Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 32
BLS. 4 | sirkus | 25. JANÚAR 2008 REISTU TAÍLENSKT BAÐHÚS ALSÆLA Á ÁLFTANESINU „Við hjónin höfum rekið veitingahúsið Gullna hliðið heima í sólstofunni hjá okkur í rúm fimm ár þar sem áherslan er lögð á taílenskan mat. Fyrir tæpum tveimur árum ákváðum við að færa út kvíarnar og hófum að byggja baðhúsið sem við opnuðum fyrir mánuði síðan,“ segir Bogi Jónsson en hann rekur veitingahúsið og baðhúsið Alsælu ásamt eiginkonu sinni, Narumon Sawangjaitham. Veitingahúsið Gullna hliðið hefur notið mikilla vinsælda og er núna uppbókað öll föstudags- og laugardagskvöld fram í ágúst en veitingahúsið er opið öll kvöld vikunnar, „Ég kynntist konunni minni, Narumon, í Taílandi fyrir 20 árum, við giftum okkur og í kjölfarið flutti hún til Íslands. Eftir að hafa kynnst Taílandi fannst mér það skylda mín að gefa Íslendingum nasaþef af menningu þeirra,“ segir Bogi en þau hjónin ráku um skeið taílenskan skyndibitastað, Thailand, sem staðsettur var á Laugavegi og seinna meir uppi á Höfða en meðfram veitinga- rekstrinum ráku þau verslun með taílenskri sérvöru. Framkvæmdagleðin reyndist þó hjónunum dýrkeypt og árið 1996 þurftu þau að selja allt sitt til að eiga fyrir skuldum. Þau sögðu skilið við veitingareksturinn í bili og tóku sér á leigu Hlið á Áltanesi sem var þá eyðibýli og gerðu það íbúðarhæft en árið 2005 keyptu þau húsið og lóðina, þar sem Bogi reisti baðhúsið. „Það var gamalt bátaskýli á landinu þar sem baðstofan er í dag. Ég reif skýlið niður en byggði það aftur í sömu ásýnd að utanverðu en innréttaði húsnæðið að innan með asísku þema, þar sem taílenskar baðstofur voru hafðar að leiðarljósi,“ segir þúsundþjalasmiðurinn Bogi sem hefur séð um byggingaframkvæmdir baðhússins frá A-Ö en núna er hann á fullu við að reisa fjögurra bursta torfbæ á lóðinni þangað sem fjölskyldan og veitingahúsið munu flytja. „Baðhúsið sjálft var tilbúið fyrir ári síðan en það tók okkur árið að fá réttindi og leyfi í gegn fyrir reksturinn. Taílensku baðhúsin eru stór hluti af menningunni þar ytra og því langaði okkur að opna eitt slíkt hér en við leggjum ríka áherslu á að bjóða upp á fyrsta flokks taílenskt nudd,“ bætir Bogi við en auk nuddsins bjóða þau upp á jurtagufubað og heitan sjópott en sjópotturinn er uppi á þaki baðstofunnar þar sem hægt er að njóta útsýnisins og kyrrðarinnar, en Hliði er út á tanga á Álftanesi. „Í öllum þeim hraða og erli sem við búum í er mikilvægt að fólk geti slakað á og hvílt sig. Það þarf hver og einn að fá tækifæri til þess að komast í tengsl við sjálfan sig og njóta innri friðar en það er einmitt hugmyndin með baðstofunni,“ segir Bogi að lokum. Bergthora@frettabladid.is Í ALSÆLUNNI Bogi í heita sjópottin- um sem er uppi á þaki á baðhúsinu. EINS OG ÆVINTÝRI Bogi og Narumon hafa innréttað baðhúsið þar sem notalegt og hlýlegt andrúmsloft er haft í hávegum. ÞÚSUNDÞJALA- SMIÐURINN BOGI OG EIGINKONA HANS, NARUMON. 2 Li st in n g ild ir 2 5. j an t il 1. f eb 2 00 8 Skífulistinn er samantekt af mest seldu titlum í Skífunni og verslunum BT út um allt land. Astrópía Næturvaktin I Now Pron. You Chuck & Larry Disturbia Bourne Ultimatum Top Gear High School Musical 1 Secret Mýrin High School Musical 2 Meet the Robinsons Grettir í Raun Doddi Hákarlabeita Harry Potter the Order of Pho Mr. Brooks Hairspray Knocked Up Bratz the Movie Köld Slóð 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 VINSÆLUSTU DVDVINSÆLASTA TÓNLISTIN Mugison Mugiboogie Villi Vill Myndin af þér Hjálmar Ferðasót Páll Óskar Allt fyrir ástina Radiohead In Rainbows Hjaltalín Hjaltalín Ýmsir Pottþétt 45 Creedence Clearwater R Chronicle: 20 Greatest Hits Ellen Kristjánsdóttir Einhversstaðar einhverntíma Eagles Long Road Out Of Eden Gus Gus Forever Led Zeppelin Mothership Johnny Cash Ring Of Fire Sprengjuhöllin Tímarnir okkar Cat Stevens The Very Best Of Ný Dönsk Best Of 1980-1990 Einar Scheving Cycles Bloodgroup Sticky Situation Ýmsir 100 íslensk barnalög Ýmsir Number Ones 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Skífulistinn topp 20 A A A N Lækkar frá síðustu viku Hækkar frá síðustu viku Stendur í staðNýtt á listaAftur á lista 1 9 13 16 19 Vinsælustu titlarnir A A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.