Fréttablaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 38
● hús&heimili „Iss, allar vegalengdir eru svo stuttar hérna í Vík. Ég rölti bara heim á leið til að tala við þig í síma,“ segir verðlauna- rithöfundurinn, söngkonan, kennarinn og hannyrða skáldið Harpa Jónsdóttir þar sem hún smellir af síðustu myndinni á brúnni í Vík. „Hér höfum við átt heima í rúmt ár; eiginmaðurinn og tvö börn mín, eftir að maðurinn minn tók við stöðu skóla- stjóra Tónlistarskólans,“ segir Harpa, sem áður bjó á Vest- fjörðum þar sem hún kenndi við Grunnskólann á Ísafirði, en Harpa er fædd og uppalin í Kópavogi. „Ég ætlaði aldrei að verða kennari þótt ég hafi verið byrjuð að kenna á klarinett fyrir tvítugt. Seinna fann ég að kennslan átti vel við mig, en hannyrðir hef ég lítið kennt utan smávegis á Flateyri um tíma,“ segir Harpa, sem ólst upp við prjónaskap, hekl og útsaum. „Ég prjónaði rosalega mikið í menntaskóla og var jafnan í uppreisn í stærðfræðitímunum með prjónana á lofti, en svo lagði ég þá til hliðar og snerti varla fyrr en ég veikt- ist,“ segir Harpa, sem undanfarin þrjú ár hefur verið alvarlega veik af rauðum úlfum. „Ég hafði verið lasin í dálítinn tíma en vildi ekki horfast í augu við það og hark- aði af mér svolít- ið lengi. Svo kom að því að ég veikt- ist hastarlega og varð að leggja árar í bát. Rauðir úlfar eru ekki jafn sjald- gæfir og þeir eru lítið þekktir. Sjúk- dómurinn sést ekki utan á manni og einkennin eru mis- munandi á milli manna, en ég er svona frekar í verri kantinum með tíð höfuðverkjaköst, jafnvægisleysi og tak- markað þrek, en sjúkdómurinn hefur breytt lífinu ansi mikið,“ segir Harpa um þann ólæknandi gigtarsjúkdóm sem nú hefur alið af sér einstakar húfur. „Eftir ég þurfti að hætta að vinna vildi ég nota dag- ana til útrásar fyrir skapandi hliðina. Ég hafði áður dund- að mér við skriftir og gefið út barnabókina Ferðin til Samiraka, sem hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2002. Mig langar gjarnan að halda áfram skrifunum og er aðeins byrjuð aftur, en í handavinnu fæ ég útrás fyrir skapandi orku og get unnið með liti og form,“ segir Harpa, sem nýtur þess að láta hugmyndaflugið teyma nálina áfram í húfugerðinni. „Húfurnar eru alfarið sprottnar úr mínu höfði, en ég hristi þær ekki fram á einni kvöldstund. Ég skráði mig í prjónaklúbb á netinu í haust og prjónaði tehettu í leyni- prjóni en þótti hún svo skelfilega ljót að ég saumaði í hana munstur til að gera hana illskárri. Með hana fyrir augum mér datt mér í hug að gera fyrstu húfurnar og hef ekki síðan hætt því húfurnar koma ein af annarri í huga minn,“ segir Harpa sem bróderar blóm, lyng og önnur náttúrunn- ar ævintýr í þæfðar ullarhúfur sínar á tveimur til þrem- ur vikum. „Nú á ég sjö húfur í fórum mínum sem víst eru falar en ég hef ekki enn komið þeim í sölu út á við. Framleiðslan er hægari vegna sjúkdómsins. Núna er ég að prjóna bláa fyrir sjálfa mig, en dætur mínar eiga hvor sína og hefur sú níu ára verið að prufukeyra sína snjóhvítu í vetur. Ég prjóna þær stórar og þæfi svo, þannig að þéttnin heldur rigningunni frá og húfurnar eru mjög hlýjar. Ekki sjást óhreinindi á þeirri hvítu þótt alltaf sé verið úti að leika sér,“ segir Harpa þar sem hún horfir á himnaskartið úr hlaðinu heima. „Hér er mikið úrkomusvæði en ákaflega fallegt og birtan ólýsanleg þar sem himinn og haf mætast. Það er gott að vera í sveit fyrir Kópavogsbúa. Gott að búa með náttúrunni og skapa.“ - þlg Blóm úr garði hugans ● Hún stendur keik vopnuð myndavél í fagurri birtu Víkur í Mýrdal. Þar sem fyssandi þungi Atlantshafs og litskrúðugur suðurhiminn spila óvænta sin- fóníu hvern einasta dag. Í æðum hennar rennur fjölskrúðugt listamannsblóð og hún er jafnvíg á hönnun hannyrða, ljósmyndun, söng og skáldskaparskrif. Og úr hugarins garði spretta blóm án nafna; jurtir sem í fegurð sinni lifna við og blómstra á húfum sem unnar eru af natni í skugga rauðra úlfa. Fyrstu tvær húfurnar sem bornar eru og barnfæddar af ímyndunarafli Hörpu eftir ólaglega tehettu sem bjargað var með fögrum útsaumi. Hvíta ullarhúfan sem dóttir Hörpu ber í leik og námi vekur hvarvetna athygli sem ljúfasta augnayndi, en húfan sú neitar að óhreinkast. Listaskáldið Harpa Jónsdóttir skapar feg- urstu húfur lýðveldins í Vík í Mýrdal. Höfuðskart Hörpu er sannkölluð kóróna með íðilfögrum, fínlegum smáblómum. Dásamleg viðbót við náttúrulegan yndisleik kvenna. 26. JANÚAR 2008 LAUGARDAGUR6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.