Fréttablaðið - 27.01.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.01.2008, Blaðsíða 8
8 27. janúar 2008 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 A T A R N A – K M I / F ÍT Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Að lækka eða ekki lækka Lækkunin á hlutabréfamarkaðinum er merki um alvarlega stöðu í íslensku viðskiptalífi. Nú þegar er ljóst að mjög mun draga úr hagvexti á næsta ári, því er spáð að hagvöxtur verði 1,4% á þessu ári og 0,4% á árinu 2009. Ég er þeirrar skoðunar að við megum teljast heppin ef ekki fer verr en það. Áhyggjur mínar snúast einkum að tvennu: Skulda- álagið sem nú er sett á íslensku bankana er ótrúlega hátt og gerir þeim erfitt um vik að fjármagna sig. Umtalsvert skert útlánageta bankanna mun að óbreyttu leiða til þess að íslensk fyrirtæki lenda í vandræðum í rekstri sínum, það mun hægja á nýsköpun og almennt draga úr krafti hagkerfisins. Hitt er að veiking íslensku krónunnar, umfram eðlilega aðlögun, mun orsaka verðbólgu. Vextir Seðlabankans eru í hæstu hæðum, en þrátt fyrir það hefur krónan verið að gefa eftir að undanförnu. Að hluta til var þess að vænta. En hættan er sú að gjaldeyrisspekúlantar missi trúna á gjaldmiðlinum og þá þarf Seðlabankinn að hækka vextina enn til að koma í veg fyrir að jöklabréfin margfrægu breytist í skriðjökla. Ekki er víst hvar sú hringekja endar. Verðbólga og samdráttur Hluta þess vanda sem er við að eiga má rekja til mikils framboðs á ódýrum peningum á fyrri hluta þessa áratugar. Einkaneysla og kaupmáttur jukust gríðarlega og húsnæði hækkaði upp úr öllu valdi. Nú þegar verð á peningum hefur hækkað og áhrif „subprime“ lánanna hafa valdið öngþveiti á fjár- málamörkuðum, mun mjög draga úr eftirspurn í þróuðum hagkerfum heimsins. Á sama tíma er enn uppgangur í Kína, á Indlandi og í öðrum hratt vaxandi þróunarríkjum. Þar með eykst eftirspurn eftir hrávöru og orku og því myndast verðbólgu- þrýstingur á Vesturlöndum á sama tíma og dregur þar úr einkaneyslu. Efi Seðlabankans Seðlabankar í Evrópu og Bandaríkjunum standa því frammi fyrir þeim vanda að þeir þyrftu að lækka vexti til að örva hagkerfin en um leið er verðbólgu- pressa sem ýtir á móti vaxtalækkunum. Þessi vandi er enn flóknari hjá okkur því við hann bætist að hinir geypiháu vextir Seðlabankans hafa haldið genginu uppi. Vaxtalækkanir sem eru nauðsynlegar til að auka hagvöxtinn á árinu 2009 þyrftu að hefjast strax. En vaxtalækkun núna eykur á verðbólgu- þrýstinginn þar sem hætta er á að gengið falli, ásamt því að verð á innfluttri vöru er að hækka vegna verðhækkana erlendis eins og áður var rakið. Grípið tækifærið Margt bendir til að óttinn við kreppu verði verð- bólguóttanum yfirsterkari og að vextir seðlabank- anna fara lækkandi á næstunni. Seðlabanki Íslands virðist nú nota vextina helst til þess að stýra genginu og þá vakna spurningar um þá gengisstefnu sem nú er fylgt. En lækkandi vextir í beggja vegna Atlantshafsins skapa svigrúm fyrir Seðlabanka Íslands til að lækka stýrivexti sína án þess að draga mjög úr vaxtamuninum. Vextirnir verða að byrja að fara niður, annars er það hagkerfið sem fer niður að frostmarki. Galdrakarlarnir í þotun- um leysa engan vanda Um nokkurra ára skeið hafa komið fram á sjónarsviðið fjölmargir einstaklingar sem hafa verið eins og galdrakarlar í augum okkar hinna. Hókus pókus og áður en varir eru þessir menn orðnir milljarða- ef ekki trilljarðamæringar sem þeysa um heiminn á einkaþotunum sínum við að frelsa heiminn undan fátækt, eymd og okri. Þeir eignuðust íslensku bankana og boðuðu okkur samstundis mikinn fögnuð. Að ekki sé minnst á þá stórkostlegu dagdrauma sem suma þeirra dreymdi í orkumálum, ekki bara á Íslandi, heldur um allan heiminn. En áður en varir kemur í ljós að þessir mæringar eru ekkert merkilegri en við öll hin; að þeir geta gert mistök og að þeir geta lent í því að tapa milljörðum og trilljörðum á einni nóttu eða tveimur. Og eftir stendur sá hversdagslegi veruleiki að á bak við svimandi gróðatölurnar eru bara venjulegir menn sem eru ekki betur settir en svo að þeir þurfa kannski að fljúga í flugvélum eins og við hin einn góðan veðurdag. Auðvitað hefur niðursveiflan áhrif Og auðvitað hefur niðursveiflan á hlutabréfamark- aðnum áhrif á allt hið efnahagslega umhverfi. Þeir verða færri sem kaupa sér einbýlishús á 100 milljón- ir svo þeir geti rifið það og byggt annað fyrir 200 milljónir. Það mikilvæga í stöðunni nú er að allir átti sig á því að hinn hrollkaldi veruleiki er okkar allra og vandinn sem blasir við hlutabréfamarkaðnum er líka vandi okkar hinna. Það er öllum ljóst; líka þeim sem eiga peningana þó þeir hafi ekki gert sér ljóst að við hin ættum endilega að fá hluta af því sem þeir skiluðu í svimandi gróðatölum meðan allt lék í lyndi. Samfélagið byggist ekki á galdrakústunum Við þessar aðstæður þarf öfluga ríkisstjórn sem hefur heildarstefnu og heildarsýn. Það hefur enn hins vegar ekkert gerst sem bendir til að núverandi ríkisstjórn geri sér grein fyrir samhengi efnahags- málanna. Það hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að ríkisstjórnin vilji verja þá í niðursveifl- unni sem fengu ekkert eða lítið af uppsveiflunni. Það er nefnilega að koma í ljós að þeir sem hafa þeyst um heiminn eins og galdrakellingar á kústs- köftum eru bara venjulegir flugfarþegar eins og við hin. Vandinn í efnahagslífinu verður ekki leystur nema hinn almenni launamaður, sá sem vinnur fyrir verðmætunum, haldi áfram að skapa verðmætin; galdrakúnstirnar hafa engu breytt. Áfram byggist samfélagið á þeim sem vinna en ekki þeim sem flengjast um heimsbyggðina á þotunum sínum. Eru niðursveiflur á fjármálamörkuðum fyrirboði um þrengingar í efnahagslífi? ILLUGI GUNNARSSON SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR BITBEIN Illugi Gunnarsson spyr: Skrílslæti gegn heilsu „Var skrílslátunum beint gegn heilsu Ólafs F. Magnússonar?“ spyr Hjörtur J. Guðmundsson sjálfstæðismaður á bloggsíðu sinni. „Ef satt reynist, hversu viðurstyggileg er slík fram- ganga?“ bætir hann við. Stefán Friðrik Stefánsson, flokksbróðir hans, tekur í sama streng. „Það verður sífellt greinilegra að skrílslátum ungliða vinstri aflanna í fundarsal í Ráðhúsinu í gær var beint að því að brjóta niður Ólaf F. Magnússon borgar- stjóra og koma í veg fyrir að hann gæti annaðhvort setið fundinn eða myndi hreinlega missa stjórn á sér í fundarsaln- um,“ skrifar hann á blogg- síðu sína. Er ekki ástæða til að þessir menn útskýri hvað þeir hafi fyrir sér þegar þeir saka fjölda fólks um svona hugsunarhátt? Frjálslynda línan Eitthvað eru þau mismunandi skila- boðin sem berast frá áhrifamönnum úr Frjálslynda flokknum um þessar mundir. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, fagnar nýjum meirihluta í Reykjavík og Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður flokksins, er svo ánægður að hann vill Ólaf sem arftaka Guðjóns. Í sama streng tekur hófsami aðskilnaðarsinninn Viðar Guðjohnsen, formaður ungliðahreyfingar- innar. Þingmaður- inn Jón Magnússon er hins vegar á öðru máli. „Það hlýtur að vera dapurlegt fyrir arkitekta meirihluta- samstarfs Sjálfstæðisflokksins og Íslandshreyfingarinnar að sjá að þeir njóta einungis trausts fjórðungs borgarbúa,“ skrifar hann. Útvarp Alþingi, Útvarp Alþingi Þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi hafa lagt fram þingsályktunar- tillögu þess efnis að þingfundum Alþingis verði útvarpað um allt land frá og með haustinu á sérstakri útvarpsrás. Bætist þá enn í flóru útvarpsstöðva sem Íslendingar geta hlustað á. Vafalítið mun dagskrárliðurinn „Efl- ing íslenska geitfjárstofnsins“ keppa við Morgunþáttinn Zúúber og Ívar Guðmundsson um áheyrn vegfarenda í morguntraffík- inni. steindor@frettabladid.isÍ þriðja sinn á tveimur árum þarf nýr meirihluti borgar- stjórnar í Reykjavík að gera það að forgangsmáli sínu að leysa starfsmannaskort í skólum borgarinnar. Hinum tveimur meirihlutunum hefur ekki tekist að leysa þetta viðvarandi og alvarlega vandamál. Þessi sem nú hefur tekið við hefur ekki minnst á vandann og því er ekki ljóst hvernig hann mun bregðast við honum. Vissulega hefur þetta einnig verið vandamál í nágrannasveitarfélögunum og er ekki sér-reykvískt vandamál. Það dregur ekki úr ábyrgð borgarfull- trúa til að bregðast við. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er innan við helmingur skólanna í Reykjavík fullmannaður. Sem betur fer er það ekki nema í einum skóla sem kennsla hefur verið skert, en spyrja má hvaða verði það var greitt að komast hjá slíkum neyðarráðstöf- unum. Það getur ekki verið gott fyrir menntun barna okkar að réttindalausum kennurum hafi fjölgað mikið. Þá hafa sérkennarar, allt þetta námsár, verið færðir úr sér- kennslu í hefðbundna bekkjarkennslu, sem dregur úr þeirri þjónustu sem skólum ber að sinna. Þá munu kennarar varla endast lengi í starfi ef þeim er boðið upp á óhóflega yfirvinnu til lengdar. Þetta eru „reddingar“ sem endast ekki lengi og ekki er hægt að una við. Reyndar er það svo að þolinmæði kennara og for- eldra gagnvart stöðunni í skólunum hefur verið með ólíkindum en þess er varla að vænta að hún muni endast. Vissulega hefur þetta einnig verið vandamál í nágranna- sveitarfélögunum og tengist meðal annars atvinnuástandi og litlu atvinnuleysi. Það dregur þó ekki úr ábyrgð borgarfulltrúa til að bregðast við. Fram undan eru kjaraviðræður við stéttina og fyrirsjáanlegt að þær verða ekki auðveldar þrátt fyrir að þær muni byggjast á þeim samningum sem aðrar stéttir gera á undan. Meðal kennara er enn ólga eftir síðustu samninga. Kennarar eru ósáttir við þá kauphækkun sem þeir fengu þá og benda á að bilið milli þeirra og viðmiðunarstétta eins og hjúkrunarfræð- inga fari sífellt vaxandi. Auk þess hefur ítrekað verið bent á að eina leiðin til að bæta úr starfsmannaskorti sé að hækka grunn- laun kennara talsvert. Ef nýjum meirihluta tekst að leysa starfsmannaskortinn í skól- um borgarinnar er það árangur sem verður í minnum hafður. Grunnmenntun barnanna er mikilvægara verkefni en ákvörðun um að endurreisa tvö gömul og ónýt hús við neðanverðan Lauga- veg. Menntunin mun hafa varanlegri áhrif. Sjálfstæðisflokkurinn hefur oftsinnis verið skammaður fyrir að huga ekki að jafnrétti í starfi sínu. Því er rétt að fagna því að að þessu var hugað við skipan í nefndir og ráð Reykjavíkur- borgar og eru fimm konur og fjórir karlar í formennsku fagráða. Batnandi fólki er best að lifa. Sömu vandamálin með nýjum meirihluta: Þjónusta í þágu borgarbúa SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.