Fréttablaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 26. janúar 2008 27 leita en við skýrum það í upphafi að trúnaði okkar eru takmörk sett af öryggissjónarmiðum.“ Einar Gylfi segist vilja að makar og börn ofbeldismanna fái öflugri stuðning en nú er. „Við beinum athyglinni fyrst og fremst að ofbeldismönnunum. Fyrir því eru skýr, fagleg rök: Það er verið að leggja áherslu á hvar ábyrgðin liggur. Þetta er einstaklingsvanda- mál og þótt það bitni á fjölskyld- unni er hún ekki hluti af lausninni. Engu að síður þurfa makar og börn stuðning og það viljum við sjá.“ Góðir hlutir gerast hægt Sú spurning vaknar óneitanlega hvort þeim sem hafa beitt maka sína mjög alvarlegu og grófu ofbeldi sé hreinlega við bjarg- andi? „Staðreyndin er sú að það er,“ segir Andrés. „Eftir fyrsta hollið var gert árangursmat og niðurstöðurnar úr því voru mjög góðar. Árangur úr erlendum rann- sóknum er líka mjög góður, allt að því 80 prósent, sem þýðir að menn eru ofbeldislausir tveimur til þremur árum eftir að meðferð lýkur.“ Meðferðin tekur langan tíma, helst ekki minna en eitt til tvö ár. „Líkamlega ofbeldið hættir til- tölulega fljótt en andlega ofbeldið getur haldið áfram og þess vegna leggjum við áherslu á langtíma- meðferð,“ segir Einar Gylfi. „Meginreglan er að þetta tekur langan tíma, sérstaklega fyrir menn að að átta sig á hvernig þeir beittu andlegu ofbeldi. Það tekur líka langan tíma að ná aftur jafn- vægi í sambandinu ef það lifir áfram, sem það gerir í meirihluta tilfella. Það felst mikil vinna í að ná aftur upp trausti.“ Andrés og Einar Gylfa rekur ekki minni til þess að nokkur hafi hætt í meðferð þótt ekki hafi tek- ist að bjarga hjónabandinu. „Eins og við bendum þeim á þá koma væntanlega aðrar konur inn í líf þeirra. Hvað þá?“ segir Einar Gylfi. „Sumir leita til okkar vegna þess að hjónabandið rann út í sandinn og vilja koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig í nýju sam- bandi.“ Andrés ítrekar að þeir sem leita til þeirra séu menn sem vilja axla ábyrgð. „Þeir eru það skynsamir og flottir að segja að þeir vilji þetta ekki lengur og eru reiðu- búnir til að leggja mikið á sig. Það er ekki eins og þetta sé auðveld meðferð. Við leggjum upp með þá forsendu að taka afstöðu gegn ofbeldi og lýsum andúð á því í hvers konar mynd. En á sama tíma reynum við að sýna viðkom- andi manneskju virðingu – hún á fullan rétt á því – og aðgreinum þarna á milli. En við göngum mjög nærri þessum mönnum og það er þeim til mikils hróss og virðingar- vert að þeir taka svona á sínum málum.“ Brautryðjendastarf Andrés og Einar Gylfi játa að meðferðin sé krefjandi fyrir þá sjálfa en það gefi starfinu gildi að sjá árangur erfiðisins. „Þegar maður sér þetta skila auknum lífsgæðum til fólks,“ segir Andr- és. „Aðalniðurstaðan í árangurs- matinu sem var gert eftir fyrra tímabilið var að 90 prósent skjól- stæðinga og maka töluðu um aukin lífsgæði í kjölfar meðferð- ar.“ Þeir vona að næsta skref verði að auka samvinnu milli ýmissa aðila sem tengjast heimilisof- beldi. „Við viljum sjá meiri sam- vinnu milli lögreglu, okkar, félags- þjónustunnar, barnaverndar yfirvalda, Kvenna- athvarfsins og fleiri aðila. Þegar lögreglan hefur afskipti af svona málum þá fari ákveðið ferli í gang. Gátlisti um hvað á að gerast á fyrsta sólarhring og í framhald- inu. Og því verði fylgt eftir af ábyrgum aðilum. Það er draumur- inn.“ Andrés og Einar Gylfi eru bjart- sýnir á að það starf sem þeir hafa unnið á undanförnum árum verði eflt fyrr en síðar. „Hjá Alternativ til vold í Ósló eru starfandi á fjórða tug sálfræðinga. Sam- kvæmt því ættum við að vera með fjóra í fullu starfi. Það væri eðli- leg þróun og ég held að það eigi eftir að gerast hér,“ segir Andrés. Undir það tekur Einar Gylfi: „Þetta er brautryðjendastarf og við erum stoltir af að taka þátt í því. Nú höfum við grunn til að byggja enn meira á. “ EINAR GYLFI JÓNSSON „Það hefur gerst að við teljum að maka sé ekki óhætt að búa áfram undir sama þaki og eiginmaðurinn.“ FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Þegar líður á meðferðina átta menn sig smám saman á að þeir hafa sannarlega beitt andlegu ofbeldi, jafnvel líkamlegu – það bara heitir ýmsum öðrum nöfnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.