Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 38
 25. JANÚAR 2008 FÖSTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● eldvarnir Reykskynjarar eru öruggasta og ódýrasta líftryggingin. Þráðlausir, samtengdir reykskynjarar eru vinsælir á stigaganga í fjölbýlishúsum og stærri einbýlishús. Reykskynjarar bjarga manns- lífum, þetta þykir ljóst. Nú eru vinsælir svokallaðir samtengd- ir reykskynjarar sem senda boð á milli sín þannig að þegar einn nemur reyk kviknar á þeim öllum. Slík lausn er mjög vinsæl í stiga- göngum fjölbýlishúsa og í stærri húsum á mörgum hæðum að sögn Benjamíns Vilhelmssonar, sölu- stjóra hjá Ólafi Gíslasyni & Co hf., sem rekur Eldvarnarmiðstöðina. „Við seljum slökkviliðunum allt frá vettlingum upp í slökkvi- bíla,“ segir Benjamín en fyrir- tækið flytur einnig inn almenn- an eldvarnarbúnað, meðal ann- ars fyrrnefnda reykskynjara, slökkvitæki, brunaslöngur og fellistiga. „Samtengdu reyk- skynjararnir eru auðveldir í upp- setningu enda þarf hvorki að bora göt né leggja víra þar sem reykskynjararnir sitja á sökkli sem senda boð þráðlaust á milli,“ segir Benjamín en mest er hægt að vera með tólf reykskynjara saman. Þá má blanda saman hita- næmum og reyknæmum skynj- urum en hitanæmir reykskynjar- ar eru til dæmis frekar notaðir í bílskúra svo skynjarinn fari ekki í gang í hvert sinn sem reykur berst frá pústi. Benjamín telur langflesta vera meðvitaða um að reykskynjarar séu nauðsynlegir, hins vegar sé misjafnt hvað fólk geri í því. „Eins og slökkviliðsstjórinn í Reykjavík segir þá eiga að vera reykskynjar- ar í öllum herbergjum sem fólk sefur í,“ segir Benjamín og telur að um tvö dæmi á ári séu um að reykskynjarar bjargi heilu fjöl- skyldunum. Þá áréttir hann einnig að líftími reykskynjara sé aðeins um átta ár og því þurfi að skipta um þá að þeim tíma liðnum. „Reykskynjarar eru öruggasta og ódýrasta líftryggingin,“ segir Benjamín og tekur dæmi um verð á slíkum búnaði. Stakur venjuleg- ur reykskynjari fæst á um 1.000 krónur. Þráðlaus skynjari er á 4.800 krónur stykkið með sendi. Þá kostar heimilisslökkvitæki um 3.500 krónur. Ekki mikið verð í samanburði við mannslíf. - sg Samtengda skynjara á stigaganga Reykskynjararnir sitja á sökkli sem sendir boð þráðlaust á milli. Benjamín Vilhelmsson, sölustjóri hjá Eldvarnarmiðstöðinni, segir reykskynjara öruggustu og ódýrustu líftrygginguna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Gömul hús geta verið gríðar- legar eldgildrur ef ekki er rétt staðið að forvörnum og endurgerð. Brunavarnir í gömlum húsum má ræða út frá ýmsum sjónarmiðum. Björn Karlsson brunamálastjóri segir hins vegar ágætt að skipta þessu í tvo hópa varðandi eignar- hald. Annars vegar hús í eigu hins opinbera eða sveitarfélaga og hins vegar hús í einkaeign. „Eina vitið í brunavörn- um á gömlum húsum er að taka þau í gegn eins og gert var við Geysishúsið í Aðalstræti. Það hús var hreinlega skrallað að innan og byggt upp á nýtt með nútímabygg- ingaraðferðum þar sem efnisvalið tók mið af því upprunalega,“ út- skýrir Björn sem segir gamlar einangrunaraðferðir vera versta óvininn. „Gömul hús eru meðal annars eingangruð með sagspón og öðrum mjög eldfimum efnivið. Auk þess er mikið holrými í innra rými gamalla húsa og þannig breiðist eldurinn út á örskömm- um tíma,“ segir Björn og nefnir sem dæmi húsin á horni Lækjar- götu og Austurstrætis. „Eigendur gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að brunaverja með gifsplöt- um að innan. Hins vegar er talið að kviknað hafi í út frá rafmagni á milli þilja og þá var eldurinn snöggur að gera sér mat úr gam- alli einangrun og ferðaðist hratt í holrýminu,“ segir Björn og bætir við að slökkvistarf sé gríðarlega erfitt við slíkar aðstæður. „Það þarf mikla heppni og dugnað til að ráða niðurlögum á slíkum eldi. Þá þarf slökkviliðið að saga sig inn í veggi í reykköfunarbúningi sem vegur þrjátíu kíló og berjast við eld sem er mjög útbreiddur.“ Besta lausnin að sögn Björns er að einangra til dæmis með stein- ull, fylla upp í holrými og losna við gamla og eldfima einangrun. „Endurgerð á gömlum húsum er gríðarlega dýr og það er mis- jafnt hvað fólk gerir. Sumir taka húsin aðeins í gegn að utan, eða að innan en mestu máli skiptir að skipta um einangrun svo eldurinn eigi ekki greiða leið,“ segir Björn og nefnir dæmi um gömul hús í borginni þar sem mikilvægt er að brunavarnir séu í lagi. „Reykjavíkurborg hefur haft mikinn hug á að standa vel að brunavörnum í eldri bygging- um. Samt myndi ég vilja að betur væri gert í vissum lykilbygging- um á borð við MR og Iðnó sem við borgarbúar viljum alls ekki missa,“ segir Björn. Bygginga- reglugerðir eru að sögn Björns ekki afturvirkar og því ekki hægt að skylda einstaklinga til róttækra brunavarna við endurgerð gamalla húsa. Hins vegar gilda önnur lög varðandi gömul hús í eigu hins op- inbera og sveitarfélaganna. Björn segist þó hvetja einstaklinga sem eru að gera upp hús sín eindregið til að huga að eldvörnum og bendir á Brunamálastofnun og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og sveit- arfélaganna sem veita ráðgjöf. Að lokum leggur Björn áherslu á að slökkvitæki og eldvarnarteppi séu á öllum heimilum ásamt reyk- skynjara á öllum hæðum. Sjá nánari upplýsingar: www. brunamal.is rh@frettabladid.is Best að skralla húsin að innan við endurgerð Iðnó er perla borgarinnar þar sem Björn vill sjá enn betri eldvarnir. Björn Karlsson brunamálastjóri hvetur fólk eindregið til að leita sér ráðgjafar um brunavarnir þegar gömul hús eru endurgerð. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.