Fréttablaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 56
28 26. janúar 2008 LAUGARDAGUR É g fór fyrst til Kúbu árið 2000,“ segir Tómas R. Einarsson, sem nú hefur gefið út þrjár plötur sem tileinkaðar eru tónlistinni frá eyjunni atarna. Sú fyrsta, Kúbanska, var tekin upp hér á landi árið 2002 og á henni leika eingöngu íslenskir tónlistarmenn. Ári síðar hélt hann til Kúbu til að taka upp plötuna Havana með þarlendum tónlistarmönnum. Árið 2006 tók hann svo upp plötuna Romm Tomm Tomm í Havana sem og í Reykjavík en þar stilla kúbverskir og íslenskir tónlistarmenn saman strengi sína. „Ég hafði kynnst kúbanskri tónlist og leik- ið hana nokkuð, eins og til dæmis með hljóm- sveitinni Six Pack Latino. Vissulega var ég heillaður að heyra þessa tónlist sem leikin var nánast á hverju götuhorni í Havana. En það var sérstaklega einn tónlistarmaður sem heillaði mig svo með gítarleik sínum að ég varð ekki samur á eftir. Þetta var maður sem varð á vegi mínum um klukkan fjögur að nóttu fyrir utan einn næturklúbb í borginni. Hann lék undurfal- lega og lipurlega á tresgítar þeirra Kúban- anna sem er nokkuð ólíkur þeim sem við þekkjum best. Þessi gítarleikur leið mér ekki úr minni þegar ég var kominn heim svo það var ekkert með það, ég varð bara að hafa uppi á manninum en það var við ramm- an reip að draga þar sem Hagstofan á Kúbu er ekki jafn skilvirk og hér í Reykjavík. Svo naut hann ekki þessara nútíma þæginda eins og að eiga síma og það varð ekki til að auð- velda málið.“ Eftir mikla eftirgrennslan hafði Tómas uppi á nágranna gítarleikarans sem átti síma og gat fært hann að tólinu. Erindi Tóm- asar var einfalt: „Viltu hjálpa mér að taka upp plötu á Kúbu?“ „Claro que sí,“ sagði Cesar gítarleikari og boltinn var farinn að rúlla. Einn í latínhafinu Á vordögum 2003 fór Tómas til Havana í undirbúningsferð og með hjálp frá Cesari hafði hann uppi á vönum mönnum sem voru tilbúnir til verksins. „Það var svo nokkuð sérstæð tilfinning þegar ég kom aftur um sumarið og fór beint í hljóðver með Cesar og félögum en þá hafði ég aldrei spilað með þeim,“ rifjar Tómas upp. „Þrátt fyrir það var bara talið í og byrjað að taka upp fyrsta lag eftir um hálftíma upp- hitun. Ég hafði líka undirbúið þetta vel og var með nótur tilbúnar fyrir mannskapinn. Cesar átti sérstaklega auðvelt með að læra lögin, hann horfði aðeins á píanistann fara yfir þetta stundarkorn og þá var það komið á hreint. Svo þegar við vorum búnir að starfa saman í nokkurn tíma kom það fyrir að pían- istinn var ekki á svæðinu og virtist mér Cesar vera þá á einhverju flæðiskeri stadd- ur. Kom þá í ljós að hann kunni ekki að lesa nótur. Þetta kom mér verulega á óvart því hann átti sérstaklega auðvelt með að læra lögin og ég hafði séð hann stjórna hljóm- sveit af mikilli röggsemi. En svona getur þetta verið, jafnvel færustu menn eru ólæs- ir á nótur en hitt er víst að hann hefur alveg einstakt tóneyra.“ Fyrsta lagið sem þeir tóku upp var lagið Rumdrum, eða Hægt en bítandi eins og það er kallað á íslensku, en það rataði síðar á safndisk sem fyrirtækið Putumayo gaf út undir nafninu Latin Jazz. Stingur Tómas nokkuð í stúf meðal listamanna á þeirri plötu, sem allir rekja uppruna sinn til Róm- önsku Ameríku. Hvirfilbylurinn úr trompetinu Fleiri góðir fýrar göldruðu fram tóna á tónd- iskinn hans Tómasar. Má þar til dæmis nefna Daníel hinn feita eða Daniel „El Gordo“ Ramos. „Það er svo mikill kraftur í trompet- leik hans að ég hélt að haustfellibylurinn væri að vefja sér utan um mig þegar ég heyrði í honum fyrst. En hann er líka öflug- ur í matartímanum eins og nafnið og vaxtar- lagið gefur til kynna. Mér er minnisstætt þegar við Samúel Jón Samúelsson, betur þekktur sem Sammi í Jagúar, fórum út að borða með honum en þá vildi svo illa til að starfsfólkið á veitinga- staðnum var á einhverjum fundi og mátti lítið vera að því að sinna okkur. Fékk hann þá að bíða nokkuð lengi eftir matnum, sem var honum þolraun þung. Þegar allt var komið á borð tók hann vel til matar síns og kláraði meira að segja af diskunum okkar Samma og þar sem hann vildi síst af öllu lenda í því að bíða matarlaus á næstunni skellti hann hálfri pizzu í trompettöskuna sína. Þetta þótti okkur Samma alveg kostulegt.“ Byrjaði á því að kaupa skeinipappír Þriðja „Kúbuplata“ Tómasar er tekin upp að stórum hluta í hljóðverinu Egrem í Havana en þar var hin víðfræga plata Buena Vista Social Club tekin upp skömmu fyrir síðustu aldamót. Einnig ritaði Nat King Cole rödd sína á hljóðbönd þar á sjötta áratugnum. Tómas lætur vel af dvölinni þar en þó kom hann auga á eitt og annað sem ber merki um slakt stjórnarfar í landinu. „Ég hefði nú hald- ið að í virtasta hljóðveri landsins myndu menn ganga að því vísu að jafn sjálfsögð þægindi eins og klósettpappír væru til stað- ar þar sem menn þurfa á þeim að halda. En ég mátti byrja á því á morgni fyrsta upp- tökudags að kaupa það þarfaþing. Ég sá mörg dæmi þess að fólk tæki ekki ábyrgð á neinu í kringum sig og í skjóli þess hugsun- arháttar fengu ryðguð rör og tunnur sem enginn hafði skipt sér af frá því fyrir bylt- ingu að vera jafnvel á hinum virðulegustu stöðum eins og til dæmis í útvarpshúsinu.“ Borgað eftir íslenskum töxtum Það getur verið mikill hvalreki fyrir kúb- verska tónlistarmenn að spila með erlendum tónlistarmönnum. „Ég borgaði þeim eftir íslenskum töxtum enda hefði verið lúalegt að gera það ekki,“ segir Tómas. „En síðan fór ég eftir þeim flokkunum sem gilda á Kúbu og eru nokkuð ólíkar okkar. Til dæmis fá menn aukagreiðslu fyrir hvert sóló. Þegar allt er tekið saman greiddi ég Cesari senni- lega um tvenn árslaun læknis á Kúbu.“ Það er því aldrei að vita nema Cesar verði búinn að fjárfesta í síma þegar Tómas reynir að véla hann í næsta verkefni. Reyndar er bassaleikarinn núna með hugann við söng- lagaplötu sem koma mun út í haust. Hann vill þó fátt um hana segja en það má teljast nokkuð víst að þessi bráðsmitandi rómanski taktur sé ekki á undanhaldi enda er hann far- inn að vella um æðar tónskáldsins. Þrátt fyrir það var bara talið í og byrjað að taka upp fyrsta lag eftir um hálftíma upphit- un. Ég hafði líka undirbúið þetta vel og var með nótur tilbúnar fyrir mannskapinn. Með bráðsmitandi takt í æðum Til eru fjölmargar flökkusögur um menn sem forvitnin hefur rekið á framandi slóðir þaðan sem þeir hafa svo snúið fárveikir aft- ur. Djassistinn Tómas R. Einarsson lét ástríðuna reka sig til Kúbu og mun hann aldrei bíða þess bætur. Hann sagði Jóni Sigurði Eyjólfssyni sjúkrasöguna frá því hann fékk hina bráðsmitandi kúbönsku tónlist beint í æð. TÓMAS Í GÓÐUM GÍR Þarna er bassaleikarinn í góðum gír. Menn skyldi kannski ekki undra þótt Tómas sé orðinn vel haldinn af hinum bráðsmit- andi rómanska takti. MYND/SAMÚEL JÓN SAMÚELSSON HLJÓMSVEITIN Talið frá vinstri: Jorge Luis Reyes, Daníel „hinn feiti“ Ramos, Samúel Jón Samúelsson, Cesar Hechevarria gítarleikari, Tómas, Jorge Yeranis Silego og fyrir framan eru þeir Osvaldo Perigó og Alvin González. MYND/PEDRO UGARTE PÉREZ CESAR MEÐ EINLEIK Það var ómetanlegt fyrir Tómas að hafa uppi á Cesari en þá komust upptökumálin á skrið. Hér er kappinn í miðju sólói. ÆFING Í HERBERGINU Þarna er Jorge Yeranis að berja bongótrommurnar og Alvin timbales-trommur í herberginu sem þeir Tómas og Samúel tóku á leigu í Havana. MYND/SAMÚEL JÓN SAMÚELSSON HVIRFILBYLURINN Það var engu líkara en hvirfilbyl- ur færi um hljóðverið þegar Daníel bar trompetið að vörum sér. MYND/SAMÚEL JÓN SAMÚELSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.