Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 65
FÖSTUDAGUR 25. janúar 2008 25 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 806 5.201 +2,97% Velta: 7.702 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 8,27 +1,47% ... Bakkavör 49,50 +2,49% ... Eimskipafélagið 28,10 +1,44% ... Exista 12,06 +3,08% ... FL Group 10,60 +8,39% ... Glitnir 19,55 +3,71% ... Icelandair 26,35 +1,35% ... Kaupþing 701,00 +2,79% ... Landsbank- inn 30,65 +2,17% ... Marel 97,00 +1,57% ... SPRON 6,10 +8,54% ... Straumur-Burðarás 13,30 +2,70% ... Össur 91,00 +0,55% ... Teymi 5,70 +1,79% MESTA HÆKKUN ATL. AIRWAYS +11,77% SPRON +8,54% FL GROUP +8,39% MESTA LÆKKUN 365 -1,55% ICEL. GROUP -0,84% Umsjón: nánar á visir.is MARKAÐSPUNKTAR Kaupþing hefur, fyrir eigin reikning, hafið viðskiptavakt með hlutabréf Landsbankans í viðskiptakerfi OMX Nordic Exchange á Íslandi samkvæmt tilkynningu um viðskiptavaktasamn- ing. Hagvaxtarhorfur hér á landi eru heldur verri en áður að því er fram kemur í vefriti fjármálaráðuneytisins. Tekið er fram að ljóst sé að þróunin á fjármálamörkuðum hafi verið nei- kvæð síðan endurskoðuð þjóðhags- spá var birt um miðjan janúar og horfur því verri. Lækkun úrvalsvísitölunnar á mið- vikudag var sú mesta síðan 4. apríl 2006 en ekki 4. janúar sama ár líkt og mishermt var í blaðinu í gær. „Við þurftum að afskrifa 800 millj- ónir króna og kynnum að þurfa að afskrifa annað eins,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstjóri Askar Capital. Hann segir þetta skýrast af stöðutöku í erlendum skuldabréfa- vafningum, einkum bandarískum. „Afskriftirnar ógna ekki bankan- um,“ segir Tryggvi Þór, sem staddur er í Kúvæt, í leit að fjár- festingum. Endanlega niðurstöðu síðasta árs, segir hann þó ekki liggja fyrir. Kaupþing tilkynnti í haust að um sjö milljarðar króna yrðu afskrifaðir vegna bandarísku undir málslánanna. Óvíst er hvort eða til hversu mikilla afskrifta kann að koma hjá öðrum fjármála- fyrirtækjum, en uppgjör þeirra taka að birtast eftir helgina. Landsbankinn ríður á vaðið á mánudag. Straumur fjárfestingar- banki og Glitnir koma svo með uppgjör á þriðjudag. Á fimmtudag koma svo uppgjör Kaupþings og Existu. - ikh Útlit fyrir 1,6 milljarða króna afskrift hjá Öskum TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON Hefur afskrifað 800 milljónir og telur sig hugsan lega þurfa að afskrifa annað eins. Væntanleg uppgjör íslensku bankanna í næstu viku og breytt verðlagning þeirra hefur orðið til þess að kveður við mýkri tón í þeirra garð en áður í nýrri umfjöllun franska bankans BNP Paribas. Áréttar greiningardeild bankans að hér sé engin bráðnun í gangi í bankakerfinu. BNP Paribas segjast hafa verið neikvæðir í afstöðu til bankanna allt frá því í októberbyrjun, en hafi nú endurskoðað afstöðu sína að hluta. Bankinn er sammála áhættumati því sem endurspegl- ast í skuldatryggingarálagi bank- anna, að minnst áhætta tengist bréfum Landsbankans, þá Glitnis og svo mest bréfum Kaupþings. Álagið er þó sagt of mikið miðað við raunverulega stöðu og telja sérfræðingar bankans afar ólík- legt að Kaupþing fái ekki staðið við skuldbindingar sínar tengdar slíkri útgáfu. Þá hafi fjárfestar brugðist of hart við fregnum af erfiðleikum fjárfestingarfélaga hér og ofmetið áhrif þeirra á bankana. - óká PARÍS Í DESEMBER Heldur kveður við jákvæðari tón en áður í garð íslensku bankanna í nýrri umfjöllun franska bank- ans BNP Paribas. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Ekki bráðnar undan íslensku bönkunum Höfundur álits sænska bankans SEB Enskilda á Existu, sem gefið var út í vikubyrjun, hefur dregið mjög í land frá fyrri niðurstöðu sinni um félagið, að sögn Sigurðar Nordal, framkvæmdastjóra upp- lýsingasviðs Existu. Exista hafði samband við höf- undinn eftir birtingu álitsins og benti honum á helstu rangfærslur sem þar komu fram. Existumenn telja svörin ekki fullnægjandi og muni væntanlega óska frekari skýringa. Í álitinu segir að eiginfjárstaða Existu sé slæm og megi félagið einungis við fimm til tíu prósenta gengislækkun á eignasafni sínu áður en það gæti þurft að selja hluti í Sampo og Storebrand með afslætti. Greinandi bankans miðar lækk- un á eignasafni Existu í skandinav- ísku félögunum frá hæsta gengi þeirra á öðrum ársfjórðungi en eiginfjárstöðuna við lok þriðja ársfjórðungs. Þá er hlutdeild í hagnaði Sampo vegna sölu á bankastarfsemi vanreiknuð. Álit SEB Enskilda vakti mikið umtal um miðja viku en mál manna var almennt að umfjöllunin hafi verið illa unnin. - jab Enskilda situr við sinn keip Í gær var eiginfjárstaða (e. hard equity) ranglega nefnd lausafjár- staða í umfjöllun blaðsins um álit sænska bankans SEB Enskilda á stöðu Existu. LEIÐRÉTTING LÝÐUR OG ÁGÚST GUÐMUNDSSYNIR Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu, sagði álit SEB Enskilda í gær illa unnið og forsendur rangar. Óskað hefur verið frekari skýringa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.