Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 24
24 25. janúar 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 SAMFÉLAGSVERÐLAUN HEFUR ÞÚ ORÐIÐ VITNI AÐ GÓÐVERKI? ÓSKAÐ ER EFTIR TILNEFNINGUM TIL SAMFÉLAGSVERÐLAUNA FRÉTTABLAÐSINS 2008. Til greina koma allir sem hafa lagt sitt af mörkum til að gera bæta íslenskt samfélag, einstaklingar og félagasamtök sem eru öðrum fyrirmynd með framlagi sínu. Lesendur Fréttablaðisns eru hvattir til að senda in tilnefningar til Samfélagsverðlaunanna. Tilnefningar má senda á visir.is/samfelagsverdlaun eða með því að senda tölvupóst á netfangið samfelagsverdlaun@frettabladid.is. Einnig má senda bréf í pósti merkt Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík. Frestur til að senda tilnefningar er til hádegis mánudaginn 28. janúar. Athyglisvert hefur verið að fylgjast með því hvernig brugðizt hefur verið við skipun dómara við Héraðsdóm Norður- lands eystra og Héraðsdóm Austurlands. Dómnefnd tekur sér vald Árni Mathiesen hefur hvað eftir annað haldið því fram að dóm- nefndin sé að taka sér vald sem hún hafi ekki; mörg dæmi séu um að vikið hafi verið frá áliti nefndar og gildi þá einu máli hversu mikill munur sé á áliti hennar og niðurstöðu ráðherra. – Þetta er rangt. Einsdæmi er að álit dómnefndar hafi verið hundsað jafn gróflega og gert hafi verið í þessu tilfelli. Ráð- herra ber skylda til að rökstyðja þessa fullyrðingu sína með því að rekja hvernig staðið hafi verið að embættisskipan undangengin 16 ár. Birgir Ármannsson kemur ráðherra til fulltingis og fullyrðir, að því hafi hvað eftir annað verið haldið fram að ráðherra væri bundinn af niðurstöðum nefndar- innar. Dómnefndin hefur ekki haldið þessu fram og ekki hef ég sagt þetta. Hverjir eru þeir sem hafa hvað eftir annað haldið þessu fram? Hið rétta er að svigrúm ráðherra er hins vegar bundið við efnisreglur stjórn- sýsluréttarins sem í þessu samhengi taka mið af viðteknum sjónarmiðum sem dómnefndinni er sérstaklega ætlað að standa vörð um og ráðherra hundsar hér algerlega að því er virðist. Andmælaréttur Í 2. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 693/1999 segir að dómnefnd skuli senda dómsmálaráðherra umsögn sína ásamt gögnum þegar hún hefur lokið störfum. Þessu næst skal dómsmálaráðherra kynna hverjum umsækjanda álit dómnefndar um hann sjálfan og gefa honum kost á að gera skriflegar athugasemdir. Ef ráðherra berast slíkar athuga- semdir skulu þær bornar undir dómnefndina. – Ráðherra hefur fundið umsögn dómnefndar flest til foráttu, gallar verið á umsögn hennar, hún verið ógagnsæ og lítt rökstudd, innra ósamræmis hafi gætt við mat á reynslu sem hin ýmsu störf gefa. Nú hlýtur að mega spyrja: Gerði sá sem skipaður var athugasemdir? Ef ekki, hefur hann ekki talið neina ágalla á umsögn nefndarinnar og sam- þykkt hana í reynd. Hvers vegna er ráðherra að taka fram fyrir hendur honum? Hér stendur upp á ráðherra að gefa skýringar. Rannsóknarskylda Í 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 segir þetta: Stjórnvald [hér settur dóms- málaráðherra] skal sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því. Ráðherra leggur áherzlu á sjálfstæði sitt til að taka ákvarð- anir eftir eigin sannfæringu; honum beri skylda til að hafa skoðun á umsögn nefndarinnar og fara eftir eigin mati við skipun í embættið. – Hér er því ekki gaumur gefinn að valdi ráðherra eru þau takmörk sett að hann verður að gæta rannsóknarskyldu sinnar áður en ákvörðun er tekin. Þessi skylda er enn ríkari þegar haft er í huga að ráðherra gengur þvert gegn áliti lögskipaðrar nefndar. Ef marka má ummæli hans í Kastljóssþætti í sjónvarp- inu að kvöldi 15. janúar sl. bendir ekkert til þess að hann hafi rækt þessa skyldu, þ.e. að hafa leitað skýringa hjá nefndinni, hvers vegna þeim sem embættið hlaut hafi verið skipað jafn neðarlega og gert var. Málefnaleg sjónarmið Ráðherra hefur haldið því fram að gætt hafi verið málefnalegra sjónarmiða og undir það tekur Birgir Ármannsson. Í rökstuðn- ingi ráðherra fyrir skipun dómararans „að fjölbreytt reynsla Þorsteins og þekking, ekki sízt vegna starfa hans sem aðstoðarmaður Björns Bjarna- sonar dóms- og kirkjumálaráð- herra, um rúmlega 4 ára skeið geri hann hæfastan umsækjenda um embætti dómara“. Nú var megintilgangurinn með því að setja í lög nr. 92/1989 ákvæði um dómnefnd sem síðan voru sett í dómstólalög nr. 15/1998 að styrkja sjálfstæði dómstóla og auka traust almennings á því að dómarar séu óháðir handhöfum framkvæmdarvalds. Þetta var gert vegna dóms Mannréttinda- dómstóls Evrópu þar sem niðurstaðan var, að ekki væri nægilega greint milli dómsvalds og framkvæmdarvald í héraði. Auk þess átti nefndin að vera hvatning til lögfræðinga sem hygðu á dómsstörf að afla sér framhaldsmenntunar og leggja stund á fræðistörf á sviði lögfræði. Skoðun ráðherra er sú, að starf pólitísks aðstoðarmanns dóms- málaráðherra eigi að vega þyngst við skipun í dómarastarf. Er það til þess fallið að styrkja sjálf- stæði dómstóla og auka traust almennings á að dómarar séu óháðir framkvæmdarvaldinu? Hér er álitaefnið hvert sé svigrúm ráðherra til að velja sér sjónarmið eftir því hvað hentar hverju sinni. Áherzla ráðherrans er nú á aðstoðarmennsku við dómsmálaráðherra, en hún hefur ekki alltaf dugað, í annan stað hefur lögmannsreynsla verið talin ráða úrslitum, en ekki kom hún nú að haldi og loks hefur prófritgerð í Evrópurétti verið talin mikilvægast innlegg, en nú skipta tvær meistaragráður í alþjóðalögum engu máli. Ráðherraræði Ítrekað heyrast raddir um að Alþingi hafi ekki þá stöðu gagnvart framkvæmdarvaldinu sem það eigi að hafa samkvæmt stjórnskipan landsins. Í stað þess að vera yfir framkvæmdarvald- inu sé það í reynd undir það gefið – jafnvel falla orð um að í reynd sé það lítið annað en afgreiðslu- stofnun fyrir ríkisstjórn. Og nú seilist framkvæmdarvaldið sífellt meira inn á svið dóms- valdsins. Með síðustu skipan hefur verið gengið lengra en áður eru fordæmi fyrir og málsvörn aldrei verið aumlegri; hún hefur einkennzt af illyrðum, útúrsnún- ingum og hálfsannindum, jafnvel beinum rang færslum. Með því hafa þeir sjálfstæðismenn sem harðast hafa gengið fram í að verja gerðir ráðherra fellt á sig sterkan grun um að áhuginn sé meiri á eigin frama en á skap- legum stjórnarháttum og greið asti vegurinn sé þá að hlýða valdboðum og verja vafasama gerninga. Höfundur er lagaprófessor. Um vandaða stjórnarhætti SIGURÐUR LÍNDAL Í DAG | Skipun héraðsdómara Skoðun ráðherra er sú, að starf pólitísks aðstoðarmanns dómsmálaráðherra eigi að vega þyngst við skipun í dóm- arastarf. Er það til þess fallið að styrkja sjálfstæði dómstóla og auka traust almennings á að dómarar séu óháðir fram- kvæmdarvaldinu? Auglýsingasími – Mest lesið Jón Kristinn aftur? Einn af samkvæmisleikjunum sem farið er í þegar nýr borgarstjóri, eða ráðherra, tekur við er að finna nýjan aðstoðarmann. Þegar Dagur B. Eggertsson varð borgarstjóri lá það nokkuð ljóst fyrir að Guðmundur Steingrímsson yrði hans hægri hönd. Ekki virðist alveg eins ljóst hver muni fá það hlutverk að aðstoða Ólaf. Þó hafa tveir frjálslyndir reynt að skrifa sig í hlutverkið frá því á mánudag. Annar þeirra er fyrrverandi þing- maður Frjáls- lynda flokks- ins, Sigurjón Þórðarson. Hinn er for- maður ungliðahreyfingar Frjálslynda flokksins, Viðar Helgi Guðjohnsen. Báðir hafa lofað Ólaf í hástert að undan förnu á heimasíðum sínum. Einn maður gæti þó komið á óvart, en Jón Kristinn Snæhólm birtist óvænt meðal borgarfulltrúa í gær. Hann hefur að minnsta kosti reynslu af því að vera aðstoðarmaður borgarstjóra, þótt skiptar meiningar séu um hversu vel hann stóð sig á þeim tíma. Kominn með vinnu? Það kom mörgum í opna skjöldu í fyrrinótt þegar Björn Ingi Hrafns- son birti yfirlýsingu þess efnis að hann væri hættur sem borgarfulltrúi. Flestir tóku þó ekki eftir því fyrr en í gærmorgun, en fréttir gærdagsins snerust nær eingöngu um borgarmál, þar á meðal brotthvarf Björns Inga. Áður en meirihlutinn féll í október var um það slúðrað að verið væri að mynda nýjan meirihluta – án Fram- sóknarflokks. Sögunum fylgdi að ef svo færi myndi Björn Ingi hætta í pól- itík og væri kominn með vinnu hjá vini sínum Árna Magnússyni hjá Glitni. Eftir ummæli Guðjóns Ólafs um Björn Inga og að Árni Magnússon væri einnig með hnífaförin í bakinu eftir Björn er hins vegar varla vitað hvað eigi að halda. Ef Björn fer eftir allt saman til Glitnis og Árna er því hægt að túlka það sem svo að yfirlýsingar Guð- jóns hafi eitthvað verið orðum auknar. svanborg@frettabladid.is S kammtímaáhrif af gagnbyltingunni í borgarstjórn Reykjavíkur eru um margt óljós. Skoðanakönnun Frétta- blaðsins bendir til þess að nýi meirihlutinn hafi ekki sopið kálið þó að í ausuna sé komið. Að vísu er það svo, samkvæmt reynslu, að miklar skyndisveiflur í skoðana- könnunum segja sjaldnast fyrir um þróun til lengri tíma. En af þessari könnun má hvað sem öðru líður draga þá ályktun að nýr meirihluti taki ekki stóra innistæðu með sér. Hann þarf nánast frá grunni að vinna til traustsins með störfum sínum. Um árangur hans og örlög verður því ekkert sagt fyrirfram. Minnihlutaflokkarnir þrír njóta augljóslega verulegrar samúðar, að minnsta kosti eins og sakir standa. Hindrun þeirra á lýðræðislegum framgangi borgarstjórnarfundarins í gær verður á hinn bóginn að skoða sem eins konar smækkunarendingu á valdaferilinn, svo notað sé hófstillt orðalag. Aðdragandinn að gagnbyltingunni er nánast sá sami og að októberbyltingunni á síðasta ári. Í báðum tilvikum bruggar eins fulltrúa flokkur samstarfsaðilum launráð. Í báðum tilvikum eru þau skýrð með ótta um að samstarfsaðilarnir hafi það sama í hyggju og kunni að verða á undan. Í báðum tilvikum hafa þeir sem hryggbrotnir voru sakað andstæðingana um að stjórnast af valda- græðgi einni saman. Niðurstaðan er sú að í báðum tilvikum hefur í raun skort á nægjanlegt traust milli þeirra sem unnu saman. Októberbyltingin spratt upp af stærri rót sem var REI-málið. Rótin að gagnbyltingunni liggur sennilega í því að fráfarandi meirihluti náði ekki á þremur mánuðum að binda samstarfið formlega saman með málefnaskrá. Fráfarandi forseti borgar- stjórnar gat því staðhæft að hans málefni hefðu ekki fengið að njóta sín sem skyldi í samstarfinu. Samstarfsflokkarnir höfðu engin handföst rök til að andmæla því. Áhrif gagnbyltingarinnar til lengri tíma eru að sumu leyti skýr- ari en skammtímaáhrifin. Samfylkingin er nú orðin miðjuflokkur sem þarf að verja pólitísk landamæri bæði til hægri og vinstri. Það er vandi hennar í pólitísku samstarfi með sama hætti og að öllu jöfnu má segja um miðjuflokka. Þvert á það sem almennt var sagt um októberbyltinguna hafði hún í þessu ljósi jákvæð áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Meiri- hluti Samfylkingar með Vinstri grænu í borgarstjórn auðveldaði forystunni að verja ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk- inn gagnvart vinstri jaðri flokksins. Gagnbyltingin getur þar á móti gert vinstri jaðar Samfylkingarinnar óstöðugri og samvisku- veikari þegar fram í sækir með tilliti til stjórnarsamstarfsins. Við síðustu borgarstjórnarkosningar gerðist það í fyrsta skipti í sögunni að kjósendur höfðu ekki tvo skýra meirihlutakosti að velja á milli. Allir möguleikar voru opnir í þeim efnum. Þó að það sé ekki afsökun fyrir þremur meirihlutamyndunum má ef til vill að einhverju leyti rekja þær til þessarar stöðu sem aldrei áður hafði verið uppi. Margt bendir til að gagnbyltingin muni hafa í för með sér að minnihlutaflokkarnir þrír gangi til næstu kosninga með fyrirfram samkomulag af einhverju tagi um meirihlutasamvinnu. Langtíma- áhrif hennar geta því leitt til þess að sú staða komi upp á ný að kjósendur í Reykjavík eigi þess kost að kjósa milli tveggja skýrra kosta um meirihluta. Það yrði alltént lýðræðislegur afturbati. Pólitísk áhrif gagnbyltingarinnar í Reykjavík: Ekki er sopið kálið ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.