og F-lista á fundin- um. „Hættið við“ og „Okkar Reykjavík“ voru meðal slagorða sem áhorfendur hrópuðu á meðan gengið var til atkvæða um skipan í embætti nýja meirihlutans. Uppistaðan í hópi mótmælenda var fólk úr röðum ungliðahreyf- inga flokkanna sem nú er komnir í minnihluta í borgarstjórn. Nýi meirihlutinn átti sína fulltrúa meðal áhorfenda en minna fór fyrir þeim. Eftir margendurtekin tilmæli Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur, forseta borgarstjórnar, um að áhorfendur hefðu hægt um sig var gert fundarhlé til að rýma áhorfendapallana. Lögregla kom á vettvang en greip ekki inn í. „Við hverju bjuggust þau? Fólk getur ekki setið heima og sagt ekki neitt,“ sagði Lísa Kristjáns- dóttir, einn forvígismanna undir- skriftalista gegn nýja meirihlut- anum. Meirihlutinn skipaði í nefndir og ráð í gær. - gar / sjá síðu 4 og 10 Háværir andstæðingar nýs meirihluta töfðu borgarstjórnarfund í gær: Stjórnlaus borg í klukkustund BORGARSTJÓRAR Dagur gaf áhorfend- um til kynna að þeir skyldu gefa Ólafi F. færi á að flytja mál sitt. HÆTTIÐ VIÐ! Hávær hróp og köll frá þéttskipuðum áhorfendapöllum borgarstjórnarsals Ráðhússins urðu til þess að gera þurfti hlé á fundi borgarstjórnarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Íslenska landsliðið er komið inn í forkeppni Ólympíu- leikanna í Peking sem fram fer í maílok. Það varð ljóst þar sem Danmörk, Króatía, Þýskaland og Frakkland eru komin inn í undanúrslit EM í Noregi en þar sem eitt þeirra verður Ólympíu- meistari og kemst beint inn á ÓL þá losnar sæti í forkeppninni sem fellur í hlut Íslands. - óój / sjá síður 40 og 42 EM í handbolta í Noregi: Ísland komst í forkeppni ÓL SKOÐANAKÖNNUN Tæp 60 prósent borgar búa telja að Reykjavíkur- flugvöllur eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni. Stuðningur við að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni er mestur meðal kjósenda F-listans, en tæp 73 prósent þeirra vilja ekki flytja flugvöllinn. Þá segjast tæp 68 prósent kjósenda Sjálfstæðis- flokks vilja halda vellinum. Meira en helmingur kjósenda Samfylk- ingar og Vinstri grænna vilja hins vegar flugvöllinn úr Vatnsmýr- inni. - ss / sjá síðu 6 Skoðanakönnun Fréttablaðsins: Vilja flugvöll í Vatnsmýrinni Alfreð hættur Alfreð Gíslason sagði í gær starfi sínu lausu sem landsliðsþjálfari Íslands. ÍÞRÓTTIR 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.