Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 86
46 25. janúar 2008 FÖSTUDAGUR BESTI BITINN Í BÆNUM 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. glufa 6. tveir eins 8. líða vel 9. forsögn 11. tveir eins 12. mánuður 14. ólæti 16. skammstöfun 17. angra 18. bókstafur 20. verslun 21. sjá eftir. LÓÐRÉTT 1. eldhúsáhald 3. tvíhljóði 4. nýfætt lamb 5. starfsgrein 7. frami 10. púka 13. kæla 15. þekkja leið 16. þögn 19. frú. LAUSN LÁRÉTT: 2. rauf, 6. uu, 8. una, 9. spá, 11. gg, 12. apríl, 14. hasar, 16. þe, 17. ama, 18. eff, 20. bt, 21. iðra. LÓÐRÉTT: 1. ausa, 3. au, 4. unglamb, 5. fag, 7. upphefð, 10. ára, 13. ísa, 15. rata, 16. þei, 19. fr. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1. 5,5 prósent. 2. Heath Ledger. 3. Við Grindavík. „Við erum hreinir sveinar þegar kemur að Íslandi,“ segja þeir félagar Tommy Lee og DJ Aero sem halda sína fyrstu tónleika hér á landi á Nasa í kvöld á vegum Jóns Jónssonar og Elect(K)ronik. „Þetta er í fyrsta sinn sem við komum til Íslands og við hlökkum mikið til.“ Átta ár eru liðin síðan þeir hitt- ust fyrst en samstarfið tók á sig heilsteyptari mynd fjórum árum síðar þegar þeir fóru í sitt fyrsta tónleikaferðalag saman. „Það hefur gengið vel hjá okkur og við erum búnir að spila á svona fimm- tíu tónleikum hérna í Bandaríkj- unum og núna erum við á leiðinni til Íslands.“ Mikið hefur verið rætt um sukksamt líferni Tommys auk þess sem hann þykir mikill kvennabósi, enda fyrrverandi eiginmaður kynbombunnar Pamelu Anderson og liðsmaður rokksveitarinnar Mötley Crüe, sem hefur marga fjöruna sopið. Íslenskar stúlkur hafa lýst yfir áhuga á að sofa hjá kappanum og í auglýsingum fyrir tónleikana eru feður hvattir til að læsa dætur sínar inni því sjálfur Tommy sé á leiðinni. „Það er alls ekki nauð- synlegt,“ segir Tommy. „Sleppið þeim bara öllum lausum, því fleiri því betra,“ segir hann hlæjandi og kippir sér greinilega lítið upp við auglýsinguna. Magni Ásgeirsson, kunningi Tommy úr Rockstar: Supernova- þáttunum, sagði fyrir skömmu að þeir sem færu í partí hjá Tommy yrðu ekki sviknir og rokkarinn tekur undir það. „Hann ætti að vita það, hann hefur farið í nokk- ur eftirpartí hjá mér,“ segir hann og hlær. „Við höldum frábær partí og þessi tónlist sem við spilum er svo stór um sig að það er erfitt að útskýra hana. Þetta er svæsið elektró og slær gjörsamlega allt út,“ segir hann og Aero bætir við í léttum dúr: „Spurningin er sú hvort Íslendingar séu tilbúnir fyrir okkur?“ Aero segist vera mjög heppinn að fá að starfa með rokkaranum Tommy. „Ég fæ að ferðast út um allt og við höfum skemmt okkur vel. Fólk segir við mig að ef ég geti ekki spilað sé það til í að hlaupa í skarðið fyrir mig. Það er löng röð á meðal kollega minna í plötusnúðabrasanum að fá að starfa með Tommy.“ Tommy viðurkennir að Magni, eða Magni-ficent eins og hann hefur kallað hann, eigi alveg möguleika á að slá í gegn í Banda- ríkjunum hafi hann áhuga á því. „Hann er mjög vinsæll og hann er tvímælalaust mjög hæfileika- ríkur. Þessi strákur getur sungið, spilað á gítar og samið lög og ég held að hann eigi alveg jafn góða möguleika og hver annar. Von- andi kemur hann á tónleikana og hittir okkur.“ freyr@frettabladid.is TOMMY LEE: SPENNTUR FYRIR TÓNLEIKUNUM Á NASA Í KVÖLD Því fleiri stelpur, því betra SLEPPIÐ STELPUNUM LAUSUM Tommy Lee, til hægri, og DJ Aero halda tónleika á Nasa í kvöld. Í einkaviðtali við Fréttablaðið segir Tommy að hann vonist til þess að sem flestar stelpur láti sjá sig í kvöld. Hann hrósar Magna Ásgeirssyni og vonast til að hitta hann í kvöld. Björgvin Halldórsson – Bó – er maður hinna meitluðu yfirlýsinga. Hann blæs nú til hefðbundins þorrablóts í Krikanum ásamt FH-ingum og verður það 9. febrúar. Hver stórstjarnan af annarri stígur á svið: Stebbi Hilmars, Eyfi, Sigga Beinteins, Raggi Bjarna, Þorgeir Ástvalds að ógleymdum Geira Ólafs. South River Band kemur fram ásamt hljómsveitinni Von frá Sauðárkróki. Fjölmiðlar hafa haft fleiri hnöppum að hneppa í moldviðri undanfarinna daga en oftast áður. Virðist þetta þó engum bátum rugga hjá Bó sem sendi í gær blaðamanni, ásamt mögnuðu veggspjaldi sem hannað hefur verið um atburðinn, þessa sakleysis- legu fyrirspurn: Er ekki vert að gera þessu verkefni skil í allri gúrkunni? „Þetta er líklega flottasta dagskrá blótsins frá upphafi, landsþekktir skemmtikraftar og öllu til tjaldað,“ segir Bó þegar Fréttablaðið setti sig í samband við hann. Þetta er í sjöunda skipti sem FH-ingar halda þorrablót og hefur alltaf verið troðfullt íþróttahúsið. Bó segir Von hörkuband en það mun leika undir hjá Bó, Eyfa, Siggu og Stebba sem ætla að taka lagið saman ef svo ber undir. „Þeir væru náttúrlega ekkert að spila þarna nema þeir væru góðir. Geiri Ólafs? Jújújú, ég er eldheitur aðdáandi hans. Eða … ég hef alltaf haft gaman af mönnum sem gefa lífinu lit.“ Veislustjóri blótsins ásamt Bó er svo Katrín Júlíusdóttir og segir Bó aðspurður ekki annað hafa komið til greina en að fá kynþokkafyllsta þingmanninn í það verkefni – þó úr Kópavogi sé. - jbg Bó eldheitur aðdáandi Geirs Ólafs BÓ Segir komandi þorrablót í Krikanum eitthvert það glæsilegasta sem um getur. GEIRI ÓLAFS Gefur lífinu lit að mati Bó en Geir er einn þeirra sem skemmta á þorrablóti FH-inga. „Það er klárlega Salatbarinn, númer eitt, tvö og þrjú. Þar er fjölbreytt fæði, hollt og gott og hugguleg stemning. Það er ótrú- lega gott að fara þangað.“ Rakel Dögg Bragadóttir, handboltakona í Stjörnunni. Auglýsingasími – Mest lesið Í gær voru flestir á gólfi ráðhússins sveittir á efri vörinni. Þó er haft eftir Júlíusi Vífli Ingvars- syni, sem reyndi að sýnast rólegur, við það tækifæri: Uss, það má nú alltaf æsa menntaskólakrakka upp í einhverja vitleysu. Á pöllunum var hins vegar eldri maður sem kominn var til að fagna en æpti á mótmælendur að þeir minntu hann á skrílslæti nasista skömmu fyrir seinni heimstyrjöld. Sagan segir að þegar Davíð Oddsson hringdi í Ólaf F. Magn- ússon, þá forseta borgarstjórnar nú borgarstjóra, til að panta Tjarnar- salinn undir afmælisveislu sína hafi Ólafi orðið svo mikið um að hann taldi í fyrstu um gabb að ræða. Eftir nokkurn valkvíða hringdi hann í Davíð og fékk það staðfest að það hefði verið hann sem vildi salinn. Davíð hrósaði svo Ólafi í veislunni fyrir snögg viðbrögð. Svo heitt var í kolum í ráðhúsinu að menn höfðu ekki við að fylgjast með. Þannig sló í brýnu milli Láru Ómarsdóttur fréttamanns og Kristínar Hrefnu Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra borgarstjórnar- flokks Sjálfstæðismanna, en Kristín er tengdadóttir Geirs Haarde forsætisráðherra. Nýr borgarstjóri hafði fallist á að veita Láru viðtal en Kristín Hrefna skarst í leikinn og bannaði það, dró Ólaf F. til hliðar og sagði að Gísli Marteinn Baldursson hefði gefið fyrirmæli um að Ólafur mætti ekki fara í téð viðtal. Eitt af hinu óvænta sem gerðist í kjölfar vendinga gærdagsins er að nú er Ásta Þorleifsdóttir F-lista orðin varaformaður stjórnar Orku- veitunnar. Framsýnustu menn munu varla hafa getað spáð fyrir um það. -jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég er búinn að vera aðdáandi síðan ég keypti Shout at the Devil- plötuna árið 1985,“ segir Þráinn Árni Baldvinsson, einn harðasti aðdáandi rokksveitarinnar Möt- ley Crüe hér á landi. „Þetta er „glam“ eins og það gerist best. Þótt þeir eigi hræðilegar plötur inni á milli þá eru þarna toppar eins og Dr. Feelgood sem er ein besta platan í rokksögunni. Svo komu þeir svolítið á óvart með New Tattoo sem kom út árið 2000 en þá var Tommy reyndar ekki með. Þeir eiga líka eina bestu rokkbók sem hefur verið gefin út, The Dirt. Hún er skyldulesning fyrir alla áhugamenn um tónlist enda ótrúlegt líf sem þessir gaurar eru búnir að lifa,“ segir Árni, sem er sjálfur meðlimur rokksveitarinnar Sága og fyrr- verandi meðlimur Klamidíu X. Eins og kemur fram hér að ofan spilar trommari Mötley Crüe, Tommy Lee, á Nasa í kvöld ásamt plötusnúðnum DJ Aero og hefur Þráinn lagt fram beiðni til skipu- leggjenda tónleikanna um að fá að hitta goðið. „Hann verður bara að árita bókina, það er ekkert flóknara en það,“ segir Þráinn, sem ætlar að sjálfsögðu að kíkja á tónleikana. „Hann segist vera hættur í rokkinu og það verður forvitnilegt að heyra hvort hann stendur við það. Það þýðir ekkert að breytast í eitthvert dansfrík og ég verð að viðurkenna að ég hef ekki mikla trú á þessu. Gaurinn er rokkari og hann má ekki gleyma því hvernig hann byrj- aði.“ Að sögn Þráins er helsti kostur Tommys að hann er heiðarlegur í því sem hann gerir. „Hann er hrikalega lifaður og er búinn að fara illa með sig með lyfjum og „búsi“. En hann er einlægur í því sem hann er að gera og ég held að það sé þess vegna sem hann kemst í gegnum það sem hann er að gera. Sagan segir síðan hvort þetta var kjaftæði eða ekki.“ - fb Aðdáandi Tommys í yfir tuttugu ár ÞRÁINN ÁRNI BALDVINSSON Þráinn hefur verið aðdáandi Mötley Crüe í langan tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.