Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 34
BLS. 6 | sirkus | 25. JANÚAR 2008 Hverju kaupir þú mest af? „Einu sinni bjó ég í mjög litlu stúdíói í Lat- ínuhverfi Parísar. Eldhúsið var inni í skáp og fötin falin í speglaskáp á bað- inu. Þetta var bóhemlíf. Leigan var há, alveg í stíl við verð á tískufatnaði. Þá ákvað ég að eyða frekar í fátt gott en mikið ódýrt. Helst sökum plássleysis. Núna þegar eldhúsið er loks komið út úr skápnum, held ég mig enn við þetta. Eins hefur amma mín gefið mér mikið af fallegum flíkum af sér og þær held ég mjög upp á. Ég á því nóg en læt stundum undan freistingum hjá Sævari Karli, enda til þess gerðar.“ Hvaðan er fataáhuginn kominn, ertu alin upp við pjatt? „Frá ömmu Þóru. Hún hefur kennt mér margt um fatnað, gæði og snið. Afi og amma ráku undirfataverslunina Ólympíu um árabil og amma saumaði brjóstahöld og sokkabönd á íslenskar konur. Svo ég tali nú ekki um slankbeltin, en með þeim gátu allar sem vildu fengið fallegt mitti. Nú stend ég sjálf hjá Sævari Karli og er nokkurs konar spesíalisti í að ráðleggja konum hvað klæðir þær best.“ Hvað finnst þér skipta mestu máli þegar þú kaupir þér föt? „Sem stelpa fékk ég að ganga í fataskápinn hjá ömmu og vandist þar ákveðnum klassa. Gæði og góð snið skipta mig mestu máli.“ Hvað finnst þér klæða þig best? „Klæðir ekki alla best að vera ham- ingjusamir og ástfangnir? Þá ljóma tuskurnar utan á manni!“ Snobbar þú fyrir merkjum? „Nei! Aftur á móti vil ég gæði og einfald- leika. Eins og til dæmis Branda, kápa með tígrismynstri sem amma átti lengi og gaf mér síðan. Branda mun fylgja mér þar til yfir lýkur, enda tíma- laus og dramatísk flík.“ Í hvaða borg finnst þér skemmti- legast að versla? „Síðustu tíu ár hef ég verið með annan fótinn í París í vinnu og námi. Það er borgin mín. Þar er tískan áberandi og sniðug kona lærir fljótt hvernig hægt er að tolla í tískunni án þess að fara alveg á kúp- una. Til dæmis á hún eina dýra og fal- lega tösku sem setur elegant stíl á heildina, verslar svo kannski annað ódýrara. Eins og allir vita eru Frakkar heldur frjálslegir í ástarmálum. Í París eiga þær liðugustu jafnvel einn til tvo elskhuga og það þykir í lagi. Þeir gefa ástkonunni oft föt og töskur en verð- mætið fer auðvitað eftir því hversu heitt er elskað! Þegar svo slitnar upp úr sambandinu enda gjafirnar oft í Dépôt-Vente búðum. Þær sérhæfa sig í sölu á notuðum tískuvarningi. Heill heimur af tísku. Eins er flott að fá boðskort á lokaðar útsölur hjá stóru tískuhúsunum. Margar skæru af sér aðra stórutána til að komast í svoleiðis partí.“ Hvað þarf flík að hafa til að bera til þess að þú fallir fyrir henni? „Hún þarf að vera beinsmart. Ég sé það strax!“ Eyðir þú miklum tíma í að velja þér föt á hverjum degi? Áttu það til að skipta átta sinnum um dress áður en þú ferð út á morgnana? „Ég ákveð dressið í baðkarinu á morgnana eða kvöldið áður, eldsnögg.“ Klæðir þú þig eftir veðri? „Ég er alltof mikil lady til að láta veðrið stöðva mig. Ef það rignir, snjóar eða hvaðeina ríf ég frekar af mér skóna og hleyp berfætt. Frekar það en að eyði- leggja skópar. Ef ég er í fylgd herra- manns bjargar hann mér kannski og ber mig á herðum sér! Einu sinni missti ég hæla- skó af fæti er ég þeysti um á mótorhjóli í undirgöngum – ég sá lengi á eftir þeim skó!“ Hver eru algengustu tískumistök sem konur gera? „Alltof þröng föt mis- klæða marga.“ Hvað vantar þig í fataskáp- inn? „Líklegast myndarlegan mann sem stykki svo fram á hverju kvöldi og yljaði mér!“ Hvað verður heitast fyrir sum- arið? „Vonandi skærir, sterkir litir og alls konar mynstur.“ GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR, VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR OG STARFSMAÐUR HJÁ SÆVARI KARLI, Á SÉRLEGA VANDAÐAN OG ELEGANT FATASKÁP. HÚN ER UNDIR MIKLUM PARÍSARÁHRIFUM EN HÚN HEFUR VERIÐ MEÐ ANNAN FÓTINN Í TÍSKUBORGINNI UNDANFARIN ÁR. Glæsileg og geislandi EINFÖLD OG FALLEG Þessa tösku fékk Guðrún í versl- uninni Kisunni á Laugavegi. ÍTÖLSK HÖNNUN Guðrún segist varla tíma að nota þessa tösku, en hún fékk hana í París. YSL er í miklu uppáhaldi hjá henni. UPPÁHALDSSKÓRNIR Lakkskór frá Prada sem Guðrún fékk í Sævari Karli. Hún getur gengið á þeim í átta tíma án þess að verða illt í fótunum en hún er lítið fyrir að vera í háhæluðum skóm allan daginn. Í SELSKINNSPELSI Húfan kemur úr klæðaskáp móður hennar en selskinnspelsinn er hún búin að eiga í mörg ár. Ef hún hefði ekki átt þetta dress hefði hún orðið úti þegar hún bjó í París, það verður svo kalt þar á veturna. Guðrún segir að pelsinn hafi líka skapað góða stemningu því það hafi allir viljað tala við hana þegar hún klæddist honum í París og helst viljað klappa honum. DÖMULEG Stígvélin eru sérlega falleg að aftan, reimuð og smart. BRÖNDUKÁPA Þessi kápa kemur úr klæðaskáp ömmu hennar. Kápan er í senn dramatísk og glæsileg. ELEGANT í D&G frá toppi til táar. Dragtin er skvísuleg með flottu mitti og fallegu herðasniði. Hún fæst hjá Sævari Karli. Í ANDA PRETTY WOMAN Guðrún féll fyrir þessum stígvélum á dögunum en þau eru frá hinni ítölsku Prödu og fást hjá Sævari Karli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.