Fréttablaðið - 27.01.2008, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 27.01.2008, Blaðsíða 15
SUNNUDAGUR 27. janúar 2008 15 Fjórða atriðið er heit réttlætis- kennd og pólitíska æðin sem hún hefur. Fornleifar, sauðfé og júdó Nú eruð þið bæði börn skálda og skrifið sjálf. Ef þið ættuð að velja annað fjölskyldusport en að vera skáld – hvað mynduð þið velja? Guðný: Það er engin spurning. Forn- leifafræðingur og góður fjárbóndi. Það er svo mikið af dóti hér alls staðar sem er áhugavert. Eins og konan með alla hnappana sem fannst undir steininum rétt hjá Seyðisfirði. Það hljóta að vera margar ófundnar konur með hnappa. Ég er svo mikið fyrir útivinnu og mikla hreyfingu. Guðmundur: Fjölskyldusport? Ég held að júdó sé eina fjölskyldu- sportið – pabbi er alltaf í hvítum náttslopp að fleygja einhverjum mönnum til og frá. En ef þú ert að meina störfin þá myndi ég örugg- lega verða ástsæll forsetaritari – en ég veit ekki með annað úr fjölskyld- unni. Annar afi minn var rafvirki og ég er sjúklega hræddur við raf- magn. Hinn afi minn var forstjóri Eimskipafélagsins … Guðný: Það liggur víst ekki á lausu núna. Guðmundur: Nei, ég veit ekki einu sinni hvort það er til. Er það ekki bara einhver skúffa í einhverju grúppinu? Björn Inga í járnabindingar Valdabröltið í Ráðhúsinu virðist endalaust. Ef þið ættuð að setja ein- hvern í borgarstjórastólinn nú, sem ekki er í pólitík en þið hafið fulla trú á að geti haldið utan um borgar- stjórn án þess að til svika eða pretta komi, hver væri það? Björn Ingi Hrafnsson lýsti því svo yfir að hann væri hættur í stjórnmálum í bili – hvar sjáið þið Björn Inga blómstra? Og hvernig líst ykkur á nýjan borgar- stjóra? Guðný: Fljótt á litið myndi ég velja Þórhildi Þorleifsdóttur því það þarf einhvern góðan og heiðarlegan leik- stjóra í þetta ljóta ráðhús. Og það þýðir ekki þegar verið er að setja upp leikrit að hver tali með sínu nefi þannig að ég myndi treysta henni best. Guðmundur: Ég vil bara að Dagur B. Eggertsson sé borgarstjóri og fannst hann standa sig afskaplega vel en ef ég neyðist til að velja ein- hvern sem er ekki pólitíkus myndi ég bara velja Örnólf bróður minn. Guðný: Já, djöfulli held ég að Örn- ólfur yrði góður í þetta. Hann myndi bara stjórna þessu með augunum. En að honum Binga, þá ætti hann, bara til að laga baugana, að fara á sjóinn eða í járnabindingar. Þetta er hraustur maður og hann er búinn að ljúga svo mikið undanfarið að hann þarf að afljúga sig einhvers staðar undir berum himni. Guðmundur: Ég held hann verði rit- stjóri Morgunblaðsins og leiði endur- reisn þess blaðs. Guðný: En mér líst afar illa á nýjan borgarstjóra. Ég myndi ekki treysta honum fyrir hundinum mínum í meira en hálftíma. Guðmundur: Hvað myndi hann gera við hundinn? Guðný: Hann myndi ljúga honum inn á fólk. Guðmundur: Eða ljúga að honum. Guðný: Og týna honum. Guðmundur: Æjá, hann laug ósköp mikið þennan dag þarna með Villa, bæði að þáverandi félögum sínum og kannski ekki síst að sjálfum sér. Það er ekki gott veganesti. Hann stendur núna uppi í einhverju emb- ætti sem hann hefur einhvern veg- inn ekkert með að vera í og á enga heimtingu á og hefur ekkert á bak við sig og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Ullað á okkur hin Það er brölt á fleiri stöðum, til að mynda á fjármálamarkaðinum. Eruð þið kvíðin fyrir fjárhagslegri framtíð landsins? Ef þið ættuð hundruð milljóna núna – og yrðuð að passa að eiga allar milljónirnar enn þá eftir tvö ár – hvar mynduð þið geyma peninginn? Guðný: Er ekki búið að tala þetta ríkidæmi okkar upp í einhverja vitleysu? Er ekki kominn tími til að tala það aftur niður og átta sig á því að við erum ósköp venjuleg skítaþjóð hérna úti á hjara verald- ar sem erum búin að ljúga að sjálf- um okkur að við eigum svona mikið af peningum? Við þurfum bara að verða aftur að eðlilegu fólki. Ég veit ekki hvaða della þetta er. Menn eru bara ... Guðmundur: ... rífandi niður ein- hver einbýlishús hér í Þingholtun- um og reisandi ný bara til þess að ulla á okkur hin. Og án þess að maður sé eitthvað að hlakka yfir óförum annarra þá fer maður ekk- ert að skæla heldur yfir því þótt rjúki burt einhverjir fjármunir sem alltaf voru bara mold. Mér líst mjög illa á þessa auðmannavæð- ingu sem hófst með kvótakerfinu. Hún táknar það að við segjum skil- ið við þetta hálfpartinn stéttlausa samfélag sem þó hefur verið hér mest alla 20. öldina, hættum að þekkjast. Það er ágætt að eiga sold- inn pening en miklum auð fylgir sjaldan gæfa, hvað þá misskipt- ingu. Guðný: Sem dæmi um þennan auð get ég nefnt til dæmis íbúa í Mos- fellsdalnum sem ég bý í – sem hing- að til hafa bara reist sér lágreist húsasmiðjuhús og kofa. Svo rauk fasteignaverð upp og þangað komu menn sem ætluðu að byggja sér einhver mörg hundruð fermetra hús. Einn var svo gráðugur um daginn að hann byrjaði að grafa niður og fór í gegnum eitthvert hálfgert ísaldarlag því hann þurfti svo rosalegan djúpan kjallara undir draslið sitt. Og undan þessu ísaldarlagi rennur vatnsforði Mos- fellinga í þúsundum lítra á mínútu, beint út í sjó, án þess að nokkur skipti sér af því. Guðmundur: Bara jökulhlaup? Guðný: Já. Græðgin er orðin svo mikil að þetta er orðin meiri eyði- legging en ekki. Guðmundur: Já, þessi tími sem er að líða undir lok var bara einhvers konar víma. Og það er bara ágætt að menn komist út úr henni. Bara vímulaus æska. Guðný: (bendir út um gluggann á Norræna húsinu á einkaþotu sem er að lækka flugið): Þarna kemur einmitt einn. Nýbúinn að kaupa í matinn fyrir helgina. Guðmundur: En já, hvernig myndi ég geyma 100 milljónir sem mættu ekki réna, þetta er góð spurning, í hverju myndum við fjárfesta, Duna? Er ekki gott að kaupa gull? Guðný: Jú, Norðmenn eiga voða mikið af gulli. Guðmundur: Já, heyrðu, ég myndi bara festa peninginn í Noregi. Í norska skíðabransanum. Guðný: Ég myndi kaupa mér tún- bleðil og þreskimaskínu og rækta korn. Held ég yrði nú helvíti rík þegar ég færi að selja Kínverjun- um hveitið. Guðmundur: Ætlarðu að kaupa þér túnbleðil fyrir 100 milljónir? Guðný: Nei, þreskivélin kostar sitt! Og pokarnir! Guðmundur: Já sennilega er mat- vælaframleiðsla málið. Flestir auðmennirnir eiga það sameigin- legt að hafa selt okkur einhverjar nauðsynjar á uppsprengdu verði – mat og lyf og yfirdrátt. Fyrir gróðann af þessu lögðu þeir undir sig heiminn og keyptu sér knatt- spyrnulið fyrir kex. Guðný: Og helminginn af Oxford- stræti fyrir Del monte-ananas og blandaða ávexti í dós. Selskinnsdragtirnar ónýtar Fatastyrkur áðurnefnds Björns Inga hefur talsvert verið í umræð- unni. Ef þið fengjuð fatastyrk upp á milljón og yrðuð að versla föt á hvort annað – hvað myndir þú, Guð- mundur, kaupa á Guðnýju og hvað myndir þú, Guðný, kaupa á Guð- mund? Guðmundur: Úff. Karlmenn eiga ekki að ráðskast með fatnað kvenna, ekki einu sinni hommar. Ég myndi bara kaupa eitthvað hippalegt. Skræpóttar mussur og indversk silkiklæði en ekki dragtir, það er ekki Duna. Eitthvað rautt og grænt af því að Duna er tvímælalaust sumar. Og svo nóg af stígvélum af því hún er alltaf úti í garði. Guðný: Eins og sagt var í vissu ára- mótaskaupi: Tvö stokkabelti fund- ust á kvennaklósettinu. Guðmundur: Haha! Guðný: Alveg hikstalaust myndi ég kaupa selskinnsanorakk með hettu á Guðmund. Svipaðan og Halldór Ásgríms á, og rauðan trefil við. Heldurðu að þú yrðir ekki flottur í því? Guðmundur: Tja, ég veit það ekki .... Guðný: Hefurðu séð hvernig þeir vinna selskinnið núna? Guðmundur: Mér finnst bara ein- hvern veginn eins og ég yrði Hall- dór Ásgrímsson. Guðný: Jú, það er nefnilega það. Halldór er svolítið búinn að eyði- leggja selskinnsdragtirnar fyrir okkur. Vigdísi á peningaseðil Þekktir einstaklingar hafa fallið frá í þessum mánuði, meðal annars fjallagarpurinn Edmund Hillary, Bobby Fischer og núna Hollywood- leikarinn Heath Ledger. Ef þið ættuð að velja þrjá látna einstakl- inga til að prýða næstu peninga- seðla Íslands sem prentaðir verða – hverjir yrðu fyrir valinu? Og hver ætti að vera þriðji Íslendingurinn til að verða grafinn á þjóðreit okkar á Þingvöllum? Guðmundur: Halldór Laxness. Hann á að fara á næsta seðil. Hmm, hverjir fleiri. Allavega ekki Bobby Fischer. Ég er algerlega á móti þessari stefnu að gera hann að ein- hverjum ástmegi þjóðarinnar. Þó að við höfum skotið skjólshúsi yfir hann bara af því að hann var vitl- eysingur. Ég myndi vilja sjá Jónas eða Gröndal og einn peningakarl – Thor Jensen – hvernig væri það? Guðný: Jú, það má nú alveg fara að huga að honum. Ég myndi setja Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. Síðan myndi ég setja Jón Helgason skáld og svo Vigdísi Finnbogadóttur – og setja hana í skautbúning á einhvern seðilinn – 12.000 króna seðilinn. Guðmundur: Heyrðu, við erum komin með svolítið góða seðla – alveg sex nýja. Við verðum bara að biðja um verðbólgu. En í þjóðar- grafreitinn. Mér dettur nú bara Hannes Hólmsteinn í hug. Hann hefði gaman af því sjálfur. Ég get ekki ímyndað mér neinn annan mann sem myndi þiggja þetta. Eigum við ekki bara að fara að hætta með þetta? Það mætti bara flytja þá sem hvíla þarna og leyfa þeim að hvíla innan um annað fólk. Guðný: Þú meinar beinahrúguna af Dananum og svo beinin af Einari Ben. Ég myndi segja að hund- helvítið á næsta bæ við mig ætti að fara á þennan þyrlupall. Það vill enginn liggja þarna og ég veit um tvo sem voru svo hræddir um að þeir yrðu settir þarna að þeir báðu um það á meðan þeir voru alveg með fulde fem að þeir yrðu ekki settir niður þarna. Mía litla í ham Björk tuktaði nýlega til ljósmynd- ara, í annað skiptið á ferlinum, þar sem hann myndaði hana í Ástralíu. Hafið þið skilning á gjörning henn- ar? Guðmundur: Ég er fullur aðdáunar á Björk og ef hún þarf að umbreyt- ast í stórhættulegt kvendýr, svona Míu litlu í ham, þá hefur hún fullt umboð frá mér til þess. Ég vor- kenni þessum ljósmyndara ekki rassgat. Guðný: Ég er þannig af ef mér er sýnt ofbeldi sýni ég ofbeldi á móti og ég hugsa að það sé öllu kviku eðlis lægt. Ég hef séð svona ljós- myndara að störfum, í London og Cannes, og ef það er ekki ofbeldi hvernig þeir vinna veit ég ekki hvað það er. Ég er bara stolt af henni að gefa honum einn á lúður- inn. Guðmundur: En mér finnst leiðin- legt að sjá hvernig DV er að reyna að verja þetta. DV lítur svo á að þessi ljósmyndari sé einn af þeim. Björk er hins vegar ekki ein af þeim. Jæja, sækjast sér um líkir mætti segja. Guðný: Þessir ljósmyndarar eru að eyðileggja líf fólks. Guðmundur: Þetta er líka partur af ímynd Bjarkar – hún bítur ef þú kemur of nálægt. Guðmundur Andri er fæddur á gamlársdag árið 1957 en þann afmælisdag átti listmálarinn Henri Matisse einnig. Guðný er hins vegar fædd 23. jan- úar árið 1954 og á sama afmælis- dag og rússneski leikstjórinn Sergei Eisenstein. Guðmundur er því steingeit en Guðný vatnsberi. Guðmundur Andri lærði bók- menntafræði og íslensku við Háskóla Íslands en Guðný nam kvikmyndaleikstjórn í London Inter- national Film School. Guðmundur hefur skrifað fjórar skáldsögur auk fjölda greina og þýðinga. Guðný hefur hins vegar leikstýrt fimm kvikmyndum í fullri lengd og tveimur áramótaskaupum. Síðasta skáldsaga Guðmundar hét Náðarkraftur en síðasta kvikmynd Guðnýjar var Veðramót. ➜ GUÐMUNDUR OG GUÐNÝ Í HNOTSKURN Guðmundur: Svo þegar komið var á Gljúfrastein reyndist búlgarska barnið vera átján ára yngismær þannig að ég var nú í hálfgerðu reiðileysi. En þá aumkuðu þær systurnar sig yfir mig og fóru með mig upp í herbergi og þarna heyrði ég í fyrsta sinn í Bítlunum – heyrði John Lennon syngja og varð ekki samur á eftir. Duna breytti sem sagt lífi mínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.