Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 78
38 25. janúar 2008 FÖSTUDAGUR NÝTT Í BÍÓ!NÝTT Í BÍÓ! NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 14 16 16 10 7 14 10 14 7 CLOVERFIELD kl. 6 - 8 -10* BRÚÐGUMINN kl. 6 - 8 ALIEN VS PREDATOR 2 kl. 10 *KRAFTSÝNING 14 7 16 10 7 16 12 16 THE DARJEELING LIMITED kl.6 - 8 - 10 BRÚÐGUMINN kl. 6 - 8.20 - 10.30 LUST CAUTION kl.6 - 9 ÍM NOT THERE kl.5.20ótextuð THE MIST kl. 8 - 10.30 CLOVERFIELD kl. 4 - 6 - 8 -10 BRÚÐGUMINN kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 BRÚÐGUMINNLÚXUS kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 ALIEN VS PREDATOR 2 kl. 6 - 8 - 10.10 THE MIST kl. 5.30 - 10.30 THE GOLDEN COMPASS kl. 8 ALVIN & ÍKORNARNIR kl. 4 ÍSLENSKT TAL DUGGHOLUFÓLKIÐ kl. 3.45 CHALIE WILSONS WAR kl. 5.45 - 8 - 10.15 THE DARJEELING LIMITED kl. 6 - 8 - 10 BRÚÐGUMINN kl. 5.50 - 8 - 10.10 PERSEPOLIS kl. 8 - 10 DUGGHOLUFÓLKIÐ kl. 6 5% 5% 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI TENGDU AUKAKRÓNUM! !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu EITTHVAÐ SKELFILEGT ER Á SVEIMI! STÆRSTA JANÚAROPNUN SÖGUNNAR Í BANDARÍKJUNUM! TILNEFND TIL ÓSKARSVERÐLAUNA BESTA TEIKNIMYNDIN REYKJAVÍK AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS ÁLFABAKKA KEFLAVÍK KRINGLUNNI AKUREYRI SELFOSS CHARLIE WILSON´S WAR kl. 3:40D -5:50D -8D -10:20D 12 CHARLIE WILSON´S WAR kl. 3:40 - 5:50 - 8 -10:20 VIP THE GAME PLAN kl. 3:20 - 5:40 - 8 -10:20 L NAT. TREASURE 2 kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 DEATH AT A FUNERAL kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 7 I AM LEGEND kl. 8 14 TÖFRAPRINSESSAN M/- ÍSL TAL kl. 3:30 L ENCHANTED M/- ENSK TAL kl. 5:50 L AMERICAN GANGSTER Síðustu sýningar kl. 10:20 16 BÝFLUGUMYNDIN M/- ÍSL TAL kl. 3:30 L CLOVERFIELD kl. 6 - 8 - 10 14 CHARLIE WILSON´S WAR kl. 8D - 10:20D 12 MICHAEL CLAYTON kl. 5:40 - 8 7 THE GAME PLAN kl. 3:40 - 5:50 L NAT. TREASURE 2 kl. 10:30 12 TÖFRAPRINSESSAN M/- ÍSL TAL kl. 3:30 L BÝFLUGUMYNDIN M/- ÍSL TAL kl. 4D L BRÚÐGUMINN kl. 8 - 10 L GAME PLAN kl. 5:45 L SYDNEY WHITE kl. 8 L THE NANNY DIARIES kl. 10 L ALVIN OG ÍK... M/- ÍSL TAL kl. 6 L BRÚÐGUMINN kl. 8 - 10:10 7 NANNY DIARIES kl. 8 L RUN, FAT BOY, RUN kl. 10:10 L CHARLIE WILSON´S WAR kl. 8 - 10 12 EATH AT A FUNERAL kl. 8 7 THE GAME PLAN kl. 6 L TÖFRAPRINSESSAN ÍSL TAL kl. 6 L NATIONAL TREASURE 2 kl. 10 12 Tom Hanks, Julia Roberts og Philip Seymor Hoffman fara á kostum í þessari gamansömu mynd sem byggð er á raunverulegum atburðum. TILNEFNDTIL ÓSKARSVERÐLAUNA. - bara lúxus Sími: 553 2075 LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR C L O V E R F I E L D kl. 4, 6, 8 og 10 14 BRÚÐGUMINN kl. 4, 6, 8 og 10 7 ALIENS VS PREDATOR 2 kl. 8 og 10 16 THE GOLDEN COMPASS kl. 5 10 Átök brjótast út á milli andstæðra skrímslafylkinga í geimskipi á sporbaug um jörð, með þeim afleið- ingum að það hrapar og brotlendir í bandarískum smábæ. Blóðþyrst kvikindi sleppa úr haldi og leita inn í bæinn, þar sem grandvaralausir íbúarnir reynast framan af alls vanmáttugir gagnvart óvættunum, þar til þeim berst óvæntur „liðs- auki“ utan úr geimnum. Alien vs. Predator 2 er sjálfstætt framhald Alien vs. Predator, þar sem tveimur af frægustu skrímsl- um kvikmyndasögunnar er att saman. Hugmyndin var fengin úr teiknimyndablöðum þar sem fjend- urnir voru leiddir saman, eftir að hafa lifað góðu lífi hvor í sínum myndabálkinum. Kvikmyndalegi samslátturinn frá 2004 olli nokkr- um vonbrigðum, ekki síst vegna lélegs handrits. Framleiðendurnir sáu sér ekki annað fært en að byrja frá grunni í nýju myndinni, þar sem áhorfend- um er lofað tvöfalt betri mynd. Sjálfsagt er það ástæða þess að ekki dugði minna til en tveir leik- stjórar, bræðurnir og brellumeist- ararnir Colin og Greg Strause, sem hétu því að ganga skrefi lengra í viðbjóði. Sá hluti loforðsins hefur sannar- lega verið efndur. Skrímslin ganga berserksgang í bænum og sporðr- enna þar hverju manngreyinu á fætur öðru milli þess sem þau reyna að murka lífið hvert úr öðru. Blóðbaðið nær hámarki á fæðingar- deild bæjarins en þá er líka ekki laust við að manni finnist fulllangt gengið. Sagan virðist því miður hafa gleymst í öllum hamaganginum, þar sem ekki er meira kjöt á bein- unum en á einu fórnarlamba skrímslanna. Persónusköpun er engin, auk þess sem menn virðast seint ætla að skilja að meira þarf til en hlýrabol, byssu og blautar krullur til að skapa áþekka hetju og Ripley. Fögur fyrirheit um tvö- falt betri mynd virðast því fara fyrir lítið, sé miðað við þær fyrri. Alien vs. Predator 2 hefur engu að bæta við hinar myndirnar. Roald Viðar Eyvindsson Blautar krullur duga skammt KVIKMYNDIR Alien vs. Predator 2 Leikstjórar: Colin og Greg Strause. Aðalhlutverk: Reiko Aylesworth, Ste- ven Pasquale og John Ortiz. ★★ Alien vs. Predator 2 hefur engu við fyrri myndir að bæta. Sönghópurinn Luxor er hættur eftir stutta viðveru í bransanum. Ekki er beint hægt að segja að skiptar skoðanir séu á skyndilegu fráhvarfi sveitarinnar. „Ég á ekki eftir að sakna þeirra persónulega en ég óska þessum piltum alls hins besta í framtíðinni,“ segir Óli Palli á Rás 2. „Ég tel alls ekki að þetta sé dauðadómur yfir þessari tegund tónlistar. Það hefur fullt af fólki smekk fyrir svona tónlist þótt ég hafi það ekki persónulega. Ætli Einar Bárðarson sé ekki bara að fókusera á England og Garðar Cortes og því líklega lítið bensín eftir fyrir Luxor-vélina.“ Brynjar Már Valdimarsson hjá FM957 er á svipaðri skoðun og Óli. „Nei, ég get nú ekki sagt að ég sakni Luxor, enda var ég ekki fan, en mér fannst þetta konsept engu að síður ekkert galið,“ segir hann. „Maður hefur nú trú á því sem Einar Bárðar- son hefur verið að setja saman og því kom þessi stutti líftími Luxor mikið á óvart. Manni finnst skrýtið að þessu hafi ekki verið haldið lengur úti fyrst það var á annað borð verið að fara í gang með þetta. Líklega er Einar bara of upptekinn í öðru.“ Brynjar segir Luxor-hópinn smávegis hafa verið spilaðan á stöðinni. „Aðallega á kvöldin þegar við erum með rólegri og þægilegri tónlist. Þeir voru miklu meira spilaðir á Bylgjunni.“ „Var þessu ekki sjálfhætt?“ spyr Ívar Gumunds- son hjá Bylgjunni. „Þetta byrjaði með svaka flugeldasýningu og reykbombum og fuðraði svo bara upp. Mér sýndist þeir ekki ná neinu flugi. Við spiluðum einhver 3-4 lög með þeim en það stóð alls ekki upp úr af því sem var í gangi á síðasta ári. Ég missi ekki nætursvefn og á ekki eftir að sakna þeirra.“ Ívar segir þó ekki útilokað að „drengja“-band á borð við Luxor geti gengið hérlendis. „Það þarf þá að kveikja betur á perunni. Eða öllu heldur að skipta bara alveg um peru.“ Mest eru fagnaðarlætin hjá útvarpsstöðinni X- inu. Þar hefur andstaðan við meint hryðjuverk Einars Bárðarsonar verið svo mikil að farið var í gang með undirskriftalistann „Stöðvum Einar Bárðarson“. „Andlát Luxor eru klárlega bestu fréttir vikunnar,“ segir Þorkell Máni á X-inu. „Í kringum siðleysi borgarstjórnarinnar, hrun verðbréfamark- aðarins og slælegt gengi handkastlandsliðsins var kominn tími á góðar fréttir.“ Þótt Luxor hafi gefið upp öndina segir Þorkell Máni að baráttunni fyrir betri og skemmtilegri tónlist sé hvergi nærri lokið. „Það er nóg eftir og það þarf að bæta margt í þessum tónlistarheimi. Fólk er ennþá að mæta á böll með hljómsveitum eins og Á móti sól og Dalton-bræðrum. Það munu líka alltaf koma upp fleiri svona framleiðsluhug- myndir og einhver ófrumleg poppbönd. Síðasti hálfvitinn er ekki fæddur. Baráttan heldur áfram.“ gunnarh@frettabladid.is Syrgja ekki Luxor-hópinn BARÁTTAN HELDUR ÁFRAM Þorkell Máni á X-inu. FULLT AF FÓLKI SEM HAFÐI GAMAN AF LUXOR Óli Palli á Rás 2. MISSIR EKKI NÆTURSVEFN Ívar Guðmundsson á Bylgj- unni. EINAR LÍKLEGA OF UPPTEK- INN Í ÖÐRU Brynjar Már hjá FM957. Næsta kvikmynd um leyniþjón- ustumanninn James Bond mun heita Quantum of Solace. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi með framleiðendum myndarinnar í gær. Titillinn er fenginn frá smá- sagnasafni Ian Fleming, skapara Bond. Þótt James Bond flakki allt- af um heiminn í kvikmyndum sínum verður stærsti hluti mynd- arinnar tekinn upp í Pinewood- myndverinu í Buckingham-skíri. Breski leikarinn Daniel Craig mun endurtaka leikinn sem hinn kvensami leyniþjónustumaður en talið er að myndin verði framhald af Casino Royale sem skaut Craig upp á stjörnuhimininn. En leikar- inn hefur aldrei haft jafn mikið að gera á hvíta tjaldinu eftir að hann skellti sér í smókinginn víðfræga. Craig verður að sjálfsögðu umkringdur fögrum fljóðum en þær Gemma Arterton og Olga Kurylenko munu berjast um hylli Bond auk þess sem telja verður líklegt að þær setji strik í reikn- inginn hjá Bond. Illmennið verður hins vegar í höndum hins franska Mathieu Amalric. Bond-mynd fær nafn Poppsveitin Hjaltalín heldur útgáfutónleika í kvöld á Græna hattinum á Akureyri. Aðrir útgáfutónleikar verða á Nasa 14. febrú ar ásamt Ólöfu Arnalds og Borko. Hjaltalín mun spila lög af plötu sinni Sleepdrunk Seasons sem kom út fyrir jól og fékk úrvals viðtökur gagn rýnenda. Framundan eru tónleikar í Belgíu 26. febrúar og tvennir tónleikar í Danmörku; þeir fyrri með múm og Borko 27. febrúar og hinir síðari með Sprengjuhöllinni 1. mars. Hjaltalín fagnar plötu HÖGNI EGILSSON Högni og félagar í Hjaltalín halda útgáfutónleika á Akureyri í kvöld. NÝTT TEYMI Næsta Bond-mynd hefur hlotið nafnið Quantum of Solace og að sjálfsögðu verður Daniel Craig í hlut- verki flagarans Bond. Með honum eru leikkonurnar Olga Kurylenko og Gemma Arterton. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.