Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 25
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Leikkonan María Pálsdóttir æfir stíft fyrir hlut- verk sitt í leikritinu Höllu og Kára sem verður frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu á laugar- daginn en þess á milli sér hún um börn og buru og kemur næringu í heimilisfólkið. „Ég hugsa að ég sjái að mestu leyti um matseldina á heimilinu en maðurinn minn gengur þó í verkin þegar þess þarf og á sín sérsvið eins og lasagna,“ segir María. „Ég get ekki sagt að ég hafi sérstakt yndi af matargerð en mig langar að fíla þetta í ræmur og geri það alveg þegar ég gef mér tíma. Yfirleitt er ég þó á svo miklum handahlaupum að þetta snýst bara um að fá næringu í kroppinn.“ María ákvað að deila fljótlegum en um leið ljúf- fengum kjötbollum með lesendum. „Þessi uppskrift er úr sænskri matreiðslubók sem ég keypti þegar ég var búsett þar í landi og heitir hún „Altid hungrig“, eða „Alltaf svöng“. Þetta eru því sænskar kjötbollur en ég kalla þær reyndar grískar,“ segir María. Hún er svo hrifin af bollunum að hún segist yfir- leitt gera þrefalda uppskrift og frysta afganginn. Sérstaklega ef hún kemst yfir lambahakk sem er ekki alltaf til. Í bollunum er kóríander, kókos og feta- ostur og hefur María límónusósu og hýðishrísgrjón með. „Þetta er réttur sem klikkar aldrei, hvort sem er í veislum eða hversdags.“ En aftur að leikritinu. Það er að sögn Maríu ramm- pólitískur kolsvartur gamanleikur. „Við erum að endurspegla íslensku þjóðarsálina og bregðum eflaust upp dálítið dökkri mynd. Við fjöllum um neyslukapphlaupið, græðgina, afstöðuna til útlend- inga og margt fleira. Ég held að leikritið eigi fullt erindi og veki fólk til umhugsunar.“ Uppskrift Maríu að kjötbollunum má finna á síðu 3. vera@frettabladid.is Kókos og kóríander María segir ferskt kóríander gefa kjötbollunum sérstaklega gott bragð. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN MINN ÞORRI ER EKKI SÚR Áslaug Snorradóttir gleður sína uppáhaldskarlmenn á bónda- dag með þjóðlegum mat og meðlæti í lit. MATUR 2 HLÝJA Í KROPPINN Tvær tegundir af þorrabjór eru bruggaðar á þessum árstíma; Þorra-Kaldi og Egils þorrabjór. MATUR 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.