Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 46
 25. JANÚAR 2008 FÖSTUDAGUR10 ● fréttablaðið ● eldvarnir Jón Viðar Matthíasson hefur brennandi áhuga á eldi og slökkvistarfi. Hann er mennt- aður brunaverkfræðingur og segist orðinn slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins sökum þess hve hann er góður eigin- maður. Hér talar hann um eldsvoða, forvarnir, sorgir og töfraljóma slökkvistarfsins. Brunar hafa verið tíðir og mikið í umræðunni undanfarið. Hverj- ar eru helstu ástæður eldsvoða á höfuðborgarsvæðinu? „Okkar tilfinning er hreinlega sú að óvarlega sé farið með eld. Ég vona að íkveikjur séu tímabund- ið vandamál, en oftast eru brun- ar óviljaverk í starfi og heima, þar sem kviknar í út frá rafmagni eða óvarlega er farið með kerti og kertaskreytingar. Eldsvoðar af völdum kertis eru alltof algeng- ir og algjörlega óþarfir. Kerti eru vissulega falleg en þau þarf að umgangast af virðingu.“ Hve margir brunar verða á höfuð- borgarsvæðinu ár hvert? „Sem betur fer erum við ekki kall- aðir í brunaútköll á degi hverjum, en sinnum einnig umferðarslys- um og sjúkraflutningum. Útköll vegna þeirra voru um 24 þúsund á nýliðnu ári, en aukning er 3 til 6 prósent á milli ára. Brunar eru mun sjaldgæfari, en hreyfing- ar vegna þeirra voru um 1.400 á síðasta ári.“ Hvernig stendur slökkviliðið gagn- vart skyldum sínum við borgar- ana í dag? „Við erum afskaplega vel mann- aðir og þeir sem eiga okkur; sveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu, hafa sýnt mikinn skilning og vel- vilja. Í stjórn sitja borgarstjóri og bæjarstjórar sem allir eru ein- huga og með mjög skýra stefnu um öryggismál. Nýlega var tekin ákvörðun um fjölgun slökkvi- stöðva á höfuðbogarsvæðinu og á sama tíma verður fjölgað um tut- tugu nýja starfsmenn.“ Hve margir slökkvibílar eru í eigu borgarbúa og hvað eru þeir gamlir? „Í fyrstu línu höfum við einn bíl á hverri stöð og í varalínu annað eins. Bílarnir eru á bilinu sex til tíu ára, en í stofnsamningi kveður á um að bílar í fyrstu línu megi ekki vera eldri en tíu ára. Nú liggur fyrir samþykkt um kaup á fjórum nýjum slökkvibílum.“ Hvernig er slökkviliðið í stakk búið að bjarga fólki úr brennandi háhýs- um, sem nú rísa æ hærra á höfuð- borgarsvæðinu? „Við höfum til umráða körfu- bíla sem geta flutt niður ákveðinn fjölda manns, en ná aðeins upp í 30 metra hæð, sem samsvarar átta hæða húsi. Því kemst enginn körfu- bíll ofar þegar brennur í hærri húsum. Hins vegar eru eldvarnir í nýrri háhýsum innbyggðar með eldvörðum flóttaleiðum í sérstök- um öryggisstigahúsum.“ Starf slökkvimanna hefur lengi verið sveipað töfraljóma. Er aðdá- un ungra drengja enn sú sama á slökkvistarfinu? „Það vona ég innilega því við þurf- um að fá þessa einstaklinga í lið með okkur í framtíðinni. Töfral- jómi yfir slökkvistarfi er verð- skuldaður, en hann þarf að smita stúlkurnar líka. Við heimsækjum fimm ára leikskólabörn með fíg- úrurnar Loga og Glóð í forvarnar- starfi og Landssamband slökkvi- liðsmanna er með fræðslu fyrir átta ára börn, en með því reynum við að stimpla inn öryggishugsun barna gagnvart eldi.“ Eru forvarnir stór þáttur í starfi slökkviliðsins? „Já, því við viljum hafa það þannig að þurfa aldrei að sinna brunaút- köllum og erum sífellt að ítreka að fólk hugi vel að sér og sínum. Hvert heimili þarf að búa yfir hinni heilögu þrenningu sem er reyk- skynjari, slökkvitæki og eldvarnar- teppi. Það hafa allir skilning á þess- um málum og með reykskynjara er heimilið útbúið vekjaraklukku sem vakir yfir heimilisfólkinu.“ Stendur til að auka þjónustu slökkviliðsins við borgarbúa á nýju ári? „Já, nú verða stigin stór skref til framtíðar með fjölgun slökkvi- stöðva og auknum mannafla. Lokað verður á Tunguhálsi en auk slökkvi- stöðvanna í Skógarhlíð, Hafnar- firði og á Reykjavíkurflugvelli verða byggðar nýjar slökkvistöðv- ar við Stekkjarbakka og í Mosfells- bæ. Þá erum við orðnir vel í stakk búnir að sinna höfuðborgarsvæð- inu á ágætis viðbragðstíma, utan Kjalarness, en þar höfum við samn- ing við björgunarsveitina á Kjalar- nesi sem brugðist hefur með frá- bærum árangri við útköllum elds og slysa.“ Hve margir farast í bruna á Íslandi ár hvert? „Að meðaltali hafa það verið einn til tveir, en á milli koma sem betur fer ár án dauðsfalla. Í dag stöndum við frammi fyrir þeirri hörmulegu staðreynd að einn maður hefur lát- ist í bruna í fyrsta mánuði ársins, en það er nóg ástæða til að staldra við og hugsa hlutina upp á nýtt fyrir alla. Ég held að fólk sé meðvitað um að reykur sé baneitraður og í raun þarf óskaplega lítinn reyk til að hafa banvæn áhrif. Númer eitt, tvö og þrjú þarf reykskynjara í allt íbúðarhúsnæði, því flest banaslys verða þegar fólk vaknar ekki.“ Er brunavörnum í fjölbýlishúsum ábótavant, því undanfarið hefur fólk lokast inni í íbúðum sínum vegna elds hjá öðrum? „Eldvarnir eru aldrei einkamál, hvort sem fólk býr í fjölbýlishús- um eða einbýli. Komi upp eldur og reykur hjá einum getur það haft skelfileg áhrif hjá öðrum. Hurð- ir eru víða í eldri fjölbýlishúsum orðnar gamlar, þurrar og góður eldsmatur, og það þarf að færa í betra horf. Við bjóðum upp á þjón- ustu fyrir fjölbýlishús þar sem við komum, skoðum og leggjum til hvað hægt er að bæta. Fólk verður að líta sér nær og hlíta þeirri kröfu í reglugerðum frá 1998 að hafa reyk- skynjara á heimili sínu, en komið hefur til tals í stjórn slökkviliðsins að útvega öllum reykskynjara sem ekki hafa hann. Það hefur verið gert í borgum erlendis og gefið góða raun.“ Stórbrunar eru ekkert gamanmál, en er ekki stundum gaman að eiga við brjálað bál? „Jú, það getur verið gott að fá einn stóran af og til, því í þetta starf velj- ast einstaklingar sem hafa gaman að átökum og vilja virkilega berj- ast við verðug verkefni. Því er ekki að neita að það hefur jákvæð áhrif á hópinn þegar við höfum glímt við stórbruna og tekist ágætlega. Því fylgir vellíðan að finna að æfingar hafi skilað sér og mega sín einhvers við erfiðan starfa, en þá á ég við bruna án manntjóns. Öllum líður illa þegar manneskja ferst í bruna og þegar „við missum mann“, eins og við upplifum slíkt því maður dó á okkar svæði, hefur það gífurleg áhrif á mannskapinn sem lengi á eftir er niðurlútur og gagnrýninn á sjálfan sig.“ Dreymdi þig slökkviliðsstjóra- drauma? „Nei. Það verður að segjast alveg eins og er, og karlmenn verða að sætta sig við það, að þeir sem taka ákvarðanir í okkar lífi eru eigin- konurnar. Þá er ég ekki að segja að konuna hafi dreymt um að gift- ast slökkviliðsmanni, heldur þróuð- ust hlutirnir þannig þegar ég var að klára verkfræðinám í Svíþjóð og vildi fara heim. Þá sagði konan nei því okkur báðum og börnunum leið svo vel í Lundi. Og af því ég er svo góður eiginmaður sagði ég já og dreif mig í framhaldsnám í bruna- verkfræði. Eftir það vildi ég aftur fara heim en konan ekki, og þá fór ég að vinna við brunahönnun. Atvik höguðu því svo þannig að laus staða var hjá slökkviliðinu þegar ég kom heim 1991 og hér er ég enn, sem slökkviliðsstjóri frá 2004.“ Ferðu sjálfur í útköll? „Ég fer í öll þau útköll sem teljast stærri og flóknari, og alltaf á vett- vang stórslysa og slysa af völd- um umhverfismengunar, sem er vaxandi þáttur. Þetta er vissulega flókið og krefjandi starf en verð- ur ekki eins erfitt þegar maður vinnur með hópi góðs fólks sem hefur brennandi áhuga á starfinu. Sumt fólk mætir til vinnu sinnar „af því bara“, en hjá slökkviliðinu vinnur enginn „af því bara“. Þetta er samstilltur hópur sterkra ein- staklinga sem standa saman í blíðu og stríðu.“ Eldvarnir eru ekki einkamál Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, mætir aldrei til vinnu sinnar „af því bara“, frekar en aðrir í hans liði. Hann segir einkenna starf slökkviliðsins hversu einhuga, sterkir og samstilltir íslenskir slökkviliðsmenn eru. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.