Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 72
32 25. janúar 2008 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 13 Málþingið Enginn er eyland fer fram í Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð í dag á milli kl. 13 og 16. Málþingið er haldið í tilefni af útkomu bókarinnar Fjölmenning á Íslandi sem Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum við Kennara- háskóla Íslands og Háskólaútgáfan gefa út. Aðgangur að málþinginu er ókeypis og allir eru velkomnir. Gaman er að því þegar upprenn- andi listamenn láta að sér kveða. Að líta verk þeirra augum er ekki ósvipað því að hafa skyndilega öðlast ofurkraft til þess að gægj- ast inn í framtíðina. Slík tíma- vélareynsla er í boði í Tjarnarbíói í kvöld þegar nemendur úr Lista- háskóla Íslands standa fyrir sýn- ingu. Nemendurnir koma úr öllum deildum Listaháskólans og hafa í sameiningu, og á aðeins þremur vikum, unnið sýningu sem erfitt er að fella í bás sökum þess fjölda ólíkra listgreina sem koma fyrir í henni. Þannig má greina þætti úr hönnun og arkitektúr, myndlist og myndbandalist, tónlist og leik- list í sýningunni og engri listgrein gert hærra undir höfði en ann- arri. Sýningin nefnist „There is a police inside our heads“, en titill- inn gefur sterklega til kynna að áhrif íslenskrar tungu verði hverfandi í hérlendu listalands- lagi framtíðarinnar. Jafnframt má draga þá ályktun út frá titlin- um að í verkinu sé á einhvern hátt tekist á við sjálfsritskoðun, þann stranga löggæslumann sem þrammar strætin í hugum okkar allra. En þetta eru þó aðeins get- gátur og lítið annað hægt að gera til að fá botn í málið en að upplifa sýninguna á eigin skinni. Sýningin fer fram, sem fyrr segir, í Tjarnarbíói í kvöld og hefst kl. 20. Miðaverð er 500 kr. - vþ Nemar spreyta sig FRAMTÍÐ ÍSLENSKRAR LISTAR Mynd frá æfingum á sýningunni „There is a police inside our heads“. Tríó Artis heldur á sunnudag sína árlegu nýárstónleika í Mosfells- kirkju nú á sunnudag, fjórða árið í röð. Líkt og undanfarin ár mun tríóið, skipað þeim Kristjönu Helgadóttur flautuleikara, Gunnhildi Einarsdóttur hörpuleikara og Þórarni Má Baldurssyni víóluleikara, flytja tríósónötu Claudes Debussy. Sónatan, sem er fyrsta verkið sem skrifað var fyrir þessa hljóðfæraskipan, þykir jafn marg- slungin og hún þykir falleg. Meðlim- um Tríó Artis finnst því nauðsynlegt að flytja hana að minnsta kosti einu sinni á ári og þá helst í janúar þegar þörfin fyrir hlýja og litríka tóna impressjónismans er sem mest. Á tónleikunum mun tríóið einnig flytja ljúfa tónlist eftir tónskáld á borð við J. S. Bach, Germaine Taillefere og Atla Heimi Sveinsson, en verk Atla Heimis er eina íslenska verkið sem til er fyrir þessa hljóðfæraskipan. Tónleikarnir hefjast kl. 17 á sunnudag. Tónleikarnir eru styrktir af Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar og er aðgangur að þeim ókeypis og öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Debussy á nýju ári Opna, nýtt útgáfufyrirtæki, tók til starfa í gær. Það eru tveir stólpar úr áratuga starfi hjá Máli og Menningu og síðar Eddu, Sigurður Svav- arsson og Guðrún Magnúsdóttir sem standa að útgáfunni og meðal verkefna sem þau munu sinna á næstu mánuðum er að þjónusta utgáfu Almenna bókafélagsins sem var skilin undan þá Björgólfur Guðmundsson seldi hlut sinn í Eddu. Hin nýja útgáfa stefnir að almennri bókaútgáfu auk þess sem fyrirtækið tekur að sér vinnslu og dreifingu verka fyrir innlendan og erlendan markað. Opna mun einnig bjóða einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum upp á útgáfuráðgjöf og -þjónustu.Við upphaf starfsemi Opnu liggja fyrir samningar og áætlanir um útgáfu allmargra titla. Meðal væntanlegra verka er að finna stórvirki um myndlistarsögu mannkynsins, grund- vallarrit um íslenska náttúru, fræðirit fyrir almenning um loftslags- málin, ævintýralega ljósmyndabók um himinhvolfin, tvær íslenskar ævisögur, eftirtektarverðar dýralífsbækur og leiðsögurit um Ísland. Sigurður Svavarsson verður útgefandi Opnu og Guðrún Magnús- dóttir framkvæmdastjóri. Þau hafa í starfi sínu tengst öllum þáttum bókaútgáfu, allt frá hugmynd til prentaðrar bókar. Sigurður var síðast aðalútgáfustjóri Eddu en áður hafði hann meðal annars verið framkvæmdastjóri Máls og menningar. Guðrún var forstöðumaður framleiðsludeildar Máls og menningar og síðar Eddu. Hún annaðist verkstjórn á ritstjórn þessara forlaga og stýrði framleiðslu á hundr- uðum titla árlega. Þau Guðrún og Sigurður búa einnig að tengslum við stærstu útgáfufyrirtæki Evrópu og Norður-Ameríku, auk allra helstu útgáfufyrirtækja á Norðurlöndum. Ýmsir bakhjarlar, sem meðal annars tengjast bókagerð, grafískri hönnun og upplýsingamiðlun, standa að Opnu auk þeirra Guðrúnar og Sigurðar. Búast má því við að hluthafar verði í framtíðinni fleiri. Bókaútgáfan Opna er til húsa í Skipholti 50b. - pbb Útgáfufyrirtækið Opna komið á laggirnar Aðdáendur endurreisnar- og barokktónlistar kætast væntanlega við þær fregnir að á sunnudagskvöld býðst þeim að hlýða á söngva, svítur og dansa frá 16. og 17. öld í Salnum í Kópavogi. Tónleikarnir eru hluti af Tíbrá, tónleikaröð Salarins. Á tónleikunum, sem bera titilinn „Music for a while,“ koma fram alt söngkonan Jóhanna Halldórs- dóttir, Hildigunnur Halldórsdóttir, sem leikur á barokkfiðlu, Ólöf Sess- elja Óskarsdóttur sem leikur á víólu da gamba og Guðrún Óskars- dóttir sem leikur á sembal. Efnis- skrá tónleikanna er alfarið helguð enskri tónlist. Við sögu koma tón- skáldin á borð við John Blow, Thomas Weelkes, Henry Lawes, Orlando Gibbons og John Dowland að ógleymdum Henry Purcell. Söngkonan Jóhanna segir ástæð- una fyrir þessari ensku efnisskrá einfalda: „Þessi tónlist er bara svo flott. Að auki er ensk barokktónlist ekki mikið leikin í samanburði við ítalska, franska og þýska barokk- tónlist og því langaði okkur til að gera henni hærra undir höfði. Það sem helst skilur ensku tónlistina að frá þeirri sem samin var á megin- landinu er kímnigáfan. Textarnir eru gjarnan afar fyndnir og í þeim er mikið daður og kossaflens, sem á reyndar við um ítalska tónlist líka, en þegar textarnir eru á ensku hafa fleiri tækifæri til þess að skilja þá og hafa gaman að.“ Henry Purcell er fyrirferðar- mikill á efnisskránni. „Hann var líka ótrúlegur snillingur,“ segir Jóhanna. „Á stuttri ævi náði hann að semja stórkostlega tónlist sem er ekki síst markverð fyrir fjöl- breytileika sinn. Eftir hann liggja bæði hnyttin þjóðlagakennd stef og útflúraðar aríur og ýmislegt þar á milli.“ Barokktónlist á sífellt meiri vin- sældum að fagna hér á landi. Jóhanna segir þessa tegund tónlist- ar enda fjölbreytilegri en ætla mætti við fyrstu sýn. „Mér þykir barokktónlist heillandi þar sem hún býður upp á mikla möguleika í flutningi. Tónlistin er sjaldan útskrifuð í heild heldur vinnur tón- listarfólk út frá laglínu, en hefur sjálft tækifæri til að ákveða útfærslur og skreytingar, innan vissra marka þó. Því er alltaf dálítil sköpun fólgin í flutningi þessarar tónlistar.“ Tónleikarnir hefjast kl. 20 á sunnudagskvöld. vigdis@frettabladid.is Kímnigáfa að enskum sið FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R VIÐ ÆFINGAR Tónlistarkonurnar flytja tónlist eftir ensk tónskáld í Salnum á sunnudagskvöld. TONLIST Claude Debussy. BÓKAÚTGÁFA Sigurður Svavarsson og Guðrún Magnúsdóttir. Þjóðleikhúsið um helgina Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Vígaguðinn mið 23/1 forsýn. uppselt fös 25/1 frumsýn. uppselt. lau 26/1 uppselt Ívanov fös. 25/1 örfá sæti laus. lau. 26/1 örfá sæti laus. Takmarkaður sýningafjöldi Konan áður sun 27/1 örfá sæti laus Leikstjóraspjall að lokinni sýningu Skilaboðaskjóðan sun. 27/1 kl. 14 & 17 örfá sæti laus Gott kvöld, barnasýning sun 27/1 kl. 13.30. Fáar sýningar eftir SUN 27. JANÚAR KL. 20 TÍBRÁ: MUSIC FOR A WHILE JÓHANNA HALLDÓRS OG BAROKKSVEIT. SÖNGVAR OG DANSAR FRÁ 16.ÖLD Miðaverð 2000 kr LAU 2. FEBRÚAR KL. 13 TÓNLEIKAR TKTK MYNDIR Á SÝNINGU ÚR HNOTUBRJÓTNUM PÉTUR OG ÚLFURINN MYRKIR MÚSÍKDAGAR VIKUNA 3. – 10. FEB 08 www.salurinn.is 25 jan uppselt 30 jan örfá sæti laus 27 febrúar 28 febrúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.