Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 40
 25. JANÚAR 2008 FÖSTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● eldvarnir ● HÆTTAN Í ÞVOTTA- HÚSINU Hægt er að fá slökkvibúnað í þvottavélar og þurrkara. Þessi nauðsynlegu heimilistæki geta verið hættu- leg, sérstaklega stafar nokkur hætta af gömlum þurrkurum þar sem ló hefur náð að safn- ast fyrir. Kviknað getur í lónni enda mikill hiti sem myndast þegar þurrkarinn er í gangi. Kerfi sem uppgötva og slökkva eld í fæðingu geta bjargað fyrirtækjum frá stórtjóni. „Fyrirtæki eru í auknum mæli farin að hugsa um fyrirbyggjandi aðgerðir til að bregðast við elds- voða,“ segir Ómar Örn Jónsson, markaðsstjóri Öryggismiðstöðvarinnar. „Eldsvoði í fyrirtækj- um getur valdið miklum skaða og jafnvel gert þau óstarfhæf í lengri tíma með tilheyrandi fjárhags- legu tjóni. Því hafa mörg fyrirtæki innleitt hjá sér lausnir sem hafa það að markmiði að uppgötva og slökkva eldinn nánast í fæðingu,“ bætir hann við. Meðal kerfa sem nú eru sett upp eru sjálfvirk slökkvikerfi í háfa í atvinnueldhúsum. Ef eldur kemur upp í eða undir loftræstiháfi eru nemar þar sem skynja hitann og senda boð til stjórnskáps. Þessi boð eru einnig notuð til að loka fyrir gas eða rjúfa straum að eldunartækinu. Slökkviefni streym- ir niður um stúta sem eru í háfnum og það slekkur eldinn með því að umbreyta brennandi fitu í sápu ásamt því að kæla fituna og koma þannig í veg fyrir að eldur blossi aftur upp. „Eldvarnareftirlitið hefur krafið rekstraraðila stærri eldhúsa um að setja slík kerfi upp, einkum ef ekki er sérstakt brunahólf í eldhúsinu og eins ef flóttaleið gesta liggur um eld- húsið. Hins vegar ættu allir sem reka eldhús að hug- leiða þennan kost vandlega,“ segir Ómar. Ómar segir Argonite-slökkvikerfi einnig algeng en þeim er einkum komið fyrir í rýmum þar sem mikil verðmæti eru eins og til dæmis í tölvuher- bergjum. „Þar er ofurnæmu brunaviðvörunarkerfi komið fyrir sem skynjar minnstu reykagnir, til dæmis ef spennir í tölvu brennur við. Skynji kerfið eldsvoða fer í gang ferli sem leiðir til þess að argon- ite-gasi er hleypt inn í rýmið. Argonite er náttúru- legt gas sem samanstendur af argoni og köfnunar- efni. Gasið gerir það að verkum að súrefnisinnihald fer niður fyrir þau mörk að eldur geti mögulega logað. Að sögn Ómars er Argonite ekki hættulegt mönnum og segir hann engar skemmdir verða á búnaði í rýminu. Meðal annarra lausna sem Ómar nefnir eru Fire- Pro-einingar. Flestir kannast við sjónvarpsslökkvi- tækin sem voru kynnt fyrir fáeinum árum. FirePro er í raun sama lausn en fæst nú í mörgum mismun- andi útfærslum og getur hentað víða þar sem ráðast þarf gegn eldi um leið og hann blossar upp. Kostir FirePro eru meðal annars þeir að einingarnar geta staðið algjörlega sjálfstætt og eru óháðar rafmagni eða stýribúnaði. Þær henta til dæmis afar vel inn í rafmagnsskápa. - ve Sjálfvirk slökkvikerfi ryðja sér til rúms FirePro-eldvarnarkerfi í rafmagnsskáp.Dæmi um eldvarnarkerfi sem er sett upp í atvinnueldhúsum. Ómar Örn Jónsson segir Öryggismiðstöðina bjóða upp á marg- ar gerðir af sjálfvirkum slökkvikerfum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ● HANDSLÖKKVITÆKI Slökkva má minni háttar eld með hand- slökkvitæki en ávallt skal leggja áherslu á að rýma íbúðina og forðast meiðsl og reykeitrun. Léttvatnstæki eru góð alhliða slökkvitæki og er óhætt að mæla með þeim á heimilum og í stigagöngum fjölbýlishúsa. Duftslökkvitæki eru öflug og mjög áhrifarík á flesta elda en þar eð duftið dreifist mikið getur það valdið tjóni. Þau eru hentug í bifreiðar. Kolsýrutæki eru góð á eld í eldfimum vökvum og rafmagnselda. Kolsýra og duft slökkva ekki í glóð. Léttvatnstæki gera það á hinn bóginn. Til er sjálfvirkur slökkvibúnaður til að setja inn í rafmagnstæki, svo sem sjónvarpstæki. Staðsetning - Slökkvitækið á að festa á vegg með tilheyrandi búnaði um fimmtán sentímetra frá gólfi. Miðað er við að setja tækin á flóttaleið og sem næst útgöngum. - Tækin eru öryggistæki og eiga að vera sýnileg og aðgengileg þegar gengið er um híbýli svo allir viti hvar þau eru ef nauðsynlegt reynist að nota þau. Slökkvitæki hafa takmarkaðan líftíma. Lesið vel leiðbeiningar um notkun og uppsetningu og leitið upplýsinga og ráðgjafar hjá seljendum, til dæmis um viðhald tækjanna. Úr bæklingi Forvarnasviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins www.shs.is ● ELDVARNARTEPPI Talsverð eldhætta fylgir notkun olíu og feiti í eldhúsum og því er nauðsynlegt að hafa eldvarnarteppi í eldhúsinu. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar um notkun þess og staðsetningu. Ef eldur kviknar í í olíu á pönnu eða í potti er nauðsynlegt að bregðast rétt við: • Alls ekki má skvetta vatni á eldinn – það veldur sprengingu. • Reynið ekki að koma logandi potti/pönnu út. • Leggið eldvarnarteppi yfir logandi pott/pönnu og þéttið að uns eldurinn hefur slokknað. • Slökkvið undir hellunni ef þið getið. Sé eldavélin með sléttu hellu- borði má færa pottinn/pönnuna varlega af hellunni. Staðsetning: Á sýnilegum og aðgengilegum stað í eldhúsi. Úr bæklingi Forvarnasviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins www.shs.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.