Fréttablaðið - 26.01.2008, Side 1

Fréttablaðið - 26.01.2008, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 26. janúar 2008 — 25. tölublað — 8. árgangur OPIÐ LAUGARDAG KL:11-16 Hefur þú auga fyrir góðri hönnun? A3 Sportback HVASST SYÐRA Í FYRSTU Í fyrstu verða vestan 13-20 m/s sunnan til en lægir í dag. Annars staðar verður vindur hægari. Minnkandi él eftir því sem líður á daginn. Hvessir af suðaustri seint í kvöld. Frost 0-8 stig, kaldast til landsins. VEÐUR 4      MENNING „Verktakarnir hafa brugðist okkur, borgaryfirvöld hafa brugðist okkur.“ Þetta var meðal þess sem nemendur við Listaháskóla Íslands skrifuðu á dreifibréf sem þeir útbýttu samhliða því að þeir komu fyrir sérhönnuðum flísum á húsum í Skuggahverfinu. Gjörningurinn var hluti af uppskeruhátíð nemenda skólans sem tóku þátt í námskeiði fyrir allar deildir skólans sem bar yfirskriftina Karnival, segir Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, verkefnis- stjóri yfir verkefninu. Einn hópur nemendanna stóð fyrir gjörningi í Skuggahverfinu og gerði á táknrænan hátt við húsin. Íbúar hafa lengi kvartað yfir lélegri klæðningu. Með þessu lýstu nemendurnir óánægju með slæleg vinnubrögð verktaka og skipulagsyfirvalda, segir Anna. - bj Gjörningur nemenda LHÍ: Gerðu við á táknrænan hátt MENNTAMÁL „Alvarleg staða er komin upp í mörgum skól- um en það má búast við að þetta sé hátíð miðað við það sem verður á næsta ári náist ekki góðir samningar í vor,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunn- skóla kennara, um ástandið í grunn- skólum landsins. Samkvæmt könnun sem mennta- svið Reykjavíkurborgar lét gera 9. janúar eru aðeins sautján skólar af 38 í borginni fullmannaðir. Alvarlegust er staðan í Rima- skóla þar sem skert kennsla hefur verið frá því eftir áramót í ung lingadeild vegna skorts á kennurum. Þá hafa kennarar í skólanum sem séð hafa um sér- kennslu verið færðir í hefðbundna bekkjarkennslu. Helgi Árnason, skólastjóri Rimaskóla, segir aðgerðirnar nauðvörn í afar erfiðri stöðu. „Við höfum auglýst eftir starfsmönn- um í fjölmiðlum, í hverfinu og meðal félaga en því miður vantar þó enn upp á að hægt sé að upp- fylla viðmiðunarstundaskrá en við vonumst til þess að geta bætt börnunum það upp þegar við fáum fólk,“ segir Helgi. „Öll börn eru skólaskyld og það á ekki að vera hægt að skerða við- miðunarstundaskrá samkvæmt lögum,“ segir Ólafur. Hann segist þó vita að afar erfitt sé að finna starfsfólk um þessar mundir. „Og ég held að það sé nær útilokað að finna einhvern með kennararétt- indi,“ bætir hann við. Ólafur segir stöðuna sem nú er komin upp hafa verið fyrirsjáan- lega í langan tíma en tekur fram að hann viti ekki til þess að stundaskrár hafi verið skertar annars staðar en í Rimaskóla. „Í hinum skólunum er svo verið að bjarga hlutum fyrir horn í mörgum tilfellum, svo sem með óhóflegri yfirvinnu og tilfærslum í starfi til að koma í veg fyrir að fella þurfi út tíma. En þótt það sé gert er ekki þar með sagt að ástandið sé gott því þeim hefur fjölgað mikið við kennslu sem ekki hafa réttindi. Ég held því fram að skólastarfið hljóti að hafa versnað í vetur vegna þess hve margir reyndir kennarar hafa horfið til annarra starfa,“ segir Ólafur en kveðst þó nokkuð bjartsýnn á að góðir samn- ingar takist milli kennara og sveit- arfélaga á vormánuðum. „Það hefur verið mikið og gott samstarf okkar á milli í undirbún- ingi kjaraviðræðna.“ - kdk Réttur brotinn á nemendum vegna skorts á kennurum „Öll börn eru skólaskyld og það á ekki að vera hægt að skerða viðmiðunarstundaskrá samkvæmt lögum,“ segir formaður Félags grunnskólakennara. Aðeins helmingur skóla í borginni er fullmannaður. VIÐHALD Hópur nemenda Listaháskóla Íslands kom litríkri klæðningu fyrir þar sem klæðning húsanna hefur látið á sjá á húsi í Skuggahverfinu í Reykjavík í gær. Þetta kom íbúum nokkuð á óvart en flestir voru ánægðir með tiltækið. Nemendurnir tóku klæðninguna niður aftur að gjörningi loknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STJÓRNMÁL „Veikindi eins og mín hafa hrjáð marga stjórnmála- menn án þess að þeir yrðu lagðir í einelti sem er nánast það sem ég hef orðið fyrir,“ segir Ólafur F. Magnússon borgarstjóri í við- tali við Fréttablaðið. Hann segir að fjölmiðlar hafi sýnt veikindum hans meiri athygli heldur en þeim málefn- um sem hann standi fyrir. „Ég vona aðeins að þeir sem hvað óvægilegast hafa reynt að vega að mér geri sér grein fyrir því að þessar ósæmilegu, persónulegu árásir særa alla fjölskyldu mína.“ Ólafur leggur áherslu á að hann hafi alla tíð verið heiðarleg- ur stjórnmálamaður og haldið sannfæringu sinni og aldrei feng- ið á sig spillingarstimpil þau átján ár sem hann hefur starfað í stjórnmálum. „Það væri réttara að dæma mig af því. En ég get líka verið mannlegur og ég held að einmitt þess vegna hafi ég verið farsæll í mínum læknisstörfum og unnið langvarandi traust skjólstæðinga minna,“ segir Ólafur. Hann kveðst stoltur af tveimur fyrstu verkum sínum í stóli borg- arstjóra; björgun húsanna við Laugaveg og lækkun fasteigna- skatta. - jse/ sjá síðu 24 Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segir árásir á sig óvægnar og ósæmilegar: Hefur haldið sannfæringu sinni í 18 ár 28 MEÐ BRÁÐSMITANDI TAKT Í ÆÐUM Djassistinn Tómas R. Einarsson lét ástríðuna reka sig til Kúbu og mun aldrei bíða þess bætur. ÍÞRÓTTIR 46 DRAUMAMAÐUR FYRIRLIÐANS Ólafur Stefánsson vildi fá Hlyn Bæringsson í íslensku vörnina. m ki - g Ef m ona Því og ári kov m. “ inn n n að a- á yfir ar ttum gott inn Það hefur verið nóg að ge rast í herratískunni undan farnar tvær vikur, Pitti Uomo var að k lárast í Mílanó og svo sýn du hönnuðir nýjar línur fyrir haust og vetur 2008 í Par ís í síðustu viku. Frida Gianni ni hjá Gucci var innblásin af Rússlandi og dökkeygir s ígaunastrákar í kósakkafö tum gengu niður tískupallana. Skemmtilegt þjóðlegt íva f með litríkum slæðum og m unstruðum skyrtum. Dior Homme vekur ávallt athy gli og hönnuðurinn Kris V an Assche bauð upp á einhve rs konar sambland af rapparalegum fötum við b lóðsugulegar flíkur, svarta jakka, leðurbuxur og rómantískar skyrtur. Christopher Bailey hjá Bu rberry var greinilega á kafi í hauststemningunni og fyrirsætur hans klæddust dökkum jarðarl itum, hnepptum peysum og lausum skyrtum sem m innti dálítið á fátæka breska listamenn. Sem er ekki skrítið þar sem Bailey sagðist hafa byggt línuna á landslags- málaranum L.S. Lowry, se m var uppi á byrjun ST ÍL L 40 VEÐRIÐ Í DAG

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.