Fréttablaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 4
4 26. janúar 2008 LAUGARDAGUR                   ! # $ %    &      &   '    # ( ! %'  ) # $  *+, *+, -+,  ./ 0+,  ./ 1+, -0+,  ./ -2+,  ./ --+,  ./ 3+,  ./ *+, 4+, 1+,  ./ -1+,  ./ -0+,  00+,  ./     !  "#$ %%& ' #! %(   %  )*"  " )%"+)*$%$ " , %$  " "  ! -.% %$ / 0)/!"+ !! % )*$ ")/!% -*  -* " "  %#! %12)/!"! *" "%% % " %$%" %"! ,3 3  !#  -.%$ )/!%%%# "%% %  %$ /# -   /!"+ 4567896:8; %%) %$  %# /'+< %0 +           5" *6027 85"      " " + %  /%&  " %"      @ @ @ A > A > @  >   = A = A UTANRÍKISMÁL Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita sjö milljónum króna til hjálparstarfs Rauða krossins í Kenía. Með framlögum Rauða krossins er upphæðin komin í tíu milljónir. Alvarlegt ástand hefur verið í landinu frá því kosningar fóru fram. - bj Stjórnvöld og Rauði krossinn: Tíu milljónir króna til Kenía STJÓRNSÝSLA Alcan á Íslandi hefur kært úthlutun á losunarheimild- um gróðurhúsalofttegunda til umhverfisráðuneytisins. Það var úthlutunarnefnd losun- arheimilda sem úthlutaði fimm fyrirtækjum heimildum til að losa samtals 8,6 milljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum á árun- um 2008 til 2012. Alls hafði nefnd- in 10,5 milljónir tonna til umráða en kaus að full- nýta ekki kvót- ann. „Að okkar mati fer þessi nefnd langt út fyrir sitt verk- svið með því að hunsa umsókn okkar á þeim forsendum að það sé óvissa um stækkunar- áformin út af skipulagsmál- um,“ segir Guð- rún Þóra Magn- úsdóttir, sem annast umhverf- ismál innan stækkunar- teymis Alcan. Alcan sótti um heimildir sem svara til losun- arþarfar vegna 460 þúsund tonna álframleiðslu á ári. Fyrirtækið fékk hins vegar aðeins úthlutað losunarkvóta sem miðast við núverandi 183 þúsund tonna fram- leiðslu. Það eru tæplega 1,4 millj- ónir tonna af gróðurhúsaloftteg- undum á fimm árum. Eins og kunnugt er höfnuðu Hafnfirðingar því í almennri atkvæðagreiðslu að skipulagi yrði breytt svo Alcan gæti stækkað verksmiðjuna í 460 þúsund tonn. Guðrún Þóra segir Alcan bæði hafa verið komið með umhverfis- mat og starfsleyfi fyrir stækkun upp í 460 þúsund tonn. „Nefndin á ekkert að taka afstöðu til þess hvort það getur orðið af stækkunaráformum eða ekki. Hún á bara að úthluta sam- kvæmt þeim lögum sem hún á að vinna eftir. Það segir í lögunum að umsækjendur sem eru komnir lengst skuli njóta forgangs – og við vorum komin lengst með okkar stækkunaráform,“ segir Guðrún. Alcan hefur að sögn Guðrúnar ekki gefið stækkun upp á bátinn. Þótt atkvæðagreiðslan í Hafnar- firði hafi farið á þann veg sem hún gerði þá séu ýmsir möguleikar enn þá til skoðunar, meðal annars með landfyllingum. „Við erum líka að huga að fram- leiðsluaukningu í núverandi ker- skálum um 40 þúsund tonn og við erum með fullt starfsleyfi til þess,“ segir Guðrún en ítrekar að með ákvörðun sinni hafi úthlutun- arnefndin mjög heft möguleika Alcan á framleiðsluaukningu. „Þannig að þetta kemur sér mjög illa fyrir okkur,“ segir hún. Kæran barst umhverfisráðu- neytinu fyrir jól. Að sögn Guð- mundar Harðar Guðmundssonar, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, liggur ekki fyrir hvenær úrskurð- ar er að vænta þaðan. gar@frettabladid.is Losunarkvóti Alcan kærður til ráðherra Úthlutun nefndar á heimildum til losunar gróðurhúsalofttegunda hefur verið kærð til umhverfisráðuneytis. Alcan segir nefndina hafa farið út fyrir verksvið sitt þegar fyrirtækinu var synjað um losunarkvóta fyrir framleiðsluaukningu. RANNVEIG RIST ÞÓRUNN SVEIN- BJARNARDÓTTIR ÁLVERIÐ Í STRAUMSVÍK Hafnfirðingar synjuðu Alcan um fyrirhugaða stækkun og fyrirtækið fékk ekki losunarkvóta sem það óskaði eftir. ÍTALÍA, AP Giorgio Napolitano, for- seti Ítalíu, hóf í gær könnunarvið- ræður við formenn ítalskra stjórn- málaflokka til að ganga úr skugga um hvort möguleiki væri á því að mynda nýja ríkisstjórn eða hvort boða þyrfti til þingkosninga. Romano Prodi sagði af sér sem forsætisráðherra á fimmtudags- kvöld eftir að traustsyfirlýsing á stjórn hans var felld í öldungadeild þingsins í Róm. Ríkisstjórn Prodis hafði aðeins verið við völd í 20 mán- uði. Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra, vill að þingkosn- ingar verði boðaðar strax. Nýja ríkisstjórnin myndi, ef af verður, aðeins verða bráðabirgða- stjórn sem sæti þangað til breyting- ar hefðu verið gerðar á kosningalög- gjöfinni, sem almennt er talin eiga stóran þátt í óstöðugleika ítalskra stjórnmála. Hægri flokkarnir samþykktu núgildandi kosningalöggjöf á síð- asta þingi, meðan Berlusconi var forsætisráðherra, gagngert til þess að gera smáflokkum á hægri vængn- um auðveldara með að ná kjöri til þings. Berlusconi og aðrir leiðtogar hægri flokkanna eru því alfarið á móti breytingum á löggjöfinni, sem myndu hækka þröskuld þess atkvæðafjölda sem flokkar þurfa að fá til að ná kjöri. Napolitano hyggst ljúka viðræð- um sínum við formenn flokkanna á þriðjudag. Stjórn Prodis situr áfram þangað til þeim viðræður lýkur. - gb Ítalíuforseti kannar möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar: Berlusconi krefst kosninga SILVIO BERLUSCONI Fagnaði ákaft afsögn Prodis og vill kosningar sem fyrst. NORDICPHOTOS/AFP MENNING „Ég hlakka afskaplega til að takast á við þetta spennandi verkefni. Það er samt með ögn blendnum hug því ég veit að ég kem til með að sakna Akureyr- ar,“ segir Magnús Geir Þórðarson en í gær var tekin einróma ákvörðun stjórnar Borgarleikhúss- ins um að hann yrði þar næsti leikhússtjóri. Hann hefur verið leikhússtjóri Leikfélags Akureyr- ar í um fjögur ár. Magnús segist ætla að fara hægt í sakirnar í byrjun en stefnan verði tekin á að Borgar- leikhúsið verði í hæsta gæða- flokki og geti laðað alla hópa þjóðfélagsins að. - kdk Magnús Geir í Borgarleikhús: Spenningur og söknuður í senn MAGNÚS GEIR ÞÓRÐARSON FÆREYJAR Stjórnarmyndunarvið- ræður í Færeyjum sigldu í strand á fimmtudaginn þegar ljóst var að Sambandsflokkurinn, Jafnað- arflokkurinn og Fólkaflokkurinn ættu erfitt með að ná samkomu- lagi um velferðarmál. Flokkarnir þrír voru í stjórn fyrir kosningarnar, sem haldnar voru um síðustu helgi, og héldu meirihluta sínum þótt þingmönn- um þeirra samtals á lögþingi Færeyja hefði fækkað úr 21 í 20. Óvíst var í gær hvort flokkarn- ir ætla áfram að reyna stjórnar- myndun, eða opna fyrir möguleik- ann á öðrum stjórnarmynstrum. - gb Stjórnarmyndun í Færeyjum: Viðræðurnar sigldu í strand GENGIÐ 25.01.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 125,8651 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 64,94 65,26 128,46 129,08 95,44 95,98 12,808 12,882 11,898 11,968 10,096 10,156 0,6025 0,6061 102,82 103,44 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Unglingur meiddist á baki Fimmtán ára unglingur meiddist á baki þegar snjósleði sem hann ók tók flugið og lenti illa í Bláfjöllum um klukkan fjögur á fimmtudaginn. Var unglingurinn fluttur á slysadeild til aðhlynningar. LÖGREGLUFRÉTTIR Í frétt um skipan í fagráð Reykjavíkur- borgar í gær var gefið til kynna með flokksmerki að Ólöf Guðný Valdi- marsdóttir sæti í skipulagsráði fyrir Framsóknarflokkinn. Hið rétta er að Ólöf er fulltrúi F-lista. LEIÐRÉTTING DÓMSTÓLAR Um 600 grömm af kókaíni og tæp milljón í pening- um fundust við húsleit í Hafnar- firði í fyrradag. Þetta staðfestir Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Íslenskur karlmaður á fertugs- aldri var handtekinn í kjölfar húsleitarinnar. Hann hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæslu- varðhald. Grunur leikur á að sú háa fjárhæð sem fannst í íbúðinni sé ágóði af fíkniefnasölu. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði. Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. - jss Fíkniefnasali handtekinn: Fundu kókaín og tæpa milljón GAZASTRÖND, AP Egypskir óeirðarlögreglumenn stilltu sér upp í fylkingu í gær til að varna því að Gazabúar kæmust gegnum gatið sem var sprengt í landamæravegginn milli Egyptalands og Gaza á miðviku- daginn. Þá voru jarðýtur notaðar til að ryðja gat á öðrum stað á tólf kíló- metra löngum landamærunum og þustu Gazabúar þar í gegn. Þegar leið á daginn drógu lögreglu- mennirnir sig í hlé og leyfðu fólk- inu að streyma óhindrað yfir landamærin. Fimm egypskir lögreglumenn særðust eftir grjótkast frá Gazabúum. - sdg Enn straumur til Egyptalands: Sprengdu sig í gegnum landa- mæraveginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.