Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 4
4 25. janúar 2008 FÖSTUDAGUR FÓLKIÐ Á PÖLLUNUM Skeifunni17 • Smáralind • Akureyri • Ísafirði • Egilsstöðum • Vestmannaeyjum • Selfossi • Hafnarfirði (Bókabúð Böðvars) Allt fyrir skrifstofuna undir 1 þaki                   ! # $ %    &      &   '    # ( ! %'  ) # $  *+, -+, .+, /+, *+, 01+, -+, 01+,2 34 *+,  /+,  34 5+, .+,  0*+,  34 00+,  67+,  34       !"#$%& #'( ! ) ")*#+ "!+!%' ,%+$%& %! #-" % % .- %"#/)0 .'%'%**%%   !  )!&#*'   $-%!1.# " '%  +% "%%** %""  ' (2 3 45 5 %+6' 7"'! +*' 89 9      : ;  <" 7=01> ;    :     ,'  0 %!8        :   ; 9 9 ; <      9   SVEITARSTJÓRNIR „Mér þykir afar vænt um borgina okkar og sem borgarstjóri mun ég vinna í þágu hagsmuna allra borgarbúa að því að gera borgina okkar að enn betri borg,“ sagði Ólafur F. Magnússon eftir að hann hafði verið kjörinn borgarstjóri á sögulegum borgar- stjórnarfundi í gær. Illa gekk að hefja borgarstjórnar- fundinn vegna mikillar háreysti á áhorfendapöllunum. Eftir fjöl- margar viðvararnir frá nýkjörn- um forseta borgarstjórnar, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, var gert hlé á fundinum þegar ólætin keyrðu um þverbak í kjölfar kjörs Ólafs sem borgartjóra. Fundinum var fram haldið eftir ríflega kukku- stund þegar áhorfendur höfðu loks orðið við ósk um að hverfa frá fundinum. „Ég lít ekki svo á að neitt af því sem hefur gerst hér undanfarna daga eigi að spilla fyrir góðri sam- vinnu allra hér í borgarstjórn,“ sagði nýi borgarstjórinn þegar fundurinn hófst að nýju. Fulltrúar minnihlutans voru ómyrkir í máli í gagnrýni sinni á nýja meirihlutann. „Ég ætla að leyfa mér að efast um að nokkur ábyrgur stjórnmála- maður geti verið fullsæmdur af því að taka þátt, skrifa undir og styðja það sem hér á að fara fram,“ sagði Dagur B. Eggertssson, frá- farandi borgarstjóri, áður en nýi meirihlutinn tók við völdum. „Okkur var misboðið í haust og okkur er misboðið núna. Almenn- ingur hefur ekki sagt sitt síðasta orð,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna. Björn Ingi Hrafnsson, borgar- fulltrúi Framsóknarflokks, sagði af sér á fundinum og Óskar Bergs- son tók sæti hans. „Þessi meirihluti er byggður á svo hæpnum forsendum að það er beinlínis dónalegt í garð borgar- búa,“ sagði Margrét Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi F-listans, við Fréttablaðið í fundarhléinu. Mar- grét kvaðst hafa liðið illa undir háværum mótmælum á áhorfenda- pöllunum. „Það er erfitt að sjá hve erfitt Ólafur á uppdráttar á þess- um fyrsta fundi,“ útskýrði hún. Oddviti sjálfstæðismanna, Vil- hjálmur Þ. Vihjálmsson, sagði við Fréttablaðið að persónulegar árásir á Ólaf hefðu verið ótrúlega ódrengilegar. Þær væru umhugs- unarefni fyrir alla borgarbúa. „Ólafur vildi ekki halda áfram í fyrrverandi meirihluta og ákvað að ganga til liðs við Sjálfstæðis- flokkinn þar sem hann telur sig fá stefnumálum Frjálslynda flokks- ins miklu betur framgengt heldur en í hinum hópnum. Maður spyr sig, hvernig geta þá fyrrum félag- ar hans meinað honum að gera það? Ætluðu þau að halda honum bara í gíslingu í þessu fjögurra flokka samstarfi?“ spyr Vilhjám- ur. gar@frettabladid.is Kjörinn borgarstjóri í skugga mótmæla Nýkjörinn borgarstjóri vonast eftir góðri samvinnu allra borgarfulltrúa. Full- trúar minnihlutans sögðu bæði sér og almenningi misboðið. Oddviti sjálfstæðis- manna spyr hvort fyrrverandi félagar Ólafs hafi viljað halda honum í gíslingu. VALDASKIPTI Í REYKJAVÍK Ólafur F. Magnússon tók í gær við lyklavöldum í Ráðhúsi Reykjavíkur úr hendi Dags B. Eggertssonar, sem óskaði Ólafi velfarnaðar. Sagðist Ólafur viss um að Dagur myndi ná langt í framtíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég er hér til að mótmæla því sem ég kalla valdníðslu. Fólki er nóg boðið. Ólíkt því sem gerðist fyrir rúm- lega hundrað dögum þá snýst þetta bara um vald, því hverju er þessi nýi meirihluti að mótmæla og hvaða stöðu er hann að bregðast við? Er það áhersla borgar- stjórnarmeirihlutans, sem nú var að fara frá völdum, á velferðarmál sem var verið að bregðast við? Nei, það var aðeins löngunin að komast aftur til valda.“ Ilmur Kristjánsdóttir „Ég kom nú hingað til að fagna nýjum meirihluta. Það eru gleðifréttir að fá nýjan meirihluta í borgina.“ Jón Guðjónsson „Ég fagna nýjum meirihluta, það eina slæma við þetta allt saman er að sjá hve mikið af skríl er hing- að mætt á pallana.“ Ólafur Hrólfsson „Ég er kominn til að mótmæla þessu ofbeldi sem hérna fer fram. Hér er verið að rjúfa meirihluta til að skapa nýjan sem er miklu, miklu veikari og í raun óstarf- hæfur. Fram undan er stjórnar kreppa því að starfið sem fram undan er hjá nýjum meirihluta veltur á heilsu eins manns. Hann veltur sem sagt á því hvort sá maður er með 37,9 eða 38,5 stiga hita. Þetta hangir því svo tæpt að það er ekki hægt að bjóða borgarbúum upp á þetta.“ Hallgrímur Helgason „Ég er hér til að virða fyrir mér uppákom- una og dást að þeim krafti sem gripið hefur íslenskan almenning.“ Haukur Már Haraldsson „Mér finnst ótrúlegt að Sjálfstæðisflokkurinn og Ólafur F. hafi gert þetta. Ég verð fimm- tán ára á árinu en hef haft mikinn áhuga á stjórnmálum frá því ég var tólf ára og stutt Samfylkinguna. Ég vildi því sýna stuðning minn með því að mæta hingað í dag til að mótmæla nýjum meirihluta.“ Natan Kolbeinsson „Ég er nú bara hér til að líta á stemning- una, mér sýnist hún vera nokkuð góð.“ Sveinn Andri Sveinsson „Ég frétti að hér væri aksjón og langaði að kíkja. Sjálfstæðismenn eiga alveg rétt á þessu en maður veltir því fyrir sér hvað gerist ef Ólafur verður aftur veikur.“ Kristinn Árni Hróbjartsson FÓLKIÐ Á PÖLLUNUM SVEITARSTJÓRNIR Björn Ingi Hrafns- son var kvaddur með hlýjum orðum og faðmlögum í borgarstjórn í gær þegar hann sagði af sér sem borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins. Dagur B. Eggertsson sagði sjónar svipti að Birni. „Ég held að Björn Ingi hafi verið mikið að efl- ast og lært á þessum hræringum og sviptivindum sem hafa leikið um borgarstjórnina,“ sagði Dagur. Svandís Svavarsdóttir sagði afsögn Björns hljóta að vera að mjög yfirveguðu ráði. „Ég óska honum velfarnaðar,“ sagði hún. „Við Björn Ingi áttum afar gott samstarf í þeim meirihluta sem við mynduðum þar til hann ákvað að ganga í hóp með öðrum flokkum,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Margrét Sverrisdóttir sagðist hafa átt ánægjulegt samstarf við Björn og nýi borgarstjórinn, Ólafur F. Magnússon, óskaði honum vel- farnaðar. „Hann vann með okkur af mikl- um heilindum þangað til fór sem fór,“ sagði Hanna Birna Kristjáns- dóttir um Björn Inga. Sjálfur kvaddi Björn Ingi með ósk um að friður kæmist á í starfi borgarstjórnar og að samþykkt yrði tillaga hans um minnisvarða um Bobby Fischer í Laugardals- höll. „Mér þætti vænt um að þið gætuð gert mér þann greiða.“ - gar Björn Ingi Hrafnsson sagði af sér í borgarstjórn í gær: Fékk faðmlög í kveðjuskyni BJÖRN INGI HRAFNSSON Borgarfulltrú- inn var niðurlútur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STJÓRNMÁL „Það stóð til að rífa húsin og líka á því stigi var verið að ræða við eigendur húsanna. Ég geri því ráð fyrir að menn hafi talað saman,“ segir Ólafur F. Magnússon borgarstjóri. Á fundi borgarráðs í gær var ákveðið að kaupa húsin við Laugaveg 4 og 6. „Núverandi meirihluti hefur haft samband við okkur,“ segir Jóhannes Sigurðsson, stjórnar- formaður Kaupangs, eiganda húsanna. „Við höfum verið spurðir hvað við myndum selja á ef við ætluðum okkur að selja og við svörum því til að við ætlum okkur að byggja.“ - ovd Húsin við Laugaveg 4 og 6: Eigendur ætla sér að byggja GENGIÐ 24.01.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 127,9944 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 66,35 66,67 129,61 130,25 96,99 97,53 13,013 13,089 12,044 12,114 10,213 10,273 0,6246 0,6282 104,86 105,48 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.