Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 42
 25. JANÚAR 2008 FÖSTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● eldvarnir Mikil verðmæti liggja í tölvu- og vélbúnaði fyrirtækja og þeim gögnum sem þar eru geymd. Því er nauðsynlegt að huga vel að eldvörnum. „Einhver eldhólfun verður að vera svo eldur og reykur vaði ekki óheftur um húsið, valdi ómældu tjóni og skapi hættu fyrir fólk,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðs- stjóri forvarnarsviðs Slökkviliðs- ins á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir veigamestu hólfan- irnar á milli hæða og í stigahús- um og flóttaleiðum en fólk á að vera komið í öruggt rými frammi í stigahúsi. Neyðarljós við út- ganga verða að vera og eftir því sem rýmið er stærra og gangar lengri þarf að vera önnur neyðar- lýsing að auki svo fólk detti ekki um borð og stóla sem það sér ekki á leiðinni að útganginum. Bjarni segir að viðvörunarkerfi verði að setja upp sem gefur til kynna ef eldur kemur upp og gera verði viðbragðsáætlun sem farið verði eftir í neyðartilvikum. „Það þarf að sýna almenna aðgát og hafa á hreinu hver á að slökkva á kaffikönnunni á föstu- dögum til dæmis. Svo verður fólk að virða það að dyr séu sjálflok- andi, vera ekki að fleyga upp hurðir því þá er verið að vinna gegn því sem húsið er að gera til að vernda þig og auka líkurnar á eignatjóni. Fólk þarf að taka við- vörunarkerfi alvarlega og ef það er að fara í gang í tíma og ótíma þarf að lagfæra kerfið því það má ekki hrópa úlfur, úlfur. Þegar viðvörunarkerfi fer í gang á fólk að standa upp og fara út,“ segir Bjarni. Hann leggur einnig áherslu á að velja þurfi slökkvibúnað við hæfi inni í skrifstofuhúsnæði. „Það er ekki skynsamlegt að vera með dufttæki inni á skrifstofum, eðli- legra er að vera með kolsýru ef eitthvað gerist í rafmagnsbúnaði því hún skemmir ekki neitt og við mælum líka með léttvatnstækj- um þar sem vatnið kemur út sem froða, þau þola mikla spennu og minni hætta á að fá straum.“ Bjarni segir mikilvægt að at- vinnurekendur hugi að eldvarnar- málum í sínum fyrirtækjum því oft verði tjónið líka mikið af þeirri töf sem hlýst af því að koma rekstrin- um aftur af stað eftir bruna. „Þetta eru oft miklir hagsmun- ir sem fólk áttar sig kannski ekki á. Þegar gerð eru upp mál í trygg- ingunum þá eru þau að bæta topp- inn af ísjakanum því þetta af- leidda tjón er oft ansi stórt enda tapast viðskiptavild og mark- aðshlutdeild. En þegar fyrirtæki borgar milljónir í tryggingar á ári á ekki að horfa í kostnaðinn sem fer í að setja upp brunavarn- arkerfi og ekki láta starfsmenn komast upp með að halda opnum dyrum sem eiga að vera lokaðar,“ segir Bjarni. Hjá Securitas fengust þær upp- lýsingar að í tölvuherbergjum fyrirtækja væru gjarnan settir upp ofurnæmir skynjarar á reyk og hitabreytingar í herberginu en einnig er hægt að setja upp sér- stakt slökkvikerfi í herbergið sem blæs gasefnablöndu hratt inn í rýmið. Við það lækkar súrefnis- innihaldið í rýminu og eldurinn kafnar og búnaðurinn helst óskemmdur. Þess lags kerfi hafa verið sett upp m.a. í vélarrúmum skipa, skjalageymslum og í tölvu- verum fyrirtækja. sjá www.secu- ritas.is - rt Eldvarnir í atvinnuhúsnæði Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarnarsviðs hjá slökkviliðinu, segir fyrirtæki þurfa að huga að eldvörnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN ● FORVARNABÆKLINGUR Á MÖRGUM TUNGUMÁLUM Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gaf skömmu fyrir jól út bækling um mikilvægustu atriðin í eldvörnum heimilanna. Í bæklingnum er fjallað ítarlega um mikilvægi reykskynjara, viðhald og endurnýjun, mismunandi gerðir, æskilega staðsetningu og fleira. Einnig er fjallað um aðra skynjara, gasskynjara, hitaskynjara og kolsýrings- skynjara. Fjallað er í stuttu máli um gerð flóttaáætlunar fyrir heimili. Gerð er grein fyrir helstu tegundum handslökkvitækja og leiðbeint um staðsetningu þeirra. Loks er almenningur hvattur til að hafa eldvarnarteppi í eldhúsi og í bæklingnum er að finna leiðbeiningar um staðsetningu þeirra og notkun. Bæklingurinn hefur einnig verið gefinn út á fjölmörgum tungumálum sem eru sérstaklega ætlaðir innflytjendum. Unnt er að nálgast bæklinginn á heimasíðunni www.shs.is og hjá SHS í Skógarhlíð 14. ● SAGA ELDSPÝTUNNAR Eldspýtan á sér lengri og skemmtilegri sögu en margan gæti grunað, en hún er rakin á vísindavef Háskóla Íslands, það er að segja á www.visindavefur.is. Sagan hefst að einhverju marki árið 1805 þegar Frakki að nafni Jean Chancel sá að væri mjórri spýtu með blöndu af sykri, gúmmí og kalíumklórati stungið ofan í brennisteinssýru þá kviknaði á spýtunni. Eldspýtnarannsóknum var síðan haldið áfram á 19. öld, í tengslum við uppgötvanir í efnafræði. Þróun hennar vakti mikla athygli en ein helsta forsenda fyrir henni var að búa til neytendavæna eldspýtu. Hins vegar bar það oft lítinn árangur. Þó má nefna eldspýtu sem Englendingurinn Samuel Jones fékk einkaleyfi á árið 1828 og nefndi „Eld Prómþeifs.“ Eldspýtan leit út eins og glerperla og innihélt sýru. Perlan var umvafin eldfimu efni og þegar hún var brotin brann efnið umhverfis hana. John Walker, enskur efnafræðingur, fann hins vegar upp fyrstu eldspýtuna sem hægt var að kveikja á með núningi. Spýtan var þakin með blöndu af kalíumklórati, antímoni og súlfíði á öðrum endanum, en það kviknaði í blöndunni þegar henni var strokið við sandpappír. Walker seldi fyrstu spýturnar 1827. Frakkinn Charles Sauria notaði hins vegar gulan eða hvítan fosfór sem kveikiefni í eldspýtur nokkrum árum seinna. Fosfórinn varðveittis vel og þótt því henta vel í eldspýtur Eldspýrutnar nutu mikill vinsælda fram yfir þar síðustu áramót, þar til í ljós kom að fosfórinn skaðaði heilsu fólksins sem bjó eldspýturnar til. Rauður fosfór varð þar með algengur hjá eld- spýtnaframleiðendum. Í dag eru kveikiefnin á svokölluðum öryggiseldspýtum bæði á eld- spýtunni og strokfletinum. Þess vegna þarf að strúkja spýtunni við réttan flöt. Svíinn J. E. Lundström og bróðir hans þróuðu fyrstu öryggis- eldspýturnar og fékk Lundström einkaleyfi á framleiðslu þeirra árið 1855. www.oryggi.is Hringdu í 570 2400 og fáðu öryggi í áskrift! T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA Hin örugga þrenning Reykskynjarar, slökkvitæki og eldvarnarteppi eiga að vera til staðar á öllum heimilum. Stattu vörð um fjölskyldu þína og heimilið með því að hafa eldvarnir í lagi. Sérfræðingar okkar veita ráðgjöf um eldvarnir heimila – hringdu núna í síma 570 2400 eða heimsæktu öryggisverslun VÍS og Öryggismiðstöðvarinnar á netinu, www.oryggi.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.