Fréttablaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 62
34 26. janúar 2008 LAUGARDAGUR HLJÓÐFÆRI HUGANS Njörður P. Njarðvík skrifar um íslenskt mál GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA HELGARKROSSGÁTAN Gróandi sálarinnar Ef til vill er ekkert fegurra í lífinu en að kynnast hrörnandi gamal- menni, sem alltaf er að vaxa að þolinmæði, mildi og manngæzku, tekur ellimörkunum með lotningu og undirgefni við lífsins órjúfan- lega lögmál, hugsar til allra gjafa síns liðna lífs með þakklæti og varpar aftanskini af friði í kring- um sig. Og fátt er raunalegra en heyra menn, sem ættu enn að vera á ríkasta þroskaaldri, tala um æskuárin sem horfna paradís. Æska mannsins er ekki bundin við neinn aldur. Það eru til örvasa ungmenni og aldnir spekingar með barnshjarta. Æskan er gró- andi sálarinnar og endist nákvæm- lega jafnlengi og þessi gróandi. Sigurður Nordal: Batnandi manni er best að lifa (Áfangar I, 1943) Framkvæma handtöku Í Mbl. 14. janúar er haft eftir við- mælanda: „Ég fór í tukthús og sat inni fyrir að hafa framkvæmt ólög- lega handtöku.“ Ég hætti aldrei að undrast þessa ást á stofnanamáli. Er betra að segja „framkvæma handtöku“ en einfaldlega „hand- taka“? Hér má blátt áfram segja: ...„sat inni fyrir ólöglega hand- töku“. Við erum að sjá Birgir Guðjónsson skrifar og bend- ir á viðtal sem birtist í Morgunblað- inu í dag [16. janúar]: „Má ég taka nokkur dæmi: „Við erum að sjá núna í fyrsta sinn að færri nýút- skrifaðir hjúkrunarfræðingar en áður hefji störf inni á spítölunum ... Nú sjáum við inni á Landspítala að hópurinn upp að þrítugu er skugga- lega lítill ... Hjúkrunarfræðingar sjá starfsumhverfi á sjúkrahúsum í sínu námi, finna fyrir manneklunni og álaginu sem henni fylgir. Erlend- is sjáum við að fólk treystir sér ekki inn í þetta umhverfi. Og það er vandi sem við sjáum nú hér ...Við sjáum að frá og með árinu 2112 er mjög stór hópur að hætta störf- um.“ Það má nú segja að málið/vanda- málið blasi við, ekki satt?? Allt framangreint er að mínu mati dæmi um hina ísmeygilegu aðför ensk- unnar að innviðum íslenskunnar.“ Áhyggjur rætast ekki – var sagt í Viðskiptablaði Mbl. og nýlega fékk ég kynningu á „yfir- vofandi sýningum“. Að hittast Fbl. 19. janúar: „Eins og fram kom í síðasta þætti Kiljunnar er hann vanur því að hittast þar í góðra vina hópi.“ Þetta merkir væntan- lega að hann sé vanur að hitta þar sjálfan sig, ekki satt? Miðmynd gerir hér ráð fyrir gagnkvæmni: Þeir hittast – ekki hann hittist. Kveðja Þessir pistlar eru orðnir 72 talsins, og nú verður látið staðar numið, – að minnsta kosti um sinn. Ég vil þakka Fréttablaðinu og lesendum samveruna þennan tíma, og góðar undirtektir. Höldum áfram að nær- ast á auðgi móðurmálsins, sýna því virðingu næmrar umhugsunar og rækta með okkur málkennd. Leikum eins vel og okkur er fram- ast unnt á hljóðfæri hugans. Braghenda Ragnar Böðvarsson sendir þessa braghendu: Þetta er nú eiginlega enginn vetur. Aðeins fúlt og önugt tetur sem ætti að heita Grái-Pétur. Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐIÐ á númerið 1900! Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón. Þá sendir þú SMS-ið JA LAUSN JON Dregið úr réttum svörum n.k. fimmtudag kl. 12. - 99 kr. sms-ið Leystu krossgátuna Í vinning eru tveir miðar í bíó í Regnbogann, Borgarbíó eða Smárabíó? Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.this.is/krossgatur Góð vika fyrir … ... vini Ólafs F. Allt í einu var Ólafur F. Magnús- son orðinn borgar- stjóri í Reykjavík með öllum þeim hlunn- indum sem því fylgja. Til að fylgja öllum þeim góðu málefnum sem Ólafur stend- ur fyrir komast vinir Ólafs í feitt. Til dæmis Ásta Þorleifsdóttir, sem var í fjórða sæti hjá Frjáls- lyndum. Hún er orðin varafor- maður stjórnar Orkuveitu Reykja- víkur og líka komin í stjórn Faxaflóahafna. Kjötkatlafræðing- um þykja þetta spikfeitir bitar. ... unnendur absúrdleik- húss Áhugafólk um fréttir fékk aldeilis sinn skammt í þessari svaka- legu viku og ekki síður unnendur ab súrdleik- húss. Eugen Ionescu hefði aldrei getað skrifað aðra eins atburðarás og við sáum í vikunni. Ofan á ráðhúsgrínið bættist bakstungublús Framsókn- arflokksins, háleynileg greftrun Bobbys Fischer og 2000-kalla uppákoma Ástþórs. Það vantaði bara nokkrar geimverur, eldgos og engisprettufaraldur til að full- komna ruglið. ... rokkara Rokkarar landsins glöddust eins og lang- þreyttir borgarar sem sjá styttu af kúgara sínum falla þegar fréttist að Luxor-hópur- inn væri allur. Söng- flokkurinn hefur þótt táknmynd alls hins versta sem dægurtónlist getur hugsanlega orðið og fengið herfilega dóma, meðlimirnir jafn- vel verið kallaðir synir Satans. Þótt orustan hafi unnist er stríð- inu ólokið. Slæm vika fyrir … ... Ástþór Magnússon Aumingja Ástþór. Það gengur bara ekkert upp. Hann var með pottþétt plott: stóra salinn í Háskólabíói, kraftalega öryggisverði og 40 millur í 2000-köllum. Það var bara tímasetningin sem klikkaði. Á meðan fjórir fréttamenn fylgdust glottandi með fjölmiðlastönti Ást- þórs voru allir aðrir að fylgjast með í ráðhúsinu, sem logaði í meintum skrílslátum mótmæl- enda. Þó er bót í máli fyrir Ástþór að hin fyrrum brotthlaupna eigin- kona, Natalía Wium, virðist snúin aftur. ... Björn Inga „Bjartasta von Framsóknar- flokksins“ er hætt, farin. Fast var sótt að Birni í október. Brjál- aðir sjálfstæð- ismenn hreyttu í hann svívirðing- um úr ráðhúspontunni, en Björn stóð óveðrið af sér, enda réttum megin kjötkatla þá. Svo byrjaði annar ávirðingaflaumur úr innsta koppi eigin flokks – hnífasett hér, jakkaföt þar – og það var meira en Björn þoldi. Enda kominn vit- lausum megin kjötkatla. ... handboltaáhugamenn Þrátt fyrir gífurlegar vonir og væntingar varð EM ekki sá gleði- gjafi sem vænst var til. Þetta var svo slæmt að hetjan Alfreð Gísla- son, sem þó hefur upplifað ýmsa skelli, gafst upp og gekk hnípinn frá velli. Handboltaáhugamenn landsins, sem sáu fram á frábæra sjónvarpshelgi, geta huggað sig við það að þeir geta notað sigur- vökvann til að drekkja sorgum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.