Fréttablaðið - 27.01.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 27.01.2008, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 27. janúar 2008 11 félagið rétt á kjörgengi og karlar og jöfn tækifæri í pólitík. Þessu erum við enn að berjast fyrir í dag þó að lagalega hliðin sé komin,“ segir Þorbjörg. „Félagið beitti sér strax fyrir stofnun verkalýðsfélags kvenna og setti á oddinn málefni varðandi menntun kvenna og að jafna laun- in,“ útskýrir Þorbjörg og bætir því við að stóru málin séu eiginlega þau sömu í dag. „Fjölskylduábyrgð karla og kvenna er líka enn í dag mjög mis- jöfn og sú þjónusta sem þarf að eiga sér stað til að reka heimili er að miklum hluta í höndum kvenna. Ég legg þó áherslu á að við kenn- um ekki körlunum um, þvert á móti. Eitt af aðalatriðunum til að jafna fjölskylduábyrgð kynjanna er að stytta vinnutíma íslenskra karla. Starf Kvenréttindafélagsins er í þágu bæði karla og kvenna, jafn- rétti er ekki bara spurning um réttindi kvenna heldur um betra þjóðfélag fyrir bæði kynin,“ segir Þorbjörg og bendir á að karlar hafi verið starfandi í félaginu áratug- um saman. Spurð um stöðu jafnréttismála í dag segist Þorbjörg sjá vissa aft- urför, sérstaklega þegar kemur að kynhlutverki ungra stulkna. „Þær fá sífellt meiri skilaboð um að þeirra hlutverk sé fyrst og fremst kynhlutverk og áherslan er á það hvernig þær líta út og hvernig þær haga sér í samskiptum kynjanna. Þegar ég ber saman stöðuna þegar ég var undir tvítugu fyrir rúmum tuttugu árum og í dag finnst mér hafa orðið afturför,“ segir Þor- björg að lokum. Á morgun, mánudag, stendur kvenréttindafélagið fyrir málþingi í Ráðhúsinu þar sem fjallað verð- ur um löggjöf á sviði jafnréttismála og hvernig lög geta hjálpað til að ná fram jafnrétti. Málþingið hefst kl. 14 og er öllum opið. Aðgangur er ókeypis. heida@frettabladid.is Brottfluttir Grímsnesingar komu saman fyrir skömmu og stofnuðu með sér félags- skapinn „Hollvinir Grímsness“. Markmið félagsskaparins er að finna leið til að leggja sveitungunum lið við að rækta menningararf liðinna tíma og kynna hann fyrir nýrri kynslóð ásamt eigendum frí- stundabyggða sveitarinnar og ferðamönnum. Félagið leggur sérstaka áherslu á uppbygg- ingu aðstöðu fyrir menningartengda þjón- ustu að Borg í Grímsnesinu. Félagið er opið öllum íbúum sveitarfélags- ins fyrr og síðar og til að teljast stofnfélagi þarf að skrá sig fyrir 1. júní næstkomandi. Í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að stofnfélagar telji mikla röskun hafa orðið á búsetu í sveitum landsins. Þar nefna þeir einnig að það heyri til undantekninga að jarðir séu setnar af sömu fjölskyldu mann fram af manni, auk þess sem margir ábúend- ur hafi viðurværi sitt af atvinnu alls óskyldri hefðbundnum búskap. Einnig segir í til- kynningunni að ásýnd sveitanna í Grímsnes- inu, með þeim þúsundum frístundahúsa sem byggð hafa verið á undanförnum áratugum, gæti stuðlað að því að margháttuð menning- arverðmæti tengd venjubundnum landbún- aðarstörfum fari forgörðum. Einlæg von aðstandenda félagsins er að til- gangur og verkefni félagsskaparins mælist vel fyrir hjá sveitungunum, eigendum frí- stundahúsa og ferðamönnum. Einnig að sem flestir einstaklingar, félaga- samtök og fyrirtæki á svæðinu gangi í félag- ið og styrki þetta starf. Upplýsingar og skráningu stofnfélaga veita: Guðmundur Guðmundsson, gudgu@simnet. is og Magnús Björgvinsson, goam@simnet.is. Hollvinir Grímsness verða til MENNINGARVERÐMÆTI Í GRÍMSNESI Brottfluttir Grímsnesingar vilja varðveita menningarverð- mæti sveitanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR M AD R ID BARCELO NA PARÍS LONDON MANCHESTER GLASGOW MÍLANÓ AMSTERDAM MÜNCHEN FRANKFURT BERLÍN KAUPMANNAHÖFN BERGEN GAUTABORG OSLÓ STOKKHÓLMUR HELSINKI HA LIF AX BO ST ONORL AND O MINNE APOLIS – ST. PAUL TORO NTO NE W Y OR K REYKJAVÍK AKUREYRI HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 99 77 0 1 /0 8 11. dagur – 11. útkall Toronto á Hagkaupsverði Kauptu miða á www.icelandair.is í dag eða í verslunum Hagkaupa í Holtagörðum, Kringlunni, Smáralind eða á Akureyri. 50 FERÐAVINNINGAR Allir kassastrimlar eru happdrættis- miðar. Neðst á strimlinum er 7 stafa númer. Þú ferð inn á www.icelandair.is og slærð þar inn númerið og færð samstundis svar við því hvort þú hafir dottið í lukkupottinn. Hafið sætisólarnar spenntar Við kynnum 24 spennandi áfangastaði Icelandair árið 2008, helgarferðir, sumarævintýri og sérferðir. Nýr ferðabæklingur Icelandair, Mín borg, liggur frammi í öllum verslunum Hagkaupa. Þetta er verslunarstjórinn sem talar Full búð af spennandi Duty Free tilboðum. Duty Free tilboð á sælgæti og fleiru. Ferðadagar Icelandair og Hagkaupa frá 17.–27. jan. Toronto Lokaútkall! á 15% afslætti í dag* + Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is * Í dag, 27. janúar, bjóðum við 15% afslátt af öllum fargjöldum á Best Price og Economy fargjaldaflokkum til Toronto. Ferðatímabil er til og með 31. desember 2008.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.