Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 44
 25. JANÚAR 2008 FÖSTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● eldvarnir Áður fyrr var það ekki til siðs að konur störfuðu í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins en nú eru þær þrjár sem þar hafa starfað. Sem stendur er þó bara ein kona þar við störf. Birna Björnsdóttir er nú í óða- önn að ljúka undirbúningsnám- skeiði hjá Slökkviliði Reykjavíkur áður en hún hefur störf að nýju. „Árið 2001 hóf ég störf og vann í sex mánuði. Það var frekar stutt- ur tími en þá var ég rétt að kom- ast inn í starfið þegar ég þurfti að hætta af persónulegum ástæð- um. Þá var ég aðallega á dælubíl og var oft skráð reykkafari tvö en unnið er í teymum. Það eru tveir reykkafarar sem fara saman inn, númer eitt er þá reyndari maður og tvö er þá yfirleitt óreyndur. Ég fór tvisvar sinnum inn í eld og það var ákveðin spenna, smá ótti en svo treystir maður þeim sem eru reyndari og þeirri þjálf- un sem maður hefur hlotið. Þetta snýst mikið um að treysta félag- anum,“ útskýrir Birna og er hún afar ánægð með þann undirbún- ing sem slökkviliðsmenn hljóta. En hvers vegna ákvað Birna að ganga í slökkviliðið? „Mér finnst spennandi að takast á við krefj- andi verkefni og þetta er áskorun. Ég komst í gegnum inntökuferlið og því þótti mér tilvalið að láta á þetta reyna,“ segir Birna sem hafði lengi dreymt um að starfa í slökkviliði. „Þetta hafði blundað lengi í mér en þegar ég fékk fyrst áhugann á þessu þá var ekki í boði fyrir konur að gegna starfinu. Um leið og ég vissi af því að konur væru komnar inn þá sótti ég strax um og komst inn í fyrstu til- raun.“ Birna var 28 ára þegar hún hóf störf en er nú á þrítugasta og fimmta aldursári. Hún er tveggja barna móðir og hefur því í nógu að snúast. „Eins og með alla sem eru í þessu starfi þá er það álag á fjöl- skylduna að vera í starfi þar sem gerðar eru miklar kröfur og unnið er á vöktum. Drengirnir mínir eru hins vegar hæstánægðir með það að mamma sé slökkviliðskona en þeir eru fjögurra og sjö ára þannig að þeim finnst þetta mjög flott,“ segir Birna kímin. „Í inntökuferlinu fer maður í gegnum hlaupapróf og styrktar- próf. Síðan er próf í tungumála- kunnáttu og almennri þekkingu og svo eru viðtöl. Þá er tekin ákvörðun um hvort maður er ráð- inn og ef maður stenst þetta allt saman þá tekur æfingaferlið við,“ segir Birna. Inntökuferlið er um það bil mánuður og æfingaferlið er um tveir mánuðir. Það er þá bæði slökkviliðsþátturinn og sjúkraflutningar. Mikilvægt er fyrir fólk í slökkviliðsstörfum að vera í góðu líkamlegu formi og fylgst er með því. „Við fáum æf- ingatíma þegar við erum á vökt- um og förum í ræktina í Hreyf- ingu í Glæsibæ. Það þarf þó líka að æfa eitthvað utan vinnunnar og halda sér við þannig. Læknis- skoðun er einu sinni á ári og þá er farið í gegnum styrktar- og þol- próf,“ útskýrir Birna áhugasöm en viðurkennir að starfið sé tals- vert krefjandi. „Ég bý hins vegar að góðum líkamlegum styrk þar sem ég hef verið mikið í íþrótt- um og keppnisíþróttum frá því ég var krakki þannig að ég hef mjög góðan grunn. Það gefur líka starfinu gildi að hjálpa og jafnvel bjarga fólki.“ Þrátt fyrir að vera eina stelp- an í liðinu þá unir Birna sér vel. „Það hefur verið tekið mjög vel á móti mér og ég hef ekki orðið vör við neina karlrembu. Varðandi aðstöðu eins og búningsklefa og sturtur hefur verið reynt að reikna með því að hér séu líka konur og auðvitað er ég þá stundum svolít- ið ein en það er ekkert stórmál,“ segir Birna og þykja henni konur eiga jafnmikið erindi í starfið og karlar ef þær standast þær kröf- ur sem gerðar eru. „Ég er eina konan sem stendur en áður en að ég byrjaði var hér kona við störf í sex ár en hún hætti fyrir rúmu hálfu ári síðan. Þegar ég byrjaði 2001 var ég þriðja konan inn. Þær voru tvær sem byrjuðu í apríl 2001 og svo kom ég í október,“ segir Birna sem hlakkar til að tak- ast á við slökkviliðsstarfið enn á ný. - hs Þegar Birna hóf störf í Slökkviliðinu í fyrra skiptið var hún oft á dælubíl og var skráð sem reykkafari tvö. Eina konan í slökkviliðinu Í biðstöðu, tilbúin til atlögu við elds- voða. Birna fullgölluð og til í slaginn. Myndirnar voru teknar á æfingu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. FRÉTTA BLA Ð IÐ /A N TO N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.