Fréttablaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 10
 26. janúar 2008 LAUGARDAGUR KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 1.260 5.451 +4,82% Velta: 15.704 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 8,36 +1,09% ... Bakkavör 50,00 +1,01% ... Eimskipafélagið 29,40 +4,63% ... Exista 12,95 +7,38% ... FL Group 11,23 +5,94% ... Glitnir 20,70 +5,88% ... Icelandair 27,35 +3,80% ... Kaupþing 739,00 +5,42% ... Landsbankinn 31,85 +3,92% ... Marel 99,00 +2,06% ... SPRON 6,69 +9,67% ... Straumur-Burðarás 13,84 +4,06% ... Össur 92,70 +1,87% ... Teymi 5,83 +2,28% MESTA HÆKKUN ATLANTIC AIRWAYS +17,9% SPRON +9,67% FLAGA +9,09% MESTA LÆKKUN ICELANDIC GROUP -1,12% Umsjón: nánar á visir.is Stjórnendur fyrirtækja eru svart- sýnni en áður á horfur í efnahags- málum, samkvæmt athugun sem birtist í Hagvísum Seðlabankans. Seðlabankinn kannaði viðhorf stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins í desember. Fram kom að forráðamenn 44 prósenta fyrirtækja telja að aðstæður í efnahagslífinu myndu versna á næsta hálfa árinu frá því sem nú er. Fjórir af hverjum tíu teldu að þær yrðu óbreyttar. Um sextán prósent stjórnenda gera ráð fyrir batnandi árferði. Í sams konar könnun í haust töldu 22 prósent stjórnenda að aðstæður færu versnandi, svo heldur hefur fjölgað í röðum svart- sýnna. Samkvæmt könnuninni hefur dregið úr vilja stjórnenda til að fjölga starfsfólki á næstu mánuð- um. Þessa viðhorfs gætir bæði á höfuðborgarsvæðinu og á lands- byggðinni og jafnframt í flestum atvinnugreinum. Undantekningar eru þó fjármála- og trygginga- starfsemi og sjávarútvegur. Um þriðjungur stjórnenda gerir ráð fyrir að bæta við starfsfólki á næstu mánuðum, samkvæmt könnuninni. - ikh Stjórnendur svartsýnir STUND MILLI STRÍÐA Nóg verður að gera næstu mánuði við að reisa tónlistarhús- ið á hafnarbakkanum. Margir stjórn- endur stærstu fyrirtækja eru þó heldur svartsýnir á horfur í efnahagsmálum. Hagvöxtur í Kína var 11,4 prósent á síðasta ári og hefur ekki verið meiri í þrettán ár. Mikil aukning útflutnings og vöxtur í byggingar- iðnaði eru sagðar meginástæður hins mikla hagvaxtar. Þrátt fyrir að kínverska hagkerf- ið sé sagt í góðu ástandi hafa emb- ættismenn nokkrar áhyggjur af mögulegri ofþenslu. Þá er verð- bólga talsverð, en hún mældist 6,5 prósent á ársgrundvelli og hefur sjaldan verið meiri. Xie Fuzhan, forstjóri kínversku hagstofunnar, segir stjórnvöld fylgjast náið með undirmálskrís- unni í Bandaríkjunum. Samkvæmt Xie er vel hugsanlegt að brugðist verði við ástandinu með stýrivaxta- breytingum. Þá kunni að koma til greina að breyta gengi juansins, en Kínverjar hafa hingað til aðhyllst fastgengisstefnu. Sérfræðingar segja nú aðeins tímaspursmál hvenær kínverska hagkerfið verður þriðja stærsta hagkerfi í heiminum, og fer þá fram úr Þýskalandi. Xie svaraði hins vegar engum spurningum þess efnis. „Þótt við kunnum að fara fram úr Þjóðverjum skal hafa í huga að Kína er enn þróunarland. Þjóðartekjur á mann eru hér til að mynda enn of lágar.“ - jsk Hagvöxtur í Kína ekki meiri í 13 ár Rúmlega 11 prósenta hagvöxtur var í Kína í fyrra. Þar fylgjast stjórnvöld náið með undirmálslánakrísunni. FRÁ HONG KONG Kínverska hagkerfið heldur áfram að vaxa þótt eldar logi á alþjóðamörkuðum. Stjórnvöld segjast við öllu búin fari svo að áhrif undirmálskrís- unnar magnist enn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Lánshæfiseinkunnir Norvik Banka í Lettlandi eru óbreyttar eftir uppfærslu alþjóðlega mats- fyrirtækisins Moody’s Investor Services fyrr í mánuðinum. Bankinn fær hjá Moody’s ein- kunnina D- fyrir fjárhagslegan styrkleika, en það er sagt sam- svara lánshæfiseinkuninni Ba3. Moody’s segir horfur stöðugar á öllum sviðum hjá bankanum. Í tilkynningu kemur fram að Moodys‘s telji meðal styrkleika bankans nýja hluthafa hans og reynslu þeirra af bankastarfsemi og tengslum. Þá er talin til inn- leiðing upplýsingaferla, sterkt eiginfjárhlutfall og gæði eigna. Norvik Banki er að meirihluta í eigu Straumborgar, sem er fjár- festingarfélag Jóns Helga Guð- mundssonar og fjölskyldu. „Möguleiki er á að lánshæfis- einkunn bankans verði hækkuð ef félagið heldur áfram að styrkja útibúanet sitt, lausafjárstöðu sína, fjármögnun og áhættustýr- ingu,“ segir í tilkynningunni, en Norvik Banki er viðskiptabanki með eitt stærsta útibúanet Lett- lands. Í lok síðasta árs nam eigið fé bankans um 7,5 milljörðum króna og heildareignir um 86 milljörðum. - óká Stöðugar horfur Norvik Banka Styrkir úr Forvarnasjóði 2008 Lýðheilsustöð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Forvarnasjóði. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að forvörnum á sviði áfengis- og vímuvarna og eru styrkir veittir til verkefna eða afmarkaðra rannsókna. Sérstök áhersla er lögð á að verkefnin séu samstarfsverkefni og að þau tengist börnum og ungmennum á mismunandi skólastigum eða ungu fólki utan skóla. Að þessu sinni er auglýst sérstaklega eftir verkefnum sem taka til forvarna í framhaldsskólum. Mikilvægt er að í umsókninni sé gert grein fyrir mati á verkefninu. Lýðheilsustöð metur umsóknirnar í samstarfi við áfengis- og vímuvarnaráð. Áskilinn er réttur til að senda umsóknir til umfjöllunar fagaðila, óska eftir nánari upplýsingum um verkefni, framkvæmdaaðila og fjármögnun. Einnig áskilja styrkveitendur sér rétt til að skilyrða styrkveitingar og ákveða að styrkir verði greiddir út í samræmi við framvindu verkefnis. Sé sótt um styrk til framhaldsverkefna þarf framvinduskýrsla að liggja fyrir. Umsóknarfrestur er til 18. febrúar 2008 og skal sótt um á eyðublöðum sem eru á heimasíðu Lýðheilsustöðvar, www.lydheilsustod.is. Styrkir, sem veittir eru á árinu, skulu sóttir fyrir 31. desember 2008. Nánari upplýsingar fást í síma 5 800 900, johann@lydheilsustod.is eða á heimasíðunni www.lydheilsustod.is en þar er sótt rafrænt um styrkinn. Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið johann@lydheilsustod.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.