Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 8
8 25. janúar 2008 FÖSTUDAGUR 1. Hversu stórt hlutfall borgar- búa studdi nýjan borgarstjóra í skoðanakönnun Fréttablaðsins í gær? 2. Hvaða heimsfrægi leikari lést á mánudaginn? 3. Hvar urðu snarpir jarð- skjálftar aðfaranótt miðviku- dags? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46 UMHVERFISMÁL Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum myndi auka útblást- ur gróðurhúsalofttegunda hér á landi um þrjátíu prósent miðað við losunarheimildir og valda að auki annarri mengun og mengunar- hættu, segir Þórunn Sveinbjarnar- dóttir umhverfisráðherra. „Það sem ég veit um svona rekstur er að hann mengar gríðar- lega mikið, það er mjög mikil losun gróðurhúsalofttegunda. Það er einnig mjög mikil önnur meng- un, einhvers konar olíuleðja, svif- ryk og annað sem fylgir slíkri starfsemi,“ sagði Þórunn þegar hún svaraði fyrirspurn um málið á Alþingi í gær. Fyrirspyrjandi var Helgi Hjörvar, samflokksmaður Þórunnar, og formaður umhverfis- nefndar Alþingis. Hann spurði ráð- herra um afstöðu hennar til mögu- legrar olíuhreinsunarstöðvar. „Mér skilst að losun einnar svona olíuhreinsunarstöðvar eins og menn hafa verið að ræða myndi auka losun frá Íslandi, eins og það er reiknað í losunarbókhaldinu, um 30 prósent,“ sagði Þórunn. Sagði hún þar miðað við þær los- unarheimildir sem landið hafi á árabilinu 2008 til 2012. Benti hún jafnframt á að sam- kvæmt stefnu stjórnvalda ætti að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda um 50 til 75 prósent á næstu 40 árum. „Það er ekkert annað í spilunum en samdráttur í losunarheimild- um, og að sjálfsögðu einnig mark- aður með losunarheimildir þar sem fyrirtæki greiða fyrir losun- ina,“ sagði Þórunn. Hún sagði 150 olíuflutningaskip sigla framhjá Íslandi á ári hverju, og þeim geti auðveldlega fjölgað í 400 til 500 á næstu árum. Mikil hætta stafi af þessari umferð, sem og dælingu úr og í skipum vegna hugsanlegrar olíuhreinsunar- stöðvar. Hilmar F. Foss, framkvæmda- stjóri Íslensks hátækniiðnaðar, sem unnið hefur að undirbúningi olíuhreinsunarstöðvar, segir ráð- herra tala af vanþekkingu. Hún hafi í raun þegar gert sig vanhæfa til að fjalla um mál tengd olíu- hreinsistöðinni með því að taka afgerandi afstöðu gegn henni. Fullyrðingar ráðherra um að olíuhreinsistöð myndi auka útblástur gróðurhúsalofttegunda hér á landi segir Hilmar beinlínis rangar. Talað sé um 5.200 þúsund tonna losun á ári hér á landi, en olíuhreinsunarstöðin muni losa allt að 560 þúsund tonn. Aukningin verði því um 10,8 prósent. „Það er ábyrgðarhluti að fara með staðreyndir með þessum hætti án þess að kynna sér um hvað málið snýst,“ segir Hilmar. Hann mótmælir því einnig harð- lega að „einhvers konar olíuleðja“ verði til í olíuhreinsistöð á borð við þá sem hugsanlegt er að verði reist á Vestfjörðum. „Það er ekk- ert sem gengur af, frekar en í mjólkurbúi,“ segir Hilmar. brjann@frettabladid.is Útblásturinn mun aukast um þriðjung Gríðarleg mengun myndi fylgja olíuhreinsistöð segir umhverfisráðherra. Ráðherra fer með rangt mál segir forsvarsmaður olíuhreinsunarstöðvar. ÞÓRUNN SVEINBJARNARDÓTTIR „Það sem ég veit um svona rekstur er að hann mengar gríðarlega mikið, það er mjög mikil losun gróðurhúsalofttegunda. Það er einnig mjög mikil önnur mengun, einhvers konar olíuleðja, svifryk og annað sem fylgir slíkri starfsemi.“ ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 07 10 0 1/ 08 Óþarfa gluggapóstur finnur sér leið inn á of mörg heimili í dag. Á tímum rafrænna greiðslna og vefvæðingar ætti gluggapóstur fyrir löngu að vera leifar gamals tíma, sóunar og óskynsemi. Svo ekki sé minnst á umhverfisspjöllin. Með því að fara inn á www.or.is/bodgreidslur getur þú lagt þitt af mörkum til umhverfisverndar og borgað reikningana þína með boðgreiðslum. Enginn pappír, enginn gluggapóstur, ekkert vesen. Skiptu yfir í boðgreiðslur • Ef allir viðskiptavinir OR skipta yfir í boðgreiðslur sparast 7068 kg af pappír á ári eða 295 tré. www.or.is Fyrstu 100 sem skipta yfir í boðgreiðslur fá glaðning frá Orkuveitu Reykjavíkur Er þetta ekki orðið ágætt? DÓMSTÓLAR Robert Olaf Rihter, pólskur ríkisborgari, hefur verið dæmdur í fimm ára óskilorðs- bundið fangelsi fyrir lífshættu- lega líkamsárás á félaga sinn. Hann barði félagann ítrekað með brotinni glerflösku í höfuð, háls og líkama. Talin var hending að ekki hlaust bani af árásinni. Árásin átt sér stað á heimili félaga mannsins í Reykjanesbæ 8. nóvember 2007. Rihter var við drykkju það kvöld og var orðinn verulega ölvaður þegar hann réðst á félagann. Fórnarlambið kvaðst fyrir dómi hafa verið farið að sofa þetta kvöld þegar það varð skyndilega vart við hávaða og læti frammi. Maðurinn fór fram til að athuga hvað væri á seyði og fann Rihter þar sem hann gekk berserksgang, brjótandi hluti og bramlandi. Þegar Rihter var beðinn um að hafa sig hægan réðst Rihter á félaga sinn með brotinni flösku sem hann hélt á í annarri hend- inni. Þegar lögregla kom á vettvang lá fórnarlambið úti á götu fyrir utan heimili sitt í stórum blóðpolli. Hann var þá búinn að missa mikið blóð. Rihter neitaði sök í málinu en gögn málsins studdu ekki fram- burð hans. Honum var gert að greiða fórnarlambinu 790 þúsund krónur í skaðabætur, svo og máls- kostnað. - jss Barði mann með brotinni glerflösku: Fimm ára fangelsi fyrir líkamsárás VIÐSKIPTI Verðbréfamiðlara hjá Societe Generale, næststærsta banka Frakklands sem var aðal- ráðgjafi um kaup Eglu, VÍS og fleiri á Búnaðarbankanum árið 2003, hefur verið vikið úr starfi fyrir að tapa 4,9 milljörðum evra, jafnvirði tæpra 476 milljarða íslenskra króna, í grófum afleiðu- viðskiptum án heimilda á þessu og síðasta ári. Viðskipti voru stöðvuð með hlutabréf bankans í kauphöllinni í París vegna máls- ins í gær. Þetta er umsvifamesti gjörn- ingur af þessu tagi sem komist hefur upp. Viðskiptin voru afar fá og notaði miðlarinn flóknar aðferðir til að fela færslurnar og komast þannig undan öryggis- eftirliti bankans, að sögn frétta- stofu Reuter sem bætir því við að yfirmönnum miðlarans hafi verið sagt upp. Daniel Bouton, forstjóri bankans, bauðst sömuleiðis til að segja af sér vegna málsins en bankastjórnin tók það ekki í mál. Miðlarinn heitir Jerome Kerviel, er 31 árs og var aðstoðar- framkvæmdastjóri yfir verð- bréfa- og afleiðudeild bankans. Málið þykir minna mjög á gjörninga breska verðbréfa- skúrksins Nicks Leeson en fram- virkir gjaldeyrissamningar hans með japanska jenið leiddu til gjaldþrots Barings-bankans fyrir tæpum þrettán árum. Upphæðin sem Leeson tapaði var hins vegar langtum lægri. - jab Stærsti fjármálagjörningur í heimi skekur næststærsta banka Frakklands: Tapaði hundruðum milljarða króna TÍU MESTU VERÐBRÉFASKÚRKARNIR Nafn og ár Upphæð* 2008 - Jerome Kerviel (Societe Generale - Frakkland) -476 2006 - Brian Hunter (Amaranth Advisors - Kanada) -430 1990 - Giancarlo Paretti (Credit Lyonnais - Ítalía) -331 1998 - John Meriwether (Long Term Capital Management - Bandaríkin) -304 1996 - Yasuo Hamanaka (Sumitomo Corporation - Japan) -172 2006 - Wolfgang Flöttl, Helmut Elsner (BAWAG - Austurríki) -165 1994 - Robert Citron (Orange County - Bandaríkin) -112 1993 - Heinz Schimmelbusch (Metall gesellschaft - Þýskaland) -106 1995 - Nick Leeson (Baringsbanki - Bretland) -92 1995 - Toshihide Iguchi (Daiwa Bank - Japan) -73 * í milljörðum ísl. króna að núvirði RÚSSLAND, AP Framboð Mikhaíls Kasjanov, fyrrverandi forsætis- ráðherra Rússlands, til forseta- kosninganna í mars hefur verið úrskurðað ógilt. Yfirkjörnefnd segir hluta undirskrifta á lista yfir stuðn- ingsmenn hans vera falsaðan. Kasjanov er eini gagnrýnandi Vladimírs Pútín forseta, sem hafði skráð sig í framboð. Kasjanov segir úrskurð kjörnefndarinnar áróður. Samkvæmt skoðanakönnunum átti Kasjanov litla möguleika á kjöri. Sá frambjóðandi sem mest fylgi hefur er Dimitrí Medvedev, maðurinn sem Pútín styður. - gb Forsetakosningar í Rússlandi: Kasjanov verð- ur ekki í kjöri MIKHAÍL KASJANOV VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.