Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 56
BLS. 12 | sirkus | 25. JANÚAR 2008 ■ Hverjir voru hvar? Aldrei þessu vant var Sirkusstjór- inn í rólegri kantinum um síðustu helgi og setti krafta sína í að neyta dýrindismatar og naut huggulegheita í heimahúsi. Á laugardagskvöld var þó skriðið undan feldinum og haldið út á lífið. Að þessu sinni sem og endranær varð Boston fyrir valinu sem var stút- fullt af skemmtilegheit- um. Tónlistarmennirnir Magnús Þór Sigmundsson og Gummi Jóns í Sálinni fögnuðu þar tilverunni kampakátir en fyrr þetta sama kvöld öttu þeir kappi í Laugardagslögun- um þar sem lag Magnúsar þurfti að láta í lægri pokann fyrir lagi Gumma. Tónlistar- og bankastarfs- maðurinn Sölvi Blöndal var þar sömuleiðis með huggulega konu sér við hlið og virtist rómantíkin svífa þar yfir vötnum. Leikararnir voru ekki langt undan þetta kvöld en Boston virðist vera núna félagsmiðstöð leikara. Halldór Gylfason fór þar fremstur í flokki og bar allóvenjulega húfu þetta kvöld sem spillti ekki fyrir sjarma leikarans góðkunna. Pressuleikar- arnir Magnús Jónsson og Orri Huginn voru sömuleiðis kátir og skemmtu sér vel með Sigríði Eyrúnu leikkonu sem lék á als oddi. Eftir góða stund á barnum sem var aðeins lengri en lagt var upp með hélt Sirkusstjórinn heim sæll og glaður. 1 Það er einungis korter í eldheitt stefnumót, þú stendur enn á nærfötun- um einum fata og hefur ekki hugmynd um hverju á að klæðast fyrir kvöld sem gæti orðið örlagaríkt ef haldið er rétt á spöðunum. Á slíkum stundum gæti símtal til Dorritar Moussaieff bjargað málunum og sjálfstraustinu, því hver gefur betri stílráð en smekklega forsetafrúin? 10 SÍMANÚMER sem gætu bjargað lífi þínu á ögurstundu 2 Þú ert staddur í uppáhaldsbúðinni þinni sem er ekki alveg í þínum verðflokki. Þú ákveður að splæsa í nokkra hluti en þegar komið er að skuldadögum og þú lætur renna kortinu í gegn er því miður engin heimild. Með númer Björns Inga Hrafnssonar í símanum væri þó málið leyst, þú gætir pottþétt fengið hann til að kría út góðan afslátt og jafnvel fengið að skrifa það á flokkinn um leið. 3 Árshátíðin er eftir örfáar vikur, svínahryggurinn situr fastur á mjöðmunum og síðuspikið er í algjöru hámarki eftir jólahátíðarnar. Þú sérð fram á að þurfa að klæðast sirkustjaldi í stað pallíettukjólsins sem er engan veginn ákjósanlegur kostur. Ljóst er að hvorki aðhaldsnærbuxur né lífstykki munu halda svíninu inni en númerið hjá Jónínu Ben gæti svo sannarlega hjálpað þér að gera það með persónu- legri stólpípu- meðferð. 4 Þig langar að verða frægur fyrir annað en að halda úti rasistabloggi. Þú hefur bókstaflega reynt allt og veist ekki hvað þú átt til bragðs að taka því ofan á allt annað ert þú gjörsamlega sneyddur öllum hæfileikum. Í þessu tilfelli væri símanúmer söngvarans Geirs Ólafssonar kraftaverka- manns gullnáma og ætti hann heldur betur að geta deilt með þér heillaráðum um það hvernig best sé að öðlast frægð og frama. 6 Deitið þitt dömpaði þér í gegnum sms-skilaboð. Þú ert miður þín því þú þráir ekkert heitar en að fá ást þína endurgoldna. Þú hringir í Hallgrím Helgason og biður hann um að semja handrit að símtali sem myndi vinna ástina til baka. 7 Skammdegisþunglyndið er að fara með sálartetrið, brjóstbirtan er meira að segja hætt að hressa þig við. Með símanúmer mannsins sem er alltaf í stuði, Hemma Gunn, værir þú í góðum málum og eitt símtal við stuðboltann gæti heldur betur lyft þér upp í hæstu hæðir. Eina sem ber að taka með í reikninginn er að það er alltaf á tali hjá Hemma því hann er vinsæll símavinur. 8 Þú hefur fengið þig fullsadda/n af kassalög-uðu lífi þínu sem einkennist af gráum hversdagsleika. Þig langar að missa tökin svona einu sinni. Alla tíð hefur þig dreymt um að mæta í vinnuna og láta alla taka eftir þér. Þú slærð á þráðinn til Skjaldar stílista og mælir þér mót við hann og á mettíma mun hann breyta þér svo um munar. Þegar þú mætir í vinnuna með hrafnsfjarðir í hárinu, íklædd/ur svörtum latexgalla og í buffalóskóm snúa sér allir úr hálslið og þér líður öðruvísi. Tilfinning sem er ómetanleg. 9 Þú ert í tómum vandræðum með sjálfa/n þig og veist ekkert hvernig þú átt að vera. Þú labbar um hokin/n, umgengst ekki rétta fólkið og kannt enga mannasiði. Í slíkri tilvistarkreppu væri símanúmer Sigríðar Snævarr himnasending en hún er með áratugareynslu af þ ví hvernig á að hegða sér og bera sig. Í leiðinni gæti hún frætt þig um barnauppeldi á sextugsaldri. 10Þú ert búin/n að lifa allt of hátt og ert við það að brotlenda. Þú átt enga peninga og þar af leiðandi enga vini, allt virðist vera búið. Á slíkri örlagastundu væri langsmartast að hringja í Hannes Smárason. Þið gætuð deilt sögum af köflóttri tilveru. 5 Þú átt við svefnvandamál að stríða og hefur ekki fest svefn svo dögum skiptir. Símhringing til Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum gæti fært þig í faðm Óla Lokbrár á mettíma og hugsanlega á meðan Gunnar þylur trúarjátninguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.